Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 C 7
KRISTJÁN Steingrímur Jónsson: Andstöður.
Ihugun á eðli
myndlistarinnar
IMIU UIMGIR LISTAMENIM SYIMA I GERÐARSAFIMI
SÝNINGIN „Wollemi-furan“
verður opnuð í Listasafni
Kópavogs, Gerðarsafni, í dag,
laugardag. Þar sýna níu ungir
listamenn seín flestir hófu feril
sinn um það leyti sem gagnrýn-
in á framúrstefnu nútímahyggj-
unnar var orðin hávær og við
blasti að finna þyrfti ný gildi í
myndlist. Þeir sem sýna eru
Eggert Pétursson, Hallgrímur
Helgason, Húbert Nói Jóhanns-
son, Inga Þórey Jóhannsdóttir,
Kristinn G. Harðarson, Kristján
Steingrímur Jónsson, Ráðhildur
Ingadóttir, Sigurður Árni Sig-
urðsson og Tumi Magnússon.
Yfirskrift sýningarinnar vísar
til furutegundar sem nýlega
fannst í Wollemi-þjóðgarðinum
í Ástralíu. Hún var talin útdauð
fyrir um 150 milljónum ára.
Þessi tré verða um 40 metra há,
ummál stofnsins 2 metrar, börk-
urinn brúnn og vaxkenndur, svo
minnir helst á súkkulaði. Teg-
undin hefur ekki enn fengið
fræðilegt heiti en er kölluð
Wollemi-fura eða ástralskt jóla-
tré.
Tumi Magnússon segir í inn-
gangi sínum að sýningunni að
svipað sé nú ástatt um málverk-
ið í heiminum og um furuna.
Það hafi verið útdautt frá því
um 1960 en lifi þó góðu lífi,
stundum líkist það súkkulaði,
stundum jólatré og það geti vel
orðið 40 metra hátt. „Hin mikla
leit að nýjum miðlum í mynd-
list, sem staðið hefur und-
anfarna áratugi og hefur fyrir
löngu (að því er sagt er) gengið
af málverkinu dauðu, hefur
nefnilega stóraukið möguleika
þess.“
Segir Tumi að hugmyndin að
sýningunni sé að velja sama hóp
listamanna sem mála á þeim
forsendum að hugmyndin, hugs-
unin, sé undirstaða hins sjón-
ræna eða efnislega þáttar. Mál-
verkið sé ekki útgangspunktur
heldur aðferðin. „Það þýðir
eflaust að það er konseptlistin
sem hefur sett mark sitt á flesta
sýnendur, þótt hún sé að mörgu
leyti andstæð málverki."
Nokkur verkanna á sýning-
unni eru rýmistengd. Með sum-
um þeirra er reynt að auka að-
ferðalega möguleika málverks-
ins, önnur eru tiltölulega hefð-
bundin í útliti og hugmyndaleg
afstaða listamannsins kemur
aðeins fram í viðfangsefninu.
I aðfaraorðum Guðbjargar
Kristjánsdóttur segir að lista-
mennirnir níu hafi kynnst kons-
eptlistinni á skólaárum sínum
og þegar þau hafi farið að mála
á 9. áratugnum hafi mátt greina
áhrif frá þessari stefnu því að
þau hafi lagt áherslu á hugsun
og merkingu í list sinni. íhugun
um eðli myndlistarinnar og at-
huganir á ákveðnum þáttum
hennar sé oft að finna í verkum
þeirra. Þau líti á málverkið sem
lifandi miðil sem nota megi til
jafns við aðra miðla. Með því
móti vísi þau á bug að kreppa
rlki í málverkinu og nýti sér
þess í stað þá möguleika sem
konseptlistin hafi opnað til að
gefa þessum aldagamla miðli
nýja merkingu.
Draugarnir
í manninum
SKUGGAVALDUR er rómuð sýning
norska Samaleikhússins Beaiwás.
Leikritið er eftir Inger Margrethe Olsen, en
leikstjóri er leikhússtjórinn Haukur J. Gunn-
arsson.
Leikstjórinn byggir túlkun sína á sjón-
rænu táknmáli þar sem samspilið milli texta,
leikmyndar, ljóss og leikstjórnar á að gera
verkið aðgengilegt fyrir áhorfendur sem
ekki skilja samísku.
Samísk leikaðferð
Skuggavaldur hefur fengið mjög góðar
undirtektir. í Nordlys, stærsta dagblaði
Norður-Noregs, segir að Haukur J. Gunn-
arsson sé á góðri leið með veigamikið verk-
efni sem sé að skapa samíska svo að ekki
sé sagt norræna leikaðferð sem byggi á
samískri menningu, vestrænu nútímaleik-
húsi og hefðbundinni japanskri leiklist sem
hann þekki.
„Við viljum bijótast gegnum tungu-
málamúrinn með hinu sammannlega þema
og stílfærða formi sem sjá má í Skugga-
valdi. Sem samískt þjóðleikhús berum við
einnig mikla ábyrgð gagvart áhorfendum
af öðru þjóðerni en samísku", segir Haukur
J. Gunnarsson.
Draugurinn í okkur
Skuggavaldur er þýðing á gömlu samísku
orði Skoavdnji sem merkir eitthvað stórt,
svart og óhugnanlegt á að líta eða eitthvað
SKUGGAVALDUR verður sýndur einu sinni í Þjóðleikhúsinu. Á myndinni eru aðal-
leikararnir Anitta Suikkari (Eliisa) og Svein B. Olsen (Piera).
sem kemur þannig fyrir sjónir í myrkri.
Leikritið gerist í litlum samískum fiskibæ
við Norður-Ishafsströndina um 1920. Fólkið
er háð náttúrunni og lífsbjörg hafsins.
Aðalpersónan í Skuggavaldi, Piera, er
sagður álíka óútreiknanlegur og hafið. Þeg-
SAMALEIKHUSIÐ BEAIVVAS
ar hann kvænist stúlkunni Eliisu fer hann
að sýna á sér óvæntar hliðar. Hann breytist
úr ástríkum eiginmanni í djöful. Eliisa elsk-
ar eiginmann sinn þrátt fyrir að verstu hlið-
ar hans bitni á henni og fyrirgefur honum
andlega og líkamlega kúgun. Hún losnar
ekki úr neti hans fyrr en hann banar henni
í stjórnlausu reiði- og afbrýðikasti. En sál
hennar yfirgefur hann ekki og fylgir honum
friðlaus eftir.
Ofbeldl
Inger Margrethe Olsen, höfundur
Skuggavalds, segir um Piera að hann sé
geðveikur ofbeldismaður. „Út á við er hann
bæði aðlaðandi og vingjarnlegur, en heima
er hann hvorki góður né vinalegur," segir
hún og bætir við: „Hann hefur aldrei lært
tjáskipti í orðum og notar eingöngu líkam-
ann. Hann er útfarinn í að ráðskast með
meðbræður sína og bijóta þá niður til þess
að fá vald yfir þeim“.
Hún leggur áherslu á að draugarnir í
okkur skjóti sífellt upp kollinum. Þá sé ekki
unnt að kveða alveg niður, en bæta megi
úr misgjörðum með því að horfast í augu
við draugana. í Skuggavaldi er draugurinn
írnynd samviskunnar. Áhorfendur eiga með
verkinu að gera sér grein fyrir öllum Pierön-
um í kringum okkur og hamla gegn þeim.
Skuggavaldur verður sýndur í Þjóðleik-
húsinu sunnudaginn 26. febrúar kl. 20 og
er það eina sýningin hér á landi.
J. H.