Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 B 3 FRÉTTIR FULLTRÚAR Hótel- og veitingaskólans á kynningunni á íslenskum fiski og lambakjöti í Belgíu. „Islenski fiskurmn er afbragðs hráefni“ MATREIÐSLU- og framreiðslu- fclonclriv ficlrnóf+in ?emar úr Hótel- °S veitingaskóla lalellðMI IlaMULlu íslands tóku nýverið þátt í kynn- líVTltrHr* * í Bploill ingu á íslenskum fiski og lamba- 1 UClglU kjöti í Belgíu. Að kynningunni stóðu Iceland Seafood Ltd., dótturfyrirtæki íslenskra sjávarafurða hf. í Evrópu og belgíska verslunarkeðjan Covee, sem er í eigu belgísku bænda- samtakanna. I henni var lögð mikil áhersla á hreinleika Islands og ís- lenskra afurða. Flugleiðir komu einnig að kynningunni og greiddu götu þeirra nema sem fóru utan. Viðskipti Iceland Seafood Ltd. og Covee hó- fust fyrir fimm árum og hafa farið vaxandi ár frá ári. í dag eru um 40 tegundir smásöluvara seldar í stórmörkuðum Covee víðsvegar um Belgíu undir vörumerkinu „Samband of Iceland.“ Guðmundur Agnar Axelsson skóiameistari Hótel- og veitingaskól- ans segir að kynningin hafi heppn- ast mjög vel og að nemamir hafi snúið heim reynslunni ríkari. „Ferðir sem þessi skila miklu meiru en mann grunar í fyrstu. Umtalið er náttúru- lega mikilvægt en að auki er í mínum huga enginn vafi á því að fyrirtæki með jafn öflugt markaðsstarf og Covee og Iceland Seafood Ltd. leggja ekki út í svona kynningar nema það þjóni hagsmunum beggja aðila.“ Geta og þekking íslendinganna meiri Fjöldi manns lagði leið sína á kynninguna en hún stóð yfir í þrjá daga. Fyrsta daginn var opið hús og segir Guðmundur að fjöldi íslend- inga búsettra í Belgíu hafi látið sjá sig við það tækifæri og notið þess sem var á boðstólum. Næsta dag var sérstök kynning fyrir blaðamenn og loks var gert boð eftir starfsfólki íslenska sendiráðsins í Brussel auk annarra. „Við lærðum mjög mikið á þessu og Belgarnir ekki síður. Það var til dæmis áberandi að geta okk- ar nemenda og þekking var mun meiri en þeirra belgísku enda eru þeir flestir eldri og þroskaðri,“ segir Guðmundur. Skólameistarinn er reyndar sann- færður um að íslenskir framreiðslu- og matreiðslunemar standi félögum sínum í nágrannaríkjunum fyllilega á sporði og vísar til góðs árangurs þeirra í norrænni nemakeppni máli sínu til stuðnings. Liður í undirbúningi matreiðslu- nemanna fyrir kynninguna var að búa til sína eigin fiskrétti úr þeim afurðum sem IS selur. Guðmundur segir að áhersla á aðferðir hafi auk- ist til muna í náminu síðasta kastið og kennarar leggi sig nú í líma við að örva sköpunargáfu skjólstæðinga sinna í stað þess að kenna þeim staðl- aðar uppskriftir. Viðurkenndar að- ferðir séu þó vitanlega í hávegum hafðar. Skólameistarinn segir nefni- lega að starf Hótel- og veitingaskól- ans mótist töluvert af því að á ís- landi sé ekki jafn fjölbreytilegt hrá- efni til skiptanna og víða erlendis og við slík skilyrði sé brýnt að hug- kvæmni matreiðslufólks sé mikil enda þurfi það að geta lagað margbreyti- legar krásir úr sama hráefninu. Búnlr að uppgötva fiskréttl Guðmundur segir að íslendingar hafi vaknað seint til vitundar um það að fiskur gæti verið veislumat- ur. Nú séu þeir á hinn bóginn búnir að uppgötva fiskrétti í öllum sínum fjölbreytileika og þá séu hugmynda- fluginu engin takmörk sett. Hann segir að íslenskur fiskur sé afbragðs hráefni og gildi þá einu hvort hann sé frosinn eða ferskur. Víða erlendis sé frosinn fiskur með réttu litinn hornauga þar sem hann sé yfirleitt frystur á elleftu stundu í þeim til- gangi einum að forða honum frá skemmdum. Guðmundur bendir hins vegar á að hérlendis sé þessu þveröf- ugt farið; fiskurinn sé frystur fersk- ur og því séu gæðin tryggð. Margvíslegir fískréttir úr smiðju matreiðslunema í Hótel og veitinga- skólanum voru kynntir ytra og mun Verið, með góðfúslegu leyfi skólans, birta nokkrar uppskriftir í Soðning- unni á næstu vikum. Góður árangur í humarklaki Frá árinu 1983 hafa stað- ið yfir tilraunir í Bretlandi með að klekja út humri og sleppa honum í sjó þriggja mánaða gömlum. 1990 hafði 91.000 humrum verið sleppt og niðurstöður af endurheimt- um benda til, að 50 til 80% hafi komist á legg. Bresk tilraun sýnir að 50-80% komast upp Humrinum var sleppt á þremur stöðum, við Skotland, Wales og austurströnd Englands, og allur merktur með segulvír á einum fæti. Náði hann lágmarksstærð á fjórum eða sex árum og í ljós hefur kom- ið, að humarinn er heimakær og leggst lítið í flakk. Benda niður- stöðurnar eindregið til, að unnt sé að styrkja humarstofninn með þessum hætti. Flest humarmiðin við Bretland eru ofnýtt og humarinn í mjög háu verði en þrátt fyrir þennan góða árangur er enn ekki ljóst hvort sleppingarnar borga sig fjárhags- lega. Skelfiskneysla vaxandl A síðasta þingi breskra skelfisk- framleiðenda var mikil áhersla lögð á aukna framleiðslu enda er mark- aðurinn vaxandi en skelfiskmiðin ofnýtt víðast hvar um heim. Skel- fiskeldi er því vaxandi. í Bretlandi er til dæmis mikill uppgangur í ræktun ostra úr Kyrrahafi og þær hafa nú náð forystunni frá frönsk- um ostrum á öllum helstu fiskmörk- uðunum í landinu. Útflutningur Breta á Kyrrahafsostru til Frakk- lands og Þýskalands vex einnig ár frá ári. Fjörkippur í kræklingarækt Á síðasta ári hljóp verulegur fjör- kippur í kræklingarækt í Englandi og Wales og búist er við, að hún muni tvöfaldast á fáum árum. Er kræklinganeysla vaxandi í Bret- landi og á meginlandinu og tilkoma innri markaðarins greiðir mjög fyr- ir útflutningi. Kræklingarækt í Bretlandi er þó enn lítil miðað við ýmis önnur lönd eða 10.000 tonn á ári. Það svarar til tveggja pró- senta af kræklingaeldinu í Evrópu. EjTAVA SP3-6E 3ja rása loðnu- og sflriarflnlrlmnnrvélar íslensku Stava fiskflokkunarvélarnar eru úr ryðfríu stáli og hafa í yfir 30 ár sannað sig við erfiðustu aðstæður, hvort sem er í fiskiskipum á sjó úti, eða í fiskverkunar- húsum í landi. Þegar hvert prósent í aukinni aflanýtingu getur skipt milljónum króna er þetta ekki spurning. STAVA fiskflokkunarvélar margborga sig. Takmarkað magn! STÁLVINNSLAN HF. Súðarvogi 52, Reykjavík * VerÖ er án VSK. Sími 91 -41588 og 989-60233 I Námstefna um hraðvirkar mæliaðferðir í matvælaiðnaði. FTC á íslandi efnir til tveggja daga námstefnu uin hraðvirkar mæliaðferðir í matvælaiðnaði 7. - 8. mars n.k. Kynntar verða hraðvirkar mæliaðferðir sem eru auðveldar í framkvæmd og auðvelt er fyrir framleiðendur að taka sjálfir í notkun við innra eftirlit. Flytjendur verða frá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Vicam Techriology USA, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og FTC á íslandi. Námstefnan er fyrst og fremst ætluð stjómendum og starfsmönnum fyrirtækja í matvælaframleiðslu, en einnig þjónustufyrirtækjum sem vilja fylgjast með og efla þjónustu við matvælaframleiðendur. Á námstefnunni verður farið í: • Framkvæmd hitamælinga við mismunandi aðstæður • Síritakerfi fyrir kæligeymslur, flutning og niðursuðu • Hitamælingar með infrarauðum geisla • Sýrustigsmælingar • Saltmælingar • Efnapróf • Gerlamælingar • Framkvæmd skynmats Námstefnan fer fram með fyrirlestrum, verklegum æfingum og raunhæfum verkefnum. Námstefnan verður haldin að Hótel Sögu, 7. -8. mars n.k.. Þátttökugjald er kr. 19.000 (fyrir utan virðisaukaskatt). Innifalið í þátttökugjaldinu er hádegisveröur, kaffi og námskeiðsgögn. Skráning er í síma 551 9920 eða í símbréfi 567 1495. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.