Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER1994 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg DÓRA Hvanndal, kennari og bókaútgefandi, heillaðist mjög af þeim barnabókum, sem hún kynntist á meðan hún var að kynna sér barnabókmenntir og lestrarkennslu í Cambridge. Barnabækur verða að hafa boðskap Hagleiksmaður með blóm, málma, tré og leir SVEINN smíðar minnstu gripina, lampa, kertasljaka o.fl., í versluninni. Morgunbl aðið/Þorkel 1 HANNA eiskar górillur. Hún þráir öliu framar að fá að sjá alvöru gór- illu í dýragarðinum en pabbi hennar er ávallt of önnum kafinn til að fara með henni. Kvöldið fyrir afmælis- daginn hennar gefur hann henni leikfangagórillu og hún fyllist von- brigðum. En er litla górillan bara leikfang? Um nóttina gerist dálítið undursamlegt og Hanna á einhvem þann skemmtilegasta afmælisdag sem hún hefur nokkru sinni upplifað. Þetta er söguþráður Górillunnar, sem er margverðlaunuð saga eftir breska höfundinn Anthony Browne í íslenskri þýðingu Dóru Hvanndal, sem rekur litla barnabókaútgáfu í bílskúr í austurbænum undir nafninu HIMBRIMI. Dóra hefur það á stefnuskránni sem stendur að gefa út að minnsta kosti eina bók á ári þótt hún geri sér ákveðnar vonir um að útgáfan verði einhvem tímann enn umfangsmeiri. Af nógu sé að taka. „Ég hef safnað saman mörgum metnaðarfullum enskum bamabók- um, sem liggja á borði í bílskúrnum og bíða þýðingar. Þetta eru allt bækur eftir valinkunna og vinsæla barnabókahöfunda sem gefnar hafa verið út aftur og aftur. Mér finnst þessar bækur eiga fullt erindi við íslenska æsku. Þetta eru jafnframt allt bækur með boðskap, en því miður finnst mér oft og tíðum skorta á metnað við vinnslu á efni, sem ætlað er börnum hér. Börn eru mjög kröfuhörð og þau eru fljót að finna hvort þeim líka hlutirnir eða ekki. Það skiptir líka miklu máli að foreldrarnir lesi með börnum sínum því börn læra best og mest með því að vera með einhveijum, sem er vel læs.“ Heillaðist mjög Dóra er kennari að mennt og hafði kennt á unglingastigi í ein tíu ár þegar hún fyrir tilviljun þurfti að taka að sér forfallakennslu 6 og 7 ára bama. Hún segist hafa heillast af þessum aldurshóp og farið að hugsa af alvöru um barnabókmennt- ir. „Síðan gerist það að ég fer til Cambridge í framhaldsnám 1990- 1991 til að kynna mér bókmenntir og aðferðir við lestrarkennslu. Þá hreifst ég mjög af því efni, sem kynnt var. Þegar ég kom heim fór ég að kenna ungum börnum í Hlíðar- skóla, sem var kveikjan að því að gefa út þetta efni, sem ég hafði kynnst úti.“ í fyrstu atrennu, árið 1992, gaf Dóra út Snjókariinn eftir breska listamanninn Raymond Briggs. Bók- in segir frá því hvernig snjókarl vaknar til lífsins á undraverðan hátt og lendir í ævintýrum með dreng nokkmm. Annars vegar er mynda- saga án orða sem segir nákvæma sögu um leið og myndirnar eru „lesn- ar“ hvort sem barn segir söguna eða því er sögð sagan. Að mati Dóru er myndmál ekki síður mikilvægt til að örva málþroska barna en lesmál. Siðan er styttri gerð af Snjókarlinum unnin upp úr myndasögunni með einföldum texta. Sama ár gaf Dóra út litskrúðugt stafrófs-veggspjald í stærðinni 70X95 sem skólar hafa falast eftir í þó nokkrum mæli. Það sýnir stafrófið ailt, stóran og lítinn staf ásamt táknmynd. Prentað er báðum megin á veggspjaldið og seg- ir Dóra að það eigi ekki síður heima í bamaherbergi en skólastofu. Öðru megin er grunnskriftin en hinum megin eru stafirnir með tengikrók. Myndirnar, sem höfða sterkt til barna, eru eftir Hrafnhildi Bern- harðsdóttur. í fyrra sendi Himbrimi svo frá sér bók og hljóðsnældu um Myrkfælnu ugluna eftir Jill Tomlinson. Þar seg- ir frá Una, sem er eins og hver ann- ar ugluungi nema að hann er myrk- fælinn. Foreldrar hans reyna eftir mætti að sannfæra hann um ágæti myrkursins, en ekkert dugir. Loks kemur að því að móðir hans ýtir honum úr hreiðrinu og sendir hann til að spyija fólk hvað því finnist um myrkrið og Uni er meira en lítið undrandi á svörunum, sem hann fær. Eins og áður segir er Górillan framlag Himbrima í ár og er Dóra nú þegar byijuð á að þýða næstu bók, sem væntanlega kemur út á árinu 1995. Hún vildi þó eiga leynd- armálið fýrir sjálfa sig í bili. „Stóri galdurinn við það að læra að lesa er það þegar barn áttar sig á því að einhver er að segja því sögu og að sagan geymist endalaust í bók- inni,“ segir Dóra að lokum. ■ í FLJÓTU bragði virðist peninga- kassinn eini hluturinn sem minnir á nútímann í verslun og vinnustof- unni „Atelier“ í Hlaðvarpanum. Jafnvel yfirbragð eigandans, Sveins Markússonar, minnir á gamla tíma. Milli þess sem hann sinnir viðskiptavinum dundar hann við blómin sín, handleikur málma, járn, kopar og stál, af natni eins og hann hafi allan tímann í heimin- um fyrir sér. JP Hann er eilítið hippalegur á m að líta og fellur vel inn í 2 umhverfið í versluninni, sem mm hann opnaði fyrir skemmstu * tæPleKa aldargömlu húsi. Húsnæðið kappkostaði hann að færa í. upprunalegt horf, smíðaði innréttingar og reif upp tíu lög af gólfdúkum þar til hann kom niður að grófum tréflísum, sem hann pússaði og lakkaði. „Milli laganna kenndi ýmissa grasa, peningar frá 1926 og alls konar miðar, sem minntu á sögu hússins. Það tók mig sex vikur að gera húsnæðið upp. Ég reyndi að ná fram ákveðinni stemningu, mjúku og vinalegu umhverfi, þar sem fólki liði vel. Fyrirmyndina sótti ég í smiðju Tage Andersens, en hann er þekktasti blómaskreyt- ingarmaður í Kaupmannahöfn og hagur á jám og tré. Sumir segja að hann hafi innleitt nýja jámöld, því uppúr 1980 urðu járngripir eftir hann eftirsótt tískuvara.“ Sveinn vann hjá Tage i íjögur ár og segist hafa orðið fyrir mikl- um áhrifum frá listamanninum, sem er lærður kökugerðar- og garðyrkjumaður. Sjálfur er Sveinn gluggaskreytingarmaður að mennt, en hefur unnið jöfnum höndum sem blómaskreytingar- maður, innréttingahönnuður og jám- og trésmiður í fjöldamörg ár víða á Norðurlöndunum. Járnsmiður í fjórða llð „Ég er raunar alinn upp í jám- smiðju, kominn af járnsmiðum í fjórða ættlið. Sem krakki hafði ég óskaplega gaman af að dútla í járn- smiðju föður míns. Hér vinn ég ýmsa smáhluti, en er með aðstöðu á verkstæði til að smíða stærri gripi; borð, stóla og hillur. Ég blanda oft saman ýmsum málmum, tré, blómum og leir. Fegurð ellinn- ar heillar mig og ég reyni að ná fram gömlu útliti en notast jafn- framt við vinnuaðferðir sem nú- tímatækni býður upp á.“ Sveinn á ekki von á að verslunin skili umtalsverðum arði. Samt segir hann allmarga taka fagurt hand- verk fram yfir verksmiðjufram- leidda vöru þótt dýrara sé. „íslend- ingar leggja mikla áherslu á að búa JI Skreyting ætti að vera einföld ogjólaleg ÞAÐ þarf ekki að kosta miklu til í kertaskreytingu fyrir jólin. Það er alveg nóg að setja kerti í mis- munandi stjaka eða potta, binda fallega slaufu og nota síðan köngla eða annað sem til er á heimilinu. Hér eru það hvít kerti og köngi- ar, laufblöð og pottar sem búið er að gylla sem notað er í jólaskreyt- ingu. ■ Hýasintan á rætur að rekja til grískrar goðafræði JÓLAHÝASINTUR eru venjulegar hýasintur, sem hafa fengið sérstaka meðferð til að hægt sé að fá þær til að blómgast innanhúss í skammdeginu. Best er að vera búinn að planta þeim í ílát með sandblandaðri mold í þriðju viku september og hafa pottana við 9 gráðu hita þar til þær hafa fyllt pottana með rótum og skotið upp um það bil 2 cm háum spírum. Þegar laukamir eru teknir í yl milli 1.-22. desember er æskilegt að hafa stofuhitann 23 gráður, en þegar þeir eru teknir inn milli 26. desember og 16. janúar er 18 gráðu stofuhiti æskilegur. Góð lýsing eða full dagsbirta stuðlar að sterkari blómlitum. Til þess að forvitnast eilítið um sögu hýasintunnar, sem eflaust er hluti af jóiaskreytingu á mörgrum heimiL um, leituðum við til blómasérfræðinga Blómavals. í grísku goðafræðinni er sagt frá því að goðið Apollón hafí óvart banað drengnum Hyakintosi með kringlu- kasti. Hetjan Apollón varð harmi sleginn og iðraðist sárt. Þar sem tár hins frækna goðs og blóð hins sak- lausa sveins blönduðust á jörðinnu uxu upp þessi yndis- friðu og ilmsætu blóm. Þau hafa alla tíð síðan borið nafn Hyakintosar og varla hægt að segja annað en að fáir sveinar hafi hlotið jafn varanlegan minnisvarða og þessi piltur. Ilmur og unaður Þeofrastos frá Lesbos getur um hýasintur í ritum sínuin þijú hundruð árum fyrir Kristsburð. Vitað er að Rómveijar hinir fornu ræktuðu hýasintur til ilms og unaðar. Eitthvað var um það fram eftir öldum að hýasintur slæddust með í klausturgarða víða um Evr- ópu, en þeirra er þar að litlu getið fyrr en Clusius skrifar um þær um 1560. í grasagarðinum í Leiden í Hollandi eru 35 afbrigði á skrá árið 1686. Á okkar tímum skipta ræktunarafbrigðin hundruðum, en af þeim eru aðeins um tuttugu til þijátíu sem máli skipta á markaðinum. Jólahýasintan, umfram aðrar, heitir Anna Marie og er bleik. En hin bláa Ostara og hin JÓLAHÝASINTA er bleik og ber nafnið Anna Marie. hvíta Carnegie skreyta líka jólaborð okkar af og til. Hýasintan er laukjurt og vorblóm í görðunum okk- ar. Eins og gefur að skilja er hún ekki neinn „hitafík- ill“ og blómin standa lengst þar sem hitinn er ekki hár. Hún getur samt staðið inni í stofu um jólin, þótt dimmt sé úti og híbýlaylur sé í efri kantinum fyrir hana. Hún er kærkomin kveðja og loforð um að senn hækki sól á lofti. Innanhúss þarf að sjá til þess að hýasintan fái vatn og eins mikla birtu og hægt er. Verði því við komið lengir það blómgunartímann að láta hýasintuskreyting- ar standa á svölum stað. Sjaldan er þess þó kostur í mannabústöðum nútímahs, gamla matarbúrið heyrir sögunni til og þær eru of fyrirferðarmiklar til að stinga þeim í ísskápinn á næturna. Það gerir ekkert til, hýas- inturnar skila sínu samt, bara á skemmri tíma. Þegar hýasintur hafa blómstrað út þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af þeim. Þær fara einfaldlega á safnhauginn. ji

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.