Morgunblaðið - 06.12.1994, Page 1

Morgunblaðið - 06.12.1994, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA TENNIS Lið Svía varð heimsmeistari Svíar unnu Rússa í úrslitaleik Davis bikar- keppninnar í tennis um helgina, en keppnin er óopinber heimsmeistarakeppni landsliða. Svíar sigruðu 4-1 í úrslitum, en komust í 3-0 á með sigri í tvíliðaleik á laugardaginn, og þar með var sigurinn í höfn. Jan Aooel og Jonas Björkman unnu Kafelnikov og Olkhovsky 6:7 (4:7), 6:2, 6:3, 1:6 og 8:6 í tvíliðaleik á laugardeginum og tryggðu Svíum þar með sigur í Davis bikarnum í þriðja sinn. Á föstudaginn unnu Edberg og Larsson báðir í einliðaleik og komu Svíum í 2:0 en Kafelnikov sigraði síðan Edberg 2:1 í einliðaleik á sunnudag- inn, en Larsson vann sinn leik þannig að lokastað- an varð 4:1. LYFJAMAL Skipulögð misnotkun |anfred Donike, þýskur pró- fessor, sem er í undimefnd læknanefndar Alþjóða Ólympíu- nefndarinnar og læknanefnd Álþjóða fijálsíþróttasambandsins, sagði við Reuter fréttastofuna í gær að fall kínverska sundfólksins á lyfjaprófi á Asíuleikunum í október sýndi aug- ljóslega að um skipulagða lyfjami- snotkun væri að ræða. Eins og fram hefur komið féllu 11 kínverskir íþróttamenn á mótinu og þar af sjö sundmenn, en um helg- ina voru þeir sviptir verðlaunum sín- - segir Manfred Donike um niður- stöður úr lyfjaprófum Kínverjanna um, sem þeir unnu til í keppninni. Kínversk íþróttayfin’öld hörmuðu niðurstöðurnar en sögðu að sem fyrr væru þau á móti lyfjamisnotkun og áfram yrði haldið að beijast gegn henni. Álþjóða ólympíunefndin sagði að Kínveijar hefðu verið mjög sam- starfsfúsir við að upplýsa málið og þeir hefðu gert grein fyrir áætlunum til að reyna að koma í veg fyrir lyfja- misnotkun. Donike, sem er einn helsti sérfræð- ingur heims á þessu sviði, sagði að flestir íþróttamennimir hefðu greinst með steraefnið dehydrótestósterón sem er þekkt fyrir að hafa bæði sál- fræðileg og líkamleg áhrif. Hins veg- ar sagði hann að svo virtist sem Kínveijar hefðu ekki notað fullkomn- ustu rannsóknarstofu sína í Peking til að kanna hvort efnin mældust í umræddu sundfólki áður en það fór til keppni erlendis. „Eg held að rann- sóknarstofan hafi ekki verið notuð því niðurstöðumar voru svo skýrar að blindur maður hefði komist að hinu sanna. Þeir [Kínveijar] virðast ekki taka hart á þessum málum og skipulögð lyflamisnotkun kemur mér ekki á óvart, en hitt er annað mál hvort þetta eigi einnig við um aðrar íþróttagreinar." HANDKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA Möguleikar kannaðir á deildarbikarkeppni Fyrir nokkram árum var rætt um að koma á fót deildarbikar- keppni í knattspymu en tillaga þess eðlis var felld. Málið var tekið upp aftur á ársþingi KSÍ á Akranesi um helgina og var samþykkt að kjósa fimm manna milliþinganefnd sem á að skoða möguleika á slíkri keppni. Nefndin á að kanna hugsanlegt fyr- irkomulag og sigurlaun, en hug- mynd er um að sigurvegararnir öðl- ist rétt til að taka þátt í nýrri Evr- ópukeppni, UEFA-Intertoto Cup, sem Keflavík verður með í á næsta ári. Rætt var um að keppnin yrði að vori og kæmi í stað héraðsmóta eins og Reykjavíkurmóts og Litlu bikar- keppninnar. Nefndin á að taka til starfa í næsta mánuði og skila nið- urstöðu fyrir 15. október á næsta ári. ■ Þfng KSÍ / C3 Morgunblaðið/Kristinn Viltu verða samferða? FH sigraði KR í 1. deild karla í handknattleik á sunnudaginn, 22:21. Hér er KR-ingurinn Sigur- páll Árni Aðalsteinsson á leið inn úr horninu, og engu er iíkara en hann ætli að taka FH-inginn Sig- urð Sveinsson með sér í stað knatt- arins. Eftir leiki helgarinnar eru Islandsmeistarar Vals á toppnum sem fyrr. í 1. deild kvenna er Stjarnan efst og Fram í öðru sæti. ■ Leikirnir / C4 Lárus Orri skrifaði undir hjá Stoke LÁRUS Orri Sigurðsson, ungl- ingalandsliðsmaður í knatt- spymu úr Þór frá Akureyri, skrifaði á sunnudaginn undir samning við Stoke sem gildir út þetta og næsta keppnistíma- bil, eða í 18 mánuði. „Eg er mjög ánægður að þessi mál eru loks í höfn,“ sagði Lárus Orri. Hann lék meclO, aðalliði Stoke gegn Portsmoth í 1. deildinni sl. miðvikudagskvöld og sigraði Stoke 1:0. „Ég fékk að vita það aðeins skömmu fyrir leik að ég ætti að vera í byijunarliðinu og það kom mér mjög á óvart. Ég er nokkuð ánæður með frammi- stöðuna í leiknum, sérstaklega í siðari hálfleik. Þetta var rosa- lega erfitt enda allt annar hraði í ensku knattspyrnunni en heima,“ sagði Lárus Orri, sem leikur í kvöld með varaliði fé- lagsins gegn Coventry á útivelli. Stefán mótsstjóri HM '95 STEFÁN Konráðsson, aðstoð- arframkvæmdasijóri íþrótta- sambands íslands, hefur verið ráðinn tímabundið í starf móts- stjóra heimsmeistarakeppninn- ar í handknattleik 1995, sem fer fram 7. - 21. maí. Verksvið Stef- áns í skipuiagningu mótsins varðar yfirumsjón með flestum þeim verkþáttum sem lúta að beinni framkvæmd mótshalds- ins — eins og t.d. tæknimálum, lyfjaeftirliti, móttöku þátttöku- þjóða, erlendra starfsmanna, auk skipulagningu ýmissa við- burða vegna HM. Stefán hefur þegar komið að verkefninu, en verður í því óskiptu frá 1. mars og að loknu HM hverfur hann aftur til starfa hjá ÍSÍ. Samaranch hættir JUAN Antonio Samaranch, for- seti Alþjóða ólympíunefndar- innar, sagði í viðtali við grískt blað í gær að hann ætlaði að virða reglur varðandi aldurshá- mark sljórnarmanna IOC og því yrði hann ekki í kjöri sem for- seti þegar kosningar fara næst fram 1997. Samaranch er 74 ára og hefur verið forseti IOC síðan 1980. MICHAEL JORDAN ENN LANG TEKJUHÆSTIIÞROTTAM AÐUR VERALDAR / C2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.