Morgunblaðið - 13.11.1994, Síða 8

Morgunblaðið - 13.11.1994, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLÍFSSTRAUMAR SIDFRÆÐI///verjir eru kostir oggallar refsinga? Refsing í uppeldi HVAÐ er refsing og hvernig á að beita henni? Hafa refsingar gildi í barnauppeldi? Er skynsamlegt að sleppa þeim? Er e.t.v. rangt að beita þeim? Hvenær er hvassyrði gagnlegt og hvenær skaðlegt? * Imyndum okkur mann sem er óendanlega þolinmóður og langlyndur. Hann er góðviljaður fram í fingurgóma, miskunnsamur og ævinlega fús til að fyrirgefa. Hann missir aldrei stjórn á skapi sínu og tekst ávallt að halda reiði sinni í skefj- um. Hann lítur alltaf á björtu hliðina og er yfir- máta skilningsrík- ur. Hann skamm- ast aldrei og hneykslast ekki yfir neinu. Hann er ljúfur og beitir aldrei refsingum. Spyijum svo: Er hann efnilegur til að ala upp barn? Hugmyndin um góða foreldrið er að það noti ekki refsingar. Það styrkir hið góða í fari barnsins og sýnir langlyndi gagnvart því sem miður fer. Það fyrirgefur umhugs- unarlaust. Gallinn á hinn bóginn við þessa uppeldisaðferð er að hún tekur of langan tíma. Barnið vex hratt úr grasi og verður flutt að heiman fyrr en varir. Refsing er af þessum sökum nauðsynleg til að árangur náist, en hvað er refs- ing? Refsing er tækni til að kenna. Hún er notuð til að vara við hætt- um og koma í veg fyrir óæskilegt atferli. Það er auðvelt að beita henni og hún hefur áhrif án tafar. Hún getur falist í því að meina barninu að gera það sem það vill eða láta það gera eitthvað sem það vill ekki. Hugtakið refsing í barnauppeldi merkir í raun milda aðgerð til að segja hvað má ekki gera. Refsing er vandmeðfarin því ef hún verður harkaleg og of tíð fær barnið óbeit á refsandanum. Meginkostur refsingarinnar er að hún stöðvar strax það sem hún bannar. Það er heimska að béita henni löngu eftir að hið bannaða var gert. Refsing dugar aftur á móti skammt ein og sér. Gallinn er að hún bendir ekki á hvað best sé að gera í staðinn fyrir það sem bannað er. Foreldrar sem láta nægja að skamma og banna eru ekki lofsverðir. Góður uppalandi er þolinmóður og langlyndur. Hann er miskunn- samur og fús til að fyrirgefa. Það er ekki auðvelt að reita hann til reiði en ef það tekst - lætur hann sólina ekki setjast yfir reiði sína, heldur'nær sáttum áður. Hann lít- ur á björtu hliðina en veit að hin dökka getur kennt sitthvað. Hann fyrirgefur þegar hann veit að iðr- un hefur átt sér stað. Hann kenn- ir aga til að hjálpa barninu að vinna bug á annmörkum sínum. Hann kennir líka sjálfsaga til að barnið geti orðið eigin herra yfir ástríðum sínum. Hann lætur ekkert skaðlegt orð líða af munni sínum til að bijóta barnið niður eða sjálfstraust þess. Þegar þörf gerist er hann hvas- syrtur en til uppbyggingar og þeim til góðs sem heyrir. Gagn- rýni hans getur verið hörð en markmið hennar er að barnið læri fljótt og vel hvernig best sé að gera. Góður uppalandi þekkir rétt barna sinna um að; njóta virðing- ar, lifa við öryggi og umönnun, þroska hæfileika sína, vera vernd- úð gegn ofbeldi og misnotkun, vera hlíft við erfiðisvinnu, og vera hjálpað til að öðlast líkamlegan, vitsmunalegan og siðferðilegan þroska. Refsing má aldrei bijóta á mannréttindum barns og á að- eins að vera hjálpartæki. Þær skulu í raun ávallt vera mildar og aldrei skaða líkama eða sál. Það er hægara sagt en gert að vera góður uppalandi ef samfélag- ið er ekki með á nótunum. Ef samferðamenn hans finna ekki til ábyrgðar gagnvart barni hans, getur honum orðið erfitt um vik. Ef hann ætlar að fylgja 7. grein yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og stuðla að því að tómstundaiðja þess sé bæði holl og góð eins og menntunin, þá getur hann það ekki einn. Það er t.a.m. mjög erfitt að stjórna því hvað barn má horfa á í sjón- varpi eða á myndbandi. Það er hægt inni á heimilinu en hinsveg- ar eru sjónvarpstæki út um allt! Samfélagið í’heild er því mjög áhrifaríkur þáttur í uppeldinu. Uppalandinn getur ekki borið ábyrgðina einn, nágranni hans ber hana líka. Barnið hefur tilhneigingu til að reyna allt og það þarf líka að þekkja ljósið og myrkrið, sæluna og sorgina. Það lærir ekki að gera greinarmun á góðu og vondu, réttu og röngu nema kynnast bæði ást og refsingu. Það þarf að læra hvaða afleiðingar hegðun þess hefur, hvort hún er góð eða slæm. Það á rétt á siðferðislegum þroska og þarf því að skilja hvers vegna það er rangt að valda öðrum sársauka. Ef það skilur það mun það síðar meir ekki traðka á öðr- um heldur láta gott af sér leiða. SPEKI; Refsing getur orkað meira en þúsund blíð orð - og eitt blítt orð getur vegið þyngra en nokkur refsing. eftir Gunnar Hersvein LÆKNISFRÆÐI / / linnir umferöinni... Fóstursval HVERT undrið rekur nú annað í heimi þeirra vísinda sem kennd eru við glasafijóvgun. AHammersmith-spítalanum í Lundúnum hafa að undan- förnu verið gerðar tilraunir í þá átt. að velja álitlegasta fósturvísinn af mörgum og ýta honum af stað í gönguna miklu, sem hefst þegar frjóvgað egg sest að í slímhúð móð- urlífsins og lýkur ekki fyrr en á dán- ardægri. En með „álitlegum" vísi er átt við þann sem ekki geymir í sér tilhneigingu til arfgengra sjúk- dóma. Fyrir þremur árum létu þeir Hammersmith-menn til skarar skríða og liðsinntu hjónum sem bæði tvö voru með gengalla er stundum veldur alvarlegum sjúk- dómi í öndunar- og meltingarfær- um. Hjónin áttu eitt barn, dreng með þennan erfðasjúkdóm og eng- ar horl'ur á löngum og eðlilegum iífdögum. Þau höfðu ákveðið að jeggja ekki út í frekari barneignir, en skiptu um skoðun þegar þau fréttu af genavísindum læknanna á Hammersmith. Eins og aðrir sem fást við glasafijóvganir gefa þeir í UPPHAFI var eggið — og sáðfruman. verðandi móður hormónalyf sem fá eggjastokka hennar til að losa fleiri egg út í kviðarholið en gengur og gerist einu sinni í mánuði þegar náttúran fær að ráða. Eggin eru tekin og geymd í vökva ásamt sæði eiginmannsins; þau fijóvgast þar og síðan upphefst frumuskipt- ing. Nokkrum dögum síðar eru valdir einn eða tveir fósturvísar, sem athuganir benda til að séu ógallaðir, og þeir fluttir til áfram- haldandi þroska í leg móðurinnar. Áðurnefndum hjónum fæddist svo í fyllingu tímans myndarlegt stúlkubarn sem dafnar vel og verð- ur ekki misdægurt. Telpan heitir Chloe (samanber Dafnis og Klói) og er fyrsta barnið í heiminn borið að afstöðnu fóstursvali. Síðan hafa þónokkur mannsbörn gengið sömu braut og mun sá hópur nú vera um það bil fjórir tugir og helming- urinn ættaður frá Hammersmith. Þeir sem þykjast sjá fyrir óorðna hluti spá því að ný undur og stór- merki sigli í kjölfar þeirra sem þegar eru á hvers manns vörum. Slímtruflunin lífshættulega sem þjakar bróður hennar Klói litlu er einn af mörgum sjúkdómum sem stafa af gölluðum genum og segj- ast þeir sem um hennar mál fjöll- uðu hafa athugað fósturvísa vegna þrettán erfðasjúkdóma. Kunnugir menn og bjartsýnir telja að þannig mætti með tíð og tíma útrýma sum- um þessara kvilla. Því má ekki gleyma að í barátt- unni við krabbameinið eru miklar vonir tengdar þessum nýju vísind- um. Um æðimörg illkynja æxli er vitað að frumuskipting þeirra er hröð og áköf, ekki óáþekk fyrsta spretti fóstursins. Hafa menn leitt að því getum að sitthvað kynnu krabbameinsfræðin að hafa upp úr margháttaðri athugun á vexti þess og viðgangi. Sú trú styrkist vænt- anlega við þá vitneskju síðustu ára að ákveðnar tegundir krabbameins virðast í tengslum við afbrigðileg gen eða eigi beinlínis rót til þeirra að rekja. Það er að vísu engin ný reynsla að sum krabbamein leggist í ættir, en haldbærar skýringar hafa ekki legið á lausu. Fleira er á döfinni. Ennþá veit enginn hvernig sáðfruma og egg „skynja“ hvort annars nærveru né heldur hvernig eggið fer að því að aflæsa þegar fyrsti gesturinn er kominn í skjól. Þar er væntanlega einhver efnafræði að verki sem gæti verið gagnlegt að hafa til hlið- sjónar við getnaðarvarnir í framtíð- inni. eftir Þórarin Guðnason UlVIHVERFISlVIÁL //iYrt) eru landgrœbsluskógarf Ektd bara orðin tóm FARSÆLT samstarf opinberra aðila og samtaka áhugamanna um þjóð- þrifaverkefni á sér sjálfsagt margar hliðstæður hér á landi sem annars staðar. Þar er oftast um að ræða umfangsmikil verkefni sem auðveldara er að koma í framkvæmd ef áhugamannasamtök standa þar að baki og leggja fram vinnu og fagkunnáttu. Hið opinbera svarar þá með fjárfram- lagi á móti og sparar við það launakostnað. Slíkt samstarf fijálsra félaga og opinberra stofnana krefst að sjálfsögðu vandaðs undirbúnings og skipu- lagningar og nauðsynlegt er að árlega liggi fyrir úttekt á árangri svo hægt sé að tryggja að hvorki vinnuframlagi né fé sé kastað á glæ. Dæmj um slíkt samstarf er umfangsmesta skógræktarátak sem um getur á Islandi, landgræðsluskógaverkefnið, sem hófst árið 1990 og stend- ur enn. Þetta er samstarfsverkefni Skógræktarfélags íslands, Skógræktar ríkisins,_Landgræðslu ríkisins og Iandbúnaðarráðuneytisins en Skógrækt- arfélag íslands er forsvarsaðili. Landgræðsluskógum voru sett markmið í upphafi en þau eru þessi: — að endurheimta íslenska birkiskóginn og víðiflákana, — að rækta nýjar tegundir tijáa og jurta sem hafa ekki get- að borist til ís- lands að sjálfsdáð- um, — að gera ís- lenska gróðurríkið sterkara og fjöl- breyttara. Með þessu er stefnt að því að auka flatar- mái skógivaxinna svæða, sem talið er að hafi verið 25% af heildarflatarmáli landsins við landnám en er nú aðeins 1%. í upphafi .voru valin 80 svæði víðs vegar um land til gróðursetningar og eftirfarandi atriði höfð að leiðar- ljósi: — að svæðið væri tryggilega friðað fyrir búfjárbeit, — að svæðið væri lítt eða ekki gróið, — að svæð- ið væri aðgengilegt almenningi og ekki langt frá byggð, — að tryggð- ur væri samningur við umráðanda svæðisins um friðun og áframhald- andi ræktun. Aðildarfélög Skógræktarfélags íslands eru nú 50 talsins og starfa í öllum héruðum landsins með um 7000 skráða félaga. Framkvæmd landgræðsluskógaverkefnisins hef- ur verið í höndum félaganna hvers á sínu svæði. Þau leggja fram sinn skerf í vel skipulögðu sjálfboðaliða- starfí sem hefur skilað ótrúlegum árangri. Fyrsta árið tóku 8000 manns þátt í gróðursetningunni en síðan hefur sjáffboðaliðum heldur fækkað. Ástæðuna má að miklum hluta rekja til þess að sveitarfélög hafa í vaxandi mæli gerst aðilar að átakinu. Þau beina unglinga- vinnu í heimahéraði að hluta í gróð- ursetningarstörfin og greiða Iaun fyrir. Framlag sjálfboðaliða er þó meginþátturinn. Til dæmis er öll skipulagning og undirbúningsvinna við einstök svæði unnin á vegum skógræktarfélaganna. Félögin annast og eftirlit með framkvæmd- um. Fagfólk á þeirra vegum fylgist með gróðursetningu á þessi völdu svæði og metur árangur. Þá hefur Skógræktarfélag íslands gengist fyrir námskeiðum víða um land fyrir flokks- og verkstjóra og sóttu um 200 manns slík námskeið á síð- asta ári. Á hveiju svæði er einnig unnin ræktunaráætlun til lengri tíma þar sem því verður við komið. Frá upphafi Landgræðsluskóga árið 1990 hafa verið gróðursettar á þess vegum fimm og hálf miljón plantna í þessa völdu reiti. Fyrstu tvö árin var staðið að umfangsmik- illi fjáröflun til plöntuframleiðslu og leitað til almennings og fyrir- tækja um stuðning. Síðustu þijú árin hefur Skógrækt ríkisins hlaup- ið undir bagga og afhent eina mi- ljón plantna árlega til Land- græðsluskóga svo tryggja mætti framhaldið. Landgræðsla ríkisins sem einnig er samstarfsaðili hefur tekið að sér flutning á plöntum milli landshluta en með þróun flutn- ingakerfisins hefur verið unnt að lækka kostnaðinn um helming frá því_ sem var fyrsta árið. í kjölfar landgræðsluskógaverk- efnisins hafa komið til sögunnar endurbættar aðferðir við gróður- setningu og ný tæki til notkunar. Fylgst er með framvindu plantn- anna og rannsakaðir áhrifaþættir á afföll á vegum Rannsóknarstöðv- ar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Þá hafa verið reyndar nýjar tijáteg- undir víða um land sem lítil áhersla hefur verið lögð á til þessa. Þannig fæst dýrmæt reynsla sem mun koma framtíðarskógrækt á íslandi til góða. Þetta samstarfsverkefni opin- berra stofnana og samtaka áhuga- manna um skógrækt hefur þegar skilað umtalsverðum árangri og aukið mönnum trú á að hægt, sé að stöðva uppblástur og vinna sigur á landeyðingaröflunum. Það hefur jafnframt vakið sveitarfélög í öllum landshlutum til vitundar um nauð- syn þess að vernda gróður og efla tijárækt í heimahéraðinu. í raun má segja að landsmenn, bæði til sjávar og sveita, hafi beðið eftir því að fá tækifærí til að gerast þátttak- endur í skipulögðum framkvæmdum á sviði uppgræðslu lands og skóg- ræktar — að sýna hug sinn í verki en láta ekki sitja við orðin tóm. eftir Huldu Valtýsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.