Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER1994 B 11 FERÐALÖG Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir EIN stærsta jólajata heims er í Steyr í Austurríki. GAMALL strætisvagn flytur ferðalanga á milli staða í Steyr á aðventunni. Ég hélt að vagninn kæmist ekki á leið- arenda en hann komst þótt hægt og hikstandi færi. VÉLKNÚNAR brúður frá þvi um aldamót fara kringum jólajötuna við orgelundirleik í Christkindl. Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir Hðtelherbergjum fækkar í Hong Kong ÞÓ AÐ hótelnýting í Hong Kong hafi stóraukist sl. ár og öll sólar- merki bendi til að eftirspurn vaxi enn vegna aukins ferðamanna- straums hafa þó nokkur hótel hætt rekstri upp á síðkastið. Ástæðan er sú að hagnaðarvon er langtum meiri í skrifstofuhúsnæði en hótel- um. Þetta kemur fram í síðasta blaði Far Eastern Economic Review sem er gefið út í Hong Kong. Þeir sem starfa í hótelrekstri og ferðaþjónustu hafa hinar mestu áhyggjur af þessu og telja að það geti leitt til að Hong Kong missi af lestinni og ferðamenn leiti meira til Singapore og Bangkok og jafn- vel Tókíó þar sem hótelverð hefur lítið hækkað síðuðustu tvö ár. Samkvæmt tölum eru 70% gesta til Hong Kong almennir ferðamenn, að því er Amy Chan forstöðumaður ferðamálaráðsins segir. Hún og fleiri í ferðaþjónustu segja að víst geti menn náð skjótari gróða með því að taka hótel undir skrifstofur en þegar sé litið til lengri tíma sé þessi þróun alvarleg. Á árinu 1994 hafa um fimm hótel með samtals 1.250 herbergjum hætt rekstri og tvö til viðbótar munu loka upp úr áramótunum. Það þykir tíðindum sæta að fyrir- hugað er að loka Hilton-hótelinu sem hefur verið starfrækt í 31 ár og er mjög svo miðsvæðis. Eigandi byggingarinnar kveðst ætla að breyta því í skrifstofuhúsnæði en ef til vill verði nokkrar hæðir notað- ar sem hótel. Ferðamönnum hefur fjölgað í Hong Kong frá 4-7% síð- ustu ár og er reiknað með að árið 2000 komi þangað 13 milljónir. Hótelnýting er með því hæsta sem gerist í þessum heimshluta eða allt að 90%. ■ PIA með grfiða PAKISTAN International Airways sýndi hagnað á síðasta Qárhagsári sem er miðað við 30. júní ár hvert. Á nýafstöðnum aðalfundi þess kom í ljós að hagnaður varð 19,1 milljón sterlingspunda i stað 6 milljóna punda árið á undan. Nýting flug- sæta hefur batnað og vöruflutning- ar hafa aukist að því er kemur fram í ársskýrslu félagsins. ■ AÐ STANDA upp - það er erfitt. Samvinna N-íra og Eng- lendinga í ferðaþjónustu það væri ekkert gaman á snjó- bretti ef enginn tæki eftir manni. Klæðaburðurinn bendir til að það gæti verið rétt. Hfaö á foreldrana? Ungir krakkar laðast að skíða- brettunum af því að þau eru eitt- hvað nýtt, kaldir karlar renna sér á þeim en margir foreldrar eru á báðum áttum eða eru neikvæðir og vilja að börnin renni sér á skíð- um með sér. Ég hef sannreynt að fólk á besta aldri getur líka lært á bretti. Það tekur reyndar á taug- arnar að fara aftur í barnabrekk- una, að labba upp eins og með sleða í gamla daga og vera á hausnum alla leiðina niður. En jafnvægið næst á endanum og það má búast við framförum með æf- ingu og þolinmæði. Það er svo annað mál hvort börnin vilja renna sér á bretti með mömmu og pabba. Foreldrarnir gætu þótt stórskrítnir að hafa lagt þessa nýju íþrótt fyrir sig — það gæti farið svo að börnin neituðu að láta sjá sig með þeim og heirnt- uðu að fara á skíði! ■ Anna Bjarnadóttir FERÐAMÁLARÁÐ Englands og Norður-írlands hafa gert samning þar sem kveður á um samvinnu í ferðamálum og er þetta í fyrsta skipti sem þeir taka höndum sam- an hvað ferðaþjónustu varðar. Ráðherrar ferðamála sögðu að í Belfast væri andrúmsloft friðar og kyrrðar og því væru góðar lík- ur á að ferðaþjónusta stórefldist á Norður-írlandi á næstu árum og samræming og samvinna væri því æskileg. í FRÉTTABRÉFI kínversku ríkis- ferðaskrifstofunnar segir að árið 1993 hafi tæplega 400 þúsund bandarískir ferðamenn heimsótt Kína. Séu Bandaríkjamenn þar með orðnir næstfjölmennastir út- lendinga. Talið er að þegar tölur fyrir árið 1994 verði birtar komi fram að fjölgun hafi orðið allt að 15%. í fréttabréfinu segir að efna- hagskreppan í Bandaríkjunum sé nú hjá garði gengin og því ferðist þeir meira til útlanda. Þá sé það Ráðamenn á Norður-írlandi segja að ofbeldi og stríðsástand í 25 ár hafi staðið ferðaþjónustu fyrir þrifum af eðlilegum ástæðum en möguleikar N-íra á þessu s'viði væru miklir og Englendingar vildu aðstoða eftir mætti. Hjá Ferða- málaráðinu i Belfast sagði Hugh O’Neil, formaður þess, að fyrir- spurnir um ferðir þangað hefðu tvöfaldast síðan samkomulagið við IRA var gert í október og þeir hygðu nú gott til glóðarinnar. ■ einnig ferðamannaþjónustunni til framdráttar að United Airlines hafi aukið áætlunarflugferðir til Kína og loks megi geta þess að Bandaríkjamenn virðist nú vera að átta sig á því hvílíkur fjársjóður Kína sé fyrir ferðamenn. Lang- flestir Bandaríkjamenn komu í skipulögðum hópum en nokkuð var um einstaklingsferðir. Viðskipta- frömuðir og kaupsýslumenn frá Bandaríkjunum sem geri sér tíðför- ult til landsins að eiga kaup við Kínveija séu ekki meðtaldir í ofan- greindri tölu. ■ Hvað eru ✓ margir um ii sjónvarp? ™ "" ■ —-W \ Sviss 2,5 Kanada 1,6 Bandarikin " 1,2 Ástralía 2,1 Japan 1,6 Hong Kong 3,6 Þýskaland 2,6 Bretland 2,3 S-Kórea 4,8 Rússland 2,7 Tyrkland 5,7 S-Afríka 9,5 Mexico 7,2 Brasilía 4,7 Fijieviar 71,4 Egyptaland /1 9,2 íran / / 14,3 Thailand < / t P / 8,9 Mongólía / 24,4 Kenýa / \/ A 1 111,1 Pakistan/ / / 59 Kína / j// 59 Indónesía 16,7 Nígería 31,3 Nepal 500 Afganistan 125 Víetnam 25,6 Bangladesh 200 Búrma 500 Heimild: Asiaweek 30. mars 1994. Bandariskir ferðanenn til Kína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.