Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ +• NÝR Suzuki Vitara V6 hefur fengið nokkrar útlitsbreytingar, þ.á.m. nýja stuðara og krómgrill. SUZUKI Vitara V6 er laglegur að innan en laus við allan óþarfa íburð og prjál. VÉLIN er með tveimur ofaná- liggjandi knastásum og skilar 136 hestöflum. Ný Suzuki Vitara til íslands í maí NÝR Suzuki Vitara jeppi kemur á Evrópumarkað í vor með nýrri sex strokka vél með fjórum yfirliggjandi knastásum og 24 ventlum. Bíllinn, sem er fimm dyra og nefnist eftir því Suzuki Vitara 5-Door Wagon, verð- ur frumsýndur á bílasýningunni í Brussel 11. janúar næstkomandi. Nýjum Vitara er ætlað að vera merkisberi Suzuki á Evrópumarkaði en þar hafa Suzuki jeppar verið mest seldu jeppar í Evrópu undanfarin þrjú ár. Vitara var í raun nýr kostur fyrir bílakaupendur þegar hann kom fyrst á markað þrennra dyra árið 1988, þarna var kominn fjórhjóladrifinn, lítill jeppi með aksturseiginleikum fólksbílsins. Framleiðsla á fímm dyra Wagon-útfærslu hófst svo 1991 og um leið stækkaði markhópurinn og bíllinn varð valkostur sem fjölskyldu- bíll. Suzuki ætlar sér með Vitara 5- door Wagon að kynna nýtt afbrigði jeppa en við hönnunina var lögð áhersla á aflmikla vél og aksturseig- inleika eins og í lúxusbílaflokki án þess að hrófla mikið við stærð og útliti bílsins. Hann vegur t.a.m. ekki nema 1.300 kg. Bíllinn er með nýjum fram- og afturstuðurum, nýju krómgrilli og hliðarplötum. Þá er í honum breytt mælaborð og sæti. Bíllinn verður á stærri hjólbörðum en áður og sporvíddin er meiri. Sami drifbúnaður er í bílnum og áður. Vélinúráli Vélin í nýja bflnum er tveggja lítra, V6 með tveimur ofanáliggjandi knastásum og skilar hún um 136 hestöflum við 6.500 snúninga á mín- útu. Vélin er hljóðlát og óvenjulítil af sex strokka vél að vera. Þyngd hennar er-með minnsta móti m.a. með notkun áls. í eldsneytiskerfinu er fíölinnsprautun (MPI) sem spraut- ar inn í hvern strokk á loftinntaks- stundu. Úlfar Hinriksson hjá Suzuki bílum hf. segir að bíllinn verði boðinn bæði handskiptur og sjálfskiptur. Líknar- belgur fyrir ökumann og farþega í framsæti verður staðalbúnaður í báð- um gerðunum og ABS hemlalæsivörn staðalbúnaður í sjálfskiptum bíl en valbúnaður í handskiptum. Von er á sýningarbíl til landsins um mánaðar- mótin febrúar-mars og sölubílum í maí. Ekki er ljóst hvað bíllinn mun kosta hérlendis en Úlfar segir að Vitara með minni vélinni verði í boði áfram. Töluvert framboð verður af nýjum litlum jeppum hér á landi á árinu. Auk Suzuki þá býður P. Samúelsson RAV4 og Hekla mun bjóða nýjan kóreskan Kia Sportage. ¦ TILBOÐ ÓSKAST í Grand Cherokee Laredo 4x4, árgerð '93 (ekinn 27 þús. mílur), Chevrolet Cavalier Z-24, árgerð '93 (ekinn 29 þús. mílur), Toyota P/U 2W/D, árgerð '91 (ekinn 17 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 10. janúar 1995 kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA FRAMTIDIN A GOTUNUM Minni, sparneytnari og tæknilega betri bílar STÓRU alþjóðlegu bílasýningarnar eru ekki síður vettvangur fyrir framtíðarfræðingana en áhuga- menn um bíla á líðandi stundu. Stór hluti hverrar sýningar er helgaður framtíðarhugmyndum bílaframleið- andanna og þeir taka mið af þeim tilhneigingum sem fram koma í stöðumati alls kyns markaðs- og ráðgjafafyrirtækja sem starfa í kringum bílaiðnaðinn. Ef marka má bílasýningar síðustu missera eru það einkum fímm þættir sem marka helstu breytingarnar í bílafram- leiðslu komandi ára og eru sumir þeirra þegar komnir 'fram i bílum sem nú eru komnir á markað. Hér er átt við að einkabílar verða minni án þess að það komi endilega að ráði niður á farþegarýminu, þeir menga minna og verða sparneytn- ari, tæknibúnaður þeirra eykst og það verður skemmtilegra að aka þeim. Segja má að mótsagnakennd krafa tímans um minni og mengun- arlausari bíla sem jafnframt eru þægilegri í notkun, með meiri ör- yggisbúnaði og betri aksturseigin- leikum, hafi valdið byltingu í hönn- un og framleiðslu. Nú spyrja bíla- framleiðendur sig grundvallar- spurninga eins og hvernig bílar eigi yfírleitt að vera, hvernig eigi að OPEL Tigra, lítill sportbíll MERCEDES-BENZ A með byltingarkenndri hönnun kemur árið 1997. smíða minni, sterkari og liprari bíla. Flestir gefa sér þá forsendu að bíll- inn eigi að vera með rými fyrir fjóra fullorðna, megi helst ekki vera leng- ur en 9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst og eyði innan við 7 lítrum á hverja 100 ekna km. Að öðru leyti þarf bíllinn að vera vel búinn út frá öryggissjónarmið- um, með tvo líknarbelgi, krumpu- svæði og hliðarárekstrarvörn og hann verður að framleiða og selja á viðráðanlegu verði. 1.000 kgbílar Sú skoðun verður nú útbreiddari að bílaiðnaðurinn muni mæta þess- um kröfum með nýjum alþjóðlegum staðli léttari, hagkvæmari en betur útbúnum bílum í 1.000 kg þyngdar- flokknum. Framleiðendur eins og Volvo, Mercedes-Benz og Opel í Evrópu, Chrysler í Bandaríkjunum og Mazda, Toyota og Honda í Jap- an senda nú þegar og á næstu árum slíka bílum frá sér í hrönnum á markaðinn.* Bob Austin, forstjóri markaðs- og upplýsingasviðs Suður-Kóreumenn hyggja á mikla markaðssóicn HLUTUR kóreskra bíla á evrópskum markaði eykst hröðum skrefum og þarlendir framleiðendur undirbúa nú gríðarlegt markaðsátak til að auka hlut sinn enn á þröngum bílamarkaði í Evrópu. Vígstaða kóreskra fyr- irtækja er góð, þeir bjóða einfalda bílalínu á mun lægra verði en helstu keppinautamir frá Japan og hafa að vopni markaðsþekkingu sem þeir hafa aflað sér í Bandaríkjunum. Kóreskir framleiðendur ætla að koma sér fyrir á neðsta þrepi verðstigans, þar sem Japanar voru eitt sinn alls- ráðandi, en nú eru ekki aðrir bíla- framleiðendur á þeim markaði. Evr- ópskir bílaframleiðendur telja þó ólíklegt að Kóreumenn staldri Iengi við á þeim markaði heldur færi sig upp verðstigann og undirbúa þeir nú gagnsókn sem gæti falið í sér kröfur um útflutningskvóta. Það er þó langur vegur frá því að kóreskir bílaframleiðendur ógni stöðu stærstu bílaframleiðenda í HYUNDAIHCD-2 er sportbíll framtíðarinnar hjá stærsta bílaframleiðanda Suður-Kóreu. Evrópu. Samkvæmt spá markaðsfyr- irtækisins Economist Intelligence Unit í London fer sala á kóreskum bílum í Evrópu úr 116 þúsund bílum 1994 í 325 þúsund bíla árið 2000 og markaðshlutdeildin úr 1% í 2,5%. Áætlanir Kóreumanna hljóða hins vegar upp á 410 þúsund bíla árið 2000 sem 3% hlutdeild í 13,2 millj- óna bíla markaði sem spáð er það ár. í lægsta verof lokklnn Mest verður flutt út til Evrópu af þremur stærstu bílaframleiðendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.