Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 B 3 FRÉTTIR Umgengni sjómanna um björgunartækin orðin betri Gúmmíbátaþjónustan í Vestmannaeyjum heimsótt Vestmannaeyj- um - Hjónin Svana Anita Högnadóttir og Ingi Páll Karls- son eiga og reka Gúmmíbátaþjónustuna í Vestmannaeyjum. Þau sjá um skoðanir og viðgerðir á gúmmíbátum og björgunargöllum Eyjaflotans og annarra þeirra báta og skipa sem eftir þjónustu þeirra leita. Bæði hafa þau réttindi til að annast slíkar skoðanir og er Svana eina konan á íslandi sem hefur réttindi til slíks og ein af fjórum eða fímm konum í heiminum sem hefur náð sér í þau réttindi. Verið leit inn í Gúmmíbátaþjónustunni á tiögun- um en þá voru þau hjón önnum kafin við að skoða björgunarbátana af Jónu Eðvalds SF 20 sem var í Eyjum að taka loðnunót. Þau hjón tóku við rekstri Gúmmí- bátaþjónustunnar fyrir fimm árum og hafa bæði unnið við fyrirtækið síðan. Fyrst hafði bara Ingi Páll rétt- indi til skoðunar á björgunarbúnaðin- um en síðan aflaði Svana sér þeirra réttinda einnig. Til að öðlast réttindi til skoðunar á björgunarbátunum þarf viðurkenningu frá Siglinga- málastofnun til starfans. Þegar sú viðurkenning liggur fyrir er unnið hjá Gúmmíbátaþjónustunni í Reykja- vík í nokkra daga en að því loknu tekur við viku námskeið hjá Viking- verksmiðjunum í Danmörku. Skoð- unarmenn þurfa síðan að fara á end- urmenntunamámskeið á tveggja ára fresti til að viðhalda réttindunum. Skylduskoðun elnu slnnl á árl Skylduskoðun ar á gúmmíbátum einu sinni á ári. Þá eru bátarnir blásnir upp, allur búnaður þeirra yf- irfarinn og neyðarsendarnir settir í sérstaka skoðun og prófaðir. Ingi Páll og Svana sögðu að nú væri búið að ákveða breytingar á skoðun bátanna sem fælu það í sér að fram- vegis yrði að blása þá mun meira upp en gert hefur verið. Settur verð- ur á þá talsverður yfirþrýstingur, til að prófa hvort límingar halda og tryggja að ekki séu einhveijir veikir blettir í bátunum. Þau sögðu að gúmmíbátana létu þau alltaf standa uppblásna yfir nótt hjá sér með þrýstimæli tengdan við til að fylgjast með hvort nokkuð læki úr bátunum. Einnig þyrfti stundum að þrífa bátana upp og þurrka þá ef bleyta hefði komist inn í hylkin sem gerðist stundum. Björgunargallar, svokallaðir flot- gallar, eru teknir í allsheijarskoðun á fimm ára fresti en á tveggja ára fresti þarf að gera á þeim lítilsháttar athugun. Ef gallarnir eru notaðir þarf að skoða þá, þrífa og pakka á ný. Sjö gúmmíbátaþjónustur á landlnu Þau sögðu að sjö aðrar gúmmí- bátaþjónustur væru víðs vegar um land og væru þær dreifðar milli landshluta. Miðað væri við að hvert fyrirtæki hafði það mikið af bátum SVANA við vinnu sína í Gúmmíbátaþjónustunni en hún er eina konan á íslandi sem hefur réttindi til skoðunar á gúmmíbátum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HJÓNIN Svana Anita Högnadóttir og Ingi Páll Karlsson, eigend- ur Gúmmíbátaþjónustunnar í Vestmannaeyjum. í viðskiptum að hægt væri að hafa þetta að aðalstarfi. Þau sögðu að á síðasta ári hefðu þau skoðað 198 gúmmíbáta. Flestir væru af Eyjabát- um en alltaf kæmi einn og einn af bátum annars staðar af landinu. Þegar Verið leit inn til þeirra voru þau að skoða bátana af Jónu Eðvalds SH 20 en báturinn er nýkominn til landsins frá Englandi þar sem hann var keyptur og var að sækja loðnu- nótina til Eyja þannig að tækifærið var notað og látið yfirfara bátana um leið. Tlltrú á flotgöllum hefur aukist Þau segjast verða vör við að um- gengni um björgunartæki og virðing fyrir þeim sé orðin meiri hjá sjómönn- um nú en áður. Þeir séu orðnir með- vitaðri um notkunargildi búnaðarins en áður og vilja þau þakka það Slysa- varnaskóla sjómanna. Þá segja þau að tiltrú sjómanna á flotgöllunum hafi aukist eftir að þeir fóru að sanna gildi sitt sem björgunartæki en sum- ir hefðu fram að því ekki haft mikla trú á þeim. Bæði Ingi Páll og Svana fengu réttindi til skoðunar gúmmíbáta eftir námskeið hjá Viking-gúmmíbáta- framleiðendunum í Danmörku en þau segja að langflestir gúmmíbátar í flotanum hér séu frá Viking. Svana sagði að hún hefði þurft að hafa þessi réttindi þar sem hún ynni við þetta með Inga Páli og væri gott fyrir þau bæði að hafa þau. Hún sagðist vera eina konan á íslandi sem hefði þessi réttindi en sér hefði verið sagft að það væru fjórar eða fímm aðrar konur í heiminum með þau. Myndband fyrir nýliða á sjó MYNDBÆR hf. hefur framleitt myndina Öryggi á sjó, sem fyrst og fremst er ætluð nýliðum í sjómanna- stétt en einnig til áminningar fyrir sjómenn almennt. I myndinni eru helstu öryggisþættir um borð í fiski- skipum kynntir. Myndin er gerð með faglegri aðstoð Slysavarnaskóla sjó- manna og Guðbjarts Gunnarssonar skipstjóra, sem hefur áratuga reynslu á þessu sviði. í marsmánuði 1994 var samþykkt á Alþingi að setja skilyrði fyrir lög- skráningu nýliða að þeir hafí lokið námi fyrir nýliða með fullnægjandi hætti. Er miðað við að námið fari fram í Slysavarnaskóla sjómanna. Myndinni verður m.a. dreift til út- gerðarfyrirtækja á VHS myndbönd- um. Öryggi á sjó er tekin upp í Slysa- varnaskóla sjómanna, við raunveru- legar aðstæður um borð í fiskiskipi og einnig er í henni leiðsögn varð- andi öryggi við störfin um borð. Meginatriði í myndinni eru eftir- farandi: 1. Inngangur, af hveiju nýliða- fræðsla? 2. Öryggisatriði og -búnaður sem nýliðar verða að kunna skil á: a) Neyðaráætlun. LR20 Utgeröaraöilar athugiö: Framleiðendur Kayjodenki aflanemamæla með Panasonic rafhlöðum. Eigum ávallt fyrirliggjandi „D“ stærð (LR20) alkaline rafhlöður á góðu verði. Sama stærð er einnig til í hleðslurafhlöðum í 1.2V, 4000 mAh. frá Panasonic. Panasonic rafhlöður/Rafborg sf. Rauðarárstíg 1,105 Reykjavík, sími 562-2130, fax 562-2151. P-400DH Nóg aö gera Það var nóg að gera í gúmmíbáta- þjónustunni á laugardaginn. Tveir gúmmíbátar stóðu uppblásnir á gólf- inu og var Svana að þrífa hylkin utan af þeim meðan Verið staldraði við. Búið var að þrífa og þurrka bátana og framundan var að ganga frá búnaðinum í þá og pakka þeim í hylkin á ný. Skipveijar á Jónu Eðvalds biðu bátanna því fréttir af loðnuveiði höfðu borist og því kom- inn hugur í loðnusjómennina að kom- ast af stað. Ingi Páll og Svana þurftu því að hafa hraðar hendur við að ganga frá þannig að Jóna Eðvalds kæmist sem fyrst af stað, enda unnu þau af krafti við fráganginn meðan þau spjölluðu við Verið. Vill ekki se\ja SÍF saltfiskinn ■ SÍF, Sölusamstök islenskra fiskframleiðenda, hafa að undanförnu keypt nokkuð af norskum saltfíski, sem upp- fyllir islenskra gæðakröfur. Kemur það fram hjá Gunnari Davíðssyni, fulltrúa SÍF í Noregi, í viðtali við norska fjölmiðla, að betra sé að nota góðan, norskan fisk en að bregðast eftirspurninni á markaðnum. Ekki eru ailir Norðmenn hrifnir af þessum kaupum SÍF á norskum fiski, til dæmis ekki Svein A. Krane lijá sölusamtökum fískfram- leiðenda en þau eru að mörgu leyti hliðstæða við SÍF. Hann vill banna söluna. Í norskum fjölmiðlum kom fyrst fram, að aðeins væri um að ræða bráðabirgðaráð- stöfun meðan þorskkvótar væru litlir við Island en síðan hefur það verið leiðrétt. Seg- ir Gunnar, að SÍF stefni að langtímaviðskiptum við norska framleiðendur enda megi kalla fyrirtækið alþjóð- legt og það er með dótturfyr- írtæki í mörgum löndum. Segir hann, að fínna megi „islensk gæði“ þjá sumum saltfiskframleiðendum í Nor- egi en ekki þó mörgum. Norðmenn líta upp til ís- lendinga hvað saltfískinn varðar og nefna gjarna, að þeir hafi ekki aðeins svarað eftirspuminni, heldur bein- línis búið hana til. Þeir hafí einfaldlega kennt neytendum í Katalóniu og i Baskalandi á Spáni, í þeim héruðum þar sem kaupgetan er mest, að meta íslenska saltfiskinn. Þess vegna hafi þeir áhyggj- ur af þvi nú í þorskleysinu, að Spánverjar gleymi ís- lensku gæðunum og láti falie- rast með annars flokks norskum físki. VOGIRsemVIT erí..! ... Stórar og smáar vogir í úrvali. Sölu- og þjónustuumboð: PÓLS Rafeindarv b) Öryggisáætlun. c) Æfíngar. d) Bjarghringir, Markúsarnetið, Björgvinsbeltið. e) Björgunarvesti og flotbjörg- unarbúningar. f) Gúmmíbjörgunarbátar. 3. Eldvarnir. 4. Öryggi við störfin um borð. Farið yfir helstu hættur og hvað ber að varast. Athyglinni er beint að vinnu á dekki og í lest. Myndin er rúmar 20 mínútur. Með myndinni er dreift hefti um sama efni. 5TAVA SP3-6E 3ja rása loðnu- og síldarflokkunarvélar Aðeins 1.945.000kr. íslensku Stava fiskflokkunarvélarnar eru úr ryðfríu stáli og eru þekktar fyrir að vera sérlega hljóðlátar. Þær hafa í yfir 30 ár sannað sig við erfiðustu aðstæður, hvort sem er í fiskiskipum á sjó úti, eða í fiskverkunar- húsum í landi. Þegar hvert prósent í aukinni aflanýtingu getur skipt milljónum króna er þetta ekki spurning. STAVA fiskflokkunarvélar margborga sig. Til sýnis og sölu á staðnum. Takmarkað magn! qrAX/A STÁLVINNSLAN HF. JIMVM Súðarvogi 52, Reykjavik * Verð erán VSK. Súðarvogi 52, Reykjavik Sími 91 -36750 Fax 91 -685272 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.