Morgunblaðið - 04.02.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 C 3
REGNBOGIAF
TILFINNINGUM
Sigrún Hjálmtýsdóttir segir frá hlutverki Víólettu
HLUTVERK hinnar heiliandi Víólettu Valery
er sungið af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur í upp-
færslu Íslensku óperunnar að þessu sinni.
Hlutverkið er skrifað fyrir lýrískan coloratur-
sópran en er stundum sungið af röddum sem
flokkast undir lyrico spinto sem Sigrún segir
að hafi meiri fylling í röddinni. En hvað fleira
þarf til?
„Kannski fyrst og fremst gífurlega reynslu
á sviði,“ segir hún hugsi, og bætir við: „Auk
þess þarf töluverða raddlega breidd, því að
tónlistin í hlutverki Víólettu spannar allan
tilfinningaskalann. Maður þarf að hafa tölu-
verða lífsreynslu til að skilja þessa konu.
Þó er það nú svo að þessi ópera stendur
manni nær en margar aðrar, því hún er byggð
á sönnum atburðum. Svo er þetta vinsælasta
ópera allra tíma og mikið til af efni um hana.“
Ég hjó eftir því í grein um tónlistina í La
Traviata, sem Þorsteinn Gylfason skrifaði,
að hann talar um að miklar andstæður séu
í aríum Víólettu. Er það óvenjulegt?
„Já, en þetta á við megnið af tónlistinni í
La traviata. Verdi byggir hana mjög flott
upp. Hann fléttar laglínumar sýo vel að ef
maður syngur þær eins og hann skrifar og
er ekkert að yfírleika, þá fínnur maður hvað
allar tilfínningamar liggja vel skrifaðar í
tónlistinni. Hún er regnbogi af tilfínningum.
Víóletta er saklaus sveitastúlka sem flyst
til borgarinnar ung að aldri og þarf að sjá
fyrir sér. Hún hefði getað gert það sem
saumakona, en hún var víst gífurlega falleg,
skemmtiieg og greind og allir vildu þekkja
hana. Hún sveif upp þjóðfélagsstigann og
varð hástéttar vændiskona. Hún verður þó
ekkert hortug við það eins og þær konur sem
urðu bitrar yfír því að hafa lent í þessu. Svo
kemur þessi ungi maður, Alfredo, sem um-
gengst hana allt öðruvísi en allir aðrir. Hún
er lengi að átta sig á honum því hún hefur
aldrei áður kynnst sannri ást. Það hefur eng-
inn elskað hana eins og hún er.
Hann verður þó fljótlega það eina sem hún
lifir fyrir. Hann er sá eini sem getur bjargað
henni úr viðjum þessa gleðilífemis. En það
er ekki svo auðvelt, vegna þess að hann á
sér bakgmnn í heimi þar sem allt þarf að
líta svo vel út.
Þegar Víóletta kynnist sannri ást kemur í
ljós að hún er gríðarleg tilfínningavera. Hún
hafði bara alltaf breitt yfir það með glingri
og gjálífí. Hún hafði verið í eilífum veislum.
Hún hefur aldrei verið raunverulega elskuð
en er ekki lengi að taka ákvörðun um að breyta
um lífemi og flytja upp í sveit með Alfredo,
þegar hún er viss um þessar tilfínningar.
En hún hafði lifað um efni fram og nú
voru karlamir hættir að borga fyrir hana,
þannig að það fóm að kroppast utan af henni
þær eignir sem vora á hennar nafni.“
Langur undirbúningur
En hvernig bjóstu þig undir hlutverkið?
„Ég hef aldrei sungið það áður og byrjaði
á því að fara í ferðir til að ná tökum á því.
Fór síðastliðið vor til Ítalíu og aftur í haust
og dvaldi þar fram í desember. Ég var hjá
Rina Malatrasi, sem ég leita alltaf til við
undirbúning að stórum hlutverkum. Hún er
gamli kennarinn minn.
Ég las mér til um Víólettu og tíðarandann
í París á hennar dögum. Ég á til dæmis bók
um mjög fræg tehús í París á þessum tíma,
sem er alveg frábær til að komast inn í and-
rúmsloftið.
Mér fannst þetta nauðsynlegt vegna þess
að ég hef aldrei séð La Traviata á sviði. Ég
geng því hér um bil að þessu hlutverki eins
og söngkonurnar í gamla daga, sem höfðu
enga hljómdiska og ekkert myndband eða
neitt til að styðjast við.
Raddlega þurfti ég góða þjálfun, því hlut-
verk Víólettu liggur á mjög breiðu sviði. Það
er ekki eins mikið flaututónahlutverk og ég
hef fengist við hingað til, þótt vissulega séu
þannig kaflar í því, sérstaklega framan af,
heldur langir, fallegir kaflar sem maður verð-
ur að syngja með mikilli dýnamik og mikilli
mýkt. Nú verður að syngja þroskað; maður
kemst ekki upp méð neitt múður. Það er
sungið veikt og sterkt til skiptis, hendingam-
ar þarf að lita og nota mjög mikil blæbrigði.
í þessu hlutverki þarf að nota bijósttóna,
bæði til að syngja og tala til að túlka geðs-
hræringuna og tilfinningarótið sem Víóletta
fer í gegnum.
Lokaatriði verksins, dauðaatriðið, er líka
ólíkt því sem ég hef tekist á við áður. Það er
í senn sérkennilegt og raunsætt, því það er
víst staðreynd að fólk sem er að deyja fær
einhvern kraft í sig að lokin. Víóletta er allt-
af að reyna að teygja lífíð í lokaþættinum,
sérstaklega eftir að Alfredo kemur aftur til
hennar. Þá leyfa þau sér bæði að lifa í von-
inni - en sú von varir aðeins í augnablik.“
BERGÞÓR Pálsson í hlutverki Giorgios Germonts.
SIGRÚN Hjálmtýsdóttir í hlutverki Víólettu.
EIK KF MMIIM
UPPÁHALBS ðFERUM
Bergþór Pálsson um La traviata og hlutverk Germonts.
BERGÞÓR Pálsson syngur hlutverk Giorgi-
os Germonts, föður Alfredos, þess manns
sem molar hamingju hans og Víólettu mél-
inu smærra; ryðst inn í friðsælt ástarhreiður
þeirra og ætlar að beita Víólettu þvingunum
og hótunum. Hann sér þó fljótlega að hann
er ekki í neinni stöðu til þess og verður að
fara bónleiðina að henni. Samt sem áður
virkar hann grimmur og kaldur þar sem
hánn stendur og horfir á sorg hennar og
þjáningu - án þess að blikna. Þetta er ekki
þakklátt hlutverk og þegar Bergþór lýsir
gleði sinni yfir því að syngja það, verður
manni á að spyija hvernig það megi vera.
„La traviata er ein af mínum uppáhaldsó-
pemm alveg: frá því ég var unglingur," seg-
ir hann. Hún er mér alveg sérstaklega kær.
Hins vegar hefur mér alltaf þótt það íjarlæg-
ur draumur að fá að syngja þetta hlutverk,
aðallega aldursins vegna.“
Útlits- eða raddlega?
„Aðallega útlitslega. Þetta er lýrískur bari-
tón, sem hentar mér raddlega. Aftur á móti
tekst ég ekki á við þessi þungu Verdi baritón-
hlutverk. Ekki enn. En ég get ekki neitað
því að þrátt fyrir að hafa langað til að syngja
hlutverkið, hefur mér alltaf staðið stuggur
af þessum manni, honum Giorgio Germont."
Hvers vegna?
„Hann er náttúrulega örlagavaldur í óper-
unni. Hann veldur slæmum örlögum mann-
eskjunnar sem maður hefur samúðina með
frá byrjun.
Hins vegar er ég ekkert óvanur því að
vera vondur við hana Diddú á sviði,“ bætir
Bergþór við og er fljótur að árétta að svo
sé ekki utan sviðs. „Þar getum við hlegið
og gert grín að þessum örlögum í samvinnu
okkar.“
En hvers vegna er þessi ópera þér svona
kær?
„Vegna þess að La traviata er óperan sem
ég hef grenjað mest yfir um ævina. Mér
hefur alltaf þótt svo sorglegt hvemig Germ-
ont fer með Víólettu. Það var því dálítið
sérkennilegt að setjast hinum megin við
borðið; vera sjálfur ljóti karlinn og þurfa
að skilja hans sjónarmið.
En einmitt vegna þess hversu ástkær
þessi ópera er mér, finnst mér alveg synd
að ekki sé hægt að bjóða öllum unglingum
á sýningu. Hún er svo tilvalin til að kveikja
óperuáhuga; tónlistin er svo falleg og að-
gengileg,"
Ljóti karlinn segir þú. Germont missir
nú fljótlega fótanna í þeirri stellingunni,
ekki satt?
„Það má segja að hann sé fljótur að
meirna eftir að hann kynnist Víólettu. Hann
sér að hann getur ekki komið og krafist,
því hún er virðingarverð og glæsileg kona.
Hann beitir hana því sálfræðilegu ofbeldi.
Fyrsta lagið sem hann syngur er um unga,
saklausa dóttur hans og verðandi eiginmann
hennar. Þetta er eitt af fallegustu lögunum
í óperanni, eri það er spurning hvort hann
er að segja Víólettu þessa sögu af kvikindis-
skap eða hvort hann er orðinn meir. Hins
vegar rekur hann í rogastans þegar hann
heyrir hvernig hún svarar og hvað hún er
sívilíseruð.“
Nú segistu ekki hafa reiknað með að
syngja þetta hlutverk strax. Hvemig varð
þér við þegar þú varst beðinn um það?
„Ætli það hafi ekki runnið á mig tvær
grímur. Auðvitað hef ég stúderað hlutverkið
lengi; alveg frá því ég var í skóla, og þetta
var tilboð sem ekki var hægt að neita. Ég
hef alltaf óskað mér þess að syngja þetta
hlutverk en hélt ég hefði lengri tíma til að
þróa það. Ég fór til Bandaríkjanna til að
stúdera það hjá einni frægustu Travíötu
allra tíma, Zeani, og eftir allan undirbúning-
inn verð ég að segja að ég hlakka óskap-
lega til að syngja það. Og ég vona að ég
eigi eftir að syngja það aftur, til dæmis
eftir 10-15 ár. Það sem mér fínnst sérlega
gaman er að fá tækifæri til að syngja dúett-
inn með Víólettu í 2. þætti. Hann þykir mér
vera eitthvað það fallegasta sem til er.“