Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUIMNAR SJÓNVARPIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR Kl. 22.05 *'Skm 08 Stöð tvö skúrir (Shadows of the Heart) Áströlsk sjónvarpsmynd um ævintýri ungs læknis á afskekktri eyju í Kyrrahafi. Seinni hluti myndar- innar verður sýndur á iaugardags- kvöld. LAUGARDAGUR 14. JAIMÚAR VI Q1 IQ^Skin og skúrir III. £I.IU (Shadows of the Heart) Áströlsk sjónvarpsmynd um ævintýri ungs kvenlæknis á af- skekktri eyju í Kyrrahafi. VI QQ Ejn ►Tortímandinn II III. ti.uU (Terminator II: Judgement Day) Bandarísk spennu- mynd frá 1991. Hinn 29. ágúst 1997 deyja þrír miljarðar manna í kjarn- orkustríði en eftirlifendanna bíður annað stríð og engu betra. Kvik- myndaeftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 16 ára. FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR VI Q1 1 Q ►Timans tönn (Time nl. Z.I.IU After Time) Bresk sjónvarpsmynd í léttum dúr byggð á sögu eftir írska rithöfundinn Molly Keane. STÖÐ tvö FÖSTUDAGUR 13. JANUAR VI Q1 QC ►Sugarland, með III. L I.UU hraði! (Sugarland Express) Goldie Hawn fer á kostum í fyrstu kvikmyndinni sem Steven Spielberg gerði fyrir hvíta tjaldið. Hún er í hlutverki hálfvankaðrar Texas- stúlku sem hjálpar eiginmanni sínum að stijúka úr fangelsi svo þau geti hraðað sér til Sugarlands og komið í veg fyrii' að sonur þeirra verði gefinn til ættleiðingar. Bönnuð börnum. MQQ QC ►Rithöfundur á ystu • fcU.fcU nöf (Naked Lunch) Saga er eftir rithöfundinn Williams S. Burroughs og gerist að vetrarlagi í New York árið 1953. Hér segir af William Lee, fyrrverandi fíkniefna- neytanda, sem getur sér nú gott orð sem einn helsti meindýraeyðir síns tíma. Hann beitir eitri sínu á pöddur vítt og breitt um borgina og allt geng- ur sinn vanagang þar til allt í einu kemur upp úr kafinu að kona hans er orðin háð skordýraeitrinu. Strang- lega bönnuð börnum. LAUGARDAGUR 14. JANÚAR VI 91 Jll ►Faðir brúðarinnar III. L I.4U (Father of the Bride) George Banks er ungur í anda og honum finnst óhugsandi að auga- steinninn hans, dóttirin Annie, sé nógu gömul til að vera með strákum, hvað þá að ganga inn kirkjugólfið með ein- um þeirra. En George verður víst að horfast í augu við að litla dúllan hans pabba er orðin stóra ástin í lífi Bryans MacKenzie. VI 90 9R ►Saklaus maður (An III. fcU.fcU Innocent Man) Spennumynd um flugvirkjann Jimmie Rainwood sem verður fyrir barðinu á tveimur mútuþægum þijótum frá fíkniefnalögreglunni. Þeir svífast einskis og leggja líf hans í rúst með óheiðarleika sínum. Jimmie og kona hans Kate vita vart hvaðan á sig stend- ur veðrið þegar lögverðirnir ryðjast inn á heimili þeirra og hæfa Jimmie skots- ári áður en þeir gera sér grein fyrir að þeir fóru húsavillt. Það verður ekki aftur snúið og við tekur hryllileg mar- tröð sem virðist engan enda ætla að taka. SUNNUDAGUR 15. JANÚAR MOn C|| ►Kjarnorkukona • fcU.uU (Afterburn) í þessari sannsögulegu sjónvarpsmynd er rakin baráttusaga Janet Harduvel sem sagði valdamiklum aðilum stríð á her.dur eftir að eiginmaður hennar fórst í reynsluflugi nýrrar orrustuþotu. í skýrslum um slysið var gefið í skyn að mannleg mistök eiginmanns hennar hefðu orðið til þess að vélin fórst en Janet trúði því statt og stöðugt að flugherinn og framleiðendur bæru ábyrgð á því hvernig fór. MÁNUDAGUR 16. JANÚAR l • ■II QQ 1(1 ►Banuænn leikur Rl. fcU. 1 U (White Hunter, Black Heart) Clint Eastwood er frábær í hluL verki leikstjórans Johns Huston. í myndinni segir frá Huston á meðan á kvikmyndin The African Queen var tekin. ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR III QQ 1 C ►Draumaprinsinn IM. fcU. 10 (She’II Take Rom- ance) Warren er skynsamur, áreiðan- legur og alltaf í góðu jafnvægi. Hvaða aðra kosti gæti kona beðið um að maðurinn hennar hefði? Það er hægt að hugsa sér ýmislegt... eins og Jane uppgvötvar óvænt þegar hún er skotin með ástarör í sitt varnarlausa hjarta! MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR VI QQ nc ►Eituráhrif (Toxic III. fcU.Uu Effect) Spennandi kvikmynd um Steve Woodman, starfs- mann bandarísku leyniþjónustunnar, sem fær það verkefni að safna upplýs- ingum um ólöglega notkun eiturefnis sem eyðir gróðri. FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR VI 99 lin ►L°gga á háum hæl- III. Lfc.UU um (V.I. Warsh- . awski) Kathleen Turner leikur einka- spæjarann V.I. Warshawski sem er hinn mesti strigakjaftur og beitir kyn- þokka sínum óspart í baráttunni við óþjóðalýð í undirheimum Chicago. Hún kann fótum sínum forráð og þarf ekki að hugsa sig tvisvar um þegar fyrrver- andi ísknattleiksmaður er myrtur og þrettán ára dóttir hans biður hana að hafa uppi á morðingjanum. Einka- spæjarinn V.I. Warshawski smeygir sér í háhæluðu skóna og fyrr en varir hefur hún komist á snoðir um skugga- legt samsæri þar sem mannslífin eru lítils metin. Bönnuð börnum. VI QQ Qll ►Krakkarnir frá III. fcO.ðU Queens (Queens Logic) Þau voru alin upp í skugga Hellgate-brúarinnar í Queens í New York. Þau héldu hvert í sína áttina en þegar þau snúa aftur heim kemur í ljós að þau hafa lítið breyst og gáska- fullur leikurinn er aldrei langt undan. M1 9fl ►Prestsvíg (To Kill a ■ l.fcU Priest) Spennumynd sem gerist í Póllandi á níunda áratugn- um þegar verkalýðshreyfingunni Sam- stöðu óx fiskur um hrygg. BÍÓIIM í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Viðtal við vampíruna •k-k'k Neil Jordan hefur gert býsna góða vampírumynd sem lítur alltaf frábær- lega út og tekur með nýjum hætti á gamalli ófreskju kvikmyndanna. Brad Pitt stelur senunni. Konungur Ijónanna kkk Pottþétt ijölskylduskemmtun frá Disn- ey, prýdd óaðfinnanlegri íslenskri tal- setningu. Kominn í herinn k'A Kién samsuða sem reynir að líkja eft- ir annarri og betri herkómedíu, „Strip- es“. Allir gömlu herbúðabrandararnir notaðir aftur í andlausu gríni. BÍÓHÖLLIN Konungur Ijónanna (sjá Bíóborg- ina) Martröðin fyrir jól kkk'A Frábær brúðumynd sem segir frá því þegar hrekkjarvökudraugurinn upp- götvar jólin. Einstakt listaverk frá Tim Burton. Leifturhraði k k k'/i Æsispennandi frá upphafi til enda, fyndin og ótrúiega vel gerð. Hasar- mynd eins og þær gerast bestar. Kraftaverkið á jólum kk Ekta Hollywoodmynd ogektajólamynd með Richard Attenborough í hlutverki jólasveinsins, sem verður að sanna að hann er raunverulega til. Glansmyndar- leg og væmin en ágætlega leikin. Skuggi kk Alec Baldwin er Skuggi í skringilegri hasarblaðamynd sem skortir bagalega spennu. Útlit og brellur hins vegar í góðu lagi. Sérfræðingurinn k'A Afleit dramatík og ástarleikir í andar- slitrunum í flottum umbúðum. Leik- stjórinn, Stallone og Stone hefðu mátt stúdera Síðasta tangó í París fyrir tökurnar. Örfá góð átakaatriði bjarga myndinni frá núllinu. HASKÓLABÍÓ Þrír litir: Rauður kkk'A Þríleik pólska leikstjórans Kieslowskis lýkur með bestu myndinni þar sem leikstjórinn fléttar saman örlögum persónanna á snilldarlegan hátt. Glæstir tímar kkk Sólargeisli í skammdeginu. Lostafull og elskuleg spænsk óskarsverðlauna- mynd um ungan mann og fjórar syst- ur þegar frjálslyndið ríkti í stuttan tíma. „Junior“ k'A Linnulausar tilraunir Schwarzenegg- ers til gamanleiks bera hér vonandi endanlegt skipbrot. Mislukkuð eins- brandara mynd og afleitlega leikin. Lassi kk Átakalítil, falleg barnamynd um vin- áttu manna og dýra. Konungur í álögum k k Fallegt ævintýri uppúr norskri þjóð- sögu um prins sem breytist í ísbjörn. Meinleysisleg og virkar líklega best fyrir yngstu kvikmyndahúsagestina því hraði og spenna eru ekki í fyrir- rúmi. Forrest Gump kkk'A Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfelding sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þrjá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fyrir sönnum kvikmyndaiegum töfrum. Næturvörðurinn kkk Verulega góður danskur tryllir sem gerist í líkhúsi. Ekta spenna og óhugn- aður í bland við danskan húmor gerir myndina að hinni bestu skemmtun. LAUGARÁSBÍÓ .—................ v Skógarlíf kk'A Mógli bjargar málunum í áferðarfal- legri kvikmynd hins sígilda ævintýris Kiplings um frumskógardrenginn ramma. Góð bama- og ijölskyldu- mynd. Góður gæi k 'A Bragðdauf mistök. Vannýttur léik- stjóri og leikarar í gamanmynd um ófarir Breta í Afríku. Gríman kk'A Skemmtileg og fjörug mynd í hasar- blaðastíl um mannleysu sem verður ofurmenni þegar hann finnur dular- fulla grímu. Jim Carrey fer með titil- hiutverkið og er ekkert að spara sig. REGNBOGINN Stjörnuhliðið kk'A Ágætis afþreying sem byggir á því að guðirnir hafi í raun verið geimfar- ar. Fyllir upp í sáran skort á útgeims- myndum og er því kannski bitastæð- ari en ella, Bakkabræður í Paradís k'A Þrír bræður ræna banka úti á lands- byggðinni og sjá svo eftir öllu saman. Jóiagamanmynd í ódýrari kantinum með nokkrum góðum sprettum en heildarmyndin er veik. Undirleikarinn kk Hádramatísk frönsk mynd um ástir og afbrýði, húsbændur og hjú á tímum síðari heimstyijaldarinnar. Flatneskju- leg og átakalítil og snertir mann ekki þrátt fyrir allt. Reyfari kkk'A Frábær verðlaunamynd eftir Tarant- ino um líf og örlög bófa í Los Angel- es. Einkar safaríkt leikaralið fer á kostum í vel mótuðum og skrifuðum hlutverkum og hér endurfæðist John Travolta. Tarantino er maður framtíð- arinnar. Lilli er týndur k k Brandaramynd um þijá þjófa og raun- irnar sem þeir lenda í þegar þeir ræna níu mánaða milljónaerfingja. Virkar eins og leikin teiknimynd. SAGABÍÓ Viðtal við vampíruna (sjá Bíó- borgina) „Junior“ k'A Linnulausar tilraunir Schwarzenegg- ers til gamanleiks bera hér vonandi endanlegt skipbrot. Mislukkuð eins- brandara mynd og afleitlega leikin. Risaeðlurnar kk Heldur tilþrifalítil teiknimynd frá Spielberg um uppáhalds gæludýrin hans. Einungis fyrir smáfólkið. STJÖRNUBÍÓ Aðeins þú kk Rómantísk gamanmynd um stúlku sem eltir draumaprinsinn til Ítalíu. Lítt merkileg mynd sem byggir á gömlum lummum ástarmyndanna. Karatestelpan k Löngu útþynnt uppskrift fær örlitla andlitslyftingu með tilkomu stelpu í strákshlutverkið. Allt annað afar kunnuglegt. „Threesome“ kk'A Rómantísk gamanmynd úr ameríska háskólalífinu þar sem tveir strákar og ein stelpa mynda skondinn þríhyrning. Margt skemmtilegt og klúrt en mynd- in ristir grunnt. Bíódagar kk'A Friðriki Þór tekst frábærlega að end- urskapa horfinn tíma sjöunda áratug- arins í sveit og borg en myndin líður fyrir stefnuleysi í síðasta hlutanum. Góður leikur, sérstaklega þeirra í sveitinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.