Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 5
4 D FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + 1 Eitt og annaó 1 fyrir úflitió Forboðið blóm GIVENCHY tileinkar ungu kynslóðinni nýtt ilmvatn „Fle- ur d’interdit" eða forboðna blómið. „Ilmvatnið er eins og angan af ilmandi blómaakri og ögn af ferskum ávöxtum," segja framleiðendur. Ilmvatnið fæst í 50 og 100 ml úðaglasi. „Miss Arpels" FRÁ DEMANTS- og skart- gripahönnuðum Van Cleef & Arpels er komið á markað nýtt ilmvatn, „Miss Arp- els“. Ilmur- inn er sagður blanda af fínlegri ávaxtaangan og seiðandi rósailmi og á að minna á ilm frá lítilli blómabúð fullri af ilmandi blómum og ferskum ávöxtum. Hönnun ilmvatnsglasa frá fýrirtækinu á rætur að rekja til demanta og skartgripa. Áður komu á markað „First“, sem hannað er eins og de- mantseymalokkur, „Gem“ eins og gimsteinn og loks „Miss Arpels" sem óslípaður demantur. Farðl fyrir blandaða húð NÝI, fljótandi farðinn „Bal- ancing Act“ frá Max Factor er ætlaður fyrir blandaða húð. Hann hefur því tvenns konar hlutverk, annars vegar er hann rakagefandi og hins vegar |i hann að draga til sín húðfitl. „Balancing Act“ er ofnæmis- prófaður og ilmefnalaus farði, sem fæst í fjórum litum. Naglasnyrtlvörur frá Eylure FRÁ EYLURE er kominn á markaðinn naglalakkseyðir „Acenton Free Nail Polish Remover“ (bleikur), sérstak- lega gerður fyrir gervineglur vegna þess að hann er án ac- entons. Naglalakkseyðinn má einnig nota til að fjarlægja naglalakk af eigin nöglum. „Moisture Balance Nail Polish Remover" (gulur), er ætlaður fýrir þurrar og við- kvæmar neglur, en má líka nota á gervineglur. Inniheldur rakabindandi efni, E-vítamín og kvöldvorrósarolíu. Nýr umboðsmaður Develop 10 RANNVEIG Stefánsdóttir, snyrtifræðingur, hefur tekið við umboði Develop 10 handsnyrtivara. Auk nagla- herðis framleiðir Develop 10 næringarkrem fyrir húð og neglur, lituð naglalökk og efni til að flýta fyrir að naglalakk þomi. Nýr farði f rá Helena Rubinstein NÝI farðinn „Translucence“ frá Helena Rubinstein er sagð- ur gagnsær en jafnframt geta hulið annmarka litarháttarins. í farðanum em örsmáar púð- ureindir sem fanga ljós og endurkasta því yfír andlitið. Farðinn fæst í sex litum. ■ DAGLEGT LÍF Allt frá þjóð- lögum til þungarokks fiC 550 laga söngbókin kom S3 út hjá Setbergi fyrir jólin. í henni eru Mjj textar við vinsæl íslensk og erlend sön- glög, allt frá þjóðlögum fig til þungarokks. Hallgrímur Óskarsson valdi lögin. Bókin skiptist í tvo megin- hluta, íslenskan og erlendan. Z Hvor hluti fyrir sig byijar á lögum, sem teljast ekki til ákveð- inna flytjenda, þá er t.d. átt við þjóðlög eða lög sem em svo göm- ul og alþekkt að uppmnalegi flytj- andinn er næstum gleymdur. Á eftir koma lög, sem teljast til ákveðinna flytjenda. í formála segir að ástæða fyrir útgáfu söngbókarinnar sé, að erf- itt hafí reynst að finna ýmis lög frá liðnum ámm í þeim söngbók- um, sem verið hafa á markaði. Er þá aðallega átt við nýrri íslensk og erlend lög, sem orðið hafa vin- sæl til söngs. Mikilvægt sé að gera greinarmun á vinsælu lagi og sönghæfu lagi. Að mati ritstjóra bókarinnar var orðið tímabært að gefa út söngbók þar sem reynt er að fylgja óskum söngfólks í stað þess að velja lög- in eftir aldri eða tungu. Vinsæl íslensk sönglög em mörg og má jöfnum höndum finna gömul þjóðlög og ný popplög. Sá sem vill syngja kvæði Jónasar UNDIRSKRIFT á einum fæti. Hallgrímssonar frá 1827 getur síð- an kyijað lag eftir Bubba Morth- ens eða rokklag með Nirvana. Söngbókin kostar 1.490 kr. 250 lelkir Þá hefur Setberg einnig gefið út bókina 250 leiki með texta og teikningum eftir Hörð Haraldsson. Þar er úrval leikja, m.a. spurninga- leikir, orðaleikir, útileikir, innileik- ir, blindingsleikir, athyglisleikir og síðast en ekki síst samkvæmisleik- ir. Leikjabókin kostar 1.790 kr. í bókinni er m.a. leikurinn Undirskrift á einum fæti sem gengur út á það að stjórnandi fest- ir autt blað á vegg. Síðan segir hann fólki að skrifa nafn sitt með hægri hendi á blaðið um leið og það sveiflar vinstra fæti í hring. Öfugt ef um örvhenta er að ræða. Þetta tekst auðvitað, en það er erfitt. B Lifandi listhús gæti orðið að veruleika LEIÐIR þeirra hafa legið saman í nokkur ár á ýmsum námskeiðum sem þær hafa haldið á vegum Náms- flokka Reykjavíkur, Dagvistar barna og fleiri stofnana. Þar höfðu þær, hver í sínu lagi, leiðbeint leikskóla- og grunnskólakennurum að virkja börn í listsköpun. Fljótlega fundu þær Elfa Lilja Gísladóttir, Soffía Vagnsdóttir, báð- ar tónlistarkennarar, og Steinunn Helgadóttir, leikskólakennari, að hugmyndir þeirra um að hefja list- greinar til frekari vegs og virðingar innan skólanna og meðal almennings fóru saman. Þær voru ekki ánægðar með ástand í kennslu í listgreinum, sem þeim finnst víða fremur takmörkuð. „Skólanámskrá grunnskóla kveður á um að skólarnir eigi að sinna skap- andi starfí. Staðreyndin er sú að list- greinar verða fyrstar fyrir barðinu á niðurskurði og kennarar fá lítið svigrúm til að sinna kennslu á full- nægjandi hátt. Ástand þessara mála er óviðunandi bæði fyrir nemendur og kennara sem og foreldra," segja hugsjónakonurnar, sem ekki hafa látið sitja við orðin tóm heldur stofn- að sinn eigin listaskóla; Brunninn - uppsprettu lærdóms og lista. Þar nýta þær sér þekkingu hverrar ann- arrar og vinna saman að sameigin- legu áhugamáli. Sköpunarhneigð er öllum í blóð borin „Við höfum ekki samið neina kokkabók með pottþéttum uppskrift- um, heldur viljum við efla og styrkja einstaklinginn til að hann sé fær um að búa til sína eigin uppskrift. List- greinar eru óðum að færast nær hinu upprunalega, tækni og tölvur lúta í lægra haldi fyrir því frum- stæða bæði í tónlist og myndlist. Okkur finnst sannleikskorn í um- mælum Picasso, en hann sagði að fullorðnir gætu ekki kennt börnum að mála, aftur á móti gætu þeir fullorðnu lært ýmislegt af börnun- um.“ Brunnurinn er öllum opinn, enda segja þær stöllur að allir séu lista- menn hver á sínu sviði og hneigð til sköpunar sé öllum í blóð borin. Markmið skólans sé að efla sköpun- arþörfina, ímyndunaraflið og hug- myndaflugið til þess að hver og einn þroskist og öðlist hæfni til að tjá sig. Rauði þráðurinn í starfseminni er að blanda saman listgreinum; tón- list, myndlist og leikrænni tjáningu. „Markmið okkar e'r líka að flétta list- greinar í auknum mæli saman við bóklegt nám. Slíkt teljum við gefa góða raun og reyndar höfum við orðið varar við töluverða vakningu Minnkið kaffidrykkju LÁTIÐ fjóra bolla af kaffi nægja á dag. Þetta eru skilaboð til þeirra sem eru að sötra kaffi allan liðlangan daginn og drekka jafnvel heilu lítr- ana af þessum drykk áður en dagur er að kveldi kominn. Kaffi er hvorki hollt fyrir maga eða hjarta og getur hækkað kólester- ól í blóði. I nýlegu norsku tímariti er þessi þjóðardrykkur okkar sagður geta hækkað blóðþrýsting og jafnvel aukið líkur á beinþynningu hjá kon- um yfir fimmtugt. „Kaffi stelur frá okkur járni, þreytir okkur og veldur einbeitingarleysi." Tímaritið mælir með koffínlausum dtykkjum í staðinn ef að kaffibollarn- ir eiga til að verða fleiri en fyórir til fimm. Þá hafið þið það! ■ Bernskwbrwnnur 4-11 áro BERNSKUBRUNNUR skiptist í fjögur námskeið með mismunandi áherslum. „Lifíð er Ieikur“. Tónlist, hreyfing og spuni. Fyrir 4-5 ára. Leikið með röddina, kenndar og samdar þulur og hlustað á alls konar tónlist. Fijáls hreyfíng og dans skipa stóran sess, unnið er með mynd- list í tengslum við tónlistarupp- lifun og börnin læra að umgangast skólahljóð- færi og prófa sig áfram. „Leyndarmál hljóðfæranna". Hljóð- færakynning, hljóðfæraleikur og hljóðfærasmíði. Fyrir 6-8 ára. Bömin læra á sitt eigið hljóðfæri, lík- amann, og kynnast síðan hefðbundnum hljóðfær- um, alls kyns tónlist og syngja, dansa og spila. „Veröld full af vinum“. Afríka, Asía og Ameríka. Fyrír 9-11 ára. Bömin kynnast menningu annarra þjóða gegn- um söng, hreyfíngu, hþóðfæra- leik, hlustun og spuna. „Skapað af lífi og sál“. Mál- að, mótað, klippt, límt og byggt. Fyrir 7-12 ára. Boðið er upp á fjölbreytni í myndsköpun þar sem komið ej* inn á aðrar list- Fjórir brunnar greinar. Tilraunir með ýmsar tegundir lita og iitablöndun, unnið með gifs og leir. Gosbrunnur— 12-16 ára „Tónlist, tónlist, seg mér leyndarmál þitt“. Spunnið, sam- ið, skrifað, spilað og sýnt. Nem- endur fara gegnum vinnuferli með kennara þar sem mark- miðið er að virkja ímyndunar- afl þeirra og sköpunargleði. Viskubrunnur — f wllorónir „O, mig langaði alltaf svo“! Tónlist. Sungið, spilað, dansað og lilustað. Námskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á tónlist, „þótt þeir kunni ekki neitt“. Farið er í gmnnatriði tón- fræðinnar, tónskáld kynnt og hlustað á nokkrar af perlum tón- bókmenntanna. Fyrir- lestrar og heimsóknir af ýmsu tagi. „Þú hefur margt til brunns að bera“. Myndlist. Málað, mótað, byggt og spjallað. Eigin listsköpun efld í fjölbreytt- um viðfangsefnum, þar sem þátttakendur vinna ýmist að verkum sínum einir eða i samvinnu við aðra í litlum hópum. Ævibrunnur — eldri borgarar „Einu sinni var“. Æskusöngvar, æskuleikir, æskusögur. Kynnt eru ólík tímabil í tónlistarsög- unni, og kennd þjóðlög og dans- ar frá ýmsum löndum. Sungið og rifjuð upp gömul sönglög, þulur, leikir, sögur o.fl. Þátt- takendur em spurðir spjömn- um úr. ■ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 D 5 ►ELFA Lilja Gísla- dóttir lauk píanó- kennaraprófi 1986. Hún hóf siðan fram- haldsnám í Carl Orff Institut í Salzburg í Austurríki þar sem aðaláhersla er lögð á skapandi tónlistar- og hreyfiuppeldi og lauk prófi 1986. ►SOFFÍA Vagns- dóttir lauk tónmenn- talkennaraprófi 1983 og hefur síðan aðal- lega starfað við tón- menntakennslu í grunnskólum auk þess sem hún hefur haldið ýmis námskeið með unglingum og fullorðnum. ►STEINUNN Helga- dóttir er leikskóla- kennari. Hún lauk i framhaldsnám í myndlistarkennslu við Levande Verkstad í Svíþjóð 1988, en þar er kennd aðferða- fræði við að vinna með listgreinar sem tjáningarform. í þeim efnum síðustu misserin. Áherslur eru að breytast og meira lagt upp úr að vinna með börnum og fjölskyldum." „Hreyfanleg" námskelö Bernskubrunnur, Gosbrunnur, Viskubrunnur og Ævibrunnur heita námskeiðin og er hvert þeirra ætlað ákveðnum aldurshópi. Þær segja að því miður hafi ekki tekist að manna Ævibrunninn, námskeið fyrir eldri borgara. „Við fórum í Gjábakka, kynntum hvað við hefðum upp á að bjóða og gamla fólkið virtist skemmta sér konunglega. Trúlega á það óhægt um vik að komast leiðar sinnar og því er hugsanlegt að við bjóðumst til að færa því námskeiðin heim. Við erum að kanna ýmsa möguleika á að halda „hreyfanleg“ nám- skeið og erum opnar fyrir ýmsum hug- myndum, nám- skeiðum og fræðslufundum HHh fyrir faghópa og * félagasamtök á höfuðborgar- svæðinu og úti á Í&I landsbyggðinni. fcflfe- Við viljum ekki fara of geyst af stað, fyrirkomulag og stefna skólans er enn í mótun." Fyrst um sinn hefur Brunnurinn aðstöðu í tónlistarstofu Snælands- skóla um helgar og eftir að hefð- bundinni stundaskrá lýkur. Elfa, Soffía og Steinunn vonast til að ná samkomulagi við Reykjavíkurborg um framtíðarhúsnæði og samstarf af ýmsu tagi, því þær hafa óþijót- andi hugmyndir á pijónunum. „Draumurinn er að setja á laggirnar lifandi listhús. Þar gætu einstakling- ar og hópar leigt aðstöðu og sinnt hugðarefnum sínum frá morgni til miðnættis. Við myndum bjóða upp á alls konar námskeið og helst vild- um við fá grunnskólana í lið með okkur. Þá væri hægt að halda nám- skeið fyrir einstaka bekkjardeildir og kennara. Við gætum einbeitt okkur að starfinu og þyrftum ekki lengur að vera á faraldsfæti með pjönkur okkar og pinkla og sífellt að passa upp á að allt væri slétt og strokið þegar kennslu lýkur.“ Þótt Elfa, Soffía og Steinunn séu ákveðnar í að færast ekki of mikið í fang, eru þær fullar eld- móðs og liggja ekki á skoð- unum sínum. Þær líta ekki á list sem afmarkað svið á færi fárra útvaldra, held- ur sjá þær hana í víðara samhengi; í tengslum við uppeldi, fræðslu, viðskipti og atvinnulíf. „Aukin áhersla á listgreinar í skól- um hlýtur að skila þjóðfé- laginu hæfari einstakling- um og meiri þjóðartekjum því þeir sem geta tjáð sig eiga auðvéldara með að leysa úr hvers kyns vanda- málum. Forystumenn at- vinnulífsins þyrftu að vakna af dvalanum og kynna sér hvernig þeir geta hlúð að listgreinum fyrirtækjum sínum og þjóðinni allri til framdráttar," segja listakonurnar og eru sammála í þessu eins og flestu er lýtur að listinni. ■ vþj RAUÐI þráður- inn í starfs- semi Brunns- ins er að blanda saman listgreinum; tónlist, myndlist og leikrænni tjáningu. Meistarakokkarnir Eftirfarandi réttir eru frá meist- arakokkunum Óskari og Ing- vari. Fylltar kartöflur 4 stórar kartöflur 2 msk. smurostur meó dilli 2 strimlar saxað steikt beikon rauð paprika ___________salt, pipqr_________ rifinn ostur Skerið ofan af kartöflunni og takið innan úr henni með skeið. Blandið smurosti saman við, ásamt beikoni og fínt saxaðri papriku. Kryddið. Fyllið kartöfluhýðið með blöndunni og stráið rifnum osti yfir. Bakið í 180 stiga heitum ofni í 15 mín. Mjög gott sem meðlæti eða stakur réttur með salati. Saltfiskur meö tómötum og kartöfluþaki 800 g vel útvatnaður saltfiskur 2 msk. hveiti _________2 egg_________ 1 tsk. nýmulinn pipar 3 stórir tómatar 2 stórar kartöflur Skerið saltfiskinn í sneiðar og velt- ið upp úr hveitinu, útslegnum eggj- um og ráðið síðan í smurt eldfast mót. Skerið tómatana í sneiðar og raðið ofan á. Kryddið með piparn- um. Afhýðið kartöflur og skerið í 2-3 mm sneiðar. Raðið ofan á fisk- inn. Bakið í 200 stiga heitum ofni í 20 mín. eða uns kartöfluþakið er orðið gullbrúnt. DAGLEGT LÍF Eruð þið hjónin að rífast til að sigra saman? ÞEGAR hinn eini sanni er fundinn eða sú eina sanna verður lífið dans á rósum. Goðsagnir? Svo segir Sigurður Ragnarsson sálfræðingur. „Hjón, hversu hamingjusöm sem þau eru, lenda alltaf í deilum en þessar goðsagnir styðja hjónin í að flýja frá vandanum í stað þess að tak- ast á við hann.“ Goðsagnirnar fá byr undir báða vængi í ævintýrum og kvikmyndum, prinsinn kyssir stúlkuna úr álögum eða stúlk- an froskinn og þau lifa síðan hamingjusöm alla ævi, ást- fangna parið nær saman í kvikmyndinni, allt fellur í ljúfa löð og svo framvegis. Á þetta að vera svona erfitt? Þegar kemur að veruleikanum og ágreiningsefnin rísa upp hjá hjónum halda þau að þetta eigi ekki að vera svona erfítt. Þau draga þá ályktun að þau geti tæpast elsk- að hvort annað þegar fyrir kemur að þeim verður illilega sundurorða. Á sama hátt geta þau farið að velta fyrir sér að þau hljóti að hafa „valið skakkt" þegar deilurnar rísa sem hæst. Erfiðleikarnir felast í að slíkar hugsanir stöðva oft frek- ari úrvinnslu vandamálanna. Hringdans fjölskyldunnar, við hvern dönsum við? Þetta er yfir- skrift' á fyrirlestri sem sálfræðing- urinn Sigurður Ragnarsson verður með í Norræna húsinu á morgun og þar verður fjallað vítt og breitt um hjónabandið og börnin. að gæti passað inn í þess eigin fjölskyldu. Þegar pörin fóru síðan að segja sína sögu kom á daginn að líkir punktar voru í fjöl- skyldusögu. „Þetta eru bara vangaveltur. Ég hef verið að skoða í kringum mig og sé að þó fjölskyldur séu ólík- ar falla grunnátriði í fjölskyldusögu hjá hjónum oft saman. Ágreiningur á að færa hjónin nær hvort öðru Sigurður segir mik- ilvægt að átta sig á því að ágreiningur er ekki sönnun á því að allt sé ómögulegt. Lykillinn að sambandinu liggur í eigin huga. Þegar ágreiningur rís er mikilvæg- ast að hann færi hjónin nær hvort öðru frekar en það sé spurning hvort hefur réttara fyrir sér. Með slíkt meginmarkmið í huga er gott að setja sér vissar reglur þegar vinna skal úr ágreiningi. Sig- urður kemur til með að fjalla nánar um slíkar reglur í fyrirlestri sínum en þær eru: ► 1. Að tryggja frið og einbeit- ingu. Hjón eiga að forðast að taka upp viðkvæm mál á óþægi- legum tíma. ►2. Kynnið ykkar afstöðu án þess að eiga einkarétt á sannleik- anum. Berið málin fram út frá eigin áhyggjum eða kvíða en ekki með ásökunum. ekki nægan svefn vegna barnaumönn- unar hvað ætlar eig- inmaðurinn þá að gera til að leysa það? Það þýðir ekki að gefa eitthvað sem svífur í loftinu. ►6. Varðveitið það sem hefur áunnist og týnið því ekki í gagnrýni eða ásök- unum. Sigurður segir að stundum séu hjón orð- in það háð hvort öðru að annað sé jafnvel tilbúið að leggja á sig næstum hvað sem er til að halda friðinn. „Þá er hjóna- bandið frekar orðið að sníkjulífi en grundvallað á ást. Hjón velja að búa saman en það er ekki um val að ræða nema báðir aðilar viti að þeir séu færir um að lifa án hins. Hlustið Ifka á börnin Sigurður segir sama gilda með börnin og parsambandið, að vinna megi úr öllu sem upp kemur með ástina að leiðarljósi. í lok fyrirlesturs síns á morgun spjallar hann um viðhorf foreldra til barna og hann segir að það séu sex atriði sem hann vilji koma áleið- is til foreldra. ► l. Segið börnunum ykkar og látið þau finna að þau séu einstök í heiminum. ►2. Látið þau finna að þau séu elskuð. Sigurður Ragnars- son sálfræðingur Sendum vlð hvort öðru ómeðvituð boð? í heiti fyrirlestursins notar Sig- urður dansinn sem líkingamál. „Það má kannski bera það saman hvernig við veljum okkur dansfé- laga og síðan lífsförunaut. Ég hef verið að velta fyrir mér kenningu um hvað laði mann og konu að hvoru öðru. Ef til vill hefur það eitthvað að gera með ómeðvituð boð sem við sendum frá okkur. Boð sem eru grundvölluð í sögu upp- runafjölskyldu okkar.“ Sigurður segir að gerðar hafi verið kannanir á þessu með þrjátíu til fjörutíu í hóp þar sem fólk var beðið að velja sér aðila úr hópnum án þess að tala saman, aðila sem því sýndist ►3. Hlustið. Þetta er gullvæg regla og óendanlega mikilvæg og að sama skapi erfið. Oft eru hjónin löngu hætt að hlusta hvort á annað og eru t.d. upptek- in við að safna mótrökum þó hinn aðilinn sé að Ijá sig. ►4 . Munið ástina. Þið eruð ekki að rífast til að sigra eða tapa heldur til að sigra saman. ►5. Undirbúið gjafir til að gefa þær. Hvað vilt þú leggja af mörk- um til að hægt sé að leysa ágrein- ingsefnið? Það hjálpar lítið að segjast ætla að hafa eitthvað hugfast heldur þarf að koma með nákvæmar lausnir. Ef vandamálið er að konan fær ►3. Leyfið börnunum að finna að þeirra eigið ímyndunarafl er óþijótandi fjársjóður sem er þeirra. ►4. Látið börnin finna að mögu- leikar þeirra eru ótæmandi. Það er bara að koma auga á þá. ►5. Börn eiga að vita að dauð- inn er til rétt eins og lífið. ►6. Lífið er fjölbreytilegt, fullt af lífi og sprelli. Ekkert. okkar er fullkomið en við erumjafn góð fyrir það. Sólstöðuhópurinn stendur fyrir fyrirlestri Sigurðar sem verður í Norræna húsinu á morgun 21. jan- úar og hefst klukkan 13. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Ágreiningur er ekki sönnun ó því aö alit sé ómögu- legt. Þegar deilu- mál koma upp er mikilvægast að þau ffæri hjónin nær hvort öðru frekar en þaö sé spurning hvort hefur réttara ffyr- ir sér. 1 * V I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.