Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 8
 VIÐSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1994 Kaupfélag Árnesinga selur bílaþjónustudeildir sínar á Selfossi Bílfoss hf. yfirtekur reksturinn um áramót Morgunblaðið/Sig. Jóns. EIGENDUR Bílfoss framan við bifreiðaverskstæði KA sern fyrirtækið yfirtekur reksturinn á eftir áramót. Frá vinstri Gestur Haraldsson, Guðmundur Oskarsson, Sigurjón Reynisson, Oddur Már Gunnarsson og Viggó Sigurðsson. Selfossi, Morgunblaðið. BÍLFOSS hf. á Selfossi hefur keypt rekstur og birgðir bílaverkstæðis, varahlutaverslunar, hjólbarðaverk- stæðis og smurstöðvar Kaupfélags Ámesinga. Bílfoss yfirtók starfsem- ina um áramótin en gerður hefur verið leigusamningur á húsnæðinu við KÁ til langs tíma. Þeir 15 starfs- menn sem starfa í þessum deildum KÁ munu starfa áfram hjá Bílfossi hf. eftir áramót. Áhersla á verslun og ferðaþjónustu í tilkynningu til starfsmanna KÁ frá framkvæmdastjóra þess, Þor- steini Pálssyni, kemur meðal annars fram að rekstur bifreiðasmiðjanna hafi gengið erfiðlega undanfarin ár og að með sölu þessara deilda sé kaupfélagið að leggja megináherslu á þá þætti sem eru langstærstir í starfsemi þess. Við sölu bílaþjónustu- deildanna hafi verið lögð áhersia á ^ að starfsemi yrði áfram í húsnæðinu, röskun starfsmanna yrði sem minnst og að viðunandi kjör næðust. í til- kynningunni segir einnig að þessi sala muni ekki hafa áhrif á aðra starfsemi smiðjanna, vélsmiðju, renniverkstæði, rafmagnsverkstæði og yfirbyggingar. „Við leggjum áherslu á að gera betur í þeim rekstri þar sem við erum stærstir, í verslun- arrekstri og ferðaþjónustu, og þetta er eitt skrefíð í að framkvæma þá stefnu fyrirtækisins," sagði Þor- steinn Pálsson framkvæmdastjóri. Hann sagði að þeir sem tækju við rekstrinum ættu traust kaupfélags- stjómarinnar til að standa vörð um þessa þjónustu á svæðinu. „Þama taka saman höndum menn með þekk- ingu á rekstri og bifvélavirkjun og við óskum þeim góðs gengis," sagði Þorsteinn Pálsson. Persónuleg þjónusta Eigendur Bílfoss hf. eru Guð- mundur Óskarsson, Siguijón Reyn- isson og Gestur Haraldsson. Við yfir- töku á rekstri bílaþjónustudeilda smiðja KÁ bætast við tveir eigendur til viðbótar, Oddur Már Gunnarsson og Viggó Sigurðsson. Bílfoss hf. hefur rekið verkstæði við Gagnheiði á Selfossi en hefur strax eftir áramót rekstur bílaþjón- ustudeilda kaupfélagsins. Verkstæð- ið við Gagnheiði verður opið í einn mánuð en eftir þann tíma er reiknað með að starfsemin fari öll fram í húsnæði bílaþjónustudeilda KÁ aust- ast við Austurveg á Selfossi. Að sögn Bílfossmanna munu þeir halda áfram þeim rekstri og þjónustu sem fyrir er en nýrra leiða verði leit- að til að auka við reksturinn og bæta þjónustuframboðið við bifreiða- eigendur. Þeir kváðust sjá ýmsa möguleika til að auka við reksturinn með framboði á nýjum þjónustuþátt- um. Áfram yrði lögð áhersla á að veita viðskiptavinum persónulega þjónustu sem Bílfoss hefði lagt áherslu á hingað til. Fólk Breytingar hjá Ríkiskaupum MHÁLFDÁN Þórír Markússon verk- fræðingur tók formlega við stöðu deild- arstjóra útboðs- og innkaupadeildar Ríkiskaupa þann 1. jan. nk. af Guð- mundi Sigurþórs- syni, sem gegnt hef- ur stöðunni síðan 1967. Hálfdan prófi í byggingaverkfræði frá Háskóla íslands árið 1988 og Civil Ingeniör prófi frá DTH í Kaupmannaliöfn árið 1990. Hálfdan starfaði hjá Hagvirki hf. 1990-1992 og hóf störf hjá Ríkiskaup- um í sept. 1992. Hann er kvæntur Sóley Indriðadóttur og eiga þau fjór- ar dætur. MTRYGGVI Hafstein viðskiptafræð- ingur hefur verið ráðinn innkaupastjóri Ríkiskaupa. Tryggvi útskrifaðist frá viðskiptadeild Há- skóla Islands vorið 1990 og hóf þá störf hjá þáverandi Inn- kaupastofnun rík- isins (Ríkiskaup) sem rekstrarstjóri. Eiginkona Tryggva er Auður Bjama- dóttir viðskipta- fræðingur. MTRYGGVI Þór Ágústsson við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn umsjónarmaður rammasamningakerfis Ríkiskaupa. Tryggvi Þór útskrifaðist frá viðskiptadeild Há- skóla íslands haustið 1993. Hann starfaði síðan hjá verktakafyrirtækinu Aðli hf. á Egils- stöðum, þar til hann hóf störf hjá Ríkis- kaupum á útboðssviði í apríl 1994. SKRIFSTOFUNA? Ljósritunarpappír, tölvupappír, faxpappír, bréfabindi, plastmöppur, skrifblokkir, stílabækur, gatarar, hertarar, pennar o.m.fl. Hagstætt verS. Líttu viS og skoSaSu úrvaliS! Meö allt á hreinu ! ^ REKSTRARVÖRUR R$ RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 587 5554 -- Torgið Frjálst fjármagnsf læði Þau þáttaskil urðu nú um áramót- in að íslendingarfengu algjörlega óheftan aðgang að alþjóðafjár- magnsmörkuðum þegar síðustu takmörkunum af erlendum skammtímafjárfestingum var af- létt. íslenskir aðilar geta nú flutt fjármagn sitt úr landi að vild um lengri eða skemmri tíma og þurfa einungis að undirgangast ákveðna upplýsingaskyldu. Ekki er þó við því að búast að fjárfest verði í stórum stíl í erlendum skammtímabréfum strax í kjölfar- ið. Mjög rúmar heimildir til fjár- festinga erlendis voru fyrir hendi strax í fyrra. Þá runnu 7-8 millj- arðar úr landinu til verðbréfa- kaupa. íslendingar þekkja enn sem komið er lítið til á erlendum fjármagnsmörkuðum en væntan- lega munu fjárfestingar aukast eftir því sem þekkingin eykst. Þá ber á það að líta að raungengi er lágt um þessar mundir og kostnaður við erlend verðbréfa- viðskipti er oft mikill. Umræða mun þó örugglega fara vaxandi um erlenda fjár- magnsmarkaði, gengisstefnu stjórnvalda og mun á vöxtum hérlendis og erlendis. Hefur opn- unin á skammtímahreyfingum nú um áramótin raunar þegar beint athyglinni sérstaklega að saman- burði skammtfmavaxta í ýmsum löndum. Þannig hefur Seðlabank- inn ítrekað bent á að skammtíma- vextir hérlendis hljóti nú að taka mið af þeim breytingum sem verði erlendis frá og með þessum áramótum. Hefur bankinn t.d. hækkað ávöxtun ríkisvíxla á eftir- markaði úr um 5,4% í um 6,1% á fáum vikum. Þetta segir bank- inn stuðli að jafnvægi fjármagns- strauma til og frá landinu, eins og komið hefur fram í fréttum. Magnús Pétursson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, vék að frjálsu fjármagnsflæði til útlanda í erindi sínu á fundi hjá Landsbréfum nýlega. Þar sagði Magnús að bæði ríkið og Seðlabankinn þyrftu að búa sig undir breytingar sem yrðu um áramótin varðandi opnun fjár- magnsmarkaðarins. Síðar í erindi sínu lýsti hann áliti sínu á þeirri stöðu sem upp er komin vegna 5%-vaxtaviðmiðunar á spariskír- teinum sem ríkisstjórnin heldur sig við. „Ekki er óeðlilegt að ætla að bæði vegna óvissu um þróun vaxta á löngum bréfum ríkisins og vegna frjáls fjármagnsflæðis um næstu áramót, hafi margir fjárfestar kosið að geyma fé sitt í skammtímaverðbréfum. Seðla- bankinn stendur því frammi fyrir erfiðri spurningu um áramót. Ætlar bankinn að verja gengið eða ætlar hann að verja vextina? Af þessum sökum getur nokkur óvissa ríkt um 5% markið þar sem aðrir vextir hafa eitthvað vik- ið frá þeirri viðmiðun." í þessu samhengi hefur komið fram að 10 milljarðar í spariskír- teinum koma til innlausnar í næsta mánuði. Ríkissjóður mun leggja allt kapp að halda í þetta fé og væntanleiga freista þess að bjóða einhverja skiptiuppbót. Spurningum um gengisstefn- una íþessu samhengi erfljótsvar- að. Seðlabankinn framfylgir þeirri stefnu að halda gengi icrónunnar innan tiltekinna marka. Bankinn þarf hins vegar að hafa sveigjan- leika í skammtímavöxtum til að verja gengisstefnuna. Fyrst og fremst ríkir því óvissa um þessar mundir hversu mikið skammtíma- vextir þurfi að hækka til að tryggja jafnvægi í fjármagnsvið- skiptum íslendinga og ná mark- miðum um lánsfjáröflun ríkis- sjóðs. Varðandi langtímavextina er það sjónarmið uppi að 5% raunvextir á verðtryggðum bréf- um séu mjög háir og hærri en á ríkisskuldabréfum annarsstaðar. Slík kjör bjóðist ekki erlendis á sambærilegum bréfum og sam- keppnin sé því fyrst og fremst við önnur innlend bréf. Frelsið á þessu sviði er sannar- lega framfaraspor en virðist óneitanlega vandmeðfarið. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.