Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1995 BLAÐ EFNI Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markadsmál £ Útflutningur á óunnum ísuðum botnfiski dregst stöðugt saman Greinar Jón Heiðar Ríkharðsson og Sveinbjörn Jónsson IVIJOLVIIUIUSLAIVi HAFIN -jt^ ¦+*r^ v*> y Morgunblaðið/Muggur Óheimilt að veita Ammassat undanþágu frá veiðibanni Sjávarútvegsráðherra segist ekki brjóta lög ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að óheimilt sé samkvæmt lögum að veita East-Greenland Codfísh, sem gerir út loðnuskipið Ammassat, undanþágu frá loðnuveiðibanni sunnan 64°30'N og eftir 15 febrúar. Græn- lenska heimastjórnin hefur sent formlega beiðni til sjávarútvegsráðuneytisins um þessa undanþágu og styður sjávarútvegsnefnd Alþingis, auk nokkurra fiski- mjölsframleiðenda hér á landi, þá umleitan á þeirri forsendu að það þjóni hags- munum íslands. „Það er verið að mæla með því að ráðuneytið brjóti lög og jafn- vel þótt sjávarútvegsnefnd Alþingis leggi það til er mér að sjálfsögðu með öllu óheimilt að brjóta lög og alþjóðasamninga sem ísland er aðili að," segir Þorsteinn. í tilefni af því að grænlenska heima- stjórnin hefur óskað eftir breytingum á þríhliða samningi íslands, Grænlands og Noregs um loðnuveiðar úr sam- eiginlegum stofni landanna segir Þor- steinn hins vegar að næsta skref í málinu verði að leita eftir afstöðu sjó- mannasamtakanna og útvegsmanna sem hafi jafnan fylgst grannt með umræddum samningum. Aflanum landað á íslandl Einar Hallsson framkvæmdastjóri East-Greenland Codfish er vonsvikinn yfir afstöðu sjávarútvegsráðherra og vonar að málið verði tekið til endur- skoðunar hið fyrsta. „í raun er verið að beina þeim tillögum til ráðherra að hann endurskoði þessi lög í heild og við gerðum okkur grein fyrir því að málið þyrfti að fara fyrir Alþingi. Það sem við vonuðum var að Alþingi veitti ráðherra heimild til að gefa undanþágu frá þessum lögum." I greinargerð sem Einar sendi ráðu- neytinu vegna umleitunarinnar kemur fram að sakir tímatakmarkana hafi félaginu ekki tekist að veiða nema brot af aflaheimildum. Vertíðina 1993-94 hafi Ammassat einungis náð að veiða 13 þúsund tonn af loðnu fyr- ir 15. febrúar en hafði heimildir til að veiða 25 þúsund tonn. Á sömu vertíð var mismunurinn á því sem íslensk loðnuskip veiddu og kvótanum 69 þús- und tonn. Öllum afla grænlensku útgerðarinn- ar hefur verið landað á íslandi og seg- ir Einar að sú staðreynd sé íslending- um mjög í hag. Á yfirstandandi vertíð hefur félagið aflaheimildir upp á 45 þús. tonn og verði þeim afla öllum landað á íslandi geti það aukið útflutn- ingsverðmæti íslands um meira en einn milljarð króna. íslendlngaríáhöfn Matthías Bjamason formaður sjáv- arútvegsnefndar Alþingis segir að nefndin mæli einróma með því að sjáv- arútvegsráðuneytið veiti East-Green- land Codfish undanþáguna sakir þess að aflanum sé skipað á land og hann unnin hér á landi sem stuðli að auknum útflutningi þjóðarinnar. Bæjarráð Eskifjarðar er einnig með- al þeirra aðila sem lýst hafa yfir stuðn- ingi við beiðni Grænlendinganna en nokkrir Eskfirðingar eru í áhöfn Amm- assat og munu þeir missa vinnuná frá og með deginum í dag. Fréttir Þau þjónusta gúmmíbátana • HJÓNIN Svana Anita Högnadóttir og Ingi Páll Karlsson eiga og reka Gúmmíbátaþjónustuna í Vestmannaeyjum. Þau sjá um skoðanir og viðgerðir á gúmmíbátum og björgun- argöllum Eyjaflotans og annarra þeirra báta og skipa sem eftir þjónustu þeirra leita. Bæði hafaþau réttindi til að annast slíkar skoðanir og er Svana eina konan á Islandi sem hefur réttindi til slíks og ein af fjórum eða fimm konum í heiminum sem hefur náð sér í þau réttindi./3 Venus fer til Póllands • ÁKVEÐIÐ hefur verið að frystitogarinn Venus fari í viðgerð og breytingar hjá Nauta skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Skipið verður lengt og innréttað upp á nýtt, íbúðir og vinnsludekk og fleira. Kostnaður er áætlaður með öllu allt að 430 miUjónir króna. Venus fer í marz og verður vinnu við skipið lok- ið að áliðnum ágúst, stand- ist áætlanir. Tilboð í endur- bætur á Venusi bárust frá Póllandi, Danmörku, Fær- eyjum og fslandi, en það lægsta frá Nauta-stöðinni í Gdansk./4 Nýr lás fyrir fléttað tóg • FYRIRTÆKIÐ Grip sf. í Keflavík hefur nú hannað og sett á markað lás fyrir fléttað tóg, sem mikið er notað í stóru Gloríutrollun- um og víðar í útveginum. Með lásnum, sem kallast Grip og er steyptur úr áli, er á einfaldan hátt hægt að skeyta saman endum án þess að hnýta þá./8 Fiskur úr dós vinsælastur • VIÐ FYRSTU sýn virðist ný skoðanakönnun um fisk- neysluvenjur Bandaríkja- manna gefa íslenskum út- gerðarmönnum tilefni til bjartsýni; 94 af hundraði aðspurðra kváðust borða fisk. En ekki er allt sem sýnist: Vinsælast er að borða fisk úr dós og fæstir teggja ser fisk reglulega til munns./8 Markaðir Lítið flutt utan óunnið • BOTNFISKAFLI okkar íslendinga þetta fiskveiðiár- ið hefur að stærstum hluta komið til vinnslu hér heima, það er til vinnslu í landi eða úti á sjó. Botnfiskaflinn þetta tímabil varð, frá fyrsta september til loka janúar, varð alls 164.164 tonn sam- kvæmt aflatölum Fiskistofu. Uppistaða afglans er þorsk- ur og karfi. Tæplega 50.000 tonn af þorskinum komu til vinnslu í landi, 13.300 voru fryst eða söltuð um borð í vinnsluskipum, 1.200 tonn fóru utan í gámum og siglt var með 318 tonn, sem er minna en nokkru sinni í mörg ár. Ráðstöfun botnf tskaf la Sept. 1994-jan. 1995 0 20 40 60 80 100 Þús. — /orni Alm. liindnn Vinnslu- skip Gámat Sigling i—r F] Þorskur \Z\Karti \~~ABrarteg SAMTALS 64.587 140.9831 58.S94 164.1641. tonn tonn tonn Karfinn mikið frystur um borð Ráðstöfun botnfiskafla Sept. 1993 - jan. 1994 0 20 40 60 Alm. löndun Vinnslu- skip Gámar Sigling SAMTALS 80.461 171.7741. tonn 80 100 Þús. tonn ~~~]Þarskur ? /farf/ . [~}Aðrarteg. 37.481\ 53.832 lonn tonn | • RAÐSTOFUN botn- fiskaflans var með svipuð- um hætti á sama tímabili síðasta fiskveiðiár. Heldur lægra hlutfall þorsksins fór þá til vinnslu í landi, en hlutfall vinnsluskipa var svipað. Þá fór líka mun meira utan í gámum og með fiskiskipum, þó ekki teljist það mikið á mælikvarða áranna í kringum 1990. Karfinn fer eins og nú meira í frystingu um borð í vinnsluskipunum en í landi./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.