Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER1994
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LIF
í EDINBORG hefur Eirný Ósk buið síðustu ár, en hyggst flytjast til London þegar tækifæri býðst.
Hún er aðeins 21 árs að
aldri og orðin veitingastjóri í Edinborg
FRANSKI veitingastaðurinn Le
Marché Noir, sem er miðsvæðis í
Edinborg rétt við aðalverslunargöt-
una Pririsessustræti, hefur fengið
fádæma góða dóma hjá matgæðing-
um ýmissa erlendra dagblaða, svo
sem The Times, Business Life og
síðast en ekki síst í helgarblaði The
Scotsman, sem er eitt helsta morg-
unblað þeirra Skota.
Þetta væri þó ekki beint í frásögu
færandi'fyrir okkur íslendinga nema
fyrir þær sakir að veitingastjórinn
er íslensk stúlka, Eirný Ósk Sigurð-
ardóttir að nafni, aðeins 21 árs göm-
ul og svo til nýútskrifuð í hótel- og
veitingafræðum.
Kom á óvart
„Það má eiginlega segja að ég
hafi fengið þetta starf óvart, þar
sem að ég sótti aðeins um almennt
þjónustustarf. Þegar ég svo fékk
starfslýsingu í hendur og sá til
hvers var ætlast af mér, kom hið
rétta í ljós. Mér var sem sagt ætl-
að að bera ábyrgð sem veitinga-
stjóri og hafa umsjón með matsaln-
um, sem tekur um 40 manns í
sæti við ellefu borð,“ segir Eimý
Ósk í samtali við Daglegt líf.
„Þetta er fremur lítill og óform-
legur veitingastaður, sem býður
góðan mat og þjónustu án þess
að vera með neina smá-
munasemi, þ.e.a.s.
brauð, smjör, salt- og
piparstaukar eru ekki
teknir af borðum milli
rétta eins og á mörgum
öðrum fínum stöðum.
Þó að þjónað sé til borðs
stöndum við ekki við
borðin og hellum í
vínglösin á fimm mín-
útna fresti. Við höfum
franskan heimilislegan
sveitamat, sem við setj-
um í fínan búning, en
því miður eru enn ekki
grænmetisréttir í boði
enn sem komið er. Ég
stefni að því að setja a.m.k. einum
grænmetisrétti á matseðilinn áður
en yfír lýkur,“ segir veitingastjór-
inn, sem jafnframt er grænmetis-
æta, þegar ég spyr hvers konar
veitingastaður Le Marché Noireða
„Svarti markaðurinn,“ sé. Þess
má geta að reykingar eru bannað-
ar í borðsal, en leyfðar á bar, sem
einnig er að finna innan veggja
veitingastaðarins.
Styttl sér leið
Eimý Ósk útskrifaðist með BA-
próf í október í fyrra eftir 3ja ára
nám í Queen Margaret-skólanum í
Edinborg. Að sögn Eimýjar var nám-
ið mjög fjölbreytt. Það skiptist í hót-
elrekstur og ferðaþjónustu og var
mikil áhersla lögð á japönsku þar sem
Japanir eru fjölmennastir ferða-
manna í Skotlandi.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Eimý
Ósk það kortlagt í huga sér hvað hún
vilji gera í nánustu framtíð. Hún ætl-
ar sér svo sannarlega að vera viðloð-
andi veitingabransann áfram enda
segir hún það eina sem hún hafi gert
um ævina. „Eg byijaði að vinna á
Hótel Eddu, Laugarvatni, 11 ára.
Skrópaði svo í grunnskólaprófi til að
fara að vinna á hóteli í Noregi sumar-
langt enda vora alls kyns kennara-
verkföll í gangi. Ég byijaði í MK, en
■fannst nær óhugsandi að eyða næstu
fjórum ámm í stúdentspróf svo ég
„Aspas
strudel"
grænmetis-
ætunnar
ÞAR SEM að Ámý Ósk hefur
lifað mestmegnis á grænmet-
isfæði á undanfömum ámm og
hefur í hyggju að opna veitinga-
stað fyrir grænmetisætur í ná-
inni framtíð lét hún Daglegu
lífi í té eina af uppskriftum sín-
um. Réttinn kallar hún „Aspas
stmdel“, en hann má bera fram
með uppáhaldssósunni, t.d.
holiandaise- eða paprikusósu.
2 stórir laukar, smótt saxaðir
175 g smjör
100 g heilhveiti-brauðmylsna
200 g filódeig (um 8 blóð)
4 msk. söxuð persiljo
aspas eftir smekk
solt og pipar
sesamfrse
Aflar sér reynslu
Fyrir utan Svarta markaðinn, þar
sem hún hóf störf í júlí í sumar,
hefur hún unnið á nokkrum öðram
veitingastöðum í Edinborg, þar á
meðal á veitingahúsinu Vintners
Rooms, sem hefur getið sér góðan
orðstír víða. Húsið er í miðaldastíl
enda frá 11. öld og matsalimir tveir
lýstir upp með kertaljósum. Til gam-
ans má geta þess að þar hélt leikar-
inn Sean Connery upp á fimmtugsaf-
mælið sitt fyrir skömmu og var Eirný
Ósk þá í starfsliðinu. „Það sem ég
er að reyna núna er að vinna við
bestu staðina hér í Edinborg. Ég hef
fullan hug á að flytja mig til Lund-
úna, vonandi næsta sumar, þar sem
er að finna bestu veitingahúsin og
ef maður hefur einu sinni unnið á
viðurkenndum stað er manni borgið
hvar sem er í þessum bransa."
— En hvemig stendur á því að
21 árs stúlka frá Islandi er komin í
stöðu veitingastjóra í Edinborg?
„Það er rétt að ég er mjög ung
að ámm, en ég hef líka verið að vinna
frá unga aldri. Ég held að þetta hafi
ekkert með aldur að gera, heldur
miklu fremur hvemig persóna maður
er, hvemig framkomu maður hefur
og hvemig maður leysir úr vandamái-
Stillið ofninn á 200 gráðu
hita. Hitið laukinn í 25 grömm-
um af smjöri í um það bil tíu
mínútur án þess að brúna hann.
Bræðið 50 grömm af smjöri á
annarri pönnu og steikið brauð-
mylsnuna þangað til hún verður
stökk. Gerið deigið klárt. Legg-
ið eitt blað niður og penslið með
bræddu smjöri. Leggið aðra
plötu ofan á o.s.frv. Smyijið
síðan laukinn ofan á deigið án
þess að láta hann fara alveg út
á endana. Látið aspas ofan á
laukinn og stráið persiljunni og
brauðinu ofan á. Rúllið deiginu
upp og setjið rúlluna á hvolf á
bökunarplötu. Penslið með
bræddu smjöri og stráið ses-
amfræum ofan á. Bakið í 40
mín. þangað til rúllan er orðin
gulbrún og stökk. ■
hætti eftir nokkra mánuði og settist
niður til að hugsa það mál til enda
hvað ég gæti gert. Tvennt kom til
greina; óperusöngur, sem ég hafði
verið að læra á 4. ár og hótelfræði,
sem varð ofan á. Ég fór út til Edin-
borgar, settist á skólabekk og útskrif-
aðist tvítug eða á þeim aldri sem
aðrir krakkar em að ljúka stúdents-
prófí hér heima.“
EIRNÝ Ósk Sigurðardóttir
stefnir að því að opna eigin
veitingastað.
um, sem upp koma — hvort maður
geri það á ábyrgan hátt eða ekki.“
Ábyrgð skiptir máli
Eimý Ósk segist vera ólofuð, hafí
engan tíma í karlmenn enda hafi hún
ekki tekið sér frí í tvö ár. Þegar við-
talið fór fram var hún þó á leið í frí
og hún hlakkaði augljóslega mikið
til, en ferðinni var heitið til Lesotho
í S-Afríku í þijár vikur.
Eimý Ósk segist vilja bera ábyrgð,
að öðmm kosti finnist henni tímanum
varið til einskis. „Ég geri mér fulla
grein fyrir metnaðargimd minni og
takmarkið er að opna eigin veitinga-
stað. Þar verður fyrst og fremst boð-
ið upp á góða grænmetisrétti og svo
auðvitað físk og kjöt.“
Ungi veitingastjórinn hefur engin
áform um að flytja heim, segist ekki
passa inn í íslenskt samfélag. „Ég
er ekki lengur á sömu bylgjulengd
og fólkið heima enda hef ég eytt
stómm hluta ævinnar á erlendri
gmndu. í 10 ár átti ég heima í Afr-
íku, þar sem pabbi minn var í þróun-
arstarfi. Mér líður best undir álagi.
Ég vil fá almennileg laun til að geta
lifað vel og notið Iífsins til fullnustu
samkvæmt mínum eigin formerkj-
um.“ É
Jóhanna Ingvarsdóttir
1+
AFORNUM SLOÐUM
MEfl MINNING-
UMOG
VASSELI í DÍAFANI
BÁTURINN hefur lagst að bryggj-
unni í Díafani. Ferðamenn frá Piga-
dia hópast að rútu sem erfiðar síðan
upp í fjallaþorpið Olymbos. En hing-
að er ferð minni heitið og ég sest
á nýmóðins veitingastað sem heitir
Mayflower og er á móti Demó-
kratíska kaffinu upp af fjörukamb-
inum. Á Mayflower era hvítir alþjóð-
legir plaststólar og matseðillinn er
á ensku. Að sinni bíð ég með að
tylla mér á kollana á gamla kaff-
inu. Hér hefur allt sinn tíma.
Húsfreyjan á Mayflower talar
með fláum amrískum hreim. Hún
er forfrömuð manneskja og segist
hafa búið í Bandaríkjunum í nokkur
ár. Hún horfir vonglöð á skjóðuna
mína og trúir mér fyrir því að hún
leigi sem sé út herbergi yfir veit-
ingastofunni. Öll þægindi, klósett,
vaskur og sturta. Þessa daga var
ég eini gesturinn. Það vora svalir
umhverfis húsið og gott útsýni yfir
þorpið. Frúin setti upp 2.000 drökm-
ur. „Ha,“ sagði ég og hún lækkaði
hún verðið snarlega í 1.500. Það era
um 500 krónur og ég hváði af því
mér þótti verðið lágt og ætlaði ekki
að prútta.
Það hafði farist fyrir að skipta á
rúminu og loftviftan var í ólagi. Að
öðra leyti var allt í þessu fína.
Seinna hitti ég ýmsa sem höfðu
hreiðrað um sig í Díafani um tíma,
sumir höfðu hús á leigu og verðið
hafði ekki hækkað að ráði síðan ég
var hér haustið 1966.
Þegar ég hafði tint tísjört og
tannbursta og dagbókina upp úr
skjóðunni væri ráð að líta í kringum
sig. Ég trítlaði þennan stutta spöl
eftir aðalgötunni; hana vora konurn-
ar að malbika fyrir 28 áram og
hefur verið látið þar við sitja. Vass-
ili blandaði í dúnka og bæjarstjórinn
Mister Nikk sat á Demókratíska
kaffinu og gaf fyrirskipanir. Kon-
urnar lyftu dúnkunum upp á axlir
og þrömmuðu þessi fáu skref, sturt-
uðu úr þeim þegar Fúlla æpti stopp
og svo slétti hún úr með garðhrífu.
Ég lít í kringum mig; húsin kúra
hvert við annað, var allt svona lítið
þá? Og svona hljótt? Meira að segja
kettimir hafa forðað sér úr sólinni.
Hvergi sjást krakkar, kannski eru
þeir í skólanum eða heima að leggja
sig. Engar rokur heyrast í litlum
asna sem bíður eftir að vera sóttur,
teymdur upp í skóg að ná í körfur
af olívum eða eldiviðarhlass. Það
er enginn asni í steinahrúgunni við
enda götunnar af skiljanlegum
ástæðum; þar er engin steinahrúga.
Þegar ég geng hjá Demókratíska
kaffinu sé ég að verkaskiptingin
hefur ekki breyst, karlarnir sitja og
drekka grískt kaffi og vatn og ræða
landsins gagn og nauðsynjar. Þeir
hefðu þess vegna getað verið þeir
sömu og fyrir löngu, sköllótti toll-
vörðurinn, ungi maðurinn frá Amer-
íku að heimsækja móður sína, Man-
óli skipstjóri milli ferða frá Díafani
til Pigadía og skræki presturinn.
Ég veit að ekki tjóar að skima eftir
Vassili á kaffihúsinu; ef ég þekki
hann rétt er hann enn einn fárra
karla í þessu þorpi sem tekur til
hendinni. Ég sé ekki betur en gamla
konan sem ber mönnum kaffið sé
sama írenan- eða kanhski dóttir
hennar.
Ég finn húsið okkar og það virð-
ist eyðilegt og hurðin er læst. Ljós-
græn málningin flögnuð af. Mig
minnir það hafi líka verið ljósgrænt
haustið 1966. Ég skima í kringum
mig, enginn sér til mín svo ég opna
hlerana á svefnherberginu og gæg-
ist inn. Inni eru þijú rúm, lítið borð
og tveir kollar. Hér hefur enginn
komið lengi.
I húsinu á móti bjuggu þijár syst-
ur, Fúlia var þeirra fyrirferðarmest,
hún talaði linnulaust og sagði okkur
reglulega frá unnustanum sem hafði
svikið hana. Mynd af unnustanum
hékk á besta stað í stofunni. Allt
er harðlokað og þögult. Seinna var
mér sagt að Fúlla hefði dáið í fyrra
Rándýr sijór
ISviss
ÞAÐ vita allir að það er dýrt
að ferðast í Sviss en húsverð-
inum í Hömlihiitte fyrir ofan
Zermatt tókst þó að ganga
fram af þremur Spánveijum
sem fóru þangað upp eftir í
haust. Þeim fannst ölkeldu-
vatnið sem er selt í skálanum
of dýrt og fylltu því hitabrús-
ana sína með snjó.
Húsvörðurinn gerði sér þá
lítið fyrir og rukkaði þá um
3,50 franka, 180 krónur, fyr-
ir vatnið. Hann sagði að
snjórinn fyrir utan skálann
tilheyrði skálanum og þeir
yrðu að borga fyrir hann.
Spánveijamir neítuðu. Hús-
vörðurinn brást þá hinn versti
við og hótaði að hringja í lög-
regluna og láta sækja þá með
þyrlu og vísa þeim úr landi
umsvifalaust. ■
Pönnukökukeppni
í 540 ár
ELSTA pönnukökuhátíð í heimi hef-
ur verið haldin á Englandi í 539 ár.
í tilefni af 540. keppninni verður
þess minnst með stórmiklum hátíðar-
höldum í febrúar nk.
Keppnin er í Olney í Bucking-
hamshire sem er um 70 km norð-
vestur af London. Þátttakendur eru
allir klæddir skrautlegum þjóðbún-
ingum og hvers konar seremoníur
era viðhafðar. Ekki er ljóst hversu
margir keppendur verða en þeir
verða að uppfylla ýms ströng skil-
yrði og eiga að baki sigur í pönnu-
kökubakstri. ■