Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Landsbanki býð- ur gengisbundin skammtímabréf LANDSBANKI íslands hefur haf- ið sölu á nýrri tegund skammtíma- skuldabréfa með gengisviðmiðun. í fyrstu verða boðin fram skulda- bréf til þriggja mánaða með við- miðun við gengi bandaríkjadollars annars vegar og gengi ECU hins vegar. Til að halda peningum í landinu Kjör skuldabréfanna munu taka mið af svonefndum þriggja mán- aða libid-vöxtum viðkomandi mynta. Miðað við stöðu markaða að morgni 3. janúar hefðu þriggja mánaða skuldabréf Landsbankans með gengisviðun við bandaríkja- dollar borið 6,2% ávöxtun og þriggja mánaða skuldabréf með gengismiðun við ECU borið 6,05% ávöxtun. Bréfín verða gefin út í tveggja milljóna einingum hið smæsta og verða í sölu hjá Lands- bréfum. Með sölu bréfanna hyggst Landsbankinn koma til móts við óskir stórra fjárfesta sem frá ára- mótum geta ávaxtað fé á erlendum skammtímamarkaði. „Það er aug- ljóst að afnám síðustu takmarkana á erlendum viðskiptum mun í ein- hverjum mæli beina fjárfestum beint til útlanda. Við viljum halda þessum peningum í landinu og höfum tæki til að ávaxta þá með einfaldari hætti en aðrir á móti þessu,“ sagði Ólafur Örn Ingólfs- son, forstöðumaður fjárreiðudeild- ar Landsbankans, í samtali við Morgunblaðið. Ivið lakari kjör en fjárfestum býðst Ólafur sagði að þetta væru ívið lakari kjör en fjárfestum byðust erlendis á sambærilegum bréfum, en þá væri eftir að taka tillit til kostnaðar við viðskiptin. „Ég tel að þetta sé hagstæðara fyrir fjár- festa þegar upp verður staðið.“ VIÐSKIPTI Fyrirtæki íslandsbanki Hampiðjan Olíuverslun íslands Hlutabréfasjóiðurinn hf. Fiugleiðir Skagstrendingur Eimskip Þormóður rammi Grandi ísl. hlutabréfasjóðurinn Auðlind Skeljungur Olíufélagið Marel KEA Sæplast Hlutabréfasjóður VÍB Síldarvinnslan Útgerðarf. Akureyringa Jarðboranir Haraldur Böðvarsson Lokagengi 1993 1994 Arður á árínu Ávöxtun alls árið 1994 -33,5% Fyrirtæki á Verðbréfaþingi Áxöxtun skráðra hlutabréfa á árinu 1994 UPPLÝSINGAR um heildarmarkaðsverðmæti hlutabréfa í árslok liggja ekki fyrir enn, en samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka íslands hækkaði markaðsverðmæti hlutabréfa úr 35.818 millj.kr. í nóvember 1993 í 41.967 millj.kr. í nóv. 1994. í þessum tölum eru hlutabréf skráð á Verðbréfaþingi íslands auk hlutabréfa utan Verðbréfaþings sem metin eru af markaði. Heimild: Landsbréf hf. Miðað er við lokagengi útgefið af Verðbréfaþingi íslands. Gengisbreytingar hlutabréfa eru reiknaðar að teknu tilliti til útgefinnar jöfnunar á árinu. Til að reikna ávöxtun hlutabréfa er að auki bætt við útgreiddum arði á árinu í hlutfalli við markaðsverð í ársbyrjun. Eimskip flyturyfir millj. tonn EIMSKIP flutti á sl. ári 1.018 þús- und tonn og er þetta í fyrsta sinn sem flutningar fara yfir eina milljón tonna. Umtalsverð aukning varð á flutningum með áætlunarskipum Eimskips í inn- og útflutningi til og frá landinu. Þessir flutningar jukust úr 500 þúsund tonnum í 575 þúsund tonn eða um 15%. Mest aukning hefur orðið í útflutningi m.a. á sjávarafurðum. Flutningar milli erlendra hafna jukust verulega eða um 23% og voru samtals nær 100 þúsund tonn á árinu. Flutningar með stórflutn- ingaskipum í inn- og útflutningi hafa hins vegar dregist saman um 16%. Árið 1994 voru starfsmenn fé- lagsins um 780, þar af 180 erlend- is. Fjölgaði þeim úr 746 frá árinu 1993. Þessi fjölgun átti sér stað á starfsstöðvum Eimskips erlendis enda jókst velta erlendu starfsem- innar um 12%. Félagið rekur nú 14 skrifstofur erlendis í tíu löndum í Evrópu og Norður-Ameríku. Eimskip rekur tíu skip, 8 í áætl- unarflutningum en 2 í stórflutning- um, öll með íslenskum áhöfnum. Þrír flokk- ar atvinnu- leyfa NÚ UM áramótin tóku gildi ný lög um atvinnuréttindi útlendinga sem gilda um alla útlendinga nema þegna ríkja Evrópska efnahags- svæðisins (EES). Ein helsta breyt- ingin er að greint er á milli þriggja tegunda atvinnuleyfa og ákvæði um undanþágur eru rýmkuð. Flokkamir em: tímabundið at- vinnuleyfi sem veitt er atvinnurek- anda til að ráða útlending í tilgreint starf um tiltekinn tíma; óbundið atvinnuleyfi sem veitt er útlendingi til að vinna á íslandi; og atvinnu- rekstrarleyfi til að vinna sjálfstætt eða starfrækja fyrirtæki. Erlendir námsmenn í íslenskum skólum þurfa nú atvinnuleyfi og sérstakt leyfi þarf til að ráða „au-pair“. Varanlegar undanþágur fá borg- arar EES-ríkja og starfsmenn sendiráða, en felld er niður skylda til að sækja um atvinnuleyfí fyrir ýmsa sem vinna fjórar vikur eða skemur hér á landi. í þeim hópi em vísindamenn og fyrirlesarar, flesdr listamenn, blaðamenn, íþróttaþjálf- arar, ökumenn fyrir erlenda ferða- menn og sérhæfðir starfsmenn og ráðgjafar sem vinna að uppsetn- ingu, eftirliti eða viðgerð tækja. -----4--------- Framkvæmda- sijóraskipti hjá Icecon PÉTUR Einarsson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Icecon, dótt- urfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, frá áramótum. Pétur hefur undanfarin ár verið sölustjóri Icelandic France, sölu- og markaðsfyrirtækis SH í Frakk- iandi. Icecon hefur flutt út tækni- búnað og -þekkingu og unnið að verkefnaleit og þróunarverkefnum fyrir íslendinga erlendis. PÁLL Gíslason sem verið hefur framkvæmdastjóri Icecon mun sinna verkefnum sem SH vinnur að á alþjóðlegum vettvangi. Meðal verkefna Páls er að annast rekstur á útgerðarfyrirtækinu Goodman Shipping Ltd. en það gerir út tún- fískskip frá afrísku borginni Abidj- an á Fílabeinsströndinni. Aukin lánsfjárþörf ríkissjóðs vegna innlausnar spariskírteina Vextir gætu þokast upp á við fyrrihluta árs Morgunblaðið/Sverrir Hanna auglýsingar fyrir Intemet AUGLÝSINGASTOFAN Qlan býður viðskiptavinum sinum nú upp á hönnun auglýsinga til birtingar á alþjóðlega tölvunet- inu Internet. Mikið hefur verið spurt eftir þessarri þjónustu eftir að Qlan ákvað að auglýsa hana rétt fyrir áramótin, að sögpi Ægis Sævarssonar, fram- kvæmdastjóra. Onnur fyrirtæki hafa boðið mönnum að koma efni inn á Internetið, en Qlan er fyrst til að sameina tengingu og útlits- hönnun auglýsinga, að sögn Tómasar Jónssonar auglýsinga- teiknara og meðeiganda. Ægir sagði að þjónusta fyr- irtækisins fælist í því að bjóða íslenskum fyrirtækjum upp á sérhæfða þjónustu í hönnun gagna og tengingu upplýsinga inn á Internetið. Þeir sem helst hefðu sýnt því áhuga að auglýsa á Internet væru aðilar í útflutn- ingi og ferðaþjónustu. Nú munu á fjórða tug milljóna vera tengd- ir netinu, þar á meðal yfir 4000 íslendingar. Ægir sagði að lítil reynsla væri komin á Internetið sem auglýsingamiðil, en fyrirtækinu hefði þótt það spennandi að bæta þessarri þjónustu við. „Við höfum gífurlega trú á því að þetta muni aukast í framtíð- inni,“ sagði Ægir. Vefurinn býður upp á útilitshönnun Guðmundur Ragnar Guð- mundsson, sem sér um vefsmíði á Internetinu, sagði að með til- komu „veraldarvefsins“, World- Wide-Web, byðist upp á mynd- ræna útfærslu á Internetinu, en ekki bara einfaldan texta. Af því leiddi að gerð auglýsinga og vörukynninga á netinu væri meiri spurning um hönnun en tækni og því ætti hún frekar heima á auglýsingastofu en til dæmis tölvufyrirtæki. Qlan býður upp á auglýsinga- gerð i hefðbundnum miðlum auk Internetsins. Auk þeirra Ægis, Tómasar og Guðmundar vinnur Árni Júlíus Rögnvalds- son í grafískri hönnun hjá fyrir- tækinu. VEXTIR geta hækkað á næstunni, einkum skammtímavextir, vegna aukinnar lánsfjárþarfar ríkissjóðs á næstunni, að sögn talsmanna verð- bréfafyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við. Eins og fram kom í blað- inu í gær verður lánsfjárþörf ríkissjóðs 18-19 milljarðar króna næstu 3 mánuði og munar þar mest um fimm ára spariskírteini sem koma til innlausnar í febrúar að upphæð nærri 10 milljarðar króna. „Ég held að það sé almenn trú manna að vextir geti skotist eitt- hvað smávegis upp, á fyrstu mánuð- um ársins að minnsta kosti," sagði Brynhildur Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags- ins Skandia. Þar kæmi inn óvissa vegna kosninga og vaxtahækkanir erlendis, auk hinnar auknu lánsfjár- þarfar ríkisins á fyrstu mánuðum ársins, sem vonandi yrði minni síð- ari hluta ársins. Hún sagði að í raun hefðu lang- tímavextir hækkað á síðari hluta 1994, en skammtímavextir væru á uppleið, samanber meðalávöxtun ríkisvíxla, sem hefðu verið að þok- ast upp á við. Vextir hærri en opinbert er Brynhildur sagði að vextir á spariskírteinum ríkissjóðs væru í raun orðnir hærri en opinbert er, því það væru eiginlega engin við- skipti með þau. Þau væru skráð á Verðbréfaþingi, en lítil viðskipti væru með þau. „Það er því enginn kaupandi að spariskírteinum og það er mjög einkennilegt ástand, því spariskírteinin eru þau verðbréf á markaðnum sem ættu að vera auð- seljanlegust.“ Vaxtalækkun til langs tíma? Ríkið ræddi um að bjóða skipti- kjör'fyrir bréfin sem kæmu til inn- lausnar, en þau þyrftu væntanlega að vera betri en þau sem byðust í dag: „Þú getur keypt húsbréf fyrir ávöxtunarkröfuna 5,8% og af hvetju ættir þú þá að kaupa spari- skírteini með ávöxtunarkröfuna 5,1%,“ sagði Brynhildur. Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings sagði að öll skilyrði væru til þess að stöðugleiki í efna- hagsmálum gæti haldið og vextir jafnvel lækkuðu. Til dæmis ætti lánsfjárþörf ríkissjóðs að vera minni árið 1995 en undanfarin ár. Hins vegar væri staðan í dag sú að óvissa væri framundan í kjara- málum og kosningar framundan og síðan hefðu vextir farið hækkandi á alþjóðamarkaði. „Ríkissjóður hef- ur ekki komið fram með neinar ákveðnar hugmyndir um það hvern- ig hann ætlar að bregðast við þess- um innlausnum sem eru framundan og þess vegria má ætla að til skamms tíma verði þrýstingur á hækkun vaxta, að minnsta kosti skammtímavaxta, þó svo að það sé ekkert ennþá sem bendir til að lengri tíma vextir þyrftu að hækka," sagði Guðmundur. Festing vaxtastigs gengur ekki „Menn verða að áthuga að það er eðlilegt að vextir hreyfist, þann- ig að það fyrirkomulag sem við höfum verið að horfa á undanfarin misseri þar sem menn eru að reyna að festa niður einhver tiltekin vaxtastig eru aðgerðir sem aldrei munu ganga,“ sagði hann. „Það er alveg ljóst að menn kunna að vera að stefna gengi krónunnar í hættu ef menn halda þannig á spilunum." Þessi stefna hefði haft það í för með sér að Seðlabankinn, sem væri viðskiptavaki fyrir ýmsar tegundir ríkisverðbréfa, hefði mun minna svigrúm nú vegna þess að hann ætti of mikið af verðbréfum og hefði þar með ekki sömu getu til að bregðast við hreyfingum hér heima og væri æskilegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.