Morgunblaðið - 25.02.1995, Page 2
2 C LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ASVIÐINU takast hákarlarnir
og þoturnar á um völdin. Á
„hlutlausu svæði“ snýst leikurinn
um að ögra, að halda sínu og það
er gert í gegnum dansinn. Þegar
út fyrir svæðið er komið tekur al-
varan við. Mitt í þessari ólgu kynn-
ast ungur maður og ung kona og
rétt eins og í öðrum harmleikjum
er þeim ekki ætlað að eigast. Þetta
er sögusvið söngleiksins Sögu úr
Vesturbænum, sem verður frum-
sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins
næstkomandi föstudag.
Saga úr Vesturbænum hefur
ekki áður verið sýnd hérlendis en
lögin úr söngleiknum eru löngu sí-
gild og fjölmargir hafa séð sam-
nefnda kvikmynd. Viðfangsefnið er
og sígilt, elskendumir ungu sem fá
ekki að njótast. Efniviðurinn er
fenginn úr Rómeó og Júlíu en ill
örlög elskendanna ráðast ekki leng-
ur af ættardeilum, heldur innbyrðis
baráttu fátækra innflytjenda í suðu-
pottinum New York á sjötta ára-
tugnum. Tónlistin er eftir Leonard
Bemstein, söngtextar eftir Stephen
Sondheim, en söngleikurinn er
byggður á hugmynd Jerome Robb-
ins.
Sagt er að hugmyndin að Sögu
úr Vesturbænum hafi kviknað hjá
Robbins árið 1949 er til hans leit-
aði um ráðleggingar leikari sem
átti að fara með hlutverk Rómeós.
Leikaranum, ungum New Yörk-
búa, gekk illa að finna flöt á verk-
inu. Robbins fékk þá hugmyndina
að harmleik sem ætti sér stað í New
York. í stað ættanna sem deildu,
skyldu það vera gyðingar og kaþól-
ikkar og kynnti hann Bernstein
hugmyndina.
Hortum leist vel á en vegna anna
þeirra beggja var hún lögð til hliðar
í sex ár en þá tóku þeir upp þráð-
inn að nýju. Bernstein og Robbins
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
DANSSALURINN er „hlutlaust svæði“ og þar sýna klíkurnar
mátt sinn og megin í dansinum.
FORINGJAR klíkanna eigast
við; Hilmir Snær Guðnason fer
fyrir þotunum og Baltasar
Kormákur fyrir hákörlunum.
nokkrum söngleikjum; m.a. í
Gauragangi, Tjútti og trega og
Blóðbræðrum, þar sem hann fór
með aðalhlutverkið.
„Það má vel segja að Tony og
María séu hið staðlaða unga ást-
fangna par. í þeim er þó heilmikil
dýpt. María er stúlka sem reynir
að bijótast undan foreldravaldinu.
Hún er dóttir innflytjenda frá Pu-
erto Rico, óð og uppvæg að upplifa
Bandaríkin. Henni finnast allir veg-
ir færir en annað kemur á daginn,"
segir Marta.
Tony er af öðru tagi. Sonur
pólskra innflytjenda, fæddur í
Bandaríkjunum. „Hann er töffari,
var foringi í klíku en er að reyna
að draga sig út úr henni til að hefja
nýtt líf. Hann brýtur odd af oflæti
SVALAATRIÐIÐ úr Rómeó og Júlíu á sér hliðstæðu í brunastigan-
um á hrörlegum húskofa sem María býr f. Þar leitar Tony hana
uppi. Marta Halldórsdóttir og Felix Bergson í hlutverkum sínum.
urðu sammála um að hugmyndin
um stúlku af gyðingaættum og
unga kaþólikkann gengi ekki upp
og andstæðu fylkingarnar breyttust
í innflytjendur frá Puerto Rico og
Evrójiu. „Skyndilega öðlast verkið
líf. Eg heyri hrynjandi og þungan
söngleikurinn", byggður á óvenju-
legu efni á þessum tíma, glæpaklík-
um ungmenna og misrétti.
Sklptast á um aðalhlutverkin
Karl Ágúst Úlfsson þýddi verkið
og leikstýrði en Ken Oldfield er
Fjórir leikarar og söngvarar fara
með aðalhlutverkin. Marta Hall-
dórsdóttir og Felix Bergson skiptast
á við þau Garðar Thór Cortes og
Valgerði G. Guðnadóttur um að
fara með hlutverk ungu elskend-
anna Tonys og Maríu.
Fjöldi annarra leikara kemur
fram í sýningunni, m.a. Sigrún
Waage, Baltasar Kormákur, Hilmir
Snær Guðnason, Gunnar Helgason,
Vigdís Gunnarsdóttir og Rúrik Har-
aldsson.
Spennan er smám saman farin
að magnast hjá leikurunum enda
viðamikill söngleikur á ferð og ekk-
ert áhlaupaverk að syngja lögin úr
Sögu úr Vesturbænum, sem kölluð
hefur verið fyrsta bandaríska óp-
eran.
Marta og Felix munu syngja á
frumsýningunni. Marta er sópran-
SAGA UR VESTURBÆNDAUM FRUMSYND I ÞJOÐMLISLEIKHUSIIMU
slátt og framar öllu, ég get næstum
því fundið fyrir forminu," segir
Bemstein í minnispunktum sínum
um verkið.
Saga úr Vesturbænum var frum-
sýnd í New York árið 1957 og hlaut
þegar gríðarlegar vinsældir. Þrátt
fyrir það er ekki um að ræða hrein-
ræktaðan söngleik, hér var miklu
fremur á ferðinni fyrsti „harmræni
danshöfundur og kom einnig að
leikstjórninni er leið á æfingatím-
ann. Aðstoðarleikstjóri er Randver
Þorláksson, Finnur Arnar Arnars-
son hannaði leikmynd og María
Ólafsdóttir búninga. Björn Berg-
steinn Guðmundsson sá um lýsingu,
Sveinn Kjartansson annast hljóð-
stjórn og tónlistarstjórn er í höndum
Jóhanns G. Jóhannssonar.
söngkona og á að baki fimm ára
söngnám í Miinchen. Hún söng
aðalhlutverkið í Óperudraugnum
hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta
leikári og söng einnig í óperunni
Sónötu, sem sýnd var í haust í ís-
lensku óperunni. Auk þessa hefur
Marta sungið á einsöngstónleikum
bæði ný verk og eldri. Felix lærði
leiklist í Edinborg og hefur leikið í
I
Helstu straumar
hðggmyndalist
ÞRlR punktar, 1986, eftir
GunnarTorvund.
Frá prímití-
visma til póstmódemisma,
samstarfsverkefni Lista-
safns Siguijóns Ólafsson-
og Hafnarborgar,
menningar- og lista-
stofnunar Hafnarfjarð-
ar, verður opnuð í dag.
Sýningin er liður í
Norrænu menningar-
hátíðinni - Sólstöfum
sem haldin er í tengsl-
um við þing Norður-
landaráðs í Reykja-
vík. Sýningin hefur
meðal annars hlotið
styrki frá mennta-
málaráðuneytinu
og frá Norræna
menningarsjóðn-
um. Forseti ís-
iands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, er
verndari sýningarinn-
ar.
Með sýningunni er ætlunin
að draga fram helstu strauma í
höggmyndalist aldarinnar eins og
þeir birtast í verkum fimm norrænna
listamanna sem hafa verið stefnu-
mótandi, hver með sínum hætti.
Bror HJorth
Sænski listamaðurinn Bror Hjorth
(1894-1968) er hér í eins konar önd-
vegi. Hann nam í París á þriðja ára-
tugnum og sótti meðal annars tíma
hjá myndhöggvaranum Antoine Bo-
urdelle og bytjaði þar jafnframt að
mála. Einn nemenda var Alberto
Giacometti. Á Parísarárunum hreifst
Hjorth af afrískri list og tengdi hana
tréskurðarlist sænskra bænda. Hann
kaus að kalla sig prímitívista og vildi
með list sinni tjá sterkar og einfaldar
tilfinningar.
Bror Hjorth gerði engan greinar-
mun á málaralist og höggmyndalist.
Hann málaði oft lágmyndir sínar og
skúlptúra og með því að skera sjálf-
ur í furu og skreyta fijálslega ram-
mana utan um málverk sín gæddi
hann þau eiginleikum skúlptúrs.
Það telst viburður að verk þessa
listamanns eru nú sýnd í fyrsta sinn
MAÐUR og kona
eftir Sigurjón Ólafsson.
hér á landi. í tilefni aldarafmælis
listamannsins í fyrra voru haldnar
margar sýningar á verkum hans í
Svíþjóð. Flest verk á sýningunni eru
í eigu Bror Hjorth safnsins í Uppsöl-
um.
Sigurjón Ólafsson
Siguijón Ólafsson (1908-1982) er
meðal frumheija afstraktlistar á
Norðurlöndum og vöktu myndir hans
mikla athygli og stundum hneykslun.
Meðal verka á sýningunni er tíma-
mótaverkið Maður og kona sem hann
gerði í Danmörku 1938-39 og er í
eigu listasafnsins í Álaborg.
Að sögn ekkju Siguijóns, Birgittu
Spur, steig hann hér skrefið til fulls
og vann afstraktverk þar sem flestar
beinar skírskotanir til mannslíkamans
voru horfnar, þess í stað er efnið, eik
og linditré, notað á táknrænan hátt
í hreinni formsköpun og telst verkið
meðal merkustu höggmynda
sem gerðar voru í Danmörku
undir merkjum módemis-
mans.
Á sýningunni er verk sem
hefur verið í einkaeign í
Danmörku í 50 ár og aldrei
áður verið sýnt. Þetta er Þrá
sem sýnir tvær verur mótað-
ar í gifs og festar á plötu á
vegg.
Siguijón hafði eins og
fleiri framúrstefnumenn
fjórða áratugarins í Dan-
mörku áhuga á fmmstæðri
list sem tengdist leit þeirra
HEILAGT tré, 1978,
eftir Mauno Hartmann.
I