Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 1
Myndbandsspólan algengasta afþreyingin UM ÞAÐ bil fjórðungur lands- manna fer hvorki í matarboð né býður fólki í mat, um 30% borða aldrei á skyndibitastað og 53% borða aldrei á fínum veitingastöð- um. Þetta kemur m.a. fram í niður- stöðum nýlegrar neyslukönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands vann fyrir Morgunblaðið, en þar var spurt sérstaklega um skemmtanir og félagslíf íslendinga. Samkvæmt sömu könnun kemur í ljós að myndbandið sé einna al- gengasta afþreying fólks, en 7% kváðust leigja sér mynd- bandsspólu vikulega eða oftar, 15% tvisvar til þrisvar í mán- uði, 15% mán- aðarlega eða á tveggja mán- aða fresti, 15% nokkrum sinn- um á ári og 15% sjaldnar. Um 33% sögðust hins vegar aldrei leigja myndbandsspólu og 30% kváðust aldrei sækja kvik- myndahús. Um 40% sögðust aftur á móti sækja kvikmyndahús nokkr- um sinnum á ári eða sjaldnar. Um 37% sögðust aldrei fara í leikhús og 50% sögðust aldrei fara á bókasöfn, 68% aldrei á önnur söfn og 60% aldrei á myndlistarsýn- ingar. 65% kváðust aldrei sækja íþróttakappleiki, 68% færu aldrei á klassíska tónleika og 72% aldrei popp- eða rokktónleika. Aðeins 3% svarenda kváðust sækja pöbb vikulega eða oftar, 7% tvisvar til þrisvar í mánuði, 10% á tveggja mánaða fresti og 35% nokkrum sinnum á ári eða sjaldnar. 45% sögðust aldrei koma inn á slíka staði og 41% aldrei í partý. í ljós kemur að kaffíhúsin eiga svipuðum vinsældum að fagna og pöbbarnir. Bækur og dlskar Hvað varðar bóklestur, sem sér- staklega var athugaður, sögðust 85,6% lesa bækur, en 14,4% ekki. Meðaltal þeirra bóka, sem „lestrar- hestar" höfðu lesið á tólf mánaða tíma- bili, reyndist vera 11,8, en meðaltal keyptra bóka á sama tíma- bili reyndist mun lægra. Að meðaltali höfðu verið keyptar 3,6 bækur í bókaverslunum á tólf mánaða tímabili og 1,8 bækur hjá bókaklúbbum. 63% svarenda kváðust spila geisladiska að jafnaði og 55% sögð- ust kaupa þá að staðaldri, að meðal- tali 3,9 diska á síðustu tólf mánuð- um og reyndist Skífan vera vinsæl- asta plötubúðin. Popp- og rokktón- list reyndist vinsælust þegar kom að tónlistarvalinu og erlend tónlist virðist hafa ívið meiri spilun en sú íslenska. ¦ Samstarfssamningur senn undirritatur vit Færeyinga „AÐ ÞESSARI ferð lokinni tel ég að það séu augljósar forsendur fyrir því að sam- skipti okkar og Færeyinga geti vaxið á sviði ferðaþjónustu og þeir eru vel undir það búnir að taka við ferðamönnum. í Færeyjum er vinum að mæta og allir sem ég ræddi við lögðu áherslu á sameiginlega sögu þjóðanna. Niðurstaðan var að samningur um samvinnu þjóðanna í ferðamálum verður undirritaður hér um mánaðamótin febrúar- mars," sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra, en hann var i opinberri heimsókn í Færeyjum í boði Sámal Petur Igrund, ferðamálaráðherra Færeyja. Halldór sagði að forsaga málsins væri sú að við hefðum gert slíkan samning við Grænlendinga haustið 1993. I framhaldi af honum hefðu Færeyingar sýnt áhuga á sams konar samningi og hefði verið unnið að slíku síðan. „Við stefnum með þessu að því að auka samskipti milli þjóðanna og bæta samgöngur milli þeirra bæði á sjó og í lofti og að við sinnum sameigin- lega markaðskynningu út á við," sagði ráðherra. Hann kvaðst hafa notað tækifærið til að skoða sig um og ræða við ýmsa sem tengdust þessum málum, s.s. Johannes Eidegaard, varalög- mann, og fjármála- og efnahagsmála- ráðherra, Jan Mortensen, ferðamála- stjóra, og fleiri. Halldór Blöndal sagði að Færeying- ar teldu verstu efnahagsþrengingar þar afstaðnar og tími uppbyggingar væri í nánd. „Það var 'margt að sjá og mér þótti Norðurlandahúsið t.d fal- legt og fróðlegt að sjá þeirra myndar- lega útvarpshús. Undan því var kvart- að að þær næðu ekki nægilega vel útsendingum RÚV og mun ég ræða það við menntamálaráðherra. Há- punkturinn var að koma í Kirkjubæ. Þar söng karlakór færeysk lög og lauk söng sínum á að flytja ísland ögrum skorið og var það mjög áhrifamikið." SAMAL Petur Igrund, ferðamálaráð- herra Færeyja, og Halldór Blöndal, samgönguráðherra. ÞRJÚ HUNDRUÐ og fimmtíu fjölskyldur leituðu til Fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar s.l.ár eða um ein á dag séu virkir dagar og frídagar með- taldir. Þrjú ár eru síðan Fjöl- skylduþjónusta kirkjunnar var sett á laggirnar. Fyrsta árið, 1992, Ieituðu tíl hennar 250 fjölskyldur og það næsta 300 fjölskyldur. Annir hjá Fjöl- skylduþjónustunni eru mestar að afloknum jóla- og sumarfr- íumfólks. „ÖU samvera fjölskyldunnar og stórviðburðir í lífi hennar opna ákveðnar flóðgáttir," segir sr. Þorvaldur Karl Helgason, forstöðumaður Fjöl- skylduþjónustunnar. „Á stór- hátíðum eins og á jólum verður einkalifið mun opinberara en endranær gagnvart ættingjum og vinum. Þá þurfa menn jafn- vel að standa frammi fyrir því að þurfa að svara sjálfum sér og öðrum óþægilegum spurn- ingum, horfast í augu við raun- veruleikann og íhuga hvers vegna hlutirnir eru ekki eins og þeir ættu að vera. Við get- um ekki talað af langri reynslu, en við getum ekki neitað því að fleiri Ieita til okkar eftir jólahátíðina og það sama á við að afloknum sumar- leyfistímum." 011 samvera opnar ákveðnar gáttir Þorvaldur Karl sagði að málin sem koma til kasta Fjöl- skylduþjónustunnar væru æði marg- breytileg. „Það er t.d. ekkert einfalt að mæta með nýjan maka í jólaboð inn á heimili foreldra án þess að hafa gert upp fyrri sambúð. FJöl- mennastir eru þó þeir, sem vUja gera eitthvað í sínum mál- um. Sá hópur stækk- ar sem er í þann mund að skilja, en vill standa sem best að málum vegna barnanna. Við höfum í vaxandi mæli verið að hjálpa fólki að gera umgengnissamn- inga um börn. Síðan koma til margs konar samskiptaerf ið- leikar á heimilum. Hér eru margar stíúpfjölskyldur og ANNATIMAR hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar eru mestir að afloknum jóla- og sumarleyfum fólks. slík tengsl kosta oft mikla vinnu hjá fólki." Eitt ýtir i annað Þorvaldur Karl vill ekki skella skuldinni á einhvern einn orsakavald þegar erfið- leikar koma upp í sambúð. Þetta sé ákveðinn vítahringur sem menn þurfi að brjótast út úr. I sumum tilfellum megi finna lausnir án þess að til skilnaðar komi, en í ððrum ekki. „ Við getum hugsað okk- ur hring spýtukarla. Þegar einn fellur fylgja hinir í kjöl- farið, en það kann að vera flók- ið að átta sig á hver ýtti á hvern. Að sama skapi er erfitt að útskýra hvað er orsök og hvað er afleiðing." Þorvaldur Karl segir því að fjárhagsörðugleikar þurfi alls ekki að vera orsökin í sam- búðarerfiðleikum, eins og margir haldi fram; kannski þvert á móti. „Þegar brestir í hjónabandi gera vart við sig, fara m.a. fjármálin úr böndun- um. Reynsla mín er að algeng- ast sé að fjármálaerfiðleika megi rekja tíl erfiðleika í hjónabandi. Egtengi sambúð- arerfiðleika ekki peningum öllu fremur atburðum, sem eiga sér stað í lífi einstaklings og fjölskyldu," segir Þorvald- ur Karl, og áréttaði að víst væri mikilvægt að fjármál væru í þokkalegu standi í fjöl- skyldulífi. Farþegar óðunt aðsæítasig við reykbannið MIKIÐ hefur dregið úr kvörtunum farþega vegna reykbanns sem gekk í gildi 1. september 1993 á Evrópuleiðum Flugleiða að sögn Hólmfríðar Árnadóttur, forstöðu- manns þjónustudeildar. „Farþegar eru óðum að sætta sig við reglurn- ar og nú er sjaldgæft að einhver sé staðinn að því að reykja á flug- vélasalernum, en nokkur brögð voru að slíku til að byrja með." Hólmfríður segir að reyk- skynjarar séu á öllum salernum, en tæknin sé ekki óbrigðul. Ef grunur leiki á að einhver sé að reykja inni á salerni, þurfi flug- freyjur að bregðast skjótt við og opna með lykli ef með þarf, því mikill skaði getur hlotist af athæf- inu, sem jafnframt varðar við lög. Aðspurð sagði Hólmfríður að í sínum huga væri ekki spurning um hvort heldur hvenær reykingar verði bannaðar í Ameríkuflugi Flugleiða, enda sé það þróunin í flugi um allan heim. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.