Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1994, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA bíómyndin; Nimoy og Shatner í „Star Trek: The Motion Picture." Sagan endalausa Geimævintýrið „Star Trek“ er lífseigasta fyrir- bæri poppmenningarinnar og hefur, samkvæmt umfjöllun Arnaldar Indriðasonar sjaldan verið vinsælla en nú 30 árum eftir að fyrst var reynt að gera úr því sjónvarpsþætti. STAÐREYNDIRNAR eru eins og hreinn vísinda- skáldskapur en tala sínu máli. Meira en 63 millj- ónir eintaka af bókum eru til um fyrirbærið og 30 nýir titlar koma út á ári hveiju. Hagnaður af sölu leikfanga og fatnaðar tengdum fyrirbærinu er kominn yfir milljarð dollara. Sex bíómyndir um fyrir- bærið hafa grætt 500 milljónir dollara, ein sjónvarpsþáttaröð gekk í sjö ár í Bandaríkjunum og varð vinsælasta efni sjónvarpssög- unnar hjá grenndarstöðvum, þriðja kynslóð þáttanna er þar í fyrsta sæti sem stendur og sú fjórða hefst í janúar. Myndböndin eru svo vin- sæl að flestar myndbandaleigur vestra hafa sérstaka deild undir þau. Einhveijir af sjónvarpsþáttun- um eru þessa stundina á dagskrá í 75 löndum þ.á.m. á Islandi. Sjö- unda bíómyndin náði nýlega efsta sæti metsölulistans og er búist við að hún græði meira en 100 milljón- ir í miðasölunni. Fyrirbærið er ódrepandi. Allt snýst þetta um vísinda- skáldskap sem gerist á 23. og 24. öldinni, nefnist „Star Trek“ eða Geimstöðin og fer með þig þangað sem enginn maður hefur áður kom- ið. Fjórar sjónvarpsþáttaraðir hafa verið gerðar uppúr hugmyndinni sem upphafsmaðurinn, Gene Rodd- enberry, fékk fyrir 30 árum. Hann hafði skrifað vestraþætti fyrir sjón- varp en árið 1964 reyndi hann að fá CBS-stöðina til að kaupa „Star Trek“. Stöðin tók aðra geimseríu framyfir, „Lost in Space“. Á árun- um 1966 til 1969 sýndi NBC-stöð- in fyrstu 79 „Star Trek“-þættina með William Shatner og Leonard Nimoy í hlutverkum kapteins Kirk um borð í geimskipinu Enterprise og vinar hans, dr. Spock. Áhorfið hvarf á nokkrum árum og sýning- um var hætt. Tíu árum seinna, árið 1979, fékk „Star Trek“ fram- haldlíf með fyrstu bíómyndinni, „Star Trek: The Motion Picture'j með þeim Shatner og Nimoy. I kjölfarið fylgdu þijár framhalds- myndir og árið 1987 kom ný kyn- slóð þáttanna í bandarískt sjónvarp undir heitinu „Star Trek: The Next Generation“ eða Næsta kynslóð, sem gerast á 24. öldinni, hundrað árum síðar en upprunalegu þætt- irnir og segja af arftaka Kirks, kapteini Picard og áhöfn hans. Enn voru gerðar bíómyndir og í fyrra kom þriðja sjónvarpsþáttaröðin sem heitir „Star Trek: Deep Space Nine“ og var hún sýnd í ríkissjón- varpinu. Nýjasta bíómyndin, „Star Trek: Generations" eða Kynslóðir, var frumsýnd vestra fyrir þessi jól og. í byijun ársins 1995 byijar fjórða kynslóðin í sjónvarpinu, „Star Trek: Voyager“ eða Ferða- langur. Bíómyndin nýja markar þáttaskil því í henni deyr kapteinn Kirk. Það átti að vera leyndarmál en er á allra vörum. Þar fyrir utan getur maður aldrei verið viss um dauðahugtakið í „Star Trek“. Spyijið bar Spock sem lést í ann- arri myndinni en var í fullu fjöri í þeirri þriðju. Langlífi fyrirbærisins og sífelld- ar vinsældir síðustu áratugi hafa áunnið þeim virðingarsess í skemmtanaiðnaðinum í Bandaríkj- unum sem á sér varla sinn líka og sást best á því að vikuritið „Time“ setti „Star Trek“ á forsíðuna fyrir skemmstu, fjallaði ítarlega um sögu geimævintýrisins og sagði það lífseigustu afurð poppmenn- ingarinnar. Aðdáendur „Star Trek“ skipta milljónum. Þeir eru yfirleitt kallaðir Trekkar og eru álitlegur þrýstihópur sem fékk því m.a. framgengt með einni milljón sendibréfa að NBC-sjónvarpsstöð- in frestaði því um eitt ár að taka upprunalegu þættina af dagskrá og þeir fengu bandarísku geim- ferðastofnunina NÁSA til að nefna frumgerð geimskutlunnar eftir geimskipi kapteins Kirk, „Enter- prise“. Hörðustu Trekkar kunna hrafl í móðurmáli óþokkanna í geimævintýrinu, Klingonanna. „Byssuna eða lífið“, er ein af uppá- halds setningunum. Árið 1992 hélt Flug- og geimferðasafn Bandaríkj- anna sýningu ásögu„Star Trek“- fyrirbærisins og hefur engin sýn- ing safnsins hlotið viðlíka aðsókn. Til er „Star Trek“-alfræðiorðabók með yfir 5.000 atriðisorðum um allt sem snertir veröld geimævin- týrisins. Áhugamenn finnast víða. Rodd- enberry fékk eitt sinn bréf frá hópi stjörnufræðinga eftir að sýnd- ur hafði verið þáttur þar sem sögu- persónurnar ferðuðust til Frakk- lands á 24. öldinni og litu upp í næturhimininn. Fræðingarnir höfðu reiknað það út að stjörnuhi- minninn gæti ekki litið svona út eftir 400 ár. Colin Powell hershöfð- ingi horfir á þættina og gamanleik- arinn Robin Williams og eðlisfræð- ingurinn Stephen Hawking (Saga tímans), sem var gestaleikari í ein- um af „The Next Generation“- þáttunum fyrir nokkrum árum og tefldi við þrívíðar endurgerðir Al- berts Einsteins og ísaks Newtons. Gamanleikkonan Whoopi Goldberg hafði svo gaman af þáttunum að hún lék í þeim annað slagið. „Star Trek“, gamlir þættir og nýir og bíómyndirnar, gerast um borð í einu af geimskipum Stjörnu- flotans þijú og fjögur hundruð árum eftir vora daga. Um borð er kröftugur kapteinn og áhöfn hans samansett úr ýmsum þjóðflokkum stjörnukerfanna en óvinurinn er að mestu leyti Rómúlar og Kling- onar þótt hinir síðarnefndu hafi orðið vinveittari í seinni tíð. Um borð ríkir yfirleitt mikið samlyndi, nokkuð sem Roddenberry gerði að UPPHAFSMAÐURINN; Roddenberry hafði áður skrifað sjónvarpsvestra. NÝR kapteinn í brúnni; breski Shakespeareleik- arinn Patrick Stewart mun halda ævintýrinu gangandi. reglu strax á sjöunda áratugnum, og áhöfnin má hvergi breyta gangi sögunnar, lendi hún í þeirri að- stöðu. Ferðast er hundruð ljósára á andartaki, fram og aftur í tíma, og hver og einn getur ferðast á svipstundu hvert sem er með því einu að biðja vélstjórann Scottyað „„geisla sig út“ eða inn. Vinsæi- ustu áhafnarmeðlimirnir í gegnum tíðina hafa verið ómennskir eins og Vúlkaninn Spock og sálarlausa vélmennið Data í „The Next Gener- ation“. „Star Trek“ hefur „orðið að mikilvægu tákni um hvernig fram- tíðin getur litið út,“ er haft eftir Shakespeareleikaranum breska Patrick Stewart, sem leikur kap- tein Picard og á móti Shatner í nýju bíómyndinni þar sem kaptein- arnir tveir hittast þótt 100 ár séu á milli þeirra í tíma. Framtíðarsýn geimævintýrisins á sinn þátt í lang- lífi þess og vinsældum. Eins og Leonard Nimoy segir hefur það ætíð boðið upp á það besta í vís- indaskáldskap með áherslu á siða- boðskap. Háskólaprófessorinn tengir vinsældirnar við sögu amer- íska vestursins sem er svo ráðandi í sögu Bandaríkjanna og bók- menntum. Shatner og Stewart tengja fyrirbærið við grísku harm- leikina og segja „Star Trek“ hóme- ríska. „Siðmenningin hefur þörf fyrir goðsagnir," er haft eftir Shatner. Leikkonan Goldberg heill- aðist af þáttunum af því þeir hafa ætíð forðast kynþáttamisrétti. Þvert á móti hafa ólíkir kynþættir tekið höndum saman og barist gegn hinu illa. Vísindamenn hríf- ast af því hvernig „Star Trek“ hefur ætíð, a.m.k. á yfirborðinu, haldið fast í vísindalegar aðferðir. Vísindasöguhöfundurinn Ray Bradbury bendir á að við lifum á tímum vísindaskáldskaparins og syndum í „hafi tæknihyggjunnar“. Ljóst er að „Star Trek“ hefur haft gífurleg áhrif á þeim vettvangi og hefur getið af sér aðra vísinda- skáldskaparþætti og heila kapal- stöð með engu öðru en vísinda- skáldskap. Líklega finnast fáir Trekkar á Islandi. Bíómyndirnar hafa ekki notið mikilla vinsælda, sumar hafa ekki verið sýndar hér, og við erum rétt að kynnast sjónvarpshliðinni með Geimstöðinni, sem nú er reyndar hætt að sýna í ríkissjón- varpinu. Fyrirbærið er séramerískt en hefur óneitanlega nokkurt að- dráttarafl sérstaklega auðvitað fyrir vísindaskáldskaparfíkla. „Geislaðu mig inn, Scotty“. KYNSLÓÐIR; í nýjustu myndinni mætast kapteinarnir tveir Kirk og Picard á tímalausu svæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.