Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Vamarveggur Framlokaði á Víkingana „ÞETTA vannst fyrst og fremst á vörninni og markvörslunni, hitt kom með. Þegar þærtóku tvær um umferð, gekk það ekki upp,“ sagði Hafdís Guðjóns- dóttir leikmaður Fram eftir 18:25 sigur liðsins á Víkingum í 1. deild kvenna íVíkinni á laugardaginn. Sókn Víkinga var gersamlega bitlaus, sérstak- lega í fyrri hálfleik, gegn ákveð- inni vörn Fram og þegar skot slapp í gegn var fyrir Kolbrún Jóhannsdóttir. Sigurinn skiptir upp töflunni við toppinn, þar sem Stjarnan og Fram eru, en stigin eru ekki mörg og nóg eftir af mótinu. Jafnt var á öllum tölum fram að 4:4 en þá skellti Fram vörninni í lás. Víkingsstúlkum var fyrirmun- ■■■■■■ að að klára sínar Stefán sóknir þó þeim tæk- Stefánsson ist að skora eitt og skrífar eitt mark. Staðan í leikhléi var 7:11. Eftir hlé lét þjálfari Víkinga taka Hönnu Katrínu Friðriksen og Guð- ríði Guðjónsdóttur úr umferð. Það, ásamt ágætis kafla, minnkaði mun- inn í tvö mörk, 13:15, en þá varð Frömurum ljóst að sigurinn var í hættu og tóku viðbragð. Fjórir og stundum þrír náðu gestirnir að fínna leiðir og einstaklingsframtak- ið fékk að njóta sín, sérstaklega hjá Hafdísi Guðjónsdóttir. „Þegar við vorum að ná þeim, misstum við leikinn aftur niður. Við réðum ekki við þær fjórar á móti fjórum þegar við tókum tvær úr umferð," sagði Heiða Erlingsdóttir en hún og Halla María Helgadóttir tóku einstaka sinnum af skarið í afar slökum sóknarleik. Vörnin ágæt og markvarsla Hjördísar Guð- mundsdóttur góð en leikstjórnanda vantar tilfinnanlega í liðið því skytt- an Halla María nýttist ekki í tveim- ur hlutverkum í einu. Frábær varnarleikur og frábær markvarsla fleytir liðum langt eins og sást hjá Fram í þessum leik. Þó sóknarleikurinn væri oft stirðbusa- legur, bættu stúlkurnar það upp með 6 mörkum úr hraðaupphlaup- um. Zelka Tosic nýtti sín færi og Hafdís var góð í annars ágætu liði en lykillinn að sigrinum var mar- kvarsla Kolbrúnar. „Við erum að koma sterkar inn. Sigurinn var mikilvægur því við megum ekki missa Stjömuna of langt frá okk- ur,“ sagði Kolbrún. Hingað og ekki lengra Morgunblaðið/Kristinn VÍKIIMGURINN Heiðrún Guðmundsdóttir lendir á óyfirstíganlegri hindrun þegar hún mætlr Hönnu Katrínu Friðriksen og Guðríðl Guðjónsdóttur í leik Fram og Víkings á laugardaginn. Þær stöllur í Fram voru teknar úr umferð í sókninni nær allan síðari hálfleik en það dugði ekki til hjá Víkingum. Valsmenn aftur á toppinn VALSMENN endurheimtu fyrsta sætio í 1. deild karla þegar þeir tóku á móti Haukum á heimavelli sínum á laugardaginn. Valur sigraði 22:20, f spennandi leik og skemmtilegum. Pað var augljóslega spenna í leikmönnum beggja liða því það voru ekki liðnar nema fimmtán ■■■■■■ mínútur er uppúr Stefán sauð. Jón Kristjáns- Eiríksson son var þá eitthvað skrifar ósáttur við meðferð Haukanna á sér, og skeytti skapi sínu á húsgagni í Valsheimilinu, og fékk umsvifalaust að líta rauða spjaldið. Valsmenn virtust tvíeflast við þetta mótlæti og gerðu fjögur mörk i röð. Munur- inn var skyndilega orðin fjögur mörk er tíu mínútur voru til leik- hlés og átti þessi sprettur eftir að reynast Valsmönnum dýrmætur. Haukar náðu takti aftur og minnk- uðu muninn niður í eitt mark, en Valsarar gerðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og leiddu í leikhléi 11:8. Spennan var áfram til staðar í síðari hálfleik en sigurinn virtist í öruggri höfn þegar sex mínútur voru eftir og Valsmenn höfðu þriggja marka forskot. En Haukar náðu enn og aftur að klóra í bakk- ann, minnka muninn í eitt mark, en Dagur Sigurðsson gerði mikil- vægt mark úr víti er rúm mínúta var eftir, sem reyndist vera síðasta mark leiksins. „Við héldum þetta út þó þeir væru aldrei langt undan,“ sagði Dagur Sigurðsson sem var marka- hæstur heimamanna með sex mörk. Hann lék fantavel í vörn og sókn, en flestir félagar hans áttu góðan leik í vörninni. Hjá Haukum bar mest á Gústaf Bjarnasyni, sem gerði sjö mörk. Víkingur með tak á ÍR Við höfum haft tak á ÍR hér í Seljaskóla og munum hafa það tak, sagði Reynir Reynisson mark- vörður Víkinga, sem var liði sínu mikilvægur í 23:29 sigri á ÍR á sunnudagskvöldið. ■■■■■■I Bytjun Víkinga lof- Stefán aði góðu þegar liðið Stefánsson gerði 5 mörk í 5 sóknum á 5 mínút- um með góðum mörkum Rúnar Sigtryggssonar og Birgis Sigurðssonar en þeir voru einu leikmennimir sem tóku af skarið í sókninni. Breiðhyltingar settu svo fyrir þennan leka og minnkuðu bilið en staðan í hléinu var 13:16. Með góðri baráttu í vörn og sókn tókst ÍR að komast á siglingu og ná stöðunni í 18:20, þó að Reynir verði mörg skot þeirra úr opnum færum. Þá varð vendipunktur í leiknum þegar Vikingar gerðu fimm mörk á móti einu frá ÍR. Undir lok- in var harkalega barist á báða bóga en Víkingar héldu fengnum hlut. „Við tókum okkur saman í síðari hálfleik, létum boltann ganga og vörnin small saman,“ bætti Reynir við en hann varði 15 skot á mikil- vægum tímum, þaraf þrjú eftir hraðaupphlaup. Rúnar var einnig góður ásamt Birgi, Bjarki nýtti færin sín til fullnustu og Gunnar Gunnarsson var dijúgur á miðjunni. ÍR-ingar réðu ekki við að komast yfir eftir að vinna upp forskot Vík- inga með ærinni fyrirhöfn. Bran- islav Dimitrijevic og Guðfinnur A. Kristmannsson voru óhræddir við að reyna að skora og Njörður Árna- son gerði skemmtilega hluti í horn- inu. Guðmundur Þórðarson, vam- aijaxl, átti tvær frábærar sendingar upp völlinn í hraðaupphlaupum en meira bar á honum í vörninni þar sem hann lét heldur betur finna fyrir sér. „Við löguðum vörnina eftir hlé en þegar tvö mörk skildu náðu þeir fjórum í röð. Okkur skorti trúna og það má ekki gegn liði eins og Víkinga. En ef við hefðum kom- ist yfir, þá hefðu þeir lent í vand- ræðum,“ sagði Eyjólfur Bragason þjálfari eftir leikinn. Jafnt á Selfossi Selfoss og Afturelding skildu jöfn 24:24 á Selfossi á sunnu- dagskvöld. Afturelding náði ekki ■■■■■■ að rífa sig upp úr Óskar þeirri lægð sem liðið Sigurðsson hefur verið í að und- skrífar anförnu og virtist það fara í taugarnar á Guðmundi Guðmundssyni þjálfara sem fékk að sjá rauða spjaldið eftir að leiktíminn var liðinn. „Þetta gekk vel framan af en síðan misstum við þetta niður og klikkuðum í sóknarleiknum," sagði Gunnar Andrésson sem var yfir- burðarmaður í liði Aftureldingar og skoraði níu mörk í leiknum. Jafnræði var með liðunum í byij- un leiksins. Vamarleikur beggja var sterkur en aftur á.móti var sóknar- leikurinn slakur. Um miðbik hálf- leiksins náði Afturelding þriggja marka forskoti og undirtökunum í leiknum. Staðan í hléinu var 12:15. Afturelding hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og virtist hafa leikinn í höndum sér, hafði fimm marka forskot þegar 10 mínútur voru eftir. En þá virtist sem Sel- fossliðið tæki við sér. Hallgrímur Jónasson tók að veija af miklum móð og félagar hans nýttu vel hraðaupphlaupin í kjölfarið. Þegar um þijár mínútur voru eftir jafnaði Siguijón Bjarnason 22:22. Síðustu sekúndumar voru æsispennandi, Páll Þórólfsson skoraði fallegt mark úr horninu og staðan var 23:24 þegar 25 sekúndur voru eftir. Björgvin Rúnarsson jafnaði strax fyrir Selfoss og Afturelding fékk síðustu sókn leiksins en náði ekki að skora. „Það má segja að liði hafi fengið vítamínsprautu síðustu 10 mínút- urnar og þá gekk allt upp með góðum sóknarleik og markvörslu," sagði Björgvin Rúnarsson sem lék mjög vel í liði Selfoss. Nenad Rado- saljevic lék einnig vel og fer vax- andi með hveijum leik. Naumt hjá FH að reynir rosalega mikið á þol- inmæðina að leika gegn liði eins og KR sem spilar langar sókn- ir. Framan af leikn- Frosti um var óðagot á Eiösson okkur í sókninni en sknfar við fórum að leika af meiri skynsemi í síðari hálfleiknum og eftir að við komumst yfir var sigurinn ekki í hættu,“ sagði Guðjón Árnason, leik- maður FH eftir sigur á KR 22:21 í Laugardalshöll í leik þar sem FH-ingar náðu forystunni í fyrsta skipti þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Leikmenn KR mættu vel stemmdir til leiks og höfðu tögl og hagldir á fyrstu mínútunum. Vam- arleikurinn sterkur og Gísli Felix Bjarnason varði flest þau skot sem komust framhjá vörninni. FH-ingar skoruðu aðeins fimm mörk á fyrstu 23 mínútunum og það var ekki fyrr en Guðjón Árnason kom inná í sókn- arleiknum að hlutirnir fóru að smella saman. Munurinn var eitt mark í leikhléi en KR-ingar höfðu oft 1-2 marka forskot í síðari hálfleik en sóknar- leikur liðsins fór yfirleitt að hiksta þegar liðið komst tveimur mörkum yfir. Úrslitin réðust síðan á tólf mínútna kafla. KR hafði 16:14 yfir og skoraði aðeins eitt mark á móti sex mörkum Hafnfirðinganna sem breyttu stöðunni í 17:20. Tveir til þrír umdeildir dómar Sigurgeirs Sveinssonar og Gunnars Viðarsson- ar, góðra dómara leiksins voru svo ekki til að bæta geð KR-inga. Nokk- uð var um brottrekstra á lokamínút- unum fyrir tuð og þjálfari KR, Ólaf- ur Lárusson fékk að sjá rauða spjaldið fyrir að kalla inná fúkyrði til dómarana. Þau breyttu engu um úrsíit leiksins. Markverðirnir voru bestu leik- menn liðanna. Magnús Árnason hjá FH og Gísli Felix hjá KR. Stjörnu- sigur Stjörnustúlkur áttu ekki i umtalsverðum erfiðleikum með hið unga lið KR þegar liðin áttust við í Ásgarði í 1. deild kvenna á a»- i ■njm laugardaginn. Jafnræði var með fvar liðunum í fyrri hálfleik en í þeim Benediktsson síðari kom Stjömuliðið betur skrifar einbeitt til leiks og skoraði það fimm mörk í röð. Lokatölur, 19:14. Sóknarleikur beggja liða var fremur fálm- kenndur í fyrri hálfleik, en Stjarnan var þó ævinlega fyrri til að skora og liðið hafði for- ystu í leikhléi, 9:8. í síðari hálfleik sýndu Stjörnustúlkur meiri þolinmæði. Herdís og Laufey létu boltann ganga betur en áður. Sóknarleikur KR stúlkna var fábreyttur og áttu heimamenn ekki í erfið- leikum með að veijast honum. Fimm marka sigur Stjörnunnar var því sanngjarn. Sóley, markvörður, Herdís og Guðný voru bestar í Iiði Stjörnunnar, en Anna, Brynja og Þórdís voru atkvæðamestar í KR liðinu. Þá átti Vigdís Finnsdóttir góða kafla í markinu. KRAFTLYFTINGAR Auðunn náði bestum árangri Auðunn Jónsson, sem keppir í 110 kg flokki, náði bestum árangri á bikar- móti kraflyftingasambandsins um helgina; setti þijú Islandsmet í unglingaflokki, lyfti 350 kg í hnébeygju, 340 í réttstöðulyftu og alls 890 kg. Jóhannes Eiríksson bætti íslandsmetið í réttstöðulyftu í 60 kg flokki í tvígang, lyfti fyrst 220 kg og síðan 227,5 kg sem dugði í Islandsmets í samanlögðu, 525 kg. Björgúlfur Stefánsson setti met í bekk- pressu í 100 kg flokki, lyfti 208 kílóum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.