Morgunblaðið - 04.02.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.02.1995, Qupperneq 6
6 C LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ NORRÆNA menningar- hátíðin sem haldin er í þetta sinn á þremur stöðum á íslandi sam- tímis, hefur hlotið heitið „Sólstaf- ir“. Hátíðin hefst 11. febrúar og mun standa í sex vikur, en þing Norðurlandaráðs verður haldið í Reykjavík dagana 27. febrúar til 2. mars. Dagskráin er umfangs- mikil og fjölbreytt: Myndlistarsýn- ingar, hönnun og arkitektúr, tón- leikar, dans, leiksýningar, ópera, kvikmyndir, bókmenntakynningar og málfundir og áhersla verður lögð á tónlist, leikhús og kvik- myndir fyrir böm og unglinga. Meðal viðburða á menningarhátíð- inni verða eftirfarandi sýningar og dagskrár: Myndlist Sven Wiig Hansen sýnir í Nor- ræna húsinu 11. febrúar til 5. mars. Svend Wiig Hansen pró- fessor er einn helsti myndlistar- maður Dana í dag. Mannslíkam- inn er ætíð sá kjarni sem Svend byggir verk sín á, hvort sem um er að ræða málverk, skúlptúr, grafík eða verk unnin með ann- arri tækni. í Norræna húsinu sýnir 3x Ni- elsen-teiknistofan fram til 20. febrúar, en stofan hefur á 10 ára líftíma gegnt stóru hlutverki í þróun danskrar byggingarlistar. I tengslum við sýninguna heldur Kim H. Nielsen fyrirlestur þann 13. febrúar. Skjálist og gjörningar Jessie Kleeman verða í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi 16. febrúar til 19. mars. Jessie stundaði nám í leiklistarskóla Tuukkaq-leik- hússins í Danmörku, á grafík- verkstæði í Nuuk á Grænlandi, ásamt því að sækja námskeið í Kanada og Noregi. Hún hefur haldið sýningar í heimalandi sínu svo og í Kanada, Alaska, Sama- landi, Rússlandi og Bandaríkjun- um. Sólgin er sýning, haldin á þremur stöðum; í Nýlistasafninu frá 18. febrúar, í Slunkaríki á ísafirði frá 22. febrúar og í Lista- safninu á Akureyri frá 25. febr- úar. Allir þátttakendurnir í Sólgin (addicted) vinna að verkum sem sýna óvænta og skilyrðislausa afstöðu til mismunandi greina, tækni og efnis. Frá prímitívisma til póstmód- ernisma nefnist sýning sem haldin er í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar frá 24. febrúar og í Hafnar- borg frá 25. febrúar til 20. mars. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Siguijóns Ólafssonar og Hafnarborgar og er ætlunin að draga fram helstu einkenni strauma í höggmyndalist eins og þau birtast í verkum fimm nor- rænna myndhöggvara. Lista- mennirnir sem eiga verk á sýning- unni eru Bror Hjorth, Siguijón Ólafsson, Mauno Hartman, Bjern Nergaard og Gunnar Torvund. í Listasafni íslands verður sýn- ing á verkum sænska listamanns- ins Olle Bærtling 28. febrúar til 2. apríl. Sýningin spannar þijátíu ár af listaferli Bærtlings, frá ár- inu 1952 til 1980, og eru sýnd bæði málverk og skúlptúrar. Á sýningunni er síðasta verkið sem Bærtling málaði. Bærtling var einn merkasti fulltrúi konkret- myndlistarinnar sem var allsráð- andi á á öllum Norðurlöndum á sjötta áratugnum. Norræn menningarhá- tíð hérlendis hefst eftir rétta viku og stendur í , hálfan annað mánuð, fram til 2. mars. Hér eru fjölbreyttir dag- skrárliðir hátíðarinnar raktir. Antti Nurmessniemi prófessor frá Finnlandi hélt upp á 40 ára hönnunarafmæli sitt 1992 með stórri sýningu í Helsinki og nú verður þessi sama sýning sett upp í Norræna húsinu í Reykjavík 11. mars til 2. apríl. Hann er meðal þeirra hönnuða sem gert hafa finnska hönnum heimsþekkta. Á Hönnunardögum 1995, 23. febrúar til 5. mars, verður leitast við að gefa þverskurð af íslenskri hönnun. Sýningarnar verða víð- tækar og að þeim standa ýmis fag- og hagsmunasamtök, en hugmyndin er að spanna mörg svið, svo sem grafíska hönnun, textíl, grafík, leirlist, byggingarl- ist, iðnhönnun og húsgagnahönn- un. Sýningarnar eru flestar í hús- næði í miðbæ Reykjavíkur. Tónlist Finninn Reijo Taipale og félag- ar flytja fínnskan tangó á Hótel Borg 11. febrúar. Finnski tangó- inn er alltaf sönglag. Hann er sagður tjáningarform hinnar finnsku sálar og fleiri tangóar hafa orðið til í Finnlandi en nokkru öðru Evrópulandi. Reijo Taipale hefur um árabil verið með vinsælustu tangósöngvurum Finnlands. í Þjóðleikhúskjallaranum verð- ur dagskrá um sænska tónskáldið Carl Michael Bellman 20. febr- úar. Á dagskránni sem nefnist 200 ára ártíð Bellmans flytur Jan O. Berg lög Bellmans ásamt Erik Möllerström gítaleikara. Á Myrkum músíkdögum i Há- skólabíói 23. febrúar leikur Sin- fóníuhljómsveit íslands í tilefni 50 ára afmælis Tónskáldafélags íslands. Stjórnandi verður Anne Manson og einleikarar Rascher- kvartettinn. Norræn tónlist nefnist efnis- skrá í Langholtskirkju 28. febr- úar. Fram kemur Kammerkór Erics Ericsons sem hann stjómar sjálfur. Eric Ericson kórstjóri er verðlaunahafi Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 1995. Hátíðardagskrá verður í Þjóð- leikhúsinu 28. febrúar. Þar verða tónlistar- og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs afhent. Sinfóníuhljómsveit íslands flyt- ur Sögusinfóníu Jóns Leifs í Hall- grímskirkju 1. mars. Stjórnandi verður Osmo Vánská. Á efnisskrá Kvartetts Jens Winthers og Tómasar R. eru lög eftir þá auk þekktra djasslaga eftir aðra höfunda. Þeir flytja dagskrá sína í Deiglunni á Akur- eyri 2. mars, Hótel ísafírði 3. mars og í Norræna húsinu í Reykjavík 4. mars. Jens Winther trompetleikari er fæddur 1960. Hann varð atvinnumaður í djass- tónlist 18 ára og lék þá með ýmsum hljómsveitum í Kaup- mannahöfn. Síðustu árin hefur hann spilað víða í Evrópu, ýmist með eigin hljómsveit, sem einleik- ari með stórsveitum eða í félagi við bandarískt djassfólk. Ljóðatónleikar frá Álandseyj- um verða haldnir í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju 8. mars, í Norræna húsinu 7. mars og í sal Frímúrara á ísafirði 9. mars. Þar sem Björn Blomquist bassasöngv- ari og Marcus Boman flytja verk eftir H. Wolf, C. Loew, L. Karls- son, M. Boman og E. Sjögren. Kammersveit Reykjavíkur verður með tónleika í íslensku óperunni 12. mars. Einsöngvari verður Ragnhild Heiland Serens- en sópran og á efnisskránni verða verk eftir C. Nielsen, Hafliða Alþjððlegir kvennastraumar Sex íslenskar konur sýna myndlist á al- þjóðlegri listsýningu í Stokkhólmi ART Áddiction, eða list- fíkn, er heiti á rótgrónu myndlistargalleríi í Stokkhólmi, með tvö hundruð fermetra sýningarsal. Forstöðumenn þess og eigendur, sem bæði eru af rúmensku bergi brotin, Petru Russu og Marta Dimitrescu myndlistarmenn, segj- ast einkum leggja áherslu á al- þjóðleg tengsl við listamenn og nú sé svo komið að starfsemi gallerísins sé að stærstum hluta byggt á slíkum samskiptum. Með vísan til þess telja þau sig eiga talsverðan þátt í alþjóðlegum samskiptum innan sænska líst- heimsins. Um þessar mundir stendur yfír í sal gallerísins sýning á IÍ8taverk- um hundrað og fímmtíu kvenna frá þijátíu og þremur löndum sem valdar voru úr hópi fjögur hundr- uð umsækjenda. Flest eru verkin eftir sænskar listakonur eins og við má búast en einnig eru þar verk eftir konur frá Argentínu, Brasilíu, Frakklandi, Króatíu, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi, Ítalíu, Japan, Rúmeníu, Spáni, Bandaríkjunum og íslandi, svo nokkur dæmi séu tekin. Yfirskrift þessarar sýningar er á alþjóðlegu máli hvorki meira né minna en The First Internati- onal Biennial of Female Artists Art og telst hún því vera fyrsti alþjóðlegi kvenna-tvíæringurinn, og um leið stærsta sýning á sam- tímalist kvenna sem haldin hefur verið í Evrópu og jafnvel í heimin- um öllum, að sögn skipuleggj- enda. Frá íslandi eru átján verk eftir sex listakonur, Öldu Sigurðar- dóttur, sem sýnir heklaðar og útsaumaðar smámyndir, Erlu B. Axelsdóttur, sem sýnir pastel- myndir, Erlu G. Sigurðardóttur, sem notar blandaða tækni á tré, Evu G. Sigurðardóttur, sem málar með olíu á pappír, Steinunni Helgu Sigurðardóttur, sem sýnir málverk og Nönnu K. Skúladótt- ur, sem málar með olíu á striga. Fjórar þessara kvenna hlutu sér- staka viðurkenningu eða það sem nefnt er á alþjóðlegu máli „honor- able mention" af dómnefnd sem skipuð var í tilefni sýningarinnar. Alls fengu þrjátíu og fímm þátt- takendur slíka viðurkenningu. í grein sem birtist í Dagens Nyheter í desembermánuði síð- astliðnum segir Marta Dimitrescu galleríeigandi og aðalskipuleggj- andi þessarar sýningar, að hug- myndin að kvennalistasýningu hafí kviknað eftir lestur bréfs frá listakonu þar sem hún gagnrýndi fyrri hópsýningar þeirra fyrir það, hversu margir karlar voru í hópi sýnenda. Marta segir að í fyrstu hafi hún orðið bitur við þessa gagnrýni en fljótlega endurmetið fyrri afstöðu sína. Eftir að kvennasýningin var opnuð varð hún vör við það að sumu fólki hafi fundist sýningin vera fjand- samleg körlum. „Á hinn bóginn er það frekar markmið okkar með sýningunni," segir hún „að gefa starfandi listakonum stærra rými og aukið vægi á listrænum vétt- vangi“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.