Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 1
I JllnrunwMafoiifo FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 B KKRISTALL $e(jarj)ú vefurjjöf Umbun fyrir fyrirmyndarborðsiði í VIKUNNI snæddu fjölmennir hópar barna frá skóladag- heimilinu Skólagerði á veitinga- húsinu Ítalíu. Borðsiðir og framkoma barnanna þóttu til mikillar fyrirmyndar, enda áttu þau að baki 2ja mánaða þjálfun í kurteisi, tillitsemi og góðum siðum. Sóley Gyða Jörundsdóttir, forstöðumaður Skólagerðis, segir að í haust hafi starfsfólki þótt full mikill hamagangur í öskjunni á matmálstímum. Þrjá- tíu og níu börn borða þar að staðaldri og oft vildu tilhlýðileg- ir borðsiðir gleymast. Starfs- menn ákváðu því að notast við gamalt herbragð, ættað frá Hagakoti. Krökkunum var sagt að sýndu þau hvert öðru tillit- semi og bættu borðsiði sína fengju þau að fara á veitingahús að tveimur mánuðum liðnum. Keypt var lukkutröll sem fékk að tróna á því borði sem hafði vinninginn hveiju sinni. Sóley Gyða segir að í lokin hafi lukkutröllið hímt upp í hillu, því ekki var hægt að gera upp á milli hópanna. „Matmáls- tímar í Skólagerði fara nú alltaf fram með friði og spekt, börnin nota hnífa og gaffla af mikilli leikni og hver gengur frá eftir sig. Vegna þrengsla er matast I tveimur hópum og sér fyrri hópurinn um að leggja á borð fyrir þann seinni." ■ HARRÝ, Ari og Elín munda hnífana af miklum myndugleik. Undir fimm ára fá ekki að fljága ein ZUrich. Morgunblaðið. STRÁKURINN er fjögurra ára, á heima í Sviss og átti að fá ferð til ömmu og afa á Islandi í jólagjöf. Foreldrarnir komast ekki með en flugfélög bjóða upp á að börnum sé fylgt um flug- velli, fljúga með þau á milli staða og koma þeim í hendur viðtakenda á leiðarenda. En þá verða börnin í flestum tilvikum að vera orðin fimm ára. Það verður því ekki af jólaferð stráksa litla. Sabena var eina flugfélagið af þeim sem Daglegt líf hafði samband við sem sagðist myndi fljúga með 4ra ára dreng án þess að þyrfti að borga sérstak- lega fyrir fylgdarmann með honum. Höfuðstöðvar Flugleiða í Reykjavík neituðu að bóka drenginn á flug frá Kaup- mannahöfn til Reykjavíkur og báru alþjóðareglum við. Swissa- ir hafði samþykkt að fljúga með hann til Kaupmannahafnar þótt yfirleitt fljúgi svissneska flugfé- lagið aðeins með börn yfir 5 ára aldri. Sömu reglur gilda hjá SAS, KLM, Lufthansa og BA. Börn verða að vera 6 ára til að fljúga ein með Cathay Pacific, 7 ára með Quantas og American Airways tekur 5 ára börn ef um beint flug er að ræða, annars verða þau að vera 7 ára. Flugfélögin geta útvegað fylgdarmann með of ungum börnum en það þarf að borga venjulegt fargjald fyrir hann og það kostar sitt. ■ Morgunblaðið/RAX DIGRANESKIRKJA í Kópavogi er yngsta kirkjan á landinu, vígð sl. haust. Búist er við góðri kirkjusókn á jólum ANNATÍMI presta fer nú í hönd og ef að líkum lætur verður fjölmenni í kirkjum landsins yfir jólahátíðina. Að sögn Þor- björns Hlyns Árnasonar, biskupsritara, hefur kirkjusókn á jólum verið mjög góð og farið vaxandi síðustu ár. Ekki hefur verið gerð nákvæm könnun á þvf hve margir sækja kirkju á þessum tíma árs þótt fullyrða megi að meirihluti þjóðarinn- ar sæki kirkju einhvern tímann á jólum. „Fyrir utan aukin fjölda kirkjugesta hin síðari ár hefur sú jákvæða breyting átt sér stað að nú skipar aðventan meiri sess í helgihaldinu en hún áður. Til marks um það má nefna messur, aðventusamkomur, kyrrðarstundir og tónleika í kirkjum sem alla jafna hefur verið vel sótt. Áðventan myndar því mun skýrari aðdraganda í helgihaldinu nú en áður var. Aðventan er réttilega hinn eiginlegi undirbúningstími. Þá hefur kirkjan opnast meira en áður var og fólk hefur verið hvatt til kirkjusóknar. Þetta hefur smám saman borið ávöxt. Því má segja að jólin séu nú komin í skýrara trúarlegra samhengi en áður,“ segir Þor- björn Hlynur. Rúmlega 280 sóknir og kirkjur eru í landinu. Messað er í þeim flestum og oft í stærstu sóknunum. Hefðbundinn messu- tími er kl. 18 á aðfangadag í flestum kirkj- um en við hafa bæst miðnæturmessur víða sem hafa átt vinsældum að fagna. Á jóla- dag er gjarnan messað kl. 14 og sums staðar einnig kl. 11 og guðsþjónustur eru líka á annan dag jóla. Víða úti á landi, þar sem eru allt að fimm kirkjusóknir í hveiju prestakalli, þurfa prestar að dreifa messutímanum af skiljanlegum ástæðum til að ná jólamessu fyrir öll sóknarbörn sín. Hundruö islendinga á Kanarí EFTIR því sem hægt er að áætla flölda íslendinga sem dvelur erlendis á jólunum lætur nærri að um 1.500 hafi farið utan með Flugleiðum. Þar af fóru á 4. hundrað til Kanaríeyja og rúmlega tvö hundruð með spænsku leiguflugi á vegum Heims- ferða og 70-80 héldu til Thailands með SAS, en með SAS flugu einnig allmargir til Norðurlandanna. Símon Pálsson, forstöðumaður markaðsdeildar Flugleiða, segir erf- itt að gefa upp nákvæma tölu, því stór hluti farþeganna sé erlendir ferðamenn til íslands og jafnframt milli Evrópu og Bandaríkjanna. Vegna jólatilboða á flugi til Skandin- avíu jókst fjöldi farþega þangað um sex til sjö hundruð frá því sem áður var á sama tíma. Allmargir eyða jólunum annars staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þótt Norðurlönd og Kanaríeyjar virðist eiga mestum vinsældum að fagna hjá landanum á þessum árs- tíma fóru yfir hundrað manns í jóla- skíðaferð til Austurríkis á vegum Uivals/Útsýnar og allmargir dvelja á Flórída, Aruba og viðs vegar um heiminn. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.