Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 14.02.1995, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Skærustu Fjöldi leikja Kareem Abdul-Jabbar 18 Wilt Chamberlain 13 Bob Cousy 13 John Havlick 13 Elvin Hayes 12 Oscar Robertsson 12 Bill Russel 12 Jerry West 12 Sjö leikmenn með 11 Leiknar mínútur Kareem Abdul-Jabbar 449 Wilt Chamberiain 388 Oscar Robertsson 380 Bob Cousy 368 Bob pettit 360 Bill Russel 343 Jerry West 341 Magic Johnson 331 Elgin Bayior 321 Isiah Thomas 318 All-Star-leikjanna * Stig Kareem Abdul-Jabbar 251 Oscar Robertsson 246 Bob Pettit 224 Julius Erving 221 Elgin Bayior 218 Wilt Chamberlain 191 Isiah Thomas 185 John Havlicek 179 Michael Jordan 177 Magic Johnson 176 Meðalskor i leik* Michal Jordan 22,1 Oscar Robertsson 20,5 Bob Pettit 20,4 Julius Erving 20,1 Elgin Bayior 19,8 George Mikan 19,5 Paul Westphal 19,4 Tom Chambers 19,3 David Thompson 18,8 Karl Malone 18,5 ■ Skora þarf 60 stig til að meðaltal sé reiknað ■ GEORGE Graham, yfirþjálfari Arsenal, neitaði fregnum í ensk- um blöðum um helgina sem sögðu að hann væri að hætta hjá félaginu. ■ PETER Schmeichel, mark- vörður Manchester United, hefur haldið hreinu i 14 af síðustu 23 leikjum, fagnað sigri 16 sinnum og aðeins tvisvar orðið að sætta sig við tap. „Vörnin lætur ekkert fara í gegnum sig,“ sagði Daninn. ■ MORTEN Olsen gekk frá nýj- um samningi við Köln fyrir helgi og er hann til tveggja ára. Daninn var talinn í „heitu“ sæti vegna slaks árangurs Iiðsins í þýsku deildinni en knattspymuþjálfarinn skrifaði undir í æfingaferð í Portúgal. ■ ROY Keane hjá Manchester United, Tommy Coyne hjá Mother- well og John Aldridge hjá Tran- mere geta ekki leikið með Irum gegn Englendingum í æfinga- landsleik á morgun vegna meiðsla. Phil Babb verður heldur ekki með vegna undanúrslitaleiks Liverpool gegn Crystal Palace í deildarbik- amum sem verður á sama tíma. ■ JONAS Thern, fyrirliði sænska landsliðsins í knattspymu, er óánægður með að fá ekki tækifæri með Roma í ítölsku deildinni og hefur áhuga á að skipta yfír í Glasgow Rangers. „Ég hef heyrt margt gott um félagið og það myndi henta mér vel að Ijúka ferlinum í Skotlandi," sagði hann. „Ástandið hjá Roma er ekki gott. Ég vil spila en ef ég er ekki valinn get ég eins vel skipt um félag.“ Roma vill fá sem samsvarar um 270 millj. kr. fyrir Svíann. ■ ROMA fékk umdeild mörk á sig gegn Juventus í ítölsku deildinni ekki alls fyrir löngu og tapaði 3:0. Félagið kærði og vildi láta liðin leika aftur vegna mistaka dómarans en aganefndin ákvað um helgina að láta úrslitin standa. ■ STUART Pearce, fyrirliði Nottingham Forest, hefur áhuga á að taka tilboði frá japanska félag- inu Kobe. Pearce leikur með enska landsliðinu gegn Irum á morgun en samningur hans við Forest renn- ur út eftir tvö og hálft ár. RANGLÆTI Aganefnd Handknattleiks- sambands íslands kemur saman I dag og tekur m.a. fyrir mál sem kom upp í 20. umferð 1. deildar karia þegar leikmaður fékk rautt spjald fyrir að skjóta í höfuð markvarðar úr _____ átti ekki að fá rauða spjaldið. Það var einfaldlega rangur dóm- ur en eftir á að hyggja má spyija hvort markvörðurinn hefði ekki átt að fá rautt spjald fyrir leik- araskap, óíþróttamannslega vítakasti. Sé slíkt brot metið sem óíþrótta- mannsleg framkoma þýðir það tvö refsistig en þrjú refsistig falli það undir gróft leikbrot eða grófa óíþrótta- mannslega framkomu. Leikmað- ur fer í eins leiks bann fyrir fímm uppsöfnuð refsistig og þriggja leikja bann fyrir 10 refsistig en fleiri refsistig kalla á harðari refsingu. Umræddur leikmaður er með þijú refsistig fyrir og fari nefndin eftir settum starfs- reglum úrskurðar hún manninn f eins leiks bann. Háttvísi og heiðarleiki eru grundvallaratriði f íþróttum. Undir engum kringumstæðum á fþróttamanni að líðast að hafa rangt við og það verður að segja íslensku íþróttafólki til hróss að almennt fer það að settum regl- um. Það er ljótt brot að skjóta í höfuð markvarðar úr vítakasti og við því liggur þung refsing en sem betur fer hugsa leikmenn ekki um að bijóta þessa reglu. Ekki heldur leikmaðurinn sem á bann yfír höfði sér fyrir meint brot en hann skaut hvorki vllj- andi né óviljandi í höfuð markvarðarins heldur varði markvörðurinn skotið með hendi. Ailir gera mistök og enginn verður minni fyrir það að viður- kenna mistök sín. Dómarinn sem gaf leikmanninum rauða spjaldið gerði það í góðri trú en Bjónvarps- mynd staðfestir að vítaskyttan Ekki hægt að dæma mann fyrir brot sem varekkibrot framkomu, það að hafa rangt við. Aganefnd HSÍ hefur til þessa ekki tekið myndbandsupptökur gildar í málum sem hún ijallar um. Úrskurði nefndarinnar sem hefur leikbann f 12 mánuði eða lengur í för með sér má áfrýja til dómstóls HSÍ en öðrum úr- skurði aganefndar verður ekki áfrýjað. Hún fer eftir settum reglum og samkvæmt skýrslu dómara fékk umræddur leikmað- ur rautt spjald fyrir að kasta í andlit markvarðar úr vítakasti. Dómarinn gerði mistök en það á ekki að refsa leikmanni fyrir annars manns sök. Leikmaðurinn varð að fara af velli á 22. mín- útu og það væri að bæta gráu ofan á svart að bæta við óverð- skuldaða refsingu. Myndbandið sýnir að leikmað- urinn er saklaus af meintu broti og eftir því á að fara. Aganefnd hefur farið eftir skýrslu dómara en hún hefur það vald að geta breytt úrskurði dómara og á að nýta sér það. Hún hefur ekki gert það en það gengur ekki að menn séu hafðir fyrir rangri sök og dæmdir fyrir það sem þeir hafa ekki gert. Steinþór Guðbjartsson Af hverju skorar Þórsarinn KRISTINN FRIÐRIKSSON svona geysilega grimmt? Hitti þegar égerheKur KRISTINN Geir Friðriksson, körfuboltamaðurinn snjalli hjá Þór, skoraði 51 stig í stjörnuleiknum á sunnudaginn. Hann er ekki óvanur því að vera í stjörnuhlutverkinu, enda með hátt f 30 stig að meðaltali i leik fyrir félagið sitt f úrvaldsdeildinni í vetur. Kristinn er Keflvíkingur, fæddur 1971 og því enn barn- ungur í íþróttinni. Hann gekk til liðs við Þórsara sl. haust og hefur sannarlega blómstrað með liðinu, þótt ekki hafi hann hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans, hvað sem síðar verður. Kristinn er laus og liðugur og þegar hann er ekki að æfa og spila körfubolta vinnur hann við húsvörslu í Hamri, félagsheimili Þórs. Kristinn var fyrst spurður þeirr- ar tvíræðu spumingar hvort hann væri ekki að komast í landsl- iðsform í ljósi frammistöðunnar í Eftir Stefán Þór Sæmundsson vetur, en hann var kominn með annan fótinn í landsliðið á síðasta keppnistímabili. „Jú, það má kannski segja það. Ég er búinn að spila þokkalega vel í vetur, en ég verð bara að sjá til og bíða eftir kallinu." Nú ert þú búinn að leika með meistaraliði Keflavíkur síðustu ár. Er ekki stemmningin í kringum körfuboltann öðruvísi á Akureyri? „Það er náttúrlega miklu meiri körfuboltahefð i Keflavík og þar þekkir maður 90% af áhorfendum. Þetta er stór hópur sem fer á alla leiki og sættir sig ekki við neitt nema sigur. Þórsarar þekkja ekki þessa hefð og ég held að enginn hafi búist við svona góðum árangri af liðinu. En körfuboltinn er á upp- leið á Akureyri og þessi vetur er kannski vendipunkturinn. Menn eru komnir með meira sjálfstraust, unglingastarfíð er farið að skila sér og áhuginn hefur aukist rnikið." Hefur þú breyst sem körfubolta- maður hérna á Akureyri? „Já, ætli það ekki Ég þarf að axla mun meiri ábyrgð með Þór en ég gerði með Keflavík. í jöfnum leikjum er ég maðurinn sem á að skora sigurkörfuna og það er nýtt hlutverk hjá mér. í Keflavík var ég að spila með margreyndum landsliðsmönnum. Ég held að ég hafi lært mikið hérna og vona að reynslan komi mér að góðum not- um.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór KRISTINN Geir FriArlksson er stlgahæstur í úrvalsdeildlnni þegar 27. umferðir eru búnar. Hann bíður eftir kalll landsliðs- þjálfarans og segist hafa lært mikið hjá Þór á Akureyri. Ætlarðu þá ekki að vera áfram hjá Þór og læra meira? „Ja, nú get ég ekkert sagt. Framhaldið er óráðið hjá mér. Þetta er opið í báða enda.“ Sú var tíðin að einn til tveir snjallir leikmenn báru liðin uppi en það gengur ekki lengur. Byggist lið Þórs ekki aðallega á þér, Sandy og Konráð? „Þú mátt ekki gleyma Bigga, hann er mjög mikilvægur í vörn- inni og fráköstunum. Svo eru ungu strákarnir að koma sterkir upp, eins og Hafsteinn og Einar, þannig að breiddin er alveg þokkaleg." Nú ert þú þekktur sem mikil þriggja stiga skytta og það vekur athygli þegar þú hleypur út úr teignum, snýrð þér við og lætur vaða í litlu jafnvægi. Telst það ekki heppni þegar þú hittir úr slík- um skotum? „Nei, ekki endilega. Ég hef sjálfstraust til að taka svona skot og þegar ég er heitur hitti ég vel og get tekið skot hvar sem er og hvernig sem er. Allir skotmenn kynnast þeirri tilfinningu að detta í stuð og þá fer allt ofan í. Auðvit- að koma líka kaflar þegar ekkert gengur upp en mér finnst í lagi að taka mörg þriggja stiga skot ef nýtingin er nálægt 50%.“ Hvernig hafa svo Akureyringar tekið þér? Eru þeir þurrir og lok- aðir? „Ég hef svo sem ekki eignast neina vini fyrir utan strákana í lið- inu og kannski eru Akureyringar dálítið lokaðir. Þeir hafa engu að síður tekið mér vel og jafnvel kom- ið til mín og viljað ræða málin við vissar kringumstæður. Ég er mjög sáttur við bæinn. Það er gaman hérna og fólkið skemmtilegt."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.