Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Skíðað innanhfiss Hilton í Sófía HILTON Int. hótelkeðjan hefur gert samninga um sitt fyrsta hótel í Búlg- aríu við þarlenda. Byggingafram- kvæmdir hefjast í maí á Sofía Hilton og reiknað er með að hótelið, sem mun hafa 300 herbergi, verði opnað eftir tvö ár, í nóvember 1996. Með þessu stórbatnar möguleikar Búlgara á að taka á móti ferða- mönnum en þar í landi hafa menn fram að þessu ekki fengið jafn stór- an skef og önnur A-Evrópulönd. ■ JAPANIR hafa leyst málið fyrir skíðamenn sem eru leiðir á að bíða eftir lyftum, nenna ekki að vera í hríðarhraglanda að renna sér og eiga undir veðri hvort skíðasnjórinn er góður til að skíða í eða eru sár- svekktir yfír stuttri skíðavertíð. Þeir reistu myndarlega skíðahöll, LaLap- ort Skidome, sem er 30 mínútna lestarferð frá Tókíó, og þar geta nú áhugasamir skíðað árið um kring. Þarna er alvörusnjór undir stál- þaki og eru tvær 500 m brautir og auk þess sérstök „hæð“ fyrir byrj- endur. Nokkrar lyftur ganga um Listasýning á Changi í FRÉTTABRÉFI Ferðamálaráðs Singapore segir að listaverkasýn- ing sem hefur verið í Changi-flug- höfninni síðustu tvo mánuði hafi mælst svo vel fyrir að á næstunni verði tekið enn meira rými undir verkin. Þama hafa verið 400 verk frá 12 löndum og nefnist sýningin Asia. Excellence. Frá og með febrúar verða alls þúsund málverk til sýnis og lista- menn frá fleiri löndum bætast við, Hversu heitt er á þeim? Meðalhiti xy' í janúar Borg ^yy______________C Accra Addis Abeba Aden Amman Bangkok 32 23 28 13 32 Benghazi 17 Caracas 26 Chicago 0 Dhakar 26 Dubai 20 Feneyjar 6 Frankfurt 3 Freetown 29 Goa 32 Havana 26 Istanbul 9 Jakarta 29 Kaíró 20 La Paz 18 Librevilie 30 Maputo 30 Mexíkóborg 19 Niamey 34 Panamaborg 31 Peking 1 Perth 29 Rio de Janeiro 30 Sanaa 24 Shanghai 8 Seycelleseyjar 28 Sydney 26 Tel Avív 18 Túnisborg 14 Heimild: Executive Travel svæðið og tekur hver fjóra og kom- ast menn á toppinn á 2 mínútum. Tvö þúsund manns geta verið á skíð- um samtímis og eftir fréttum að dæma hafa viðtökur verið sérdeilis góðar. Sumum þykir þó fulldýrt í skíðahöllina því tveggja klukku- stunda passi kostar rösklega 3 þús. krónur. Og þegar menn hafa fengið sig fullsadda af snjó og kulda geta þeir svo brugðið sér inn til Yokohama og buslað þar í sól og blíðu á tilbú- inni innanhúsströnd. Það verður ekki á Japani logið. ■ — BATIK eftir Lee Kian Seng frá Malasíu. Það er 90x145 cm. t.d. Indland, Sri Lanka, Pakistan og Kína. Sýningargripir eru auk málverka handgerðir listmunir svo sem útskurður, batik, teppi og veggspjöld og verður hægt að festa kaup á a.m.k. sumum verkanna. ■ Hvað súpa þeir mikið af léttvíninu ? Land mládag Frakkland 174 Ítalía 161 Portúgal 154 Sviss 120 Spánn 114 Argentína 93 Austurríkí 92 Rúmenía 89 Uruguay 85 Grikkland Danmörk 74 68 Belgía 67 Martinique 45 Holland 45 Búlgaría 44 Nýja Kalidónía 41 Guadeloupe 41 Chile 39 Nýja Sjáland 36 Svíþjóð 33 Bretland 32 Tékkland 24 fsland O 20 Tölur eru frá 1992. Heimild: Asiaweek Obertauern - eitt ynpsta fjallaliorp Austurríkis LANGFLESTIR skíðastaðir í þýsku- mælandi hluta Alpanna hafa risið upp í kringum gömul þorp sem hafa stækkað og dafnað með tilkomu vetr- aríþróttarinnar. Rótgrónar ættir í þessum þorpum hafa notið góðs af og orðið ríkar og máttugar. Ættar- nöfn þeirra koma aftur og aftur fyr- ir, hvort heldur er í við- skiptarekstri eða stjórn bæjanna. Obertauern í Salz- burgerland í Austurríki er undantekning frá þessari reglu. Ævaforn íjallaleið liggur um fjallaskarðið þar sem þorpið stendur en fyrir fimmtíu árum var fátt annað þar en gamall kirkjugarður. Nú hefur bærinn gistiaðstöðu fyr- ir yfír 6.000 manns og skíðalyftur skríða upp hlíðar. Fyrstu íbúar settust þar að eftir stríð. Það voru framtakssamir skíða- menn sem sáu að þetta var gott skíðasvæði. Böm þeirra eru nú um fertugt. Þau eru fyrsta kynslóðin sem vex úr grasi í Obertauern. Þau reka hótel, veitingastaði, íþróttaverslanir og/eða skíðaskóla og eiga hlut í skíðalyftunum. Þau eru væntanlega fyrsti ættliður voldugra ætta sem eiga eftir að hafa sitt að segja í Obertauem um ókomna tíð. Á skíðum fyrir George Harrison Þorpið ber með sér að það er byggt upp í kringum skíðaíþróttina. Svo til hvert einasta hús er hótel eða gisti- heimili. Það er 1.742 m fyrir ofan sjávarmál og þar er yf- irleitt snjór sjö mánuði á ári. Snjórinn lét bíða lengi eftir sér þar í ár eins og annars staðar í Ölpunum en þó var hægt að renna sér þar á skíðum og snjóbrett- um fyrr en á flestum öðrum stöðum í Austur- ríki. Þjóðverjar sækja mikið þangað en fræg- ustu gestirnir sem Obertauern getur stát- að af eru þó Bretar. Bítiarnir dvöldu þar fyr- ir þrjátíu árum þegar að gera kvikmyndina HELP. Snjó- og skíðasenumar í henni voru teknar í Obertauern. Gerhard Krings var staðgengill Geórge Harrisons í kvikmynd- inni.„Það var reynt að gera okkur eins líka þeim og mögulegt var,“ sagði hann. „Það tókst svo vel að aðdáendurnir flykktust að okkur til að biðja um eiginhandaráritanir!" Gerhard Krings var staðgengill George Harrisons í skíðasen- unum í Bítlamyndinni HELP! verið var bjóöa ferðamenn velkomna á hlylepan hátt HVORT sem við ferðumst yfir hafið með skipi eða flugvél koma Færeyjar alltaf talsvert á óvart, þar sem þær rísa úr sæ austan Islands, vestan Noregs og norðan Skotlands. Skyndilega birtast þær eins og silfurfloti á bláu úthafínu, íjöllóttar og hömrum girtar, en hið efra grænar og grónar og bjóða ferðamenn velkomna á sérstak- lega hlýlegan hátt. Færeyjar eru ekki samfellt land, heldur samfélag 18 eyja af mis- munandi stærðum og gerðum og landslag svo fjölbreytilegt að sí- fellt ber eitthvað nýtt og merkilegt fyrir augu, þegar ferðast er um og er þá sama hvort farið er á sjó eða landi. Allar eyjamar eru sam- tals aðeins tæplega 1.400 ferkíló- metrar að stærð og sú stærsta þeirra er Straumey. Austan á herini er höfuðstaðurinn Þórshöfn með um 15 þúsund íbúa og þar með langstærsta byggðarlag á eyjunum. Niður við sjóinn í Þórs- höfn er elsti hluti kaupstaðarins og heitir þar Þingnes. Þar hefur verið helsti þingstaður Færeyinga frá fyrstu tímum og þar eru varð- veittar ævafornar byggingar og aðrar sögulegar minjar. Gegnt Þórshöfn rís Nólsey og skilur að- eins mjótt sund á milli. Næsta eyja fyrir norðan Straumey er Austurey og er hún næststærst eyjanna. Milli þeirra er örmjótt sund sem nú hefur ver- ið brúað, svo að saman mynda þessar tvær stærstu eyjar eins konar meginland. Vestan Strau- meyjar liggur Vogey og á henni er alþjóðaflugvöllur Færeyja. Allmiklu vestar er svo Mykjunes, lítil eyja sem stendur þar sem út- vörður móti þungum öldum út- hafsins. En til suðurs liggja eyj- arnar Hestur og Koltur, síðan koma Sandey og Skúfey, Stóra Dímon og Litla Dímon og loks Suðurey. Til norðurs frá Austurey liggja sex svonefndar Norðureyjar. Af þeim er Borðey mest og á henni er kaupstaðurinn Klakksvík, annar stærsti bærinn með um 5 þúsund íbúa. Hinar eyjarnar heita Karlsey og Konuey, Viðey, Svíney og Fu- giey. Fjöll hálsarog hæðir Landslagi á eyjunum er svo hátt- að að hvarvetna eru fjöll, hálsar og hæðir. Undirlendi er sáralítið og þá aðallega þar sem ganga slakkar og daladrög upp frá ströndinni. En þótt víðast skorti undirlendi er þó hvergi um mikið hálendi að ræða. Yfirleitt liggur landið í þijú til fjögur hundruð metra hæð yfír sjó eða minna. Á stöku stað teygja fjöllin sig þó hærra upp og af þeim öllum ber Slættaratindur á Austurey sem nær 882 m hæð yfír sjó. Allvíða á eyjunum eru tjarnir og stöðuvötn og straumharðar ár falla í flúðum og fossum niður brattar hlíðar á leið sinni til sjávar. Það sem mesta undrun vekur, þegar farið er um þessar sundur- Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir ALPENGASTHOF Koch er notalegt hótel, nálægt skíðalyftu en dálítinn spöl frá hjarta Obertauern. Hann var 24 ára skíðakennari á þess- um tíma. Nú er hann skíðalyftu-, veitingastaða- og hótelrekandi. „Við komum fram við Bítlana eins og venjulegt fólk. Og þeir voru almenni- legir við okkur. Þeir höfðu ekki náð miklum vinsældum í Austurríki, þeir þóttu lubbalegir og háværir. Handrit- ið að kvikmyndinni var út í hött og ég var ekki spenntur að sjá hana. Ég hef ekki horft á myndina í 20 ár þótt ég eigi hana núna á vídeóspólu." Óspennandl fatafellur Obertauern hélt upp á 30 ára af- mæli HELP-myndatökunnar. Dieter Kindl, bæjar- og ferðamálastjóri, er duglegur að fínna tækifæri til að vekja athygli á bænum. Hann er mjög stoltur af nýrri íþróttamiðstöð sem er tilvalin fyrir íþróttafólk sem vill þjálfa og safna rauðum blóðkorn- um í ijöllunum. Miðstöðin hefur tennisvelli, kraftatæki og glæsilegt gufubað. Hann hafði líka gaman af að sýna tvo skemmtistaði sem eru mikið sóttir í Obertauern. Liirzeralm er byggður í gömlum stíl og Taverna býður upp á alls kyns uppákomur. Kvöldið sem ég var þar fækkuðu tvær fatafellur og tveir karlgestir fötum í spurningaleik. Iæikurinn var svo leiðinlegur að ég gafst upp á að horfa á hann áður en hann var búinn og veit því ekki hversu fáklætt bless- að fólkið var í lokin. Helsti vandinn í Obertauern nú er að halda uppbyggingu bæjarins í skeQum. í bænum búa 300 manns og Kindl telur nóg að um 6.000 gest- ir bætist í hópinn á veturna. Vatns- forði þorpsins þolir ekki öllu fleiri. Auk þess koma daggestir og það þarf bílastæði fyrir þá. Það liggur breiður og góður vegur upp til Ober- tauern um Radstadt frá hraðbraut- inni á milli Salzburg og Villach, það- an sem leiðir liggja til Italíu og Slóv- eníu. Það er tæplega tveggja tíma ferð þangað upp eftir í fínar skíða- brekkur frá Salzburg. ■ Anna Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.