Morgunblaðið - 04.02.1995, Side 5

Morgunblaðið - 04.02.1995, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 C 5 Ólíkt öðrum tön- listarhötíðum Myrkir músíkdagar hefjast 12. febrúar næstkomandi, en þeir eru hátíð samtíma- tónlistar. John Speight gerir stuttlega grein fyrir tilurð og þróun hátíðarinnar sem nú er óvenju veigamikil í tilefni af 50 ára afmæli Tónskáldafélagsins. TÓNSKÁLDAFÉLAG íslands er 50 ára á þessu ári. Afmælisins verður minnst á ýmsan hátt og verða Myrkir músíkdagar 1995 einn liður í því afmælishaldi. Stjórn félagsins pantaði tónverk fýrir hljómsveit sérstaklega af þessu tilefni hjá Snorra Sigfúsi Birgissyni tónskáldi og verður það flutt af Sinfóníuhljómsveit íslands á lokatónleikum Myrkra músík- daga 23. febrúar. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður Anne Manson frá Bretlandi og mun þetta vera í fyrsta skipti sem kona stjórnar Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Tónskáldafélagið var stofnað í júnímánuði árið 1945 og var fyrsti formaður þess kosinn Páll Isólfs- son. í fyrstu stjóm félagsins sat m.a. Jón Leifs, en verk þessara tveggja frumkvöðla í íslensku tón- listarlífi má heyra á tvennum yfir- litstónleikum Myrkra músíkdaga 1995, þar sem Sinfóníuhljómsveit íslands og nýstofnuð Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands mun gefa yfirlit yfir íslenska hljómsveitar- tónlist í 50 ár. Sinfóníuhljómsveit Norður- iands leggur í sína fyrstu tónleika- ferð „út á land“ og spilar í ís- lensku óperunni sunnudaginn 19. febrúar, og auk þess í Akureyrar- kirkju daginn áður. Hljómsveitin leikur verk eftir Pál ísólfsson, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson, Þor- kel Sigurbjörnsson og frumflutt verður verk fyrir baritón og hljóm- sveit eftir Hróðmar Inga Sigur- björnsson við texta Davíðs Stef- ánssonar, sem skrifað er í tilefni 100 ára afmælis skáldsins. Stjóm- andi verður Guðmundur Óli Gunn- arsson og einsöngvari Michael Clarke. Á efnisskrá tónleika Sinfóníu- hljómsveitar íslands verður, auk verks Snorra S. Birgissonar sem áður er getið, fmmfluttur konsert Páll Isólfsson Jón Þórarinsson Snorri Sigfús Birgisson Jón Leifs fyrir hljómsveit og saxa- fónkvartett eftir Atla Heimi Sveinsson.' Einleik- ari verður kvartett í fremstu röð, Rascher Saxophone Quartet frá Þýskalandi, en þeir félagar verða einnig með sérstaka tónleika í Listasafni ís- lands. Þá flytur Sinfón- íuhljómsveitin Langnætti eftir Jón Nordal og loka- verk hátíðarinnar verður Geysir eftir Jón Leifs. Myrkir músíkdagar em, ólíkt öðrum tónlistarhátíð- um, ekki settir í samband við langan sólargang, en þeir fara fram i skammdegi febrúarmánaðar annað hvert ár. Þeir eiga upphaf sitt að rekja til ársinS 1980, þegar Tónskáldafélag ís- lands, undir formennsku Atla Heimis Sveinssonar, ýtti úr vör hátíð samtíma- tónlistar í Reykjavík, sem síðan hefur áunnið sér fastan sess í tónlistarlífi borgarinnar. Markmið há- tíðarinnar var þríþætt; að stuðla að flutningi eldri ís- lenskra verka, að skapa vettvang til að flytja ný tónverk íslenskra tón- skálda, og að flytja áhuga- verð erlend samtímaverk. Myrkir músíkdagar vora haldnir árlega til ársins 1985, en erfitt reyndist að afla fjár svo nægilegt væri til að hátíðin héldi reisn, sem aðstandendur vonuðust eftir. Var því ákveðið að hátíðin skyldi haldin annað hvert ár og staðið veglega að henni. Síðan hafa Myrkir músíkdagar stöðugt vaxið að umfangi og hafa ekki einungis sannað tilvemrétt sinn fyrir höfuðborgarbúum, heldur einnig vakið athygli út fýrir land- steinana. Sem dæmi má nefna að á hátíðinni 1991 var frönsk sam- tímatónlist sérstaklega kynnt og gestir frá Frakklandi komu hing- að til tónleikahalds og árið 1993 féllu Myrkir músíkdagar inn í víð- tæka menningardaga. Skottís, sem vom árangur menningar- tengsla Reykjavíkur- og Glasgow- borgar. Þá var Iögð rækt við að kynna skoska samtímatónlist auk íslenskrar og fjölmargir skoskir listamenn komu fram. Ætlunin er að endurspegla af- mæli Tónskáldafélagsins í dagskrá Myrkra músík- daga 1995 í fleiri atriðum en hljómsveitartónleikum og verður meginstef hátíð- arinnar íslensk tónlist í flutningi íslenskra lista- manna, sem koma fram á tónleikum í Reykjavík og Kópavogi. Þeir hefjast í Listasafni íslands sunnu- daginn 12. febrúar, þar sem Caput-hópurinn verð- ur með efnisskrá með splunkunýjum verkum. Röð stuttra einleiks- og dúótónleika með ýmsum af okkar færstu tónlistar- mönnum verður á Kjarv- alsstöðum og í Gerðar- safni. Þau eru Rut Ingólfs- dóttir, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Bryndís Halla Gylfadóttir, Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau, Laufey Sigurð- ardóttir, Elísabet Waage, Einar Kristján Einarsson, o.fl. Multi-media-tónleikar verða í Borgarleikhúsinu, þar sem flutt verða blönd- uð verk fýrir segulbönd, tölvur og myndbönd. Loks skal getið að þrír barna- kórar frá jafnmörgum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu, Graduale- kór Langholtskirkju, Skólakór Kársness og Kór Öldut- ónsskóla, koma fram á sérstökum tónleikum í Digraneskirkju laug- ardaginn 18. febrúar og flytja ís- lenska bamakórsöngva. Núverandi stjórn Tónskáldafé- lagsins og jafnframt fram- kvæmdastjóri Myrkra músíkdaga 1995 skipa John Speight formað- ur, Árni Harðarson og Þorsteinn Hauksson. Höfundur er tónskáld. Lýsandi blaar línur Við slaghðrpuna f Listasafni Köpavogs HOLLENDINGURINN Ger C. Bout sýnir þessa dagana í setustofu Ný- listasafnsins við Vatnsstíg. Það er hvorki stórt né mikið rými en engu að síður frnnst manni eins og opnuð hafi verið útsýn í geiminn eða innsýn í frumu ótal sinnum stækkaða. Bout hefur strengt þráð úr ull og pólýest- er þvers og kmss milli lofts, gólfs og veggja og varpað á hann útíjolubláu ljósi. Út- koman er rafmagnað kerfi af línum, Iýsandi línum, sem koma á óvart eftir grámann í borginni. Bout er menntaður arki- tekt og segist aldrei hafa gert alveg upp á milli fags- ins og listarinnar. „Mér finnst gaman að sjá hluti gerast," segir hann, „hvoif sem það er töfraveitingahúsið sem við byggðum frá gmnni og höfð- um opið eitt kvöld á listahátíð í Oulu í Finnlandi síðasta sumar eða timbur- hús í fínnska bænum Pori sem var rifið sundur spýtu fyrir spýtu og komið fyrir á alveg nýjan hátt.“ Myndir af húsinu, eða því sem áður var hús, minna dálítið á línurn- ar í Nýlistasafninu. Samhengi hlut- anna finnst nefnilega ef vel er leitað og Bout segir jafnvel visst samræmi felast í ósamræmi, í því að gera helst alltaf eitthvað nýtt, búa til listaverk þar sem þau verða sýnd og síðan taka þau sundur. Eins og ekkert hafi í skorist. „Því list þarf ekki að vera minnisvarði, hún er miklu betri sem lifandi skepna. Sem lifir og deyr eða breytist með ámnum.“ Bout hafði samvinnu við Illuga Eysteinsson um verkið í Nýlistasafninu. Þeir höfðu aldrei hist áður, en ákváðu að vinna þetta saman og Bout segist ein- mitt gjarna vilja kynnast nýju fólki með hveiju verkefni. Það sem hann hefur nú á pijónunum er óvenjulegt: í samvinnu við hollenska hljómsveit sem kallar sig The Ereprijs er ætlun- in að smíða nýstárleg hlóðfæri og nokkurskonar sviðsmynd sem síðan fylgir sveitinni um borg og bý og breytist eftir efnum og aðstæðum. Þetta er kannski ekki það auðskild- asta af öllu og ég ákveð í bili að fara bara aftur inn í herbergið bláa með sínum lýsandi línum. Gleyma öllu nema geimnum. Þ.Þ. í LISTASAFNI Kópavogs fara fram á sunnudagskvöld aðrir tónleikar í tónleikaröðinni Við slaghörpuna, sem haldin er fyrir forgöngu Kópa- vogsbæjar. Tónleikar þessir eru óhefðbundnir að formi, t.d. fá tón- leikagestir ekki prógramm í hend- urnar þegar þeir koma á staðinn, heldur er leikið og sungið og spjallað um það sem flutt er jafnóðum. Guð- rún Guðlaugsdóttir ræddi við Jónas Ingimundarson, sem sit- ur við slaghörpuna í Listasafni Kópavogs, og fær til sín einn gest hvert tónleikakvöld. Um miðjan janúar vom fyrstu tónleikarnir í þessari röð, gestur þá var Martial Nardeau flautu- leikari. Annað kvöld hitt- ast þau við slaghörpuna Jónas og Rannveig Fríða Bragadóttir mezzo- sopransöngkona. „Þetta form á tónleikum hef ég haft hug á áram saman og raunar hrint í fram- kvæmd víða áður, bæði hér í Reykjavík og úti um allt land. Síðustu helgi var ég t.d. á Hornafirði, þar sem ég stoppaði í þijá daga og sinnti marg- víslegum verkefnum, meðal annars var ég með tónleika í þessu formi þar sem við lékum og sung- um saman ég og heimamenn. í Listasafni Kópavogs hef ég þann hátt á að leiða fólk til hlustunar með því t.d. að gefa tóndæmi, segja frá tónlistinni sem flutt er og tína til fróðleiksmola sem henni em tengdir. Tónleikarnir hefjast klukk- an 20.30 og standa yfir í allt að einn og hálfan tíma.“ Hvers konar tónlist er verið að kynna í þessari tónleikaröð? „Það er fjölbreytileg tónlist sem ég hef ást á og er á mínu valdi að flytja með gestum mínum,“ segir Jónas. „Ég get t.d. ekki flutt rafmagnstón- list á píanóið svo mér em ýmsar skorður settar. En af nógu er að taka samt, t.d. þegar Martial Narde- au var með mér þá fluttum við ein- göngu franska tónlist. Hins vegar vil ég ekki gefa upp hvað flutt verð- ur annað kvöld með Rannveigu. Það gefur þó kannski einhveija vísbend- ingu að hún er nýlega komin til landsins frá Vínarborg þar sem hún er búsett.“ Rannveig Fríða Bragadóttir starf- ar víða erlendis við ópemsöng og tónleikahald. Hún nam söng í Vínar- borg og starfaði þar í nokkur ár við Ríkisópemna þar. „Síðustu árin hef ég verið lausráðinn söngvari og starfað við ýmis verkefni, svo sem Salzburger Festspiele, listahátíðina frægu í Salzburg. Síðasta verkefni mitt var við Konunglegu ópemna í Brussel," segir Rannveig.„Én nú er ég komin heim í nokkrar vikur til þess að starfa við ýmislegt tónleika- hald. Þar ber hæst auk tónleikanna í Listasafni Kópavogs, tónleika sem fyrirhugaðir eru með Sinfóníuhljóm- sveit íslands þann 16. febrúar nk., og tónleika í Gerðubergi sem haldn- ir verða í byijun mars þar sem fmm- flutt verða fjölmörg ný, íslensk ein- söngslög. Hvað snertir tónleikana í Lista- safni Kópavogs þá er það nú svo að við Jónas erum gamlir vinnufélag- ar og getum ekki stillt okkur um að leiða saman okkar „sönghesta“, hvenær sem tækifæri gefst til. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek opinberlega þátt í tónleikum af þessu tagi og ég er mjög spennt að vita hvern- ig viðbrögð áheyr- enda verða. Það er auðvitað alltaf spurning hversu langt á að ganga í að skýra út tónlist, en á hitt ber að líta að við skýram út bókmenntir, förum á listsýningar með leiðsögn og ferðumst með landið með leið- sögumönnum. Ég hef grun um að fólki þyki almennt svona tónleikaform mjög skemmtilegt og fróðlegt. Þar sem við Jónas höfum fengið okkar tónlistaruppeldi í Vínarborg skyldi engan undra þótt viðfangsefn- in okkar annað kvöld tengist því. Mörg af bestu tónskáldum sögunnar eru austurrísk og Vín var jú lengi háborg tónlistarinnar." Hollenskur listamaður sýnir þessa dagana í Ný- listasafninu JÓNAS Ingimarsson og Rannveig Fríða Bragadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.