Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 4

Morgunblaðið - 14.02.1995, Side 4
T 4 B ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ HAIMDKINIATTLEIKUR Viðureign Vals og Stjörnunnar í síðustu umferð verður úrslitaleikur um deildarmeistaratitil kark Ámi og Reynir gerðu gæfumuninn undir lokin Steinþór Guðbjartsson skrífar Arni Friðleifsson sá til þess að spennan í 1. deild karla í handknattleik heldur áfram fram í síðustu umferð. Ein- staklingsframtak hans gerði það jafn- framt að verkum að Víkingur á mögu- leika á efsta sæti deildarinnar. Vals- menn voru á góðri leið með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Víkinni í fyrrakvöld en Ami sá til þess að úrslitin ráðast ekki fyrr en um næstu helgi. Valsmenn byijuðu vel og náðu fljótlega þriggja marka forystu sem Víkingum virtist ekki ætla að takast að brúa. Þegar 18 mínútur voru til leiksloka var stað- an 18:14 en þá gerðist tvennt: Reynir Þór Reynisson fór að veija og Árni var óstöðvandi í sókninni en hann gerði fimm af síðustu níu mörkum Víkinga sem unnu 25:22. Valsmenn ætluðu sér greinilega að gulltryggja deildarmeistaratitil- inn og í 40 mínútur benti allt til þess að þeim ætláði að takast það. Guðmundur var ömggur í markinu, vörnin hélt Víkingum vel í skefjum og sóknarleikurinn var markviss og ömggur. Dagur og Jón voru ákveðnir og Júlíus blómstraði en þegar fimm mínútur vom liðnar af seinni hálfleik var hann kominn með átta mörk eftir þrumuskot sem hann virtist ekkert hafa fyrir. En óvænt mótspyma Víkinga setti Valsmenn út af laginu og enn einu sinni máttu þeir sætta sig við töpuð stig. Miklar sveiflur hafa verið i leikj- um Víkinga að undanförnu og hafa leikmennirnir ekki náð að vinna nægilega vel saman. Sama var upp á teningnum að þessu sinni. Vam- arleikurinn var lengst af slakur og markvarslan nær engin í fyrri hálf- leik. Sóknarleikurinn var tilviljunar- Ásmundur átti stór- leik gegn Haukum Ivar Benediktsson skrífar Stórleikur Ásmundar Einarsson, markvarðar Aftureldingar, lagði öðram fremur grannin að 29:20, sigri Mosfell- inga á Haukaum að Varmá, á sunnu- dagskvöldið. Hann varði 24 skot, þaraf 15 í fyrri hálfleik. Hvoragt liðið lék gæða hand- knattleik í fyrri hálfleik. Mikið var um mistök í sóknarleiknum og mörg dauðafæri fóra forgörðum. Hraðinn var meiri en leikmenn réðu við. Um miðjan leikhlutan náðu leik- menn Aftureldingar tveggja marka forystu, 6:4 og þar með skildu leið- ir. Allt gekk á afturlöppunum hjá Haukum. Ef Ásmundur Einarsson varði ekki skot þeirra þá skutu þeir framhjá og yfir. Mosfellingar skor- uðu fimm síðustu mörk hálfleiksins og leiddu með sjö mörkum, 13:6, í leikhléi. Eins og í þeim fyrri þá var mik- ill hraði í síðari hálfleik. Sérstaklega var Mosfellingum mislagðar hendur í sóknaraðgerðum sínum, framan af. Haukum tókst að hressa upp á varnar- og sóknarleikinn og minnka forskot Aftureldingar niður í þijú mörk, 17:14. En þá sögðu leikmenn Aftureldingar hingað og ekki lengra. Ásmundur tók að veija af krafti að nýju og sóknarleikurinn lagaðist. Síðustu mínútumar var um hreina flugeldasýningu að ræða af hálfu heimamanna. „Við lékum sannfærandi vörn og markvarslan var frábær hjá Ás- mundi. Strákunum tókst að leysa vel þær stöður sem komu upp því Haukarnir léku fjögur afbrigði af varnarleik," sagði Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari Aftureldingar, að leikslokum. „Ásmundur Einarsson var okkar erfiðasti hjalli í fyrri hálfleik og við mótlætið varð algjör uppgjöf hjá Haukaliðinu," sagði Einar Þorvarð- arson, liðsstjóri Hauka að leikslok- um. Lið Aftureldingar lék ekki stór- leik, þrátt fyrir níu marka sigur. Ásmundur Einarsson var bestur og Ingimundur Helgason, Gunnar Andrésson og Jason Ólafsson áttu góða spretti og Róbert Sighvatsson skilaði sínu í vörninni og hélt Hauk- um við efnið í sókninni. Bjarni Frostason, markvörður, stóð upp úr í liði Hauka og bjarg- aði sínum mönnum frá háðulegri útreið. Aðrir voru jafnir og fremur slakir. Jafnræði en lítil spenna í Kaplakrika Skúli Unnar Sveinsson skrífar J^A gerði góða ferð í Hafnar- fjörðinn á sunnudaginn og vann FH 25:27. Úrslitin breyta engu um röð lið- anna í stigatöfl- unni, KA er í sjötta sæti sem fyrr og FH er enn í fjórða sæti, en nú munar aðeins einu stigi á liðinu og Aftureldingu en fjórða sætið er síðasta sætið sem gefur heimaleikjaréttinn. Leikur liðanna var dálítið furðu- legur. Jafnræði var allan tímann, KA lengstum með frumkvæðið, og hefði því getað orðið spenn- andi, en varð það einhvern veginn ekki. Sóknir liðanna voru fremur rólegar og ekki mjög kerfisbundn- ar. KA-menn klipptu talsvert á vinstri væng FH liðsins en Hafn- firðingar léku lengstum flata vörn. Mikið var um mistök hjá leikmönn- um og það var eins og vantaði neistann hjá báðum liðum. Hálfdán var bestur hjá FH en hinum megin var Erlingur í stuði og Atli Þór gerði mikilvæg mörk með skemmtilegum gegnumbrot- um. Fyrirliðar Morgunblaðið/Sverrir kenndur fyrir hlé en kraftur Gunn- ars þjálfara hélt liðinu á floti og þáttur hans var stór þegar á heild- ina er litið. Ekkert kom út úr horna- mönnunum og Sigurður hvíldi allan seinni hálfleikinn en Árni kom sterkur inn sem fyrr sagði. Valsliðið er sterkt og breiddin mikil en það hélt ekki út. Liðið vann samt nokkuð vel saman í vörn og skytturnar vora öflugar en homamennirnir ógnuðu lítið og Geir fékk helst ekki sendingu á lín- una. Þetta hlýtur að vera umhugs- unarefni fyrir topplið deildarinnar. ERLINGUR Krlstjánsson og félagar hans f KA slgruðu FH-lnga um helglna og áttl fyrirliAI KA góðan leik. Hér er hann sloppinn framhjá Guðjóni Árnasyni fyrirliða FH. FOLK DÓMARAR á leik KR og Sel- foss í Höllinni á sunnudaginn, Yalgeir Ómarsson og Sigurður Ólafsson, vora að dæma sinn fyrsta leik í 1. deild. Þeir vora kvaddir til með stuttum fyrirvara og kváðust hafa verið ákaflega taugaóstyrkir fyrir leikinn.^ ■ SIGURJÓN Bjarnason Sel- fyssingur var allur í sprettunum gegn KR. Hann gerði 6 mörk og öll úr hraðaupphlaupum. ■ FYRIRTÆKI í Mosfellsbæ sameinuðust um að kaupa leik UMFA og Hauka og sendu boð- smiða inn á hvert heimili í bænum. Undirtektir bæjarbúa voru mjög góðar og fylltu þeir íþróttahúsið að Varmá. ■ JASON K. Ólafsson átti 23 ára afmæli á sunnudaginn og sungu áhorfendur afmælissönginn fyrir leikinn gegn Haukum. ■ STUÐBANDIÐ 66 lék og söng fyrir leik UMFA og Hauka. Þetta hefur hljómsveitin gert nokkru sinnum í vetur og hefur UMFA ekki tapað þegar 66 hefur hitað áhorfendur upp. ■ BERG- SVEINN Bergsveinnsson er óðum að jafna sig eftir meiðsli og upp- skurð á hægri olboga. Bergsveinn var á skýrslu hjá UMFA í leiknum gegn Haukum og kom inn á eitt vítakast, en tókst ekki að veija. VÍKINGURINN Árni Friðleifsson 1 átti stóran þátt í því að Víkingur en án árangurs. Júlíus var atkv Liðin höfðu ekki að neinu að keppa Stefán Stefánsson skrífar Þýðingarleysi leiks KR og Sel- foss í Laugardalshöllinni á sunnudaginn kom greinilega fram í frammistöðu leik- manna og 24:24 jafntefli við hæfi. Bæði liðin sigla lygnan sjó og eiga ekki möguleika á að komast í úrsli- takeppnina. Góð markvarsla Gísla Felix Bjarnasonar fyrir KR og Hallgríms Jónassonar fyrir Selfoss var það eina sem gladdi augað. Flesta ef ekki alla útileikmenn vantaði allan neista og tóku þeir slaka frammi- stöðu sína mest út í kvarti og kveini yfir dómurunum. Eftir ákaflega tíðindalítinn fyrri hálfleik náðu Vesturbæingar að silast framúr og náðu mest fimm marka forystu, 19:14 um miðjan síðari hálfleik. Þá tóku Selfyssing- ar við sér undir forystu Einars Guðmundssonar og næstu fimm mörk voru þeirra. Þeir gerðu gott betur og komust yfir og KR-ingar máttu þakka fyrir að ná í annað stigið. „Við hentum frá okkur unnum leik og gáfum þeim annað stigið. Við erum í tómarúmi í deildinni og ætluðum bara að hafa gaman af leiknum en fórum síðan að hafa fullgaman af honum,“ sagði Einar B. Árnason sem var bestur hjá KR ásamt Gísla Felix. „Það er erfitt að halda einbeit- ingu í svona þýðingarlausum leik en við reyndum að hafa gaman af þessu,“ sagði Einar Guðmunds- son eftir leikinn en hann var eini leikmaður Selfoss sem þorði að taka af skarið. Sem fyrr sagði var Hallgrímur í miklu stuði og bjarg- aði öðra stiginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.