Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 C 3 Viðburðarík vika hjá Þórði KIMATTSPYRNA j Morgunblaðið/Steinþór Víðir KSI-íþrótta- fréttamaður ársins VÍÐIR Sigurðsson, blaðamaður á DV, var útnefndur KSÍ-íþrótta- fréttamaður ársins 1994 áþingi sambandsins um helgina. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, afhenti Víði áritaðan sjálfblekung í viður- kennnningarskyni og sagði m.a. að Víðir hefði verið knattspyrnunni mjög hliðhollur og bækur hans um íslenska knattspyrnu bæru þess glöggt merki. Þetta er í þriðja sinn, sem stjórn KSÍ velur fréttamann ársins. Bjarni Felixson hjá Rikisútvarpinu var útnefndur 1992 og Steinþór Guðbjartsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, i fyrra. Á myndinni þakkar Víðir Sigurðsson, til hægri, Eggert Magnús- syni fyrir útnefninguna og pennann. KSÍ með átak til að fá fleiri áhorfendur á leiki ÞÓRÐUR Guðjónsson, leikmað- ur Bochum, var á sjúkrahúsi meira og minna alla síðustu viku. Hann meiddist í leik liðsins gegn Karlsruher sl. þriðjudags- kvöld — rotaðist og var á sjúkra- húsi fram á föstudag, en fór síð- an í uppskurð vegna ökkla- meiðsla í gær. Hann kemur heim í jólafrí f dag en má byrja að æfa aftur eftir fjórar vikur. órður sagði að síðasta vika hafi ekki verið sú allra skemmtileg- asta. Hann sagði um atvikið í leikn- um; „Ég var að hlaupa mig frían í vítateignum en vissi ekki af fyrr en ég fékk þrumuskot frá samheija í hnakkann. Ég var borinn af velli hálf rotaður þegar fimm mínútur voru eftir, en rankaði síðan við mér aftur og kláraði leikinn án þess að muna nokkuð eftir því. Þegar ég kom inn í búningsklefa eftir leik hneig ég niður og var fluttur á sjúkrahús. ÍÞRÖmR FOLK ■ KSÍ gerði í byijun árs hagstæðan samning við þýska fyrirtækið UFA um sjónvarps- og auglýsingarétt á heimaleikjum A-landsliðs karla og gildir liann til fjögurra ára. Á árs- þingi sambandsins kom fram hjá Eggerti Magnússyni, formanni KSI, að sambandið fengi 27 til 28 milljónir árlega frá fyrirtækinu. ■ FYRIR síðasta tímabil gerðu KSÍ og Samtök fyrstu deildar félaga samning við Sól hf. þess efnis að fyrirtækið yrði aðalstyrktaraðili 1. deildar karla í þijú ár. Samningurinn stendur ekki áfram þar sem eigenda- skipti hafa orðið á fyrirtækinu og er verið að reyna að fínna annan bakhjarl. ■ ÁRSÞING KSÍ var haldið á Akranesi í fyrsta sinn og þótti mörg- um kominn tími til. Guli liturinn var að sjálfsögðu áberandi, nafnspjöld fundarmanna voru gul og spjöldin, sem notuð voru til að sýna samþykki við atkvæðagreiðslu í sama lit. Flest mál voru samþykkt samhljóða eða með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða og var „salurinn fallegur" eins og Guðbjartur Hannesson, for- seti bæjarstjórnar Akraness og 1. þingforseti sagði. ■ NÍU leikmenn hafa farið og æft með erlendum félögum á vegum ís- landsbanka-KSÍ Akademíunnar, en KSÍ samdi í fyrra við Feyenoord og Stuttgart um að taka á móti strákum héðan. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, ræddi fýrir skömmu við forráðamenn Kaiserslautern og Chelsea um að taka þátt í átakinu og fékk formaðurinn jákvæðar undir- tektir. ■ STJÓRNARMENN KSÍ, sem áttu að ganga úr stjórn, fengu mjög góða kosningu til áframhaldandi setu. Sveinn Sveinsson og Ágúst Ingi Jónsson gáfu ekki kost á sér, en Elías Hergeirsson, gjaldkeri, fékk 87 atkvæði af 92 og Stefán Gunnlaugsson 85 atkvæði en einn seðill var ógildur. Halldór B. Jóns- son fékk 74 atkvæði og Róbert Agnarsson 65. Þeir komu inn í stióm en Páll Bragason (33) og Arni Þórðarson (12) náðu ekki kosningu. ■ ELÍSABET Tónmsdóttir fékk 90 atkvæði í varastjórn, Gunnlaug- ur Hreinsson 88 og Einar Frið- þjófsson 52 atkvæði, en Atli Þórs- son fékk 40 atkvæði og komst ekki inn. ■ JAKOB Ólufsson frá ísafirði var kjörinn landshlutafulltrúi .Vest- urlands í stjórninni. Hann tekur sæti Kristjáns K. Jónassonar, sem lést af slysförum fyrr á árinu. Ég vaknaði ekki aftur fyrr en undir morgun og var á spítalanum fram á föstudag. Ég fékk heilahristing og tognaði á hálsi,“ sagði Þórður. Hann fór síðan aftur inná sjúkra- hús á sunnudag og var skorinn upp við ökklameiðslum í gær. Hann seg- ist hafa átt í ökklameiðslunum frá því í apríl og átt í vandræðum með að sparka með vinstri fæti vegna þess. „Ég geng nú um á hækjum og má ekki byija að æfa aftur fyrr en eftir fjórar vikur,“ sagði Þórður. Bjarki maður leiksins Núnrberg, lið Bjarka og Arnars Gunnlaugssona, gerði í gærkvöldi markalaust jafntefli við efsta lið 2. deildar, Wolfsburg, á heimavelli sín- um. Arnar og Bjarki léku báðir með allan leikinn og að sögn Þórðar Guð- jónssonar, sem fylgdist með við- ureigninni í sjónvarpi, var Núrnberg mun betra liðið. Bjarki var kosinn besti leikmaður Núrnberg . Senda má2 lið í bika- keppni karla SÚ breyting var gerð á bikar- keppni karla að félag má nú senda tvö lið til keppni og verð- ur þá annað þeirra að vera skipað leikmönnum 23 ára og yngri. Hugmyndin með þessu er að skapa ungum leikmönn- um fleiri verkefni, en allir leik- menn félags eru hlutgengir til leiks með aliði þess nema þeir sem leikið hafa í sömu umferð með U-23 ára liðinu. í því má nota þijá eldri leikmenn. Innan skamms verður skipuð markaðsnefnd til að fara ná- kvæmlega ofan í aðsókn að leikjum í 1. deild karla í knattspymu og leita leiða til úrbóta. Gert er ráð fyrir að fá markaðs- og auglýsinga- menn utan hreyfingarinnar til að starfa með nefndinni og á niður- staða að liggja fyrir ekki síðar en um mánaðarmótin mars/apríl. Þetta kom fram í máli Eggert Magnússonar, formanns KSÍ, á árs- þinginu á Akranesi um helgina. Eggert sagði að aðsóknin hefði sjaldan verið jafn léleg og í ár og væri það áhyggjuefni þó aðsóknin hefði ávallt dregist saman, þegar úrslitakeppni Evrópumóts eða heimsmeistaramóts færi fram. Egg- ert sagði að í kjölfar skýrslu sæn- skrar markaðsnefndar um málið í Svíþjóð hefðu verið gerðar úrtbæt- ur, sem hefðu skilað góðum árangri í bættri aðsókn á sænska deildar- leiki. Ekki væri hægt að sitja og Islandsmeistarar ÍA hefja titil- vörnina á heimavelli og fá Breiðablik, í heimsókn í 1. umferð en ráðgert er að hún hefjist í kring- um 20 maí. Bikarmeistarar KR taka á móti FH, nýliðar Leifturs eiga heimaleik gegn Fram, Valur og ÍBV mætast og nýliðar Grindavíkur leika gegn Keflavík. í síðustu umferð leika ÍA og ÍBV, Fram og Valur, Iæiftur og bíða eftir að eitthvað gerðist heldur yrði að drífa í aðgerðum til að auka aðsókn. Eins og fram kom í Morgunblað- inu fyrir helgi var velta KSÍ um 141 milljón krónur á árinu og var hagnaður ársins eftir fyrningar um tvær milljónir. Eggert sagði að starfsemin hefði aldrei verið eins mikil og áfram yrði haldið á sömu braut. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs hljóðar upp á liðlega 130 millj. króna veltu með 1,5 millj. kr. hagnaði og er m.a. gert ráð fyrir tæplega níu milljónum í fræðslumál. Eggert minnti á að Knattspyrnu- samband íslands væri stærsta og öflugasta félagsmálahreyfing landsins með hátt í 25 þúsund virka félaga. Ábyrgðin væri mikil og starfið látlaust, en svo virtist sem stjómmálamenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað knattspyrnufélögin og íþróttahreyfíngin í heild væru FH, KR og Keflavík og Grindavík og Breiðablik. í 1. deild kvenna taka nýliðar ÍBA á móti íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks, Valur mætir ÍA, Hauk- ar fá KR í heimsókn og ÍBV sækir Stjörnuna heim. í síðustu umferð leika Breiðablik og Stjarnan, ÍBA og IA, Valur og KR og Haukar og ÍBV. í 2. deild karla leika KA og Vík- með mikið barna- og æskulýðs- starf. Hann vitnaði í könnun um gildi íþrótta fyrir unglinga og sagði að hún sýndi að miklu minni hætta væri aað krakkar í íþróttum fari í óreglu, vímuefnaneyslu og aðra hluti sem skemma fyrir æskunni. „Bara út frá þessum forsendum, hvað við erum að vinna mikið íþrótta- og æskulýðsstarf, þá skil ég ekki hvers vegna stjórnmála- menn á íslandi gera sér ekki grein fyrir mikilvægi þess að láta meiri fjármuni af hendi rakna til þessara mála.“ Eggert sagði að stöðugt væri rætt um hvað heilbrigðiskerfið kost- aði mikið, „en hvað er betri heilsu- vernd en að byggja upp líkamann rétt strax í æsku. Einhvers staðar stendur „lengi býr að fyrstu gerð“ og ég held að nær væri að setja peninga í íþróttirnar, því það er besta forvarnarstarfið í heilbrigðis- málum." ingur R. í 1. umferð, Stjarnan og ÍR, Víðir og Skallagrímur, Fylkir og HK og Þróttur Reykjavík og Þór Akuryeri. í 3. deild karla mætast BÍ og Dalvík, Höttur og Fjölnir, Ægir og Selfoss, læiknir Reykjavík og Þrótt- ur Neskaupstað og Völsungur og Haukar. ÍA byvjar gegn Breiðabliki Blikastúlkur hefja titilvörnina gegn nýliðum ÍBA Knattspymu- minjasafn á Akranesi? AKURNESINGAR lögðu til á ársþingi KSÍ um helgina að stofnað yrði knattspyrnu- minjasafn og yrði það til húsa í Byggðasafninu að Görðum á Akranesi. í tillögunni var gert ráð fyrir að munum, myndum og ritum yrði safnað um allt land til að hafa í safninu, en starfsnefnd til að annast fram- kvæmdir skipuð tveimur full- trúum KSÍ, einum frá ÍA og einum frá Menningarmála- og safndeild á Akranesi. Samþykkt var að vísa tillög- unni til stjórnar KSÍ, sem á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir stofnun safnsins. Áfram átta lið í 1. deild kvenna TILLAGA um að fækka liðum I sex úr átta í 1. deild kvenna var felld á ársþjngi Knatt- spyrnusambands íslands, sem fór fram á Akranesi um helg- ina. Hins vegar var samþykkt að liðið, sem hafnar í sjöunda sæti leiki aukaleiki um sæti í deildinni heima og að heima við liðið í 2. sæti í 2. deild. Dregið verður um hvort liðið á fyrst heimaleik. Tölvuskráning verður skylda KSÍ hefur tengst tölvukerfi ÍSÍ og á ársþinginu var samþykkt tillaga þess efnis að mótanefnd er heimilt að skylda félög í ein- stökum mótum að skrá upplýs- ingar af leikskýrslum í tölvu- gagnasafn KSI og ÍSÍ. KSÍ átti stóran þátt í að móta kerf- ið, sem kemur að mjög miklu gagni fyrir félögin og hreyfing- una í heild. Kerfið var kynnt á þinginu en auk upplýsinga- flæðis fylgir því fullkominn bókhaldslykill sem auðveldar félögum öll reikningsskil. Kerf- ið gerir félögum kleift að halda utan um félagsmenn og er skýr greinarmunur gerður á iðk- anda og félagsmanni. Þessi skráning verður höfð til hlið- sjónar þegar fjöldi þingfulltrúa verður ákveðinn í framtíðinni. Leikmenn geta strax orðið hér- aðsdómarar BREYTINGAR voru gerðar á reglugerðum um knattspyrnu- dómara á ársþinginu. Komið var á nýju stigi, barnadómara- stigi, en sá sem lýkur skemmra dómaranámskeiði má starfa sem barnadómari og hefur rétt til að starfa á leikjum í mini- knattspyrnu. Næsta stig er unglingadóm- ari og síðan héraðsdómari, en leikmaður, sem hefur leikið með meistaraflokki karla eða kvenna í deildarkeppni og er orðinn 24 ára, getur orðið hér- aðsdómari eftir að hafa sótt námskeið og staðist próf. Hann þarf því ekki að byija neðst í tröppunni eins og áður var. Hvatt til samein- ingar ÍSÍ og Óí ÁRSÞING KSÍ samþykkti eft- irfarandi ályktun: „49. ársþing Knattspyrnu- sambands Islands hvetur til sameiningar íþróttasambands íslands og Ólympíunefndar ís- lands. Nauðsynlegt er að hafa eina öfluga forystu í íþrótta- málum í landinu sem sækir á ríkisvaldið um aukið fjármagn til íþróttastarfsemi og skapa þannig öflugan vettvang til þess að standa betur að stuðn- ingi og markvissum vinnu- brögðum í afreksiþróttum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.