Morgunblaðið - 13.11.1994, Síða 21

Morgunblaðið - 13.11.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER1994 B 21 ATVINNUAÍ JC ,/YSINGAR BESSASTAÐAHREPPUR Félagsmálastjóri Staða félagsmálastjóra Bessastaðahrepps er auglýst laus til umsóknar. í sveitarfélaginu búa um 1.200 manns. Menntun sem félagsráðgjafi eða sambærileg menntun er skilyrði. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af vinnu með fólk og af stjórnun. Starfið er laust frá með 1. janúar 1995 að telja. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 1994. Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 91-653130. Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi. Hjúkrunarfræðingur Staða hjúkrunarforstjóra við meðferðarheim- ilið Sogn í Ölfusi er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa framhaldsnám í geðhjúkrun eða reynslu af meðferð geð- sjúkra. Vinnuaðstaða er góð, stutt til Reykja- víkur og samgöngur góðar. Aðstoðað verður við leigu íbúðarhúsnæðis. Námsdvöl að rétt- argeðdeild í Vadstena í Svíþjóð er innifalin í ráðningarsamningi. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist rekstrarnefnd, Meðferðarheimilinu Sogni, 810 Ölfusi. Nánari upplýsingar um starfið gefa formaður rekstrarnefndar Sogns, Sigmundur Sigfús- son, í símum 96-30203 og 96-26641, og formaður rekstrarnefndar, Sigríður Pálsdótt- ir, í síma 98-31003, eftir kl. 16.00 virka daga. Stjórnin. Ráðningaþjónusta sjávarútvegsins Vélstjórar (V061) Óskum eftir vélfræðingum (VF-I) og vélstjór- um (VS-I) til afleysinga og framtíðarstarfa hjá útgerðarfyrirtækjum á landsbyggðinni. Skipstjórar - stýrimenn (S104) Okkur vantr vana skipstjórnarmenn til afleys- inga sem skipstjóra og stýrimenn hjá útgerð- arfyrirtækjum víðsvegar um landið. Vinsamlegast hafið samband og leitið frek- ari upplýsinga. EGJ Egill Guöni Jónsson Ráöningarþjónusta og ráögjöf Borgartúni 18 • 3. haBÖ • 105 Reykjavík • Slmi (91) - 61 66 61 Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Holtaborg v/Sólheima, s. 31440 Leikgarð v/Eggertsgötu,s. 19619 Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290 Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810 í 50% starf e.h.: Hálsaborg v/Hálsasel, s. 78360 Lækjarborg v/Leirulæk, s. 686351 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklaus- ir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Já, okkur vantar fleiri! Óskum eftir góðu sölufólki fyrir GULU BÓKINA 1995. Gerum kröfu um ástundun og nákvæmni. Um er að ræða bæði síma- og farandsölu. Miklir tekjumöguleikar. Verðum á skrifstofunni í dag, sunnudag, milli kl. 11 og 14.30, annars upplýsingar á mánu- dag í síma 689938. Meðmæla óskað. Lífogsagahf., Suðurlandsbraut 20. Skipstjóri óskast sem er vanur flottrollsveiðum Virt sjávarútvegsfyrirtæki í Chile óskar eftir togaraskipstjóra með mikla reynslu af flot- trollsveiðum. Fyrirtækið hefur áhuga á að ráða skipstjóra til flot- og botntrollsveiða frá byrjun apríl 1995. Hugsanlegt er að gera samning í lengri eða styttri tíma, þ.e.a.s. ef viðkomandi vill aðeins fá tímabundið leyfi frá störfum á íslandi. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sendið inn helstu upplýsingar varðandi menntun og fyrri störf til afgreiðslu Mbl., merktar: „FRIOSUR - 15724“. Mosfellsbær Húsnæðisfulltrúi óskast til starfa hjá Mosfellsbæ í 60% starf. Starfið felur í sér umsjón með félagslega íbúðakerfinu og umsjón með daglegum rekstri þess. Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á félagslega íbúðakerfinu og geti unnið sjálfstætt. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfs- mannafélags Mosfellsbæjar og Launanefnd- ar sveitarfélaganna. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skilað á Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Hlégarði, fyrir 18. nóvember. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 666218. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ. Uppvask Þekkt veitingahús í Reykjavík óskar eftir starfskrafti í uppvask. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl., merkt „P - 11639“, fyrir 18. nóvember. FÉLAGSMÁLASTOFNUNREYKJAVlKURBORGAR Siöumúla 39-108 Reykjavik - sími 888500 - fax: 686270 Deildarstjóri - deildarfulltrúar Félagsmálastofnun Reykjavíkur vill ráða þrjá starfsmenn til að annast og sjá um af- greiðslu húsaleigubóta, en þær eiga að hefj- ast 1. janúar nk. Um er að ræða eina stöðu deildarstjóra og tvær stöður deildarfulltrúa. Leitað er að fólki með reynslu í þjónustustörf- um og kunnáttu í meðferð talna og tölva. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til starfsmannastjóra Félagsmálastofnunar, Síðumúla 39, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið (sími 888500). Umsóknarfrestur er til 18. nóvember nk. VERKSTJÓRI Vélaverkstæði Óskum eftir að ráða verkstióra til starfa á vélaverkstæði hjá traustu vel reknu fyrirtæki í Reykjavík. Við leitum að vélvirkja og/eða vélstjóra með meistararéttindi. Reynsla af stjórnun og mannaforráðum nauðsynleg. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Verkstjóri 370" fyrir 17. nóvember n.k. Hagvangur h if Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráöningarþjónusta Rekstrarráögjöf Skoöanakannanir Símsvörun Sfmsvörun Opinbert fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða starfsmann til að annast símsvörun og veita upplýsingar til viðskiptamanna fyrirtækisins. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða tungumálakunnáttu (enska, þýska og Norð- urlandamál) og eigi auðvelt með mannleg samskipti. í boði er líflegt og skemmtilegt heilsdags- starf í góðu vinnuumhverfi. Byrjunartími er samkomulag. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar „386“ fyrir 18. nóvember nk. Eldri umsóknir óskast ítrekaðar eða endur- nýjaðar. Opinbert fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða starfsmann til að annast símsvörun og veita upplýsingar til viðskiptamanna fyrirtækisins. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða tungumálakunnáttu (enska, þýska og Norð- urlandamál) og eigi auðvelt með mannleg samskipti. í boði er líflegt og skemmtilegt heilsdags- starf í góðu vinnuumhverfi. Byrjunartími er samkomulag. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar „386“ fyrir 18. nóvember nk. Eldri umsóknir óskast ítrekaðar eða endurnýjaðar. Hagvangur hf Hagva ngurhf Skeifunni 19 1 Reykjavík | Sími 813666 Ráöningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.