Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 C 5 ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR Guðjón sá um gömlu félagana GUÐJÓN Skúlason var í essinu sfnu í upphafi seinni hálfleiks þeg- ar Grindvíkingartóku á móti gömlu félögum hans úr Keflavík. Á fyrstu 5 mínútum seinni hálfleiks skoraði hann 17 stig, þar af 5 þriggja stiga körfur, og Grindvíkingar náðu forystu sem þeir létu ekki af hendi og sigruðu örugglega 91:77. Þetta var þriðji sigur Grindvíkinga á nágrönnum sínum úr Keflavík í jafnmörgum leikjum í úrvalsdeildinni fvetur. Barátta um frákast Reuter JAMES Robinson og Buck Williams (nr. 52) berjast um frákast í leik gegn Milwaukee og virðast hafa betur en Glenn Robinson. Portland sigraði í leiknum, 106:103. Sigurganga IR á heima velli heldur áfram Eg fann mig vel en fékk auðvitað góða hjálp frá félögum mínum í liðinu. Þeir gáfu á mig á réttum ■■■■■■ tíma og hittnin var í Frímann góðu lagi, sagði Guð- Ólafsson jón við Morgunblaðið skynsamlega í fyrri hálfleik, héldu hraðanum niðri og spiluðu upp á öruggar körfur. Þeir spiluðu mikið upp á að nota Lenear Burns í teign- um og mæddi mikið á honum. Þeir freistuðu hinsvegar þess að breyta um leikaðferð í seinni hálfleik.„Við vorum 10 stigum undir í hálfleik og ákváðum að reyna að keyra hraðann upp í seinni hálfleik en það gekk einfaldlega ekki upp. Svo „kviknaði“ í Guðjóni í upphafí seinni hálfleiks og þeir náðu það góðri forystu að þeir gátu leikið afslappaðir það sem eftir var leiksins," sagði Jón Kr. Gísl- son þjálfari og leikmaður Keflvík- inga. Grindvíkingar mættu ákveðnir til leiks eftir hlé og góður varnarleikur og síðan hraðaupphlaup sem Guðjón Skúlason lauk í upphafí hálfleiksins og nánast eins og hendi væri veifað náðu þeir 17 stiga forystu 61:44. Keflvíkingar náðu að svara fyrir sig og minnka forystuna í 8 stig, 64:56 en heimamenn bættu í og náðu mest 22 stiga forystu en gáfu eftir á loka- mínútunum þegar sigurinn var í höfn. „Þetta var barningur í fyrri hálf- leik. Við áttum von á að Keflvíking- ar yrðu erfiðir. Þetta gekk hinsvegar betur þegar við tókum vamarieikinn í gegn og við skoruðum grimmt eftir að hafa unnið boltann í vörninni. Þar með sköpuðust færi í sókninni sem nýttust Guðjóni vel. Við leyfðum þeim hinsvegar að skora óþarflega mikið í lokin. Keflvíkingar er með gott lið en einhvern veginn hefur þeim ekki gengið vel á móti okkur í vetur,“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga. Grindavíkurl- iðið var jafnt í leiknum og leikmenn studdu vel hvetjir við aðra. Guðjón átti stórkostlegan kafla í seinni hálf- leik og Helgi Jónas sótti sig allan leikinn. Guðmundur gætti Burns og fórst það ágætlega úr hendi með aðstoð félaga sinna. Frank Booker átti góða spretti en hefur ekki út- hald í að spila heilan leik. Lenear Burns var bestur Keflvík- inga en mátti ekki við margnum. Sigurður Ingimundarson var dijúgur í seinni hálfleik en Davíð Grissom var fjarri góðu gamni og munar um minna fyrir Keflvíkinga. ÍA gerði síðustu 13 stigin kagamenn gerðu síðustu 13 stig leiksins gegn Haukum á Akra- nesi á sunnudaginn og það dugði til sigurs, 75:65. Þeir Gunnlaugur byijuðu betur og Jónsson komust í 8:2 en þá skrifar komu 14 stig í röð hjá gestunum. Hauk- ar héldu svo forystunni alveg þar tiÞ 6 mín. voru eftir af fyrri hálfleik en þá náðu heimamenn forystunni á ný og héldu henni til hálfleiks. Liðið skiptust á um forystuna í síðari hálfleik en þegar 4 mín. voru eftir og staðan 62:65 fyrir Hauka þurfti Baldvin Johnsen að yfirgefa völlinn með fimm villur. Það er skemmst fá því að segja að Skaga- menn gerðu öll stigin sem eftir var leiks og sigruðu 75:65. Það vekur athygli hve lítið var skorað í leiknum en baráttan var því meiri, kanski á kostnað stiganna. Brynjar Karl var stigahæstur í liði Skagamanna sem léku ekki vel og þurfa að taka sig á ætli þeir sér í úrslitakeppnina eftirsóttu. Pétur Ing- varsson átti bestan leik Hauka en það varð þeim að falli að lykilmenn lentu í villuvandræðum strax í fyrri hálfleik og við því mega fá lið. Skemmtilegt, en lítil spenna Njarðvíkingar sóttu þrjú stig til Akureyrar er þeir sigruðu Þórsara í fjörugum leik, 90:105, á sunnudagskvöld. Reynir Leikurinn var mjög Eiríksson skemmtilegur og skrifar hraður og bauð upp á allt nema hvað spennan hefði mátt vera meiri. Njarðvíkingar komu ákveðnir til leiks og náðu strax forystunni sem þeir slepptu aldrei allan leikinn. Þórs- arar náðu nokkrum sinnum að minnka muninn, allt niður í þijú stig, en þá komu leikkaflar þar sem þeir gerðu mistök sem Njarðvíkingar nýttu sér vel og náðu ávallt öruggri forystu á nýjan leik. Þórsarar létu dómarana oft fara í taugarnar á sér og við það slaknaði einbeiting þeirra, og misstu þeir þá oft tökin á leiknum._ Kristinn Frið- riksson og Konráð Oskarsson voru bestir hjá Þór og að venju var Sandy Anderson gríðarlega öflugur í frá- köstunum. Valur Ingimundarson var bestur Njarðvíkinga, en hann skoraði grimmt. Einnig léku Ronday Robin- son og Rúnar Arnason vel. Auðveldur sigur Skallagríms Skallagrípiur skaust í annað sæti a-riðils með sigri á Snæfelli í Stykkishólmi á sunnudagskvöld. Sig- ■■■■■■ ur Skallagrims var María öruggur og leikmenn Guönadóttir Snæfells áttu í mikl- skrifar Um vandræðum, sér- staklega með þriggja stiga skyttur Borgnesinga sem skor- uðu alls 11 slíkar körfur. Skallagrím- ur náði fljótlega forystu og á þriggja mínútna kafla í upphafi fyrri hálf- leiks skoruðu leikmenn ekki öðruvísi en úr þriggja siga skotum. Fóru þar fremstir í flokki Tómas Holton og Henning Henningsson hjá Borgnes- ingum og Atli Sigurþórsson hjá Hólmurum. í seinni hálfleik jókst bilið enn frekar, Skallagrímsmenn spiluðu langar sóknir en árangursrík- ar og tryggðu sér öruggan sigur, 95:79. Henning og Tómas Holton voru bestu menn Skallagríms og Ermol- inski og Gunnar Þorsteinsson léku einnig vel. í liði Snæfells var Atli bestur, lék vel bæði í vörn og sókn. Einnig áttu Daði Sigurþórsson og Tómas Hermannsson ágætan leik. Miklu munaði fyrir lið Snæfells að Ray Hardin var ekki svipur hjá sjón. Hann skoraði sín fyrstu stig í lok fyrri hálfleiks og aðeins níu alls. Munar um minna. Lið ÍR hélt sigurgöngunni á heimavelli áfram, þegar það tók á móti Valsmönnum á sunnu- ■■■■■■■ daginn. ÍR sigraði Stefán með fimm stiga Eiríksson mun, 90:85. skrifar Leikurinn var lengst af jafn og skemmtilegur. Valsmenn byijuðu betur en um miðjan fyrri hálfleik hrökk allt í baklás hjá þeim og heimamenn gerðu sautján stig í röð. Valsmenn voru þó ekki af baki dottnir og náðu að minnka muninn sem myndaðist við þennan sprett heimamanna, en heimamenn höfðu þó fjögurra stiga forskot í leikhléi, 47:43. Valsmenn byijuðu siðari hálfleik- inn af krafti og komust yfir með þvi að gera sjö fýrstu stiginn. Heimamenn náðu fljótt aftur undir- tökunum og um miðjan hálfleikinn voru þeir komnir með rúmlega tíu stiga forskot. Valsmenn náðu enn og aftur að rífa sig upp og minnka muninn, náðu að jafna þegar fimm mínútur voru eftir, en heimamenn áttu einnig svar. Þeir náðu foryst- unni á ný, héldu henni út leikinn og sigraðu með fimm stiga mun eins og áður sagði. Herbert og Jón Örn voru at- kvæðamestir heimamanna, en einn- ig vakti framganga Eiríks Önundar- sonar athygli. Hjá gestunum var Bow stigahæstur með 30 stig, en Bragi Magnússon, sem átti mjög góðan leik í vörn og sókn, gerði 29 stig. Verðskuldaður KR-sigur að var ekki gæðakörfubolti sem leikmenn KR og Tindastóls buðu upp á í íþróttahúsinu á Sel- ■■■■■^g tjarnarnesi á sunnu- Ivar dagskvöldið. Hittni Benediktsson leikmanna var mjög skrifar slök og sem dæmi má nefna að eftir sjö og hálfa mínútu stóðu leikar, 5:5. KR-ingar voru þó skárra liðið á Orlando með bestan árangur Svo virðist sem spádómar sér- fræðinga ætli að ganga eftir í NBA deildinni, sérstaklega í Aust- ■■■■■ urdeildinni. Þar hef- Gunnar ur Orlando bestan Valgeirsson árangur og sigraði í Sknfar níunda leiknum í röð aðfaranótt laugar- dags er liðið vann New York 125:100. Orlando tapaði síðan mjög ♦ óvænt fyrir Atlanta kvöldið eftir. Shaquille O’Neal gerði 38 stig gegn New York en kappinn hefur verið illviðráðanlegur að undan- förnu og á mikinn þátt í velgengni liðsins. Þar koma reyndar fleiri við sögu og ekki hvað síst framvörður- inn Horace Grant sem hefur leikið frábærlega og losað mjög um O’Neal því Grant getur tekið frá- köst og því þurfa mótheijarnir að dekka hann líka, en ekki bara O’Ne- al. Anfernee Hardaway hefur einn- ig leikið mjög vel hjá Orlando. Indiana, sem leikur í miðriðli, kemur næst Orlando og hefur sigr- að í níu leikjum en tapað í fimm. Hafa ber í huga að Indiana hefur * leikið mikið á útivelli það sem af deildinni og árangur liðsins því nokkuð góður. Reggie Miller hefur leikið manna best þar á bæ. Þtjú sterkustu liðin í Vesturdeild eru Houston (11-4), Phoenix (11-5) og Seattle (10-5). LA Clippers hef- ur gengið hræðilega og liðið er svo lélegt að orð fá því vart lýst. Liðið hefur tapað 15 leikjum í röð í upp- hafi tímabilsins og tapaði auk þess síðustu fjórum í fýrra þannig að tapleikirnir eru orðnir 19 í röð.' Miami Heat tapaði árið 1988 fyrstu 17 leikjum sínum og nú nálgast Clippers það met óðfluga. vellinum og verðskuldaði sigur, 73:62. Hvorki gekk né rak á upphafs- mínútnum en þegar frá leið náðu * KR-ingar forystu. Þeir léku í þess- um leik án erlends leikmanns og háði það þeim ekkert að ráðiþví mótspyrna norðanmanna var lítil. Staðan í leikhléi var 31:25. Fljótlega í síðari leikhluta náðu KR-ingar tíu stiga forystu og héldu henni átakalítið til leiksloka. Það var ekki fyrr en langt var liðið á síðari hálfleik að fjórða leikmanni Tindastóls tókst að skora, en fram til þess tíma höfðu Hinrik, Páll og Torrey skorað stig þeirra. Hjá KR-ingum bar mest á Ing- vari Ormarsyni, Fali Harðarsyni og Ólafi Jóni Ormssyni, en hann var dijúgur í þriggja stiga körfunum í*- síðari leikhlutanum. Páll Kolbeinsson var bestur í liði Tindastóls og Hinrik Gunnarsson var sterkur í vörn og sókn. Lítið fór hinsvegar fyrir Torry John lengst af í leiknum. JUDO / SVEITAKEPPNIN Ármenningar meistarar Armenningar urðu íslandsmeist- arar í sveitakeppninrti í judó sem fram fór um helgina, sigruðu KA-menn í harðri viðureign. Ár- menningar sigruðu í þremur viður- eignum og fengu 30 stig en KA vann eina viðureign og fékk 10 stig. Skemmtilegasta viðureignin var á milli Bjarna Friðrikssonar og Vern- harðs Þorleifssonar og lauk henni með jafntefli eftir að Bjarni hafði sótt nær látlaust. í þriðja sæti var sveit Selfoss og B-sveit Ármanns í fjórða sæti. í keppni yngri en 21 árs júdó- manna léku sömu félög til úrslita og að þessu sinni sigraði KA með 37 stigum. KA hlaut 9 vinninga, Ármann 4 og Selfyssingar einn. Ein skemmtilegasta glímann var viðureign Vignis G. Stefánssonar úr Ármanni og KA-mannsins Sæv- ars Sigursteinssonar. Glíman var hröð og reyndu drengirnir mjög að skora á hvorn annan og lauk viður- eigninni með jafntefli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.