Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 8
2lfov0uitMstfrU> KNATTSPYRNA Æfingamar em lamar að skila sér - sagði Gerry Francis eftir stórsigur Tottenham Teddy Sheringham var með þrennu í 4:2 sigri Tott- enhahi gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Blackburn vann Wimbledon 3:0 og er áfram átoppnum. Manchester United sigraði í 10. heimaleikn- um í röð og hélt hreinu sem fyrr, en liðið vann Norwich 1:0 með marki Frakkans Erics Cantona. Ian Rush gerði fjórða mark sitt á fjórum dögum, þegar Liverpo- ol gerði 1:1 jafntefli í Coventry. Gerry Francis, yfirþjálfari Tottenham, hefur lagt áherslu á að þétta vöm liðsins og telur sig vera á réttri leið, en hann hefur stjómað Jiðinu í fjórum leikjum og fagnaði fyrsta sigrinum. „Ég hef látið leikmennina gera hluti í miðri viku sem ég held að þeir hafi ekki gert hér í tvö eða þrjú ár eða jafnvel aldrei. Ég hef látið þá hlaupa og ég kalla það uppáhalds þriðjudaginn minn. Þeir gera ekkert annað en hlaupa þann dag og ég trúi að það hafi gert þeim gott.“ Newcastle var í efsta sæti deildarinnar þar til í bytj- un nóvember, en hefur ekki náð að sigra í síðustu fjór- um leikjum. Blackburn fagnaði sigri í Wimbledon í fyrsta sinn, en Mark Atkins, Jason Wilcox og Alan Shearer gerðu mörkin. Bruce Grobbelaar mátti sætta sig við að hirða bolt- ann úr netinu hjá sér í fyrsta sinn í síðustu þremur leikjum, en Chelsea vann 1:0 í Southampton. Arsenal án sjö landsliðsmanna náði 2:2 jafntefli í Nottingham. Stuart Pearce og Brian Roy gerðu fyrstu mörk Forest í síðustu sjö leikjum. Martin Keown og Paul Davis gerðu mörk Arsenal með skalla. Alex Ferguson, yfirþjálfari Manchester United, hrós- aði mönnum sínum í hástert eftir sigurinn gegn Norwich. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og sýnd- um knattspymu eins og hún best gerist,“ sagði hann. En sigurinn var dýrkeyptur. Andrei Kanchelskis varð að fara magaveikur af velli þegar 20 mínútur voru til leiksloka og sagði Ferguson óvíst hvort hann, Roy Keane, Peter Schmeichel, Paul Parker, Lee Sharpe eða Ryan Giggs gætu leikið gegn Galatasaray í síðasta leik úrslitakeppni Evrópumóts meistaraliða á Old Traf- ford á morgun. United hefur aðeins fengið mörk á sig í Evrópukeppninni á heimavelli í vetur, en liðið vann Gautaborg 4:2 og gerði 2:2 jafntefli við Barcelona. United verður að sigra tyrkneska liðið og vona að Gautaborg sigri í Barcelona til að eiga möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit. Miklar vonir verða bundnar við Reuter LandsliAsmennirnir Andreas Möller og Karlhelnz Riedle hjá Dortmund fögnuðu. Þrfr leikmenn létu ekki sjá sig hjá Frankfurt Anthony Yeboah, fyrirliði Einstracht Frankfurt, þýski landsliðsmaðurinn Maurizio Gaudinog og Jan Jay Okoch frá Nígeríu hafa verið settir á sölulista, en þeir mættu ekki í leik liðsins gegn Hamburg í þýsku deildinni á laugardag. Eftir tiikynningu félagsins sagði Yeboah að hann væri hættur sem fyrirliði og vildi fara aftur heim til Ghana. „Ég var bara fyrirliði að nafninu til, því þjálf- arinn virti mig ekki viðlits," sagði hann. Fé- lagið sektaði Yeboah fyrir að mæta ekki í leikinn en hinir höfðu tilkynnt veikindi. Matthias Dhms, forseti félagsins, sagði að það þarfnaðist ekki lengur þjónustu leikmann- anna og ekki væri mögulegt að semja við þá. „Framkoma leikmannanna var ósættanleg. Þetta er í fyrsta sinri sem svona gerist í deild- inni.“ Þýski landsliðsmaðurinn Christian Ziege gerði tvö mörk á þremur mínútum þegar Bayern Miinchen vann Dynamo Dresden 2:1. Lothar Matháus, fyrirliði Bayern, fékk sex leikja bann fyrir ósæmilegt orðbragð um dóm- ara og tók út fyrsta leikinn. Mario Kem hjá Dresden fékk að sjá rauða spjaldið á 79. mínútu, en sjö mínútum síðar minnkaði Pól- vetjinn Andrzej Lesiak muninn. Gladbach var tveimur mörkum undir í hálf- leik gegn Stuttgart en vann 4:2 og er í þriðja sæti með jafn mörg stig og Bremen. FOLK ■ STEVE McMahon, fyrrum leik- maður Liverpool, Manchester City og enska landsliðsins, en nú yfirþjálfari og leikmaður Swindon lék fyrsta leik sinn með liðinu um helgina. Hann náði samt ekki að ljúka leiknum í Southend, því dóm- arinn sýndi honum rauða spjaldið á 73. mínútu. ■ ALLY McCoist tókst ekki að gera 300. mark sitt, þegar Ran- gers vann Dundee United 3:0 í skosku úrvalsdeildinni þó hann hafi fengið þijú góð tækifæri. Hann fór meiddur af velli eftir 37 mínútur. ■ GIANLUCA Vialli gerði tvö mörk fýrir Juventus í 3:2 sigri gegn Fiorentina og þar með hefur hann gert 101 mark á ferlinum. ■ ÞETTA var fyrsti leikurinn á tímabilinu þar sem Batistuta skor- aði ekki fyrir Fiorentina. ■ KAZUYOSJI Miura varð fyrsti Japaninn til að skora í ítölsku deildinni, en hann kom Genúa á bragðið gegn Sampdoria. Það var samt skammgóður vermir því Sampdoria svaraði með þremur mörkum frá Pietro Vierchowod, Attilio Lombardo og Riccardo Maspero áður en Fabio Galante minnkaði muninn, 3:2. ■ ÞETTA var fjórði leikur Miu- ras, en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann gerði 20 mörk í 36 leikjum, þegar Kawasaki Verdy varð japanskur meistari á síðasta tímabili. ■ JULIO Salinas skoraði fyrir Deporivo La Coruna á síðustu mínútu og tryggði liðinu 1:1 jafn- tefli við Spánarmeistara Barcel- ona. Ronald Koeman skoraði úr aukaspyrnu af 25 metra færi á 33. mínútu fyrir Barcelona. ■ JUAN Canales, markvörður La Coruna meiddist eftir hlé og var borinn af velli. Hann verður frá í sex vikur, en aðalmarkvörðurinn Francisco Liano, sem hefur verið meiddur, fór í markið. ■ MEHO Kodro frá Bosniu skor- aði fyrir Real Sociedad á síðustu stundu og náði markvörður Real Madrid ekki að ná í boltann áður en flautað var til leiksloka. Fern- ando Hierro skoraði fyrir Real úr vítaspyrnu um miðjan seinni hálf- leik. ■ MICHEL hjá Real sleit kross- bönd í hné í leiknum. „Ég verð ekki í hvíta búningnum meira á tímabil- inu, en ég get ekki kvartað mikið,“ sagði hann. „Ég hef verið atvinnu- maður í 14 ár og ekki fyrr meiðst alvarlega.“ Cantona, sem gerði áttunda mark sitt á tímabilinu. Ferguson sagði að ekki hefði verið hægt að fá betri undirbúning en leikinn við Norwich. „Norwich er þekkt fyrir að leika góða knattspymu. Leikmennimir gáfu ekkert eftir og létu svo sannar- lega finna fyrir sér. Þetta er besta lið sem ég hef séð á Old Trafford á tímabilinu og ég dáðist að því.“ SKIÐI Tomba byijar tímabilið vel Vantraust á Cantona Eric Cantona, franski leikmað- urinn hjá Manchester Un- ited, er ekki vinsæil í heimalandi sínu ef marka má skoðunarkonn- un sem franska_ dagbláðið I’Equ- ipe birti í gær. í könnun blaðsins kemur í Ijós að Frakkar vilja Cantona út úr landsliðinu og vilja kenna honum um slakt gengi liðs- ins í undankeppni EM. 50,57% aðspurðra sögðu að það ætti að setja hann út úr landsliðinu og 70,02% sögðu hann ekki hæfan sem fyrirliða landsliðsins. ÍTALINN Alberto Tomba byrjaði keppnistímabilið vel í heimsbik- arnum íalpagreinum. Hann sigr- aði með yf irburðum í fyrsta svig- móti vetrarins í Tignes í Frakk- landi á sunnudag og varð fjórði í stórsvigi á sama stað á laugar- dag. Hann segir að þessi vetur gæti orðið hans síðasti í heims- bikarnum. Tomba, sem verður 28 ára í næstu viku, segir markmiðið í vetur að verða heimsmeistari, en það er nokkuð sem hann hefur ekki upplif- að. „Það eru allir að segja við mig að halda áfrarn næstu árin, en ég er sá sem stend á skíðunum. En „sá gamli“ er kominn aftur á fullu og veður með í vetur, ég lofa ekki meiru,“ sagði Tomba eftir sigurinn í sviginu á sunnudaginn. Hann var rúmlega sekúndu á undan Michael Tritscher frá Austurríki, sem varð annar. í stórsvigskeppninni á laugardag- inn var Tomba aðeins með 20. besta tlmann eftir fyrri umferð, en sýndi og sannaði það í síðari umferð hversu sterkur hann er. Hann náði lang besta tímanum og skaust við það upp í 4. sæti — var aðeins hálfri sekúndu frá því að komast á verðlaunapallinn. Tomba virðist eiga mörg ár eftir á toppnum ef marka má árangur hans um helgina. Hann segist sjálfur vera orðinn svolítið þreyttur eftir að hafa verið á toppnum í sjö ár, eða frá því hann vann fyrsta heimsbikar- mótið I Sestriere árið 1987. Síðan þá hefur hann unnið 34 heimsbikar- mót, 23 í svigi og 11 í stórsvigi og auk þess þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikum. Að eigin sögn á hann ekki möguleika á að slá met Ingem- ars Stenmarks, sem vann samtals Alberto Tomba 86 heimsbikarmót, þar af 40 í svigi. „Þetta var mun auðveldara þegar Stenmark var upp á sitt besta þó ég sé ekki að gera lítið úr afrekum hans. Það er ékki slæmt að standa 86 sinn- um á efsta þrepi verðlaunapallsins,“ sagði Tomba, sem hefur 64 sinnum verið á meðal þriggja efstu í heims- bikarmótum. Hann hefur hins vegar aldrei náð að vinna stigakeppni heimsbikarsins, en þrisvar orðið í öðru sæti; 1988, 1991 og 1992. Þess má geta að Tomba keppir ekki í bruni og risasvigi vegna slysahættu. Gustavo Thöni, sem var einn besti skíðamaður heims fyrir 20 árum, hefur verið þjálfari Tomba undanfar- in ár og' er hann samningsbundinn fram á lok næsta árs. Thöni segir að Tomba geti haldið sér á toppnum til 1997, en sjálfur kjósi hann hætta að þjálfa og eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni eftir að samningi hans lýkur við ítalska skíðasamband- ið. _________________________ Urslit / C7 ENGLAND: X11 X22 21X 2122 ITALIA: 1 X X 12 1 1 1 X X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.