Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 B 7 _____________GREilMAR Er skömmtun rétta leiðin? MEÐAL ákvæða í drögum að lagafrum- varpi um bætta um- gengni um auðlindir sjávar er lagt til að vinnsluskipum fjölgi ekki til aldamóta. Vinnsluskip hafa verið skilgreind sem þau skip sem hafa flökun eða flatningu sem hluta af vinnslunni. Þetta er það ákvæði, í annars ágæt- um tillögum, sem er síst til þess falíið að vera sjávarútveginum til framdráttar á næstu árum þó það samræmist í sjálfu sér því markmiði að minnka líkur á slæmri umgengni um auðlindina án þess að hafa bein jákvæð áhrif á það ástand sem fyrir er. Helstu rök fyrir neikvæðum áhrifum ákvæðisins eru eftirfarandi: Hindrun í tæknilegri framþróun Sveiganleiki er ein meginástæða þess að íslenskur sjávarútvegur er eins öflugur og raun ber vitni. Það felast mörg tækifæri í vinnslu á sjó á næstu árum sem ekki er hægt að sjá fyrir í dag. Vinnslan þarf ekki að vera bundin við frystingu ein- göngu eða allan afla skipanna. Flök- un á fiski sem fer ófrystur til vinnslu í landi eða beint á fersk- fiskmarkað erlendis kem- ur einnig til greina. Einn- ig er hugsanlegt að skip vilji hafa vinnslulínur (flökun eða flatningu) uppsettar fyrir ákveðnar fisktegundir jafnvel þó að megnið af aflanum sé heill ísaður fiskur. Með ákvæðum um skorður við fjölgun vinnsluskipa er því verið að hamla frekari fram- þróun á þessu sviði nema hjá þeim sem eru að vinna fisk á sjó nú þegar. Hlndrun í sókn á fjarlæg fisklmlð Einnig ber að árétta það sem öllum er ljóst að aukin sókn á fiskimið utan landhelginnar er nánast ógerleg nema á öflugum vinnsluskipum. Að vísu er megnið af úthafskarfanum heilfryst þannig að skip geta hafíð veiðar og vinnslu á úthafskarfa óháð takmörkunum á fjölgun vinnslu- skipa. Akvæðið setur hins vegar þær skorður að slík skip geta ekki nýtt sér þá verðmætasköpun sem felst í flökun á úthafskarfa. Þau verða einn- ig að heilfrysta eða ísa þorsk, ýsu og ufsa í stað þess að flaka um borð. Þetta lýsir einnig þeim vanda sem felst í því að skilgreina vinnsluskip og þar með þær kröfur sem gerðar eru til slíkra skipa við flökun og flatn- ingu. Skilgreiningin hvetur til meiri heilfrystingar og minni verðmæta- sköpunar en efni standa til. Ójafnvægi í fjárfestlngaþörf Með því að grípa á þennan hátt inn í eðlilega framþróun er líklegt að til verði uppsöfnuð þörf fyrir fjár- festingar í vinnsluskipum að fímm árum liðnum. Slíkt ójafnvægi getur leitt til yfirskots sem felst í tíma- bundinni offjárfestingu þegar tak- mörkuninni er létt af. Eftir tíu ár er því líklegra að fjöldi vinnsluskipa verði meiri og arðsemi fjárfestingar í þeim minni vegna takmörkunar á fjölgun næstu fímm árin miðað við að takmarka ekkert. Því getur orðið vandkvæðum háð að leyfa ótakmark- aða fjölgun vinnsluskipa að fímm árum liðnum þrátt fyrir að lög muni mæla svo fyrir. Eða með öðrum orð- um að það verði auðveldara og jafn- vel nauðsynlegt að viðhalda einhyers konar takmörkun fremur en að af- nema hana að fímm árum liðnum. YflrverA á vlnnslusklp Ef vinnsla á sjó heldur áfram að vera eftirsóknarverð og þróunin verður í átt til fjölbreyttari og arð- samari möguleika fá vinnsluleyfin sjálf ákveðið verðmæti sem bætist við annað verð skipanna. Þó ber að Jón Heiðar Ríkharðsson Sóun eða ráðdeild? NÝLEGA sendu fram- bjóðendur Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum frá sér tillögur um breytta fiskveiðistjómun. Eftir að hafa hlustað á viðbrögð Kristjáns Ragnarssonar framkvæmdastjóra LÍÚ og Þorsteins Pálssonar sj ávarútvegsráðherra, sem voru reyndar fyrstu fregnir sem mér bárust af atburðinum, var ég viss um að um markverðan atburð væri að ræða því það er ekki á hverjum degi sem svo ráðsettir menn missa stjórn á fram- komu sinni opinberlega og leggjast í skítkast út í menn sem flest okkar vita að eru heiðarlegir og vandir að virðingu sinni. Ég beið því spenntur eftir að sjá helgarblöð Morgunblaðsins sem höfðu að geyma fyrrgreindar tillögur. Eftir að hafa lesið tillögurnar varð mér ljóst að framkoma stjórnarformanns Islands- banka og ráðherrans stafaði af skelf- ingu yfir þeirri afhjúpun á göllum kvótakerfísins sem falin er í fram- setningu þessara tillagna og þeirri staðreynd að þær eru settar fram af mönnum sem líklegir eru til að fylgja eftir skoðunum sínum. SamanburAur Meðan framkvæmdastjórinn og ráðherrann eru að jafna sig lítið eitt langar mig að gera svolítinn saman- burð á fískveiðistjórnun og kvóta- kerfí (sem er skömmtunarkerfí sem fyrir misskilning hefur verið kennt viðstjórnun). Á síðastliðnu hausti sendi „sam- starfsnefnd um bætta umgengni um auðlindir sjávar" frá sér áfanga- skýrslu til sjávarútvegsráðherra. Nefndin hlaut þann dóm ráðherrans í fjölmiðlum að hér væri á ferðinni ábyrgir menn sem þyrðu að horfast í augu við raunveruleikann. Ég vil nú leyfa mér að birta 1. lið annars kafla skýrslunnar en hann er í sex greinum ásamt fororði: II Lýsing vandans 1. Aðstæður sem leitt geta til útk- asts físks eða löndunar framhjá vigt. Hér verða teknar saman í stuttu máli skoðanir nefndarmanna á því hvaða ástæður geta helst leitt til þess að fiski sé hent í sjóinn eða landað framhjá vigt. Af þessum ástæð- um er sú fyrsta talin mikilvægust. 1. Hvati til að henda fiski eða landa framhjá vigt myndast helst þeg- ar kvóti er mjög tak- markaður samanborið við veiðigetu skips. Við- leitni til að gera sem mest verðmæti úr heim- iluðum afla kann þá að hafa þau áhrif að besti fiskurinn sé nýttur og lakari físki hent. Ef lakari fiskinum er hent gerist það tæpast fyrr en viðkomandi skip er talið ör- yggt um að ná öllum sínum kvóta í viðkomandi tegund. Þess vegna er brottkast líklegast hjá kvótaminni skipum og þá einkum á síðari hluta fiskveiðiárs. Vandamálið getur svo versnað við blandaðar veiðar (t.d. almennar botnfiskveiðar) ef heimildir eru skertar til veiða á einni eða fáum tegundum (t.d. þorski) meðan nægur kvóti er ti! veiða á öðrum tegundum (t.d. ýsu og ufsa). Við jafnlítinn þor- skafla og nú er leyfður má ætla að útkast þorsks eða framhjálöndun hefjist því fyrr á fískveiðiárinu sem þorskkvóti skips er minni miðað við annan botnfiskkvóta, og hefjist jafn- vel í einhveijum mæli strax við upp- haf fiskveiðiársins hjá kvótaminnstu skipunum. Er þetta, að mati nefndar- manna, stærsti vandinn sem nú er við að glíma. 2. Fiskur getur skemmst á veið- arfærum, t.d. getur fiskur sem ánetj- ast í botnvörpu skemmst. Netaveiðar skemma lítið af fiski ef dregið er daglega, en liggi net lengur í sjó getur svo til allur aflinn orðið lélegur og því verðlítill og jafnvel óhæfur til vinnslu. Helst er hætta á slíkum skemmdum þegar litlir netabátar leggja net í rysjóttri tíð fyrir opnu hafi. 3. Við sérveiðar með smáriðnum veiðarfæmm sem ætlað er að veiða t.d. rækju, humar og annan smávax- inn fisk er hætta á að öðrum kvóta- bundnum físki sé hent. Er það þá ýmist vegna þess að skipin eru ekki búin til nýtingar hans eða að fiskur- inn er smár eða verðlítill eða skip hefur ekki heimildir til veiða í við- komandi tegund. 4. Fiski af óhefðbundnum tegund- um er gjarnan hent, enda oftast eng- inn kaupandi til staðar. Úr þessu hefur verið bætt verulega með til- komu fiskmarkaða, Aflakaupsbank- ans og með markaðsleit almennt. 5. Fiski er hent þegar sjómenn telja hann ekki hæfan til vinnslu. Þetta getur verið vegna þess að físk- urinn er sýktur eða haldinn sníkju- dýrum þegar hann veiðist. 6. Fiski sem er ónýtanlegur sakir smæðar er hent. Þetta á einkum við um þorsk, karfa og ýsu sem veiðist á handfæri, línu, botnvörpu eða drag- nót. Tilvitnun lýkur. Það sem er athyglisverðast við ofangreinda lýsingu er að allir meg- inþættir hennar eiga eingöngu við um kvótakerfi en ekki sóknarstýr- ingu af neinu tagi og tel ég að inni- hald hennar sé í sjálfu sér dauðadóm- ur yfir kvótakerfinu. Til að skýra nánar þessa skoðun mína vil ég leyfa mér að nota stærðfræði sem fulltrúi Hafrannsóknastofnunar í annarri nefnd, Ólafur Karvel Pálsson, sem kynnti tillögur sínar á Isafírði síðast- liðið haust, kenndi mér, en liún er á þá ieið að tvöföldunartími þorsks við núverandi aðstæður á íslandsmiðum sé u.þ.b. eitt og hálft ár. Við skulum vera varkárir og tala eingöngu um þann fisk sem vegna kvótakerfisins er drepinn engum að gagni og nota lægstu tölu sem ég fékk í umræðum við marga ólíka aðila (nefndar voru tölur frá 5 þús- und til 50 þúsund tonn). Það sem veiðimunstur fer eftir samsetningu stofnsins hverju sinni er ég ekki að tala um sömu einstak- lingana heldur um þróun á eins árs mismun tveggja misgáfulegra kerfa sem myndu setja sér sama aflahá- mark. I tilefni af því að Kvótakerfið er liðlega tíu ára vil ég leyfa mér að taka tiu og hálft ár sem eru sjö Sveinbjöm Jónsson Með ákvæðum um skorður við fjölgun vinnsluskipa er því verið að hamla frekari framþróun á þes&u sviði nema hjá þeim sem eru að vinna fisk á sjó nú þegar, skrifar Jón Heiðar Ríkharðs- son um hugmyndir um að hefta fjölgun frysti- togara. hafa í huga að þessi verðmæti eru mest fyrst en falla síðan niður í núll þegar ákvæðið fellur úr gildi eftir 5 ár. Þetta getur einnig haft neikvæð áhrif á tæknilega framþróun þegar verðmæti skipanna aukast án þess að það byggi á verðmætaskapandi fjárfestingu eða verðmætin standi í stað þrátt fyrir að búnaður þeirra gangi úr sér. Slíkt verkar letjandi á þau vinnsluskip sem fyrir eru og sem hindrun á nýja aðila í þessari útgerð. Önnur afleiðing getur orðið óarð- bær nýfjárfesting í núverandi vinnsluskipum þar sem yfirverð skip- anna lækkar áhættuna í fjárfesting- unni. TregAa tll eAlilegrar aAlögunar Ef vinnsla á sjó hættir að vera eftirsóknarverð af einhverjum ástæð- um er ákvæðið einnig til skaða þar sem ímynduð verðmæti vinnsluleyf- anna koma í veg fyrir að skip hætti vinnslu. Það yrði ekki sjáfgefíð að unnt yrði að byija fullvinnslu aftur ef henni hefur verið hætt einu sinni. Hræðsla við að gefa leyfið frá sér og lokast úti veldur tregðu til að hætta slíkri útgerð jafnvel þó hún stæði ekki undir sér til skamms tíma. Af framansögðu má Ijóst vera að skömmtun á fjölda vinnsluskipa verð- ur að teljast í hæsta máta varhuga- verð ef hagur þjóðarbúsins er hafður að leiðarljósi. Gengið er út frá því að fjölgun vinnsluskipa á næstu árum sé neikvæð, en með ákvæðinu er hins vegar nokkuð tryggt að þeim fækkaði hægar en ella, þróunin snér- ist við. Sú spuming hlýtur einnig að verða áleitnari hvaða rök séu fyrir stjórnun á stærð flotans yfirleitt. Það má til dæmis færa rök fyrir því að umgengni um aflann batni og út- flutningsverðmæti úr sama afla- magni aukist með stærri og betur búnum skipum. Heildararðsemi veiða og vinnslu á sjó og í landi getur þannig aukist með stærri flota án þess að veiðin aukist. Veiðitæknin er hins vegar það öflug að veiðar- færi, físksjár, hitamælar, gagnasöfn og tölvulíkön hafa nú orðið meira vægi heldur en rúmlestatala og vélar- afl. Sóknarmáttur fiotans er orðinn nánast takmarkalaus og verður það áfram að mestu óháð stærð flotans í rúmlestum talið. Stærð flotans og vinnslugeta verð- u’r því fremur að miðast við aukin gæði' og meiri verðmæti aflans upp úr skipunum fremur en að einblína á veiðigetuna. Með hliðsjón af örum framförum í veiðitækni verður hún ávallt langt umfram það magn af fiski sem má veiða á hveijum tíma hvað sem stærð flotans líður. Höfundur er verkfræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Efnahagsaðstæður heimilanna í landinu og ástand fiskistofnanna, segir Sveinbjörn Jóns- son, gefa ekki svigrúm til að halda þessari vit- leysu áfram eins og hálfs árs tímabil. Eftir eitt og hálft ár væru 5 þús. tonnin sem nú rotna á hafsbotni orð- in 10 þús. tonn. Eftir 3 ár 20 þús., eftir 4,5 ár 40 þús., eftir 6 ár 80 þús., eftir 7,5 ár 160 þús. eftir 9 ár 320 þús. og eftir 10,5 ár 640 þús. tonn. Geta menn ekki verið sammála um að kerfi sem leiði til útkasts í hafi eins og samstarfsnefndin til- greinir í „Lýsingu vandans" sé óveij- andi kerfi. Ég vil vekja á því at- hygli að ég er eingöngu að tala um útkast í hafí en ekki um löndun fram- hjá vog eða nýtingarstuðlafölsun en siík fyrirbæri eru líka fylgifiskar kvótakerfis. Ef allur sóðaskapurinn væri tekinn með værum við væntan- lega að tala um 10-40 þús. tonn breytilegt milli ára. Lokaorð Eini efnislegi gallinn sem ég kem í fljótu bragði auga á í tillögum fram- bjóðendanna er sá tími sem þeir ætla til aðlögunar milli kerfa. Efna- hagsaðstæður heimilanna í landinu og ástand fískistofnanna gefa ekki svigrúm til að halda þessari vitleysu áfram. Jafnframt kann tímasetning- in að gefa tilefni til tortryggni hjá þeim sem ekki skilja til hlítar mikil- vægi innihaldsins og kunna þeir að álíta að hér sé um sjónarspil að ræða til að blekkja vestfírska kjósendur og að undarleg framkoma Kristjáns og Þorsteins hafi eingöngu verið leik- ur til að auka á trúverðugleik tillögu- flytjendanna gagnvart þeim. Ég vil því skora á Davíð Oddsson og aðra málsmetandi innan Sjálf- stæðisflokksins að skýra afstöðu sína til þessa máls hið fyrsta. Það er óvíst að væntanleg niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins að hausti verði margsviknum kjósendum á Vest- fjörðum og kjósendum um land allt nægjanleg ástæða til að nota at- kvæði sitt af skynsemi í kjörklefan- um í vor. Höfundur er sjómaður á Súganda- firði. Úrelding í kvótakerfi Til sölu 21 m3 úrelding í kvótakerfi. Upplýsingar í síma 97-81227. KVáíftTABANKINN Þorskur til söiu og leigu. Krókaieyfi til sölu. Vantar ýsu. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.