Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 6
6 D LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 -H * AN ÞESS að þekkja mikið til nýgræðingsins í dönskum bókmenntum hafa margir heyrt getið um danska rit- höfundinn Peter Höeg og skáld- sagnapersónu hans, Smillu. Saga Smillu hefur verið þýdd og gefín út í um þrjátíu löndum eins og er, auk þess sem danski kvikmyndaleik- stjórinn Bille Augúst er að gera stórmynd eftir henni. Og annar ungur Dani virðist ætla að feta í fótspor hans. Michael Larsen sendi frá sér bók á síðastliðnu ári, sem á dönsku heitir „Uden sikker vid- en“, sem á íslensku gæti heiti Án öruggrar vitneskju og þessi bók er einnig farin að seljast til útgáfu erlendis. Hún á það sammerkt með bókinni um Smillu að hún er í aðra röndina spennubók. Thomas Thurah er ekki mikið gefínn fyrir að alhæfa um stefnur og strauma í nýjustu dönsku bók- menntaafurðunum, en ef á hann sé gengið, geti hann bent á að ungir rithöfundar séu áberandi uppteknir af árekstri skynsemishyggju nú- tíma samfélags annars vegar og svo dekkri og drungalegri tilfínninga og villtra hvata og undirmeðvitund- arinnar hins vegar, sem sé óhjá- kvæmilegur fylgifískur mannsins. „Það er hæglega hægt að benda á ýmsar nýjar bækur ungra höf- unda, sem sýna þessa tilhneigingu. í smásögum eftir Michael Valeur segir frá ástarsambandi sem leysist upp, því stúlkan fær ekki losað sig frá upplifun sem hún hefur orðið fyrir í fjarlægum frumskógi og í annarri sögu segir frá ungu fólki, sem missir ömmu sína og við það taka undarlegir hlutir að gerast. Jokum Rohde notar biblíuefni, sög- una um Jónas, til að móta skáld- sögu sína, sem gerist í hverfínu við Istedgade og klámiðnaðinum þar. Grunnsagan úr biblíunni er notuð til að skýra og skilgreina nútímann. Hans Flemming Hilt segir frá ung- um manni, sem er einn og einangr- aður frá samfélaginu og öllu mann- legu sambandi. Þegar hann verður Átök skyn- semi og villtra hvata Danir, sem á annað borð lesa bækur og hafa áhuga á bókmenntum og bóklestri, benda oft á að tölulega séð séu Danir hinir mestu lestrarhestar. En ef þeir þekkja til lestrargleði íslendinga bæta þeir oft við að íslendingar slái þeim þó við. Á bókmenntadag- skrá í Norræna húsinu í dag segir Thomas Thurah gagnrýnandi við „Weekendavisen“ frá nýjustu stefn- um og straumum í dönskum bókmenntum. Um þetta og fleira ræddi Sigrún Davíðsdóttir nýlega við hann í Kaupmannahöfn. ástfanginn af stúlku sér hann engin önnur ráð en að drepa hana tii að geta alltaf haft hana hjá sér. Því er nákvæmlega lýst, en án allra útskýringa, hvemig hann kann ekkert annað en að eyðileggja. í smásög- um sínum fjallar Mads Brenöe um tilfínninga- kulda mannsins í inn- antómu nútímaþjóðfé- lagi og notar til þess sterk meðul, blóð og ofbeldi, en sinnir ekki sálfræðilegum eða öðr- um skýringum í per- sónusköpun sinni. Þessir höfundar eiga ekki sammerkt að fjalla um neitt ákveðið efni, en þeir eiga það sammerkt að lýsa fremur hlutunum en útskýra. Þeir lýsa því sem liggur í tímanum á fremur yfírborðs- kenndan hátt, em vel skrifandi en ekki sér- lega djúphugulir. Þeir leita gjarnan til annarra miðla, eins og tónlistarmyndbanda og auglýs- inga og nota áhrif þaðan í frásögn sína. Bók Michael Larsens, „Uden sikker viden“, líkist þessum bókum að því leyti að einnig hann notar persónur sem em fremur mann- gerðir en vel útfærðar persónur og stíllinn er litskrúðugur, dramatísk- ur og yfírborðskenndur. Sagan seg- ir frá blaðamanni. Kærastan hans er myrt og þegar hann fer að leita skýringa fínnur hann klámmyndir af henni. Síðar kemst hann að því að þær em falsaðar og hann á í höggi við iðnað, sem fæst við að breyta og endurskapa raunvemleik- ann. Sagan lýsir til dæmis hvernig aðalpersónan vill í raun ekki fínna svörin og þegar hann verður líka að horfast í augu við eigin æsku reynir hann líka að horfa fram hjá raunvemleikanum þar. Þó saga Michael Larsens líkist hinum á yfírborðinu, leitast hún við að túlka, en það gera hinar ekki. í bókinni tekst honum að flétta ein- kenni afþreyingarbókmennta inn í módemíska hefð. Bókin felur því bæði í sér hefð og brot á hefðinni, samhengi og ósamhengi. En með því að huga að þessum nýju bókum kemur einnig í ljós munur á kven- og karlrithöfundum. Burtséð frá að mennirnir hafa gjaman tilhneigingu til að skrifa til að vera öðmvísi, láta taka eftir sér, em ýmsar af yngri konunum mjög trúar hinu bókmenntalega raunsæisformi. Þær hlusta eftir hvunndagsraunveraleikanum og hafa næma eftirtekt eftir því lág- mælta og fyrirferð- arlitla og fínna dra- matíkina þar. Hvað varðar mun á yngri og eldri höf- undum em þeir eldri líkari yngri konunum að þvi leyti að þeir em lágmæltir og halda sig fast við bókmenntahefðina. Hvað sögutímann _______________MORGUNBLAÐIÐ varðar er hann lengri en í verkum yngri höfunda, sem oft halda sig við mjög stuttan sögutíma. Knud Sörensen er dæmi um þetta. Hann er frábærlega næmur og fjallar gjaman um aðstæður í litlu sveita- samfélagi. Um það sem er hluti þess og það sem stingur í stúf, um hið sagða og ekki síst hið ósagða. Það er einkennir verk hans er næst- um ýktur skortur á ytri dramatík. Peter Höeg hefur skrifað fjórar bækur og strax í þeirri fyrstu lagði hann gmnninn að þeim síðari að því leyti að hann fæst við þennan árekstur hins skynsama raunsæis við undirmeðvitundina. Sálræn dýpt í frásögn hans og stíllegur glæsi- leiki gerir þó bækur hans að meiru en yfírborðskenndri frásögn. í síð- ustu bókinni, „De máske egnede“, fæst hann meðal annars við tímann sem tákn þess hvernig hvunndagur- inn er hlutaður í sundur og mann- eskjan sífellt mæld og vegin. Sú bók er langtum hlýlegri og inni- legri en fyrri bækur hans.“ - Þú nefndir að ofbeldi og blóð einkenndi bækur yngri rithöfunda. Það er þá sama tilhneiging og gætir í nýjum dönskum kvikmynd- um, líkt og í Næturverðinum og reyndar víðar í listum? „Já, og það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Höfundarnir myndu allir segjast vera á bandi hins góða, en nota þetta til að lýsa hvernig samtíma hvunndagslíf verður stöð- ugt fátæklegra. 011 list á þessari öld hefur einkennst af því að storka og ögra boðum og bönnum og því sem áður var gengið. Hún æpir á athygli og notar sterk meðul til að fanga hana. Tján- ingarmáti nútíma- bókmenntanna verð- ur að sjást í þessu samhengi. En ef það er eitt- hvað til að hafa áhyggjur af er það kannski hve bók- menntimar, og reyndar einnig aðrar listgreinar, era orðn- Rætt við danska gagnrýnandann Thomas Thurah, sem heldur fyrir- lestur um dansk- ar bókmenntir í IMorræna húsinu ídag Hin lógróma rödd alþýðulífsins LÍFIÐ í Danmörku á sér fjöl- margar birtingarmyndir. Það er lífíð sem blasir við á mal- bikinu í Kaupmannahöfn, lífíð sem lesa má um í kvennablöðunum og síðdegisblöðunum, félagslegu vandamálin sem kmfín era til mergjar í flaumi umræðuþátta fjöl- miðlanna. Og svo er það lífíð eins og Knud Sörensen segir frá því. Lífið til sveita, á sveitabæjunum og í þorpunum, þar sem íbúamir heyra reyndar óminn frá borgarlífínu og fjölmiðlaumræðunni, en eins og Knud Sörensen hefur sjálfur sagt í einni bók sinna þá fínna sveitabúar fytt í þeirri umræðu, sem snertir líf þeirra sjálfra. Og þeir sem ekki eiga jþess kost að kynnast þessu lífí dreif- býlisbúa sjálfir eiga vart kost á betra innsæi í það en í verkum Knud Sör- ensens. Rithöfundurinn er fæddur 1928 í Hjörring á Norður-Jótlandi og Jóti heldur hann áfram að vera, því nú býr hann í gömlu húsi á eyjunni Mors í Limfirði. Norður-Jótar eru sagðir sérstök manngerð, hægir og rólegir, kannski ögn þungir í fyrstu, en líka hlýir og fastir fyrir. Limfjörð- urinn snýr út að Norðursjónum og sveitimar í kring og upp að norður- odda Jótlands, Skagen, er það sem kemst næst því að vera náttúra í íslenskum skilningi. Afgangurinn er að mestu bara einn stór akur, auk skóga inni á milli. Það er í þessu umhverfí, sem Knud Sörensen hefur búið og starfað. Lengi framan af í dag er danski rithöf- undurinn Knud Sören- sen gestur í Norræna húsinu. Hann er einn af eldri kynslóðinni í dönskum bókmenntum, en einn af þeim sem ekki fer mikið fyrir. Verk hans eru ekki æpandi á yfirborðinu, en þeim fylgir einlægni og þungi og þau lýsa líka lífí, sem fer ekki mikið fyrir. Sigrún Davíðsdóttirkynnir í eftirfarandi grein gest- inn o g stiklar á stóru um verk hans. vann hann sem landskiptamaður, en svo kallast þeir, sem hafa eftirlit með^ landamerlq'um. Núorðið er hann einn af fremur fáum dönskum rithöfundum, sem getur framfleytt sér á ritstörfunum einum saman, auk þess sem hann er eftirsóttur fyrirlesari og upplesari. Fyrstu bókina, Sprengingu, gaf hann út sjálfur í félagi við annan 1961. Upphaf skáldferils hans er venjulega miðað við Ijóðabókina Rauðu kaffíkönnuna, sem kom út 1965 hjá Gyldendal, svo hann var ekki bamungur, þegar hann kom fram á sjónarsviðið sem skáld. Síðan hafa bækumr komið út ein af ann- arri, ljóðasöfn, smásögur og skáld- saga, hátt á þriðja tug bóka, auk þess sem hann hefur skrifað ævi- sögu danska rithöfundarins og Jót- ans Steen Steensen Blichers (1728- 1848). Báðir sækja viðfangsefni sitt til jósku heiðanna og era mótaðir af heimaslóðunum á Jótlandi. Yrkisefni Knud Sörensens era af margvíslegum toga, ýmist lífið í kringum hann, endurómur af því sem gerist úti í hinum stóra heimi eða ferðaskissur. Langoftast er sjónarhomið þó á einhvern hátt markað sveitinni og sveitalífínu, ekki bara lífinu eins og það var einu sinni, heldur einnig lífínu eins og það er nú til dags. „Bondeslutspil" frá 1980 er safn ljóða og smá- sagna, sem er safnað saman ein- mitt til að draga upp mynd af sveit- inni. í inngangi bókarinnar segir Knud Sörensen að allir viti að Danmörk hafí einu sinni verið bænda- landið. Nú sé sveitin orðin að sumarlandi í huga flestra, staður sem borgarbúar leiti til í fríum. „En það býr ennþá fólk utan bæj- anna. Það býr þar allt árið og stundar störf sín. Þó því hafí fækkað, er það þó enn umtals- verður hópur og líklega ér enginn annar þjóðfé- lagshópur, sem hefur breytt jafn mikið um lifnaðarhætti og þetta fólk. Þessi hópur hefur verið í vörn undanfama áratugi, verið undir þrýstingi „þróunarinn- ar“, af þeirri stefnu, sem hefur verið rekin og ekki verið rekin. í þjóðfélagsumræðunni hefur verið horft und- arlega mikið framhjá þessum hópi og varla drepið á vandamál í bókum, tímaritum, sjónvarpi og útvarpi." í lok formálans segir Knud Sören- sen að nánast af tilviljun hafi hann tekið til við að segja frá aðstæðum til sveita fyrir um áratug. Um jarð- ir, sem lögðust í eyði, um bændur sem fóru að vinna í verksmiðjum og fleira í þessum dúr. Hann hafí svo haldið að hann hefði tæmt efn- ið, en finni nú að svo sé ekki. Því tók hann saman þetta safn áðurút- gefínna og nýrra texta. Það er þó ekki þannig að lífíð í bókum Knud Sörensens sé eintóm sveitasæla. Einmanaleiki, óöryggi og kvíði hangir yfir, en líka gott veður og góð uppskera. Sumir em fluttir til Ameríku, aðrir famir burt og um leið slitnar sambandið. Kvæð- in em oft eins og margar ævisögur, ein eftir aðra, þar sem líf einstakl- inga er rissað upp í grófum dráttum, en um leið þannig að lesandinn get- ur séð allt hitt fyrir sér, sem ekki er sagt. Bæði sorgin og gleðin er lágmælt, ekki tár- stokkin eða með hlát- rasköllum, bara eitt tár og tvírætt bros. Og skáldið sjálft lifir einnig á lágu nótunum. Lifír engu óreglulegu listamannslífi, en frem- ur eins og bóndi eða verkamaður, sem tekur daginn snemma og sinnir sínum verkum og fer svo snemma í rúmið. í nýlegu viðtali við Knud Sörensen í „Jyllands-Posten“ lýsir hann vinnudegi sínum sem reglulegum og skipulegum. Og þó hann trúi ekki í blindni á tæknina er þó ekki þar með sagt að hann leiði hana hjá sér. At- vinnutæki hans sjálfs er tölva, sem hann er fima hrifinn af. Hún gerir honum svo auð- velt fyrir að leiðrétta og það hentar honum einmitt vel, því hann liggur lengi yfir hveijum texta, bætir og betr- umbætir svo útgáfumar em marg- ar, áður en verkið telst fullunnið. Og þó hann kjósi að búa í Iitlum bæ á lítilli eyju á Jótlandi leggur hann ekki fæð á borgir og borgarlíf. Hann gæti að eigin sögn alveg eins ort í íbúð á Manhattan, en ekki án þess að hafa fengið sveitina sína í merg og bein. Knud Sörensen hefur sagt að skipta megi fagurbókmenntum í tvennt. Annars vegar séu bók- menntir skrifaðar af rithöfundum, sem ausi af eigin lífsreynslu og lífí, hins vegar bókmenntir skrifaðar af höfundum, sem ausi af umhverfínu og í þeim hópi sé hann. Hann talar aðeins einstaka sinnum beint til le- sandans í 1. persónu, en segir frá og lýsir því sem í kringum hann er Danska Ijóð- skáldið og rit- höfundurinn Knud Sören- sen er gestur á bókmennta- dagskrá Nor- ræna hússins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.