Morgunblaðið - 13.11.1994, Side 10

Morgunblaðið - 13.11.1994, Side 10
10 B SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ List um ^ landið á ný Nýlega eignaðist Morgunblaðið bókverk eftir Rikharð Valtingojer myndlistar- mann. Verkið nefnir hann Samsíðu og inniheldur myndir unnar í mezzot- intu, allt frá því að eirplatan er ósnortin og þar til myndin er útmáð aftur. Hver opna í bókinni var unnin á einum degi og byrjaði dagurinn með lestri Morgunblaðsins. Sjö síður bókarinnar eru prýddar margvíslegum fyrirsögn- um úr blaðinu. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti Ríkharð á vinnustofu hans hér syðra og kvaðst hann þá hafa unnið bókverk þetta jafnhliða því sem hann kenndi nemendum sínum í Myndlistar- og handíðaskólaum bókar- gerð. Ríkharður hefur kennt þar í tuttugu ár. Heimili sitt á Ríkharður á stöðvarfirði og þar dvelur hann meginhluta ársins. til mín stúlka sem ég hafði kynnst meðan ég var heima í Austurríki. Sigrid Valtingojer heitir hún og er starfandi myndlistarmaður á Ís- landi enn í dag. Við bjuggum sam- an í fimmtán ár en þá skildu leiðir okkar.“ Þroskaðist mikið á íslandi „Ég málaði mikið eftir að ég hófst handa á ný og skömmu síðar hélt ég mína fyrstu myndlistar- sýningu í Vínar- borg og fólk þar var undrandi á hve mjög ég hafði víkkað minn sjón- deildarhring, verk mín voru sannar- lega með öðrum brag en skóla- systkina minna sem heima höfðu setið, ísland og sjómennskan hafði haft mikil áhrif á mig og mín verk. Um svipað leyti og ég sýndi fyrsta skipti í Vín- arborg hélt ég sýningu á verkum mínum í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Síðan hef ég haldið fáar einkasýningar hér en tekið þátt í samsýningum. Ég sýni aftur á móti oft í útlöndum. Það er minna fyrir því haft en að sýna hér. Ég sendi bara verk mín upp- rúlluð til forsvarsmanna sýning- anna ytra og þeir sjá um allt ann- að, ramma myndirnar inn og senda boðskort, hvað þá annað. Ef maður hins vegar heldur sýningu hér, kostar það mikið fé og fyrirhöfn, maður þarf sjálfur að sjá um allt, jafnvel að útvega glös fyrir opnun sýningarinnar og kemur út með a.m.k. 200 þúsund krónur í mínus áður en sýningin hefst.“ Eins og fyrr sagði býr Ríkharður Valtingojer á Stöðvarfirði. Hvers vegna skyldi hann hafa valið að setjast þar að? „Þegar ég og núverandi kona mín, Sólrún Friðriksdóttir textíl- listamaður, höfðum eignast tvö börn vildi ég komast burtu úr Reykjavík. Ég vildi að börnin mín fengju að alast upp í sveit, það er hægt að kynnast borginni og læra á hana sem fullorðinn, en maður lærir ekki á sveitina á sama hátt sem uppkominn einstaklingur. Stöðvarfjörður varð fyrir valinu af því konan mín er þaðan. Við erum þar með gallerí, það var lengi eina Margt hefur breyst hér „íslenskt samfélag hefur breyst mjög mikið síðan ég kom hingað árið 1960. Þá var hér mikið at- hafnarými. Mér hafði fundist þröngt um mig í Austurríki, þar sem allt var í mjög föstum skorð- um, og líkaði þess vegna mjög vel hið mikla ftjálsræði sem ísland bauð upp á. Hér voru þá uppgangs- tímar og hægt að fá vinnu hvar sem var og hve- nær sem var. Alí- ir þekktu alla. Ég bjó í fyrstu inn í Skipasundi og ég man að þegar ég gekk eftir göt- unni um tíuleytið á morgnana heyrðust hlátrar og spjall í konum og börnum út um hvern glugga, laun einnar fyrir- vinnu dugðu þá, en núna er þetta dauð gata á þess- um tíma, konurn- ar farnar að vinna úti og börn- in á leikskólum. Að sama skapi hefur ýmislegt annað breyst á ís- landi. Ég fæ t.d. hvergi íslenskan mat eins og ég borðaði hér fyrstu árin, nema þá í Múlakaffi. Heima í Austurríki, en þangað fer ég a.m.k. árlega í heimsókn, er sams- konar matur á boðstólum og var þegar ég var að alast þar upp. En hér er allt breytt, meira að segja mataræðið, sem þó breytist einna síst hjá þjóðum. Þessar breytingar eru sumar til góðs, til dæmis hefur menningarlífið tekið miklum fram- förum á þessum tíma hér í Reykja- vík og nágrenni. Umhverfið hér er líka orðið miklu fallegra en það var og fólk hefur á þessum tíma lært að meta gildi gamalla hluta, áður fyrr kastaði það öllu sem ekki var nýlegt. Ég vona að landsbyggðin fylgi þessari þróun, ég var á sínum tíma hrifinn af hugmyndinni List um landið. Því miður lagðist sú ágæta starf- semi af, hún var endurvakin í nokkur ár, en þá voru það bara tónlistarmenn sem fluttu list sína um landið. Það þyrfti að endur- vekja þessa starfsemi á ný og flytja alls konar list um landið. Þegar lokið væri myndarlistarsýningu í Reykjavík mætti senda hana rétta boðleið til vissra staða á lands- byggðinni. Þá gæti allur landslýður Ég vildi að börnin mín fengju að al- ast upp í sveit, það er hægt að kynnast borginni og læra á hana sem fullorðinn, en maður lærir ekki á sveitina á sama hátt sem uppkominn ein- staklingur 'fíifilHr 1 tfaÍK An: > Síða úr bókverki Ríkharðs Mezzotint er 350 ára gömul aðferð til þess að gera myndir og má segja að hún hafi lagst af talsverðan tíma eftir að ljósmyndirnar komu fram, enda er áferð mezzotintomynda talsvert svipuð ljósmyndum,“ segir Ríkharður. Hann kvaðst hafa lært að gera slíkar myndir af pólskum vini sínum sem hér dvaldi um tíma fyrir nokkrum árum. Litógrafíu sagðist Ríkhaður hins vegar hafa lært af A. Paul Weber, en hjá honum starfaði Ríkharður um eins árs skeið fyrir hartnær tuttugu árum. Ríkharður Valtingojer er fæddur í Suður-Týról, sem þá var orðið ítalskt landsvæði, en fluttist sex ára gamall til Austurríkis þar sem hann ólst upp í litlu sveita- þorpi sem nú er vinsæll skíðastað- ur og er skammt frá Salzburg. Þar rak móðir hans með lítið hótel og krá. „Faðir minn var alltaf í stríði. Hann barðist fyrst með ítölskum her. Hann losnaði úr því og þá fluttum við til Austurríkis, m.a. til þess að pabbi losnaði endanlega úr allri stríðsáþján, en þá tók ekki betra við. Hann kom mátulega til þess að Hitler kveddi hann í sinn her og sendi hann til Póllands. Þaðan fór hann til Rússlands og féll þar. Ég hafði því lítið af föður mínum að segja,“ segir Ríkharður þegar talið berst að uppvexti hans.„ Ég var einbirni foreldra minna og það var því erfitt fyrir móður mína þegar ég ákvað að fara til Islands til þess að stunda þar sjómennsku. Þá var ég nýlega útskrifaður úr myndlistarháskóla í Vínarborg, eftir að hafa stundað fyrst nám í myndlistarskóla í Graz. Ég reyndi að fá skipspláss í Þýskalandi en sá fram á langa bið eftir því. Þá frétti ég að auðvelt ,væri að fá skipsrúm á íslandi og ákvað að fara þangað. Ég kom með Gull- fossi og fékk sama daginn og ég kom starf sem háseti á Þorkeli mána. Ég var tvö ár á sjónum, bæði á togurum og síldarbátum og líkaði það mjög vel. Ég þroskað- ist mikið á þessum tíma og Iærði margt sem kom mér svo að gagni þegar ég fór að mála aftur tveimur árum seinna. Þá var komin hingað galleríið, sem stóð undir nafni sem slíkt, allt frá Reykjavík til Akur- eyrar, ef suðurleiðin var farin. Mér líkar vel að búa úti á landi, þótt menningarlíf þar sé allmiklu snauðara en hér syðra. Lands- byggðin er um 20 árum á eftir höfuðborgarsvæðinu í þeim efnum. Þar er kannski karlakór og ein leiksýning á vetri en hins vegar þijár vídeóleigur.“ notið þeirrar listar sem á boðstól- um er í landinu. Það mætti t.d. nýta félagsheimilin í þessu skyni. Nú eru þau bara notuð nokkrum sinnum í mánuði, kannski fyrir fundahöld, jarðarfararkaffi o.s.frv. Það mætti bæta um betur og hafa þessi heimili meira opin og með fjölskrúðugri starfsemi en nú er, það væri sannkölluð þjóðþrifastarf- semi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.