Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 6
6 , B MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima l Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja ULJ nn Alls fóru 357,0 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 152,5 tonn á 1105,95 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 77,6 tonn á 118,23 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 126,9 tonn á 110,06 kr./kg. Af karfa voru seld 122,6 tonn. í Hafnarfirði á 70,89 kr. (19,11), á Faxagarði á 62,23 kr. (6,31) og á 64,48 kr. (97,21) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 157,7 tonn. í Hafnarfirði á 68,97 kr. (8,51), á Faxagarði á 74,03 kr. (92,51) og á 69,69 kr. hvert kiló á Suðurnesjum (56,71). Af ýsu voru seld 177,1 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 112,87 kr./kg. Kr./kg -90 60 _____ heD. _____ cn Zv l 3.v l 4.7T 5.v | 6.v | Ufsi Kr./kg -70 Jan. u\ Fiskverð ytra Þorskur«*» Karfi Ufsi •mmmmm Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Skagfirðingur SK 4 seldi samtals 235,2 tonn á 121,95 kr./kg meðalverði. Þar af voru 229,7 tonn af karfa á 121,76 kr./kg, 0,45 tonn af ufsa á 131,82 kr. hvertkíló og 2,6 tonn af ýsu á 103,11 kr./kg. Kr./kg 200 180 160 140 120 100 80 60 Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 157,3 tonn á 180,20 kr./kg. Þaraf voru 14,8 tonn af þorski á 154,73 kr./kg. Af ýsu voru seld 22,0 tonn á 134,84 kr./kg, 33,4 tonn af kola á 224,74 kr./kg, 14,9 tonn af karfa á 107,76 kr. hvert kíló og 37,1 tonn af grálúðu seldust á 223,97 kr. kílóið. Útflutningnr á óunnum ísuðum botnfiski dregst stöðugt saman UTFLUTNINGUR á óunn- um ísuðum fiski til Bret- lands og Þýzkalands dregst stöðugt saman. Árið 1991 fóru rúmlega 3.200 tonn af ísuðum fiski héðan til Bretlands í Jan- úar, en aðeins 855 tonn í sama mánuði nú. Þá fóru 45.000 tonn utan til Bretlands allt árið 1991, en 20.200 tonn í fyrra. Svipaða sögu er að segja af útflutningi á ísuðum fiski til Þýzkalands. í janúar nú fóru þangað rúm 2.000 tonn en tæplega 3.000 1991. Allt árið 1991 fóru utan til Þýzkalands um 32.000 tonn af ísfíski, en aðeins 23.300 í fyrra. Stöðugt stærri hlutur fískaflans er unnin hér heima, ýmist um borð í fyrstiskipum eða í landi. Sala á ísuðum þorski til Bretlands hefur hrunið á fjórum árum Á þessum samdrætti eru margar skýringar. Sú augljósasta er auðvitað samdráttur í þorskafla okkar, en þorskurinn hefur verið uppistaðan í útflutningi ísfísks til Bretlands. Árið 1991 var þorskaflinn 307.000 tonn en aðeins um 180.000 í fyrra. Sá samdráttur hefur auðvitað í för með sér minnkandi framboð á þorski og sífellt hærra hlutfall hans hefur því verið unnið hér heima, ýmist í landi eða úti á sjó. Útflutningur á þorskl nánast hrunið Fjölgun frystiskipanna hefur einn- ig ráðið miklu um þessa þróun, en hlutur þeirra í þorskvinnslunni hefur vaxið gífurlega frá því útgerð þeirra hófst um 1984. Mikill samdráttur hefur hins vegar orðið í söltun á þorski^ en landfrystingin hefur haldið sínu. Útflutningur í gámunum hefur nánast hrunið og siglingar á Bretland heyra nær sögunni til. Þrátt fyrir mikinn samdrátt í út- flutningnum hefur verrð ytra lækkað verulega, þegar miðað er við verð í enskum pundum. Árið 1991 voru alls seld 17.400 tonn af þorski héðan á brezku fiskmörkuðunum og var meðalverð í pundum þá 1,42 á hvert kíló. Síðan þá hefur magnið minnkað ár frá ári og verðið jafnframt lækkað og var í fyrra komið niður í 1,26 pund á kíló, en þá fóru 3.700 tonn utan. Sé hins vegar miðað við verð í íslenzkum krónum, fengust 147,41 króna að meðaltali fyrir hvert kíló af þorski árið 1991 en 134,52 í fyrra. Þessi verðlækkun auk kvótaskerð- ingar vegna útflutningsins um 20% hefur síðan valdið þvi, að vaxandi hlutfall þorsks er selt á innlendum fískmörkuðum. Þörf fískvinnslunanr fyrir hráefni hefur ráðið því að þar sem útgerð og vinnsla eru á sömu hendi, er nánast allur fískur nýttur í eigin vinnslu. Þá hefur þessi þörf einnig haldið það háu verði á innlend- um fískmörkuðum, að það hefur í flestum tilfellum verið fysilegri kost- ur að selja þorskinn á innlendum mörkuðum en setja hann í gáma eða sigla með hann til Bretlands. Kanada Boston. Morgunblaðið. KANADAMENN hyggjast hleypa auknum krafti í selaveið- ar við austurströnd landsins og lýsti Brian Tobin sjávarútvegs- ráðherra yfir því í borginni St. John’s á Nýfundnalandi á föstu- dag að ákeðið hefði verið að setja fé til höfuðs selum. Selveiðikvóti Kanada er nú 186 þúsund skepnur, en meðal- veiði undanfarinna fimm ára hefur verið 57 þúsund. Kanadísk stjórnvöld halda því fram að mikil aukning eigi sér nú stað í þremur stærstu selategundunum við austurströnd landsins og segja að þær höggvi stórt skarð í þorskstofna. „Einu þorskveiðimennirnir Samdráttur í flestum tegundum tll Bretlands Sé litið á aðrar tegundir en þorsk- inn, fóru 12.000 tonn af ýsu utan árið 1991, en 6.200 tonn í fyrra. Minnstu varð útflutningurinn 1993, 5.700 tonn og hefur hann því aukizt lítilega á ný eftir verulegan sam- drátta. Árið 1991 fóru 5.500 tonn af kola utan, en aðeins 3.100 tonn í fyrra. Vaxandi eftirspum hefur verið eftir kola til vinnslu hér á landi, enda stórir verkendur, sem sérhæfa sig í vinnslu og útflutningi á flat- físki. Verð á kolanum ytra hefur verið gott og farið hækkandi. 1991 var það að meðaltali 1,31 pund á kíló, en 1,51 í fyrra. Sala á grálúðu til Bretlands hefur aukizt nokkuð. 1991 fóru 660 tonn utan, 2.000 tonn í fyrra og fengust þá að meðaltali 1,59 pund á hvert kíló. Verðhrun á ufsanum Útflutningur á ísuðum físki til Þýzkalands byggist á karfa, en eft- irspurn eftir honum til vinnslu í landi hér um þessar mundir eru selir,“ sagði Tobin, að sögn fréttastof- unnar Reuter á föstudag. „Þarna eru fimm milljónir sela og það mun ekki sjást högg á vatni þótt veitt verði upp í kvótann." Tobin kvaðst ekki vænta mót- mæla umhverfisverndarsamtaka vegna þessa. Veiðimenn munu þurfa að greiða 10 kanadíska dollara (480 ISK) fyrir leyfi til að veiða sex seli. Kanadísk stjórnvöld munu greiða þeim 20 cent (um 10 ÍSK) fyrir hvert pund af bráðinni. Stjórnvöld í héraði hyggjast bæta við þá upphæð og réttlæta útgjöldin með því að benda á nýja markaði í Evrópu og Kína. hefur verið lítil hér. Þá hefur tölu- vert farið utan af ufsa. 1991 fóru 23.400 tonn af ufsa á ferskfiskmark- aði í Þýzkalandi, en 20.000 í fyrra. Verð hefur lækkað lítillega eða farið úr 2.87 mörkum á kíló í 2,74. Karfa- afli okkar hefur aukizt á síðustu árum, en aukningin er eingöngu í úthafskarfa, sem ekki hefur verið fluttur ísaður utan. Vegna minnk- andi framboðs á þorski og öðrum fískitegundum, hefur þörf vinnslunn- ar heima fyrir á karfa aukizt og meira af honum en áður því unnið heima. Þá taka frystiskipin stóran skerf af karfaaflanum, til dæmis nær allan úthafskarfann. Útflutningur á ísuðum ufsa hefur minnkað mikið á þessu tímabili. 1991 fóru 4.800 tonn utan og fengust þá 2,69 mörk á kíló. í fyrra var útflutn- ingurinn aðeins rúm 1.000 tonn og verðið komið niður í 1,68 mörk á kíló. Eftirspum eftir ufsanum hefur verið lítil bæði innan lands og utan og ufsaafli hefur jafnframt farið minnkandi. Árið 1991 var hann 99.500 tonn, en um 70.000 tonn í fyrra. Það eru einnig breytingar ytra, sem hafa áhrif á útflutninginn á heilum, óunnum fiski. Almenn um- svif í fiskvinnslu í Bremerhaven, helzta fiskmarkaði Þýzkalands, hafa farið minnkandi, einkum vinnsla úr ferskum físki. Umsvifín þar hafa í auknum mæli færzt yfír í vinnslu úr frosnu hráefni og yfír í dýrari vinnslu á físki annars vegar og hins vegar ódýra vinnslu á fiskifingrum úr ódýrum blokkum. Markaður fyrir karfaflök, fersk og fryst fer vaxandi og skiptir þar miklu samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, sem gerir framleið- endum utan ESB kleift að flytja fersk flök inn án hinna háu tolla, sem áður voru í gildi. Það hlýtur einnig að vera íslendingum kappsmál að hætta að flytja út atvinnu í formi óunnins físks og halda bæði atvinnu og virðis- auka heima. Því eru mestar líkur á þvi, að útflutningur af þessu tagi dragizt enn saman. Fé til höfuðs selnum oslægöum 3000,--- t J | 1 H 1 L E [■L 1 n II 1 m . 11 i m 1! m JrJ' c3> g. <*• ísfisksala í Englandi 1991-1994 |)f Magn i tonnum 1992 1993 1994 Söluverð / millj. króna 1994 ísfiskurinn skilar minna SAMDRÁTTURINN í útflutningi á óunnum fiski til Bretlands hef- ur verið afar hraður síðustu fjög- ur árin. I heildina er samdráttur- inn um 25.000 tonn, hefur fallið úr 45.0000 tonnum í 20.000. Mest- ur er samdrátturinn.í útflutningi á óunnum þorski, sem hefur fall- ið úr 17.400 tonnum í 3.700 á þessu tímabili. Fyrir vikið hefur verðmæti þessa útflutnings að sama skapi hrapað. Árið 1991 var seldur þorskur héðan að verð- mæti 2,6 milljarðar króna á ferskfiskmörkuðunum í Bret- landi, en í fyrra nam verðmæti þessa útflutnings aðeins tæpum hálfum milljarði. Heildarsalan 1991 nam 6,3 milljörðum króna en 2,8 milljörðum nú. Þýzkaland ísfisksala í Þýskalandi 1991-1994 1991 1992 1993 1994 1991 1992 1993 1994 HEILDARVERÐMÆTI óunnins fisk sem héðan var seldur á þýzkum fiskmörkuðum árið 1991 var 3,2 mil(jarðar króna, en var komið niður í 2,6 á síð- asta ári. Karfinn er uppistaðan í þessum útflutningi og hefur verðmæti hans á ári verið um 2,4 milljarðar. Gengisbreytingar valda því að verðmætið hefur ekki lækkaðí krónum talið þó magn hafi minnkað. Árið 1991 var verðmæti ufsa, sem seldur var héðan með þessum hætti um 460 milljónir króna. í fyrra var verðmæti komið niður í 75 millj- ónir enda hefur bæði magn og verð hrapað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.