Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF á að lýsa bókinni og sjá til þess að hún skeri sig úr fjöldanum JiM FYRSTU kynni okkar af bók verða um leið og við sjáum bókarkápu. Seinna, þegar við heyrum lesið upp úr bókinni, sjáum, heyrum eða lesum viðtal við höfundinn, kynnumst við bókinni örlítið betur. Ekki er víst að kynnin verði nánari þótt við lesum gagnrýni, en allt á þetta að hjálpa okkur að velja okkur bækur, koma í veg fyrir að þær drukkni í jóla- bókaflóði. Mörg útgáfufyrirtæki hafa nú hönnuði í fastri vinnu, sem sjá um að gera bókakápur. Útgefendur leita einnig til sjálf- stætt starfandi teiknara og myndlistarmanna vegna hönnun- ar á bókakápum, en auglýsingastofur hafa minna að gera á þeim vettvangi en áður. Útgefendur segja að það sé fyrst og fremst vegna þess að þjónusta auglýsingastofa sé of dýr. Ritstjórar bókaforlaga eiga yfírleitt lokaorðið um útlit bók- arkápu. Þegar um íslensk verk er að ræða fá höfundar að koma á framfæri hugmyndum sínum um kápu bókar sinnar, en misjafnt er hversu mikil áhrif þeir hafa á endanlegt útlit. Sumir ráða því nánast algerlega, en aðrir vilja sem minnst af bókarkápunni vita. Sammála um tilgang bókarkápu Eins og fram kemur í viðtölum við talsmenn nokkurra forlaga, eru menn nokkurn veginn sammála um tilgang bók- arkápu. Hún á að vekja athygli og einnig að greina frá inni- haldi bókar á myndrænan hátt. Menn eru jafnframt sam- mála um að útlit bókarkápu geti haft talsverð áhrif á sölu bókar, þótt dæmin sanni að kápur sem hafa orð á sér fyrir að vera ljótar, hafí verið utan um bækur sem urðu sölubækur. Útgefendur voru beðnir að velja dæmi um fallega og ljóta bókakápu og í flestum tilvikum völdu þeir bestu kápuna úr eigin útgáfu og þá ljótustu úr útgáfu annara. Björn Eiríks- son hjá Skjaldborg og Soffía Auður Birgisdóttir hjá Forlag- inu voru undantekningar. Birni fannst kápa á bók sem hann gaf út 1991, Á slóðum kolkrabbans, sú ljótasta og Soffíu Auði Birgisdóttur fannst bókin Náttúrusýn sem Rannsóknar- stofnun í siðfræði gefur út, hafa fallegustu kápuna. Viðmæl- endur höfðu allir ákveðnar skoðanir á nokkrum bókakápum, Sniglaveislunni, Óla í Olís og Krumma. Öllum þóttu þessar kápur ljótar nema útgefendum þeirra. ■ FORLAGID Listræn hönnun skiptir máli AUGLÝSINGASTOFA Aldrei jafn ljótar kápur og í ár „MÉR finnast bókakápur mjög misjafnar, en held að þær geti ráðið miklu um það hvort bók selst eða ekki,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir hjá Forlaginu. „Hjá okkur eru höfundar hafðir með í ráðum við gerð kápu ef þeir vilja.“ Hún segir misjafnt hvort myndlistar- menn eða grafískir hönnuðir á aug- lýsingastofu geri bókarkápu fyrir Forlagið. Soffía Auður segir að bókarkápan sé andlit bókarinnar og hún sé sterk- asta auglýsing hennar. „Þegar fólk kemur í búð á Þorláksmessu og á eftir að velja bækur í jólagjöf, draga sumar bækur augað frekar að sér en aðrar. Því verður kápan að vera vel hönnuð út frá listrænu sjónar- miði og verður að ríma við innihald- ið án þess að oftúlka það.“ — Hvaða bókarkápur finnast þér vel heppnaðar? „Nátlúrusýn sem Rannsókna- stofnun í siðfræði gefur út finnst mér hafa fallegustu kápuna. Kápan á Höfuðskepnum fínnst mér líka mjög góð, myndin er erótísk og kon- an bendir í fjórar áttir, eins og hún sé að benda á höfuðskepnurnar. Lit- ir eru líka viðeigandi og vísa til lita höfuðskepnanna. Ljóðabókin Guð og mamma hans hefur fallega kápu og einnig erótíska smásagnasafnið Tundur dufl. Á kápu bókarinnar Söngur Salómons er tákn sem hefur skírskotanir, án þess að hægt sé að túlka það beint og það finnst mér eiga vel við. — Hvaða kápur finnast þér ljót- a r? „Fyrsta nefni ég Ijótustu kápu ársins, á bókinni um Ola í Olís. Mér þykja hlutföll í myndinni ómöguleg, þar er hálfur bensíntankur og hálfur bíll. Olís-litirnir, gulur og grænn, eru uppáþrengjandi _ auglýsingalegir og myndin_ sýnir Óla ekki sem ofur- huga. Ég nefni einnig kápu á bók uppáhaldshöfundar míns, Vigdísar Grímsdóttur, Grandavegur 7 og finnst kápan misheppnuð. Nafn höf- undar er stærra en titill og það þyk- ir mér óviðeigandi. Stafir eru líka illa upp settir og andlitsmynd á bók- arkápu er ekki í samræmi við frá- sögn af 14 ára stúlku. Kápa um viðtalsbók við Krumma finnst mér uppáþrengjandi. Það er eins og Hrafn sé að troða sér í gegn- um myndina. Grafíkin, gul og/jólu- blá finnst mér ljót. Á bókinni í blíðu og stríðu er misheppnuð kápa. Þar er eins og ófrísk kona vilji þvinga dauðadrukkinn mann í hjónaband. Það vantar bara tengdamömmu með kökukefli, þá hefði klisjan verið full- komin. Kápan vinnur á móti efni bókarinnar.11 Soffía Auður er þeirrar skoðunar að menn séu oft of kurteisir við kápugerðarmenn. „Við eigum að vera ófeimin að hafna hugmyndum að kápu sem okkur líst ekki á.“ ■ HILMAR Sigurðsson, formað- ur Félags íslenskra teiknara og einn eiganda auglýsinga- stofunnar Grafít, segist aldrei hafa séð jafn illa hannaðar bókakápur og í ár. „Það þarf að leggja miklu meiri rækt við bókakápur en gert er. Hér er sjaldgæft að aðeins sé notað letur á kápur og litameðferð er oft mjög slæm. Menn eru að setja saman liti sem passa illa við myndefni á bó- kakápu. Mér finnst viðhorf útgef- enda oft vera að eyði þeir pening- um í hönnun á bókakápu, séu þeir að kasta fé á glæ. Ég tel það rangt; ef vandað er til hönnunar kápu held ég að bók seljist betur.“ Ekki nóg með að Hilmari þyki bókakápur almennt ljótar, heldur fínnst honum hönnun og uppsetn- ing'"á bókum líka hafa versnað síðustu ár. „Með aukinni tölvu- tækni finnst öllum að þeir geti sjálfir sett upp bækur og útkoman er oft hræðileg." — Hver af ljótum bókakápum í ár er Ijótust? „Sniglaveislan er dæmi um mjög slæma bókakápu. Hún lofar engu um innihaldið, er ekki áhuga- verð og hvetur mann ekki til lest- urs. Þegar bornar eru saman káp- ur á bókum Ólafs Jóhanns, sem gefnar hafa verið út hér og í Bandaríkjunum sést skýrt munur- inn á góðum kápum og slæmum. Önnur kápa sem mér finnst ljót er Riðið á vaðið, þættir úr lífi Einars Bollasonar. Ég get ekki gert upp á milli þessara tveggja. Kápan á bók- inni um Einar finnst mér slepju- leg. Hún minnir frekar á lélegan ástarróman en uppgjör lífsreynds rnanns. Rauði liturinnn og leturval staðfesta það. Mynd af Einari á bókakápu er ekki slæm, en henni er búin svo ömurleg umgjörð að myndin virðist ljót. Hún lofar litlu sem engu um innihaldið né hvetur hún mann til að lesa.“ Bankabókin best — Finnst þér einhver bókakápa í ár falleg? „Bankabókin finnst mér bera kápu ársins. Hugmyndin er skemmtileg og kápan vel hönnuð. Hún sker sig úr fjöldanum og kveikir áhuga á að kíkja á inni- haldið. Aðferðin sem notuð er í vinnslu er skemmtilegur leikur með gyllingar, því peningaseðlar eru faldir þar og sjást þegar kápan er skoðuð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.