Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ verður á persónunum," segir Þór. Þór kvaðst hafa byrjað að skrifa fyrir hálfgerða slysni þegar hann vann leikgerð upp úr sögu H.G. Wells, Dalur hinna blindu. „Ég vildi prófa aftur og gera eitthvað alveg frá grunni. Það höfðaði til mín sem viðfangsefni að samfé- lagið er orðið mun losaralegra en áður og menn sækja sinn veru- leika og siðferðisgildi i alls konar miðla, sem ijölskyldan og yfírboð- arar samfélagsins ráða ekki við. Fólk er farið að mótast af öflum sem virðast hálfgerðar ófreskjur og enginn virðist hafa algjöra stjóm yfír og þar á ég við fjölmiðl- unina alla. Samtímis eykst flótti frá veruleikanum með eiturlyfja- neyslu. Mér fannst áhugavert að fjalla um þetta,“ segir Þór. í máli persónanna er mikið um slangur- yrði og jafnvel heilu setningamar á nokk- urs konar götuensku. Þór segir að þetta sé með vilja gert. „Leikhúsið hefur verið dálítið heilagt hvað þetta varðar, og hefur átt að vera must- eri hins íslenska máls. Ég er því ekki mótfallinn að flutt sé gott mál í leikhúsi en mér fannst orðið tímabært að stuða áhorfendur með slanginu því það er orðið hið daglega mál í okkar samfélagi," sagði Þór. Þriðja verkið á Litla sviðinu Framtíðardraugar er þriðja ís- lenska verkið sem sett er upp á ELLERTA. Ingi- mundarsson í hlutverki Sigga og Sóiey Elías- dóttír í hiutverki einnar af mörg- um kærustum Sigga. Litla sviði Borgarleikhússins á þessu starfsári. Hin fyrri eru Ósk- in eftir Jóhann Siguijónsson og Ófælna stúlkan eftir Anton Helga Jónsson. Báðar sýningamar eru í fullum gangi en fmmsýning á Framtíðardraugum er fyrirhuguð um miðjan febrúar. Þór háði fmm- raun sína sem leikstjóri hjá leik- hópnum Þíbilju á verkinu Gulur, rauður, grænn og blár og þar leikstýrði hann einnig leikgerð sinni á smásögu H.G. Wells, Dalur hinna blindu. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur hefur hann leikstýrt Tartuffe og hjá Þjóðleikhúsinu Allir mínir synir. Samstarfsmenn Þórs í sviðsetn- ingunni em Stígur Steinþórsson leikmyndahönnuður, Þómnn El- ísabet Sveinsdóttir sem hannar búninga, Elfar Bjamason sér um lýsingu og Láms Grímsson sér um tónlist fyrir sýninguna. Leik- endur era Jóhanna Jónasdóttir, Ellert A. Ingimundarsson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Ámi Pétur Guð- jónsson, Guðrún Ásmundsdóttir og Sóley Elíasdóttir. Tímabært aó stuóa áhorfendur meó slangi Morgunblaðið/Þorkell ÁRNI Pétur Guð- jónsson leikur yfirkennara sem veldur miklum straumhvörfum í leikritinu. ■ MYRKIR MUSIKDAGAR Sjö ný verk flutt á IHyrkum músíkdögum CAPUT-kammersveitin opnar tónlistarhátíðina Myrka músík- daga 12. febrúar næstkomandi í Listasafni Islands. Flutt verða verk eftir Lárus Grímsson, Snor- ra Sigfús Birgisson, Hauk Tóm- asson, Atla Ingólfsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Áskel Másson og Jón Leifs. Hluti hópsins lék á örhátíð á Álandseyjum í gær undir yfír- skriftinni Tradisjón í nútímalist og var CAPUT hópurinn fulltrúi Norð- urlanda á sviði tónlistar. CAPUT lék þar nokkur af þeim verkum sem hópurinn leikur á Myrkum músík- dögum en einnig verk eftir Lars Karlsson sem er Álandseyingur. „Þetta er hluti af þeirri efíiisskrá sem við leikum á Myrkum músík- dögum en það verður þó stærra í sniðum. Við fmmflytjum þar nýjan strengjakvartett eftir Snorra Sig- fús, og ný verk eftir Hauk Tómas- son, Askel Másson og Láms Gríms- son. Alls flytjum við sjö ný verk,“ sagði Guðni Fransson. Þessi verk em Tales from a forl- om fortress eftir Láms H. Gríms- son. Verkið var samið 1993 fyrir CAPUT hópinn. Láms segir að að fagottleikarinn fíngralangi, Bijánn Ingason, hafí sérstaklega verið hafður bak við eyrað þegar verkið var samið og Tónskáldasjóður Rík- isútvarpsins styrkti gerð verksins. Strengjakvartett nr. 2 eftir Snor- ra Sigfús Birgisson var saminn árið 1991 og hefur ekki verið fluttur áður. Snorri Sigfús segir að kvart- ettinn sé í þremur köflum sem leikn- ir em án hlés. Fyrsti kaflinn er lengstur, settur saman úr marg- breytilegu efni, sem þó stefnir í eina átt. Annar kaflinn er fábreyti- legur í eðli sínu en stefnir í margar áttir samtímis. Síðasti kaflinn er örstuttur, kinkar þrisvar kolli til hinna tveggja, að sögn Snorra Sig- fúss. Skúlptúr fyrir klarinett og strengjakvartett eftir Hauk Tómas- son var saminn síðastliðið haust. Haukur segir verkið mjög stutt og frekar einsleitt og þétt í sér. Það byggi mest á einföldum hljómræn- um hugmyndum fremur en fjölrödd- un og rytmahugmynd, sem lýsa mætti sem skekktri samhverfu. Vink eftir Atla Ingólfsson var upphaflega skrifað í tilefni af 50 ára afmæli Njarðvíkurbæjar. Verk- ið var umskrifað fyrir tónleika sem CAPUT hélt í Wigmore Hall í Lond- on í júní 1994 og nefnt Vink 2. Rómanza eftir Hjálmar Ragnars- son samdi tónskáldið á ísafírði sum- arið 1981. „Þau Manuela Wiesler, Einar Jóhannesson og Þorkell Sig- urbjörnsson léku hana þá um haust- ið á tónleikum sínum nér í Reykja- vík og í Stokkhólmi. Fjölmargir hópar víða um heim hafa síðan leik- ið þetta verk, hver með sínum hætti. Um tónlistan þarf lítið að segja, hún talar íyrir sig sjálf," segir Hjálmar. Elja eftir Áskel Másson var sam- in 1994. Áskell segir að sig hafí lengi langað til að semja verk fýrir stóran kammerhóp og tækifæri hafí boðist þegar CAPUT hópurinn óskaði eftir verki frá sér. Elja er samin fyrir 10 hljóðfæri og er í ein- um þætti sem skiptist í þijá kafla. Rímnadansar eftir Jón Leifs í útsetnipgu Atla Heimis Sveinssonar verður flutt hér á landi í fyrsta sinn á tónleikum. Atli setti dansana út fyrir DAPUT í tilefni tónleika þeirra í Wigmore Hall í London í júní 1994. CAPUT sveitin var stofnuð árið 1987. Upphaflega var sveitin byggð upp af yngri kynslóð hljóðfæraleik- ara sem hittist reglulega í fríum frá námi. Guðni segir að starfíð sé allt- af að aukast og margir hljóðfæra- leikaranna em nú fluttir til íslands. „Við höfum ekki síður haft hugann við að halda tengslum við útlönd því öll höfum við meira eða minna búið í ólíkum löndum. Við höfum verið í mikilli samvinnu við ítölsk tónskáld. Við lékum í nóvember og desember á Norðurlöndum ný verk sem vora sérstaklega samin iyrir. þessa hljómleikaferð og héldum þaðan til Mílanó og Rómar þar sem við héldum marga konserta." CAPUT hópurinn hefur leikið inn á nokkrar hljómplötur og eru fleiri væntanlegar, að sögn Guðna. Hópinn skipa núna Kolbeinn Bjarnason, flauta/piccolo, Eydís Franzdóttir, óbó, Guðni Franzson, klarinett/bassaklarinett, Bijánn Ingason, fagott/kontrafagott, Emil Friðfinnsson, horn, Sigurður Þorbergsson, básúna, Auður Haf- steinsdóttir, fiðla, Gerður Gunnars- dóttir, fiðla, Hildigunnur Halldórs- dóttir, fíðla, Sigurlaug Eðvalds- dóttir, fiðla, Guðmundur Krist- mundsson, lágfiðla, Helga Þórar- insdóttir, lágfíðla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Sigurður Hall- dórsson, selló, Richard Kom, kontrabassi, Snorri Sigfús Birgis- son, píanó og Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar hópnum. Píanósvítla frumflutt SEINNI tónleikar þriðjudagskvöldsins á Kjarvalsstöðum verða píanótónleik- ar Þorsteins Gauta Sigurðssonar. Þeir hefjast klukkan 21.30. Á efnisskrá eru verk eftir John Speight, Ríkarð Örn Pálsson og Lárus H. Grímsson. ijár prelúdíur eftir John Speight vora skrifaðar fyrir Svein- björgu Vilhjálmsdótt- ur 1981. Þorsteinn frumflytur Píanós- Þorsteinn Gauti Sigurðsson vítlu Ríkarðs Amar Pálssonar á tónleik- unum, en hún var samin í fyrra. Höfund- urinn segir þróun síð- ustu 130 ára hunsaða með öllu í Svítlunni, engu sé líkara en metnaður hans tak- markist við að skemmta sjálfum sér, píanístanum og hlust- endum. Láras H. Grímsson samdi Far- vegi fyrir Þorstein Gauta 1992 og árið eftir frumflutti Þor- steinn þá í Tónvaka- keppni Útvarpsins. BRYNDÍS HALLA Gylfadóttir bætir á miðvikudagskvöldið næsta í safn sitt af íslenskum einleiksverkum fyrir selló. Fjöl- mörg önnur eru þegar komin á þjóðlega geislaplötu sem hún sendi frá sér fyrir þremur árum. Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 20 á Kjarvalsstöðum, verða verk eftir Hafliða Hall- grímsson, Þorkel Sigurbjörns- son, Snorra Sigfús Birgisson og John Speight. Þau spanna alllangt tímabil eins og yfirleitt gildir um efnisskrá tónleika á Myrkum músíkdögum. Þetta er að sögn Bryndísar Höllu ósk Tónskáldafélagsins í tilefni af hálfrar aldar afmæli þess í sumar. Með þessum tónleikum hef ég næstum farið yfir allt ís- lenska sellósviðið," segir Bryndís Halla, „á reyndar eftir Hilmar Þórðarson og Finn Torfa Stefáns- son, en það er nú ekkert persónu- ■ Beethoven, Hafliði og Brahms í Hofnnrborg TRÍÓ Reykjavíkur heldur tónleika næstkomandi sunnudag í Hafnarborg í Hafnarfirði og hefjast þeir kl. 20. Tríóið er skipað þeim Gunnar Kvaran sellóleikara, Guðnýju Guð- mundsdóttur fiðluleikara og Halldóri Halldórssyni píanó- leikara. Þetta eru þriðju tónleikarnir sem Hafnarborg og Tríó Reykjavíkur standa fyrir af fernum. Flutt verða þrjú píanótríó, eftir Ludvig van Beethoven, Hafliða Hallgrímsson og Johannes Brahms. Píanótríó Hafliða sem heitir Meta- morphoses er frumflutt á íslandi. Verk Hafliða er í einum kafla og er, að sögn Gunnars Kvar- an, hluti af öðra stærra verki sem Hafliði á eftir að semja. Verk- ið var frumflutt í Edinborg á síð- asta ári og var skrifað fyrir banda- rískt píanótríó sem skipað er fíðlu- leikaranum James Laredo, sellóleik- aranum Robinsson og píanóleikar- anum Kalichtstein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.