Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ( 3 »* FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR1995 D 7 FERÐALOG ALOE VERA- plöntunni var á sínum tíma smyglað til Aruba frá Barbados og lifir hún þar nú í góðu yfir- lætí. fyrir að Richard hafi átt erfitt með gang o'g ferðaðist að mestu um á hækjum höfðu hjónin dvalið í Perú undanfarnar tvær vikur, m.a. í Amazonskógunum, og létu vel af. Fararstjórinn og bílstjórinn okkar hann Ferdi talar ein átta tungumál og honum er meinilla við öll ensku nöfnin, sem ýmis staðarheiti, kenni- leiti og byggingar á Aruba hafa fengið í áranna rás. „Við eigum okkar eigið tungumál, sem heitir papiamento og í það þurfum við að halda til að halda okkar sjálfstæði," segir hann og grettir sig. Ferdi er opinn persónuleiki og hafsjór fróð- leiks þannig að dagurinn dugði vart til samræðna. Ferdi er á fimmtugs- aldri, borinn og barnfæddur á Aruba, en sótti sína háskólamenntun til Hollands, eins og svo margir aðrir Aruba-búar, enda er eyjan hluti af hollensku Vestur-Indíum. En 'iann fluttist aftur til Aruba fyrir um prem- ur árum um leið og hann sá álitlegt atvinnutækifæri fyrir sig. Hann seg- ist hafa kvænst hollenskri eiginkonu sinni fyrir 20 árum. Þau eigi nú 7 og 9 ára gamla syni og þar sem hann segist nú hafa komið sér upp kjarna- fjölskyldu fannst honum ekkert eðli- legra en að láta taka sig úr sam- bandi. „Mér finnst það alls ekkert sjálfgefið að konan þurfi að fyrir- byggja óléttu um aldur og ævi," seg- ir Ferdi í óspurðum fréttum í þann mund sem við stoppum og teygjum úr okkur eftir dágóðan hristing síð- ustu klukkutímana. Ferdi býður upp á svaladrykki úr kæliboxinu sínu í farangursgeymslunni og hleypur síð- an upp að næsta kaktus og krækir í hárauðan ávöxtinn, sem trónir á toppi hans. Við fáum öll að smakka. „Fyrst kom gullæðið, síðan olían og nú síðast túrisma-tímabilið, sem staðið hefur síðan 1959 og enn frek- ari vonir eru bundar við," upplýsir Ferdi. Hann er mikill náttúruunn- andi og segir að 70% af eyjunni sé eyðimörk, sem hann þekki eins og höndina á sér. Hún sé umlukin kakt- usabyggð og trjám, sem vaxa ekki beint upp, eins og flest tré, heldur vaxa öll í sömu átt eða hringa sig saman niður við jörðina vegna stað- vinda, sem þarna blása „Hér er ekki hægt að rækta nokkurn skapaðan hlut. Allt er innflutt. Þess vegna álítum við að allar vörur, sem við kaupum úti í búð, séu ræktaðar í stórmörkuðunum. Fyrir utan olíuvinnslustöð, sem opnuð var að nýju árið 1990 eftir fímm ára hlé, er hér verksmiðju- framleiðsla á ýmsum smyrslum og sápum úr Aloe Vera-plöntum, sem hér vaxa, en plöntunni var á sínum tíma smyglað hingað frá Barbados og lifir hún hér í góðu yfirlæti." Ferdi var ekkert að flýta sér þenn- an laugardag og fór um eyjuna þvera og endilanga okkur til ánægju og yndisauka þó hitinn væri að plaga okkur á köflum. Við heimsóttum Caliíornia Lighthouse lengst í norðri, Natural Bridge, sem er eitt mesta stolt Aruba-búa, og fórum sem leið liggur innan um himinháa kaktusa, óbyggðir og gamlar gullnámur allt suður til Baby Beach þar sem við þáðum kjúklingasamlokur og bjór og til San Nicolas, sem er annar stærsti bær Aruba á eftir höfuð- staðnum Oranjestad eða Appel- sínubæ á íslensku.- ¦ Jóhanna Ingvarsdóttir 4 en ekki beint til London. „Beint flug" er talið beint, þurfi maður ekki að skipta um flugvél. Spyrjist fyrir um hliðarhopp af þessu tagi þegar bókað er. Ekki þægindum fyrir að fara hjá Blman Alls var þetta meira en 30 tíma ferð frá Kathmandu til London. Sætin voru bæld og þreytt svo setan var beinlínis kvalafuíl. Biman er eitt af þeim félögum sem þjónar áhang- endum islams svo ekki var tekið vel í að fá áfenga drykki til að lina þraut- irnar. Flugið varð ekki ánægjulegra við það að ferðafélagi minn fékk væga matareitrun af flugvélarmatn- um og hafði þó ekki kennt sér meins í Nepal í heilan mánuð. Ekki er vafi á því að ferðaálagið skipti miklu máli. Mótstöðuaflið dvínar með hverjum embættismanni sem heimt- ar að skoða vegabréfið! Allt í allt má segja að fargjaldið hafi ekki ver- ið hátt miðað við heimsmarkað en álagið var aftur á móti alls ekki 5-10 þús. kr. virði. Dagur á sjúkrabeði í London eða í dái vegna þreytu kost- ar líka sitt. Hafið þetta í huga þegar farið er til fjarlægra staða: Fargjöld- in eru margvísleg, flugfélögin mörg og tengimöguleikarnir-líka. Það fer eftir efnum og ástæðum hvers og eins hvað borgar sig. Þeir sem ekki eru tímabundnir og hafa úr litlu að spila leggja meira á sig en aðrir sem gefa hiklaust nokkur þúsund krónum meira fyrir hag- kvæmt tengiflug. Þó ber að gæta að því að verulegur munur getur verið á möguleikum og leitun er að hæfum ferðaskrifstofum sem leggja á sig að fínna bestu möguleikana fyrir hvern og einn. Best er að kanna málið sjálfur, með nokkrum hringingum jafnvel til útlanda. Þegar fargjaldið er orðið 100-200 þúsund geta nokkur þúsund verið fljót að borga sig. Gistinótt á áfangastað Flugleiða getur verið dýr og óhagkvæm. En eins og flugið með Biman sannar, borgar sig ekki alltaf að horfa í peningana — maður er einhvers virði sjálfur. Hversu mikils virði maður er — fer eftir ráðstöf- unartekjum. ¦ Stefán Jón Hafstein ápí' ^. - \ ^t-ju^ 2-— 1 "^ 1 TsÍááM f ¦ i" '¦' ,, ''*w HB ¦ FYRIR ÞA sem vuja fara í úti- legu en hafa „fimm stíörnu" þægindi. SUM HERBERGIN eru byggð uppi í trjám, önnur ofan í jörðinni og við komuna fá gestírnir göngustaf. Hannað inn í umhverfið Á KLETTABRUN í Big Sur í Kaliforníu var nýlega byggt lúxushótel Hótel Jörð sem mér var sagt að væri vel þess virði að skoða. Ég beygi út af þjóðvegi númer eitt og keyri upp heimkeyrsluna. VEITINGAHUSIÐ er einskonar svalir út á Kyrrahafið með útsýni hálfa leið tíl Hawaii. mIÉG SEtré og kletta. og loks §M lítið fallegt hús en hvergi tang- ' ¦ J ur né tetur af hótelinu. - Ég kemst að því að þetta litla 3B hús er móttakan og vingjarnleg kona vísar mér upp tréstiga sem ligg- ur að annarri lítilli byggingu sem er einskonar svalir út á Kyrrahafið og hýsir veitingastað hótelsins. „Hvar er sjálft hótelið?" spyr ég yfirþjóninn um leið og ég sest við borð við vegg úr gleri, með útsýni hálfa leið til Hawaii. Hann bendir á moldarstíg meðfram klettabrúninní og útskýrir að hótelið samanstandi af 30 litlum húsum við stíginn. Þau eru byggð þannig að þau falla alveg inn í um- hverfið, annaðhvort byggð uppi í trjánum eða felld inn í klettana og þakin torfi. Við nánari eftirgrennslan kemst ég að því að hugmyndin er að gefa fólki tækifæri á að fara í frí og kom- ast í samband við náttúruna án þess 29 búsund ný störf á dag í ferðabjónustu Á DEGI hverjum allan ársins hring bætast við 29 þúsund störf í ferða- þjónustu í heiminum að því er kem- ur fram í skýrslum Alþjóðaferða- málaráðsins. Mest er aukningin í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu. Þessi þróun mun að öllum líkindum hald- ast svipuð um stund og síðan auk- ast enn eftir um tvo áratugi. Þetta er í samræmi við allar spár síðustu ár og ekki síður í sam- ræmi við raunveruleikann. Aug- ljóst er t.d. að ferðamönnum til Víetnam mun fjölga langtum hrað- ar en reiknað hafði verið með. Víetnamar sjálfir höfðu sett sér það mark að fá milljón ferðamenn árlega árið 2000 en munu að lík- indum ná því takmarki árið 1996. Þá er útlit fyrir að ferðamanna- straumur til Kína fari langt fram úr áætlunum og spám. Þessi tvö lönd standa upp úr að því er ferða- málafrömuðir segja. Á hinn bóginn gæti ferðamannastraumur til Mið- austurlandasvæðisins einnig vaxið hraðar en búist var við svo og munu þá einkum Sýrland, Jórdanía og ísrael hagnast á því. Þó fjölgun verði til Austur-Evrópuríkja er ekki sennilegt að hún verði neitt í Iíkingu við Austurlönd fjær. ¦ að þurfa endilega að sofa á jörðinni til þess. Einskonar lúxus útilega. í þeim anda þá bíða engir súkkulaði- molar á koddanum en gestur fær handskorinn göngustaf og bakpoka. Verðlagið er einmitt í lúxus kantinum eða milli 21.000 til 35.000 nóttin. Og samt er hálf ótrúlegt að þetta geti borið sig með aðeins 30 herbergi en hótelið kostaði fullbúið um 700 milljónir króna. Herbergin eru ein- staklega vönduð, klædd viði frá Af- ríku og í fallegum einföldum stíl. Engin tvö eru eins í laginu. Hvert herbergi hefur arin úr marmara, heit- an pott úr indverskum steini, útsýni yfir víðáttu hafsins og nuddborð. Við hótelið starfa fimmtán nuddarar þar af eru fimm í fullu starfi. Eigendum staðarins var mikið í mun að þetta hótel yrði umhverfis- vænt í hvívetna. Umhverfið var í fyrirrúmi við hönnun og allt græn- meti fyrir veitingahúsið er ræktað á staðnum og umferð bensínbíla er ekki leyfð á svæðinu. Gestir eru ferj- aðir um á rafmagnsbíl hótelsins. Veitingastaðurinn er sérlega vist- legur, hann tekur aðeins fjörutíu manns í sæti og fyrir utan útsýnið góða er þjónustan og maturinn fyrsta flokks. Kokkarnir eiga að baki frægðarferil við veitingahús í Evrópu og vínkjallarinn telur tvö þúsund teg- undir vína. Hótelið stendur á gamalli landar- eign Post-fjölskyldunnar. Það dregur nafn sitt af býli þeirra sem þau reistu fyrir 130 árum. Staðurinn er kannski ekki jafn afskekktur og hann var í þá daga, en hann er eins ósnortinn og áður. Einhvern veginn tókst að byggja heilt hótel án þess að róskun hlytist af, og hlýtur það að ganga kraftaverki næst. Sannarlega ein- stajjt hótel en verðlagið krefst líka einstaks tilefnis. ¦ María Ellingsen. Nikósía - síðasta skipta boigin i Evropu FRÁ 11. febrúar og til 13. mars n.k. verður þess minnst með marg- víslegum hætti á Kýpur að tuttugu ár eru liðin frá innrás tyrkneskra á norðurhluta "eyjarinnar undir yfir- skriftinni „Kýpur - tuttugu árum seinna". Allar götur síðan hefur tyrkneskt herlið verið í norðurhlut- anum. Það er menningarmálaráð Nikósíu og borgaryfirvöld í Aþenu sem standa að þessu og verður einkum lögð áhersla á skiptingu Nikósíu undir kjórorðinu „Nikosía - eina Evrópuborgin sem enn er skipt". Það sem hvað fyrirferðarmest er er sýn- ing á mannlífi og almennri þróun í Nikósíu sem rekur sögu sína allar götur aftur til um 3000 fyrir Krist. Margir Kýpurbúar hafa með ár- unum sætt sig að nokkru við að Tyrkir stjórni norðurhluta landsins þó' mörgum Kýpur-Grikkjum sé eft-' irsjá að borginni Famagusta sem þótti ein fegursta og merkasta borg eyjunnar. En í Nikósíu geta menn ekki kyngt því að höfuðborgin skuli vera skipt og telja að hefðu Sameinuðu þjóðirnar beitt sér hefði fyrir löngu tekist að brjóta niður „grænu lín- una" sem aðskilur borgarhlutana. Nú orðið geta ferðamenn farið á milli gríska og tyrkneska hlutans bæði í Nikosíu og N-Kýpur fái þeir til þess sérstök leyfi en þau ná ekki til Kýpurbúa sjálfra og svíður þeim það. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.