Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Myndir Jóhannesar Kjarvals úr eigu safns- ins. Kristln Jónsdóttir sýnir vefnað og teikn- ingar John Lennons tU 28. apnl Ásmundarsafn Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinss. og Jóhannesar S. Kjarvai. Norræna húsið Málverkasýn. Sven Wiig Hansen. Safn Ásgríms Jónssonar Vatnslitam. Ásgríms til marsloka. Gerðuberg Jessie Kleemann sýnir til 19. mars. Listasafn Siguijóns Norræn höggmyndasýn.: Frá prímití- visma til póstmódemisma. Gallerí Greip Berglind Sigurðardóttir sýnir. Mokka Peter Halley sýnir til 1. mars. Nýlistasafnið Sólgin; samsýn. fjögurra norrænna myndlistarmanna til 5. mars. Hafnarborg Norræn höggmyndasýn.: Frá prímití- visma til póstmódemisma. Galleri Úmbra Gríma Eik sýnir til 8. mars. Listhús 39 Sveinn Bjömsson sýnit til 13. mars. Ráðhús Reykjavíkur Magnús Pálsson sýnir til 10. mars. Listhúsið Laugardal Hlífar M. Snæbjömsson. Gallerí Sævars Karls Margrét Adolfsdóttir sýnir textílverk. Gallerí Sólon fslandus Leo Santos sýnir textílverk. II hæð, Laugavegi 37 Roger Ackling sýnir til febrúarloka. Gerðarsafn Sýn. „Wollemi furan“ til 19. mars. Listasafn íslands Verk Olle Bærtlings til 2. apríl. Listasafnið Akureyri Anders Boqvist, Ann Kr. Lislegaard, Peter Hagdahl og Maria Lindberg sýna. Gallerí AIlraHanda Akureyri Valgerður Hauksdóttir sýnir. Slunkaríki ísafirði Sólgin: Peter Hagdahl sýnir til 12. mars. TONLIST Laugardagur 25. febrúar Sinfóníuhljómsvit Norðurl. í fsl. óper- unni kl. 17. „Dagur tónlistarinnar": Tónsk. Eddu B. í Seljakirkju kl. 14. Sunnudagur 26. febrúar Breski konsertorganistinn Keith John í Hallgrímskirkju kl. 20.30. Klassísk f. böm: Guðni Franzson í Gerðubergi kl. 15. Norrænt vísnakvöld á Hótel Borg kl. 21. Tónlistarsk. Rangæinga: „Dagur tón- listarskólanna", kennarar og nem. leika saman í Hvoli kl. 15. Rannveig Fríða Bragad. og Jónas Ingimundarson m. tónl. í Borgameskirkju kl. 16. Bamakór Grensáskirkju: Söngskemmtun ( kirkj- ijnni kl. 15.30. Miðvikudagur 1. mars Gerður Gunanrsd., fíðla og Einar Kr. Einarsson, gítar á Háskólatónl. í Nor- ræna húsinu kl. 12.30._____________ LEIKLIST Þjóðleikhúsið West Side Story lau. 4. mars., fös., lau. Taktu lagið, Lóa! sun. 26. feb., fös., lau. Oleanna fös. 10. mars. Fávitinn sun. 5. mars. Snædrottningin lau. 4. mars kl. 14., sun. kl. 14. Gauragangur lau. 4. mars., fim. Sólstafir; Skuggavaldur sun. 26. feb. Norrænn dans frá Danm., Svíþj., og ísl. þri. 7. mars. og mið. 8. mars Borgarleikhúsið Kabarett sun. 26. feb., fös., lau. Leynimelur 13 lau. 25. feb. Ófælna stúlkan lau. 25. feb. kl. 16. og sun. Framtíðardraugar sun. 26. feb., þri., mið., fim., fös. lau. Dökku fiðrildin fmms. lau. 4. mars., sun. Norræna menningarhátíðin: Norska óperan. Sirkusinn guðdómlegi fim. 9. mars, fös. íslenska óperan La Traviata sun. 26. feb.j fös., lau. Frú Emilía Kirsuberjagarðurinn sun. 26. feb. kl. 15. Kaffileikhúsið Leggur og skel lau. 25. feb. kl. 15., sun. Skilaboð til Dimmu fim. 2. mars. Alheimsferðir Ema, lau. 25. feb., fös. Sápa tvö frums. mið. 1. mars. Nemendaleikhúsið Tangó, lau. 25. feb., sun. Leikfélag Akureyrar Á svörtum íjörðum ]au. 25. feb., sun. Leikfélag Mosfelssveitar Mjallhvtt og dvergamir sjö kl. 15; lau. 25. feb., sun., lau. Sögusvuntan Húfa Guðs að Fríkirkiuvegi 11 kl. 15. LISTAKLUBBUR Leikhúskjallannn Þótt briú hundruð þursar.., kl. 20.30. KVIKMYNDIR MIR Stríð og friður kl. 10-18.30. Norræna húsið Lína langskokkur, kvikm.sýn. f. böm kl. 14. í HÚSI SÖNGSINS Söngskólinn í Reykjavík hefur opið hús í dag. Samfelld dagskrá hefst í húsnæði skólans klukkan 14.00 og verður starfsemi hans kynnttil 18.00. Súsanna Svavars- dóttir heimsótti Söngskólann í vikunni, kynnti sér starfsemina og forvitnaðist um dagskrána sem boðið er upp á í dag. DAGUR tónlistarskólanna er í dag og af því tilefni er „opið hús“ í flestum tónlistarskólum landsins. Og að sjálfsögðu er haldið lipp á daginn í Söngskólanum í Reykjavík - skólan- um þar sem aðeins eitt hijóðfæri er á kennsluskránni - mannsröddin. Þegar gengið er inn í Söngskólann í Reykjavík er það í senn eins og að ganga inn í helgidóm og heimili hjá venjulegri fjölskyldu. Fjölskyldu sem er í meira lagi hlýleg og léttlynd og laus við hraða og streitu dagsins. Úr hveiju herbergi hljóma undurfagrar raddir sem í sífellu endurtaka sömu stefín, sömu tónana; það er engin smá nákvæmnisvinna að slípa hverja rödd. En það er síður en svo þreytandi söng- ur, heldur verður maður ein eyru við að hlusta eftir hverri örlítilli breyt- ingu, hverri örlítilli þróun. Svo eru aðrir lengra komnir og sveifla sér í heilu aríurnar, óaðfinnanlega að því er virðist. Andrúmsloftið í húsi söngsins er svo kyrrt að það er eins og- tíminn standi í stað. Engum liggur á - enda þýðir það lítið og þetta er eins og að finna vin í eyðimörk. Opiö hús og hellagur kaffitími Dagskráin í dag hefst klukkan 14.00 með því að skólastjórinn, Garð- ar Cortes, kynnir skólann og skóla- starfíð. Klukkan 14.10 verður svo fyrri hluti nemendatónleika. Þeir hefj- ast á því að Inga Björg Stefánsdóttir nemandi á 5. stigi, syngur Ég lít í anda liðna tíð eftir Sigvalda S. Kalda- lóns og Tonema eftir Sjoberg. Jón Rósmann Mýrdal, nemandi á 7. stigi syngur I dag eftir Sigfús Halldórsson og Ich grolle nicht eftir Robert Schu- mann, Lóa Björk Jóelsdóttir, sem einnig er á 7. stigi, syngur Vögguljóð eftir Sigurð Þórðarson og aríu Zerlínu úr Don Giovanni eftir W.A. Mozart, Garðar Thór Cortes nemandi á 6. stigi, syngur Ich liebe dich eftir Beethoven og A brisk young widow eftir Benjam- in Britten. Þá syngur Guðrún María Finnbogadóttir, nemandi í framhalds- deild, aríu Súsönnu úr Brúðkaupi Fígarós og aríu Júlíu úr Rómeó og Júlíu eftir Charles Gounod. Rein A.H. Korshamn, nemandi á 7. stigi, syngur aríu Wolframs úr Tannháuser eftir Richard Wagner og aríu greifans úr Brúðkaupi Fígarós eftir W.A. Mozart. Að lokum syngja þau Guðrún María Finnbogadóttir og Rein A.H. Kors- hamn dúett úr Porgy og Bess eftir Gershwin. Þau Guðrún og Rein voru að æfa þann dúett er blaðamann Morgunblaðsins bar að garði í söng- skólann í vikunni og óhætt er að full- yrða að þau eru þess virði að heim- sækja skólann í dag til að hlýða á þau. Klukkan 14.40 er samsöngur, þar sem nemendur, kennarar og gestir syngja saman og á eftir, eða klukkan 15.05, gefst gestum kostur á að fara í söngtíma og/eða fylgjast með nem- endum í söngtímum - en aðeins til klukkan 16.00, því þá hefst hinn há- heilagi kaffitími í Söngskólanum. Og það eru engar ýkjur, því á hveijum degi frá klukkan 16-16.30 er bannað að vinna í húsinu. Þá má bara nær- ast. í dag verður boðið upp á kaffi, súkkulaði (með ijóma) og heimabakk- elsi - svona rétt eins og einhver kenn- ari eigi afmæli. Það er nefnilega ein af „skyldum" kennara að koma með bakkelsi á afmælisdaginn sinn. Af- mælisdagar kennara hanga uppi á töflu í kaffistofu kennara og því er auðvelt að fylgjast með hveijum og einum - og þeir sem eiga afmæli á sumrin eða í öðrum fríum, fá úthlutað öðrum bakkelsisdegi. Eftir kaffitímann, eða klukkan 16.35, verður skólinn og starfið kynnt öðru sinni þennan dag og klukkan 16.45 heflast seinni nemendatónleikar dagsins: Kristjana Stefánsdóttir, nem- andi á 7. stigi, syngur Les Roses d’Ispahan, eftir Gabriel Faure og Widmung eftir Schumann, Örn Arnar- son, nemandi á 8. stigi, syngur Der Neugerige eftir Schubert og Den första kyssen eftir Sibelius. Þá syngur Hrafnhildur Sigurðardóttir, nemandi á 8. stigi, Hjá lygnri móðu eftir Jón Asgeirsson og Wir wandelten eftir Brahms. Hrafnhildur Björnsdóttir, sem einnig er nemandi á 8. stigi, syng- ur A blackbird singing eftir Michael Head og aríu Laurettu úr Gianni Schicci eftir Puccini. Hulda Björk Garðarsdóttir, 8. stigs nemandi, syng- ur Bei der Wiege eftir Mendelssohn og aríu greifafrúarinnar úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Sigríður Aðal- steinsdóttir, nemandi á 8. stigi, syng- ur Er der Herrlichste ... eftir Schu- mann og aríu Carmen úr samnefndri óperu eftir Bizet. Að lokum syngja Elín Huld Árnadóttir og Eyrún Jónas- dóttir, báðar nemendur í framhalds- deild, dúettinn Die Schwestern eftir Brahms. Opnu húsi Söngskólans í Reykjavík lýkur með samsöng milli "klukkan 17.30 og 18.00 og taka þá nemend- ur, kennarar og gestir saman lagið. Lítll saga - stór árangur Saga Söngskólans í Reykjavík er ekki löng - nær aðeins aftur til ársins 1973. Einn af fyrstu nemendum Söng- skólans var Ásrún Davíðsdóttir, sem segja má að sé eins naglföst persóna þar og skólastjórinn og hugsjónamað- urinn Garðar Cortes. Ásrún starfaði sem ritari skólans á meðan hún stund- aði nám við hann, varð síðar kennari og leysti síðan Garðar aú-sem skóla- stjóri á meðan hann var við önnur störf erlendis. Núna er Ásrún aðstoð- arskólastjóri - og um skólann sinn segir hún: Skipta má sögu skólans í þijá kafla. Fyrsti hluti, er í húsi söngsins gjarnan kallaður frumbýlingsárin. Það tímabil nær frá 1973 til 1976. Skólinn var strax í byijun til húsa að Laufásvegi 8, húsi sem stofnandi skólans, Garðar Cortes, leigði af Trésmíðafélagi Reykjavíkur. í gildi voru lög um tón- listarskóla frá 1963 sem heimiluðu, að undangenginni umsókn og sam- þykki fyrir stofnun, að bæjarfélag og ríki styrktu tónlistarskóla um 1/3 hvor en skólinn aflaði 1/3 af rekstrar- kostnaði sjálfur með skólagjöldum. Allir kennarar voru ráðnir á stunda- kennaralaun, fengu greidd laun fju-ir kenndar stundir og ekkert þar framyf- ir. Um sumarlaun var að sjálfsögðu ekki að ræða. Þetta voru því fjárhags- lega erfið ár og mögur, „en að sama skapi gefandi,” segir Ásrún. „Engir styrkir fengust fyrir stofn- kostnaði," heldur hún áfram, „hvorki fyrir hljóðfærum né öðru. Innan- stokksmunir voru ýmist keyptir _af Sölunefnd varnarliðseigna eða MÍR, menningarsambandi ísiands og Ráð- stjómarríkjanna, svo ekki hallaðist á. Ekkert hljóðfæri var til en þau sjö hljóðfæri sem notuð voru við kennslu, ýmist fengin leigð eða lánuð af kenn- urum og vandamönnum. Það var vonlaust að hafa upp í rekstrarkostnaðinn með skólagjöldum og því brá Garðar á það ráð að ferð- ast um landið og halda námskeið fyr- ir söngvara og kóra, auk þess að syngja við ýmsar athafnir, svo sem jarðarfarir, til að geta greitt kennur- um laun.“ Annar kafli hefst 1977. Árið 1976 höfðu verið sett ný lög um tónlistar- skóla og tóku þau gildi ári seinna. Þau treystu mjög hag skólans og ekki síst kennaranna. Samkvæmt þeim greiða sveitarfélög og ríki til helminga laun tónlistarkennara en eigin tekjur skóla standa undir öðrum rekstrar- kostnaði. Allir kennarar voru þá ráðn- ir á árslaun, fengu lífeyrissjóðsréttindi og önnur félagsleg réttindi. Sá hæng- ur var og er þó á að skólunum er skammtaður „kvóti“, þ.e. styrkur til kennslulauna er miðaður er við vissan kennslutímafj'ölda, sem er of lágt áætlaður fyrir Söngskólann og sjálf- sagt flesta aðra tónlistarskóla lika, að mati þeirra sem stjórna Söngskól- anum. Þriðji kafli í sögu skólans hefst svo sumarið 1978 en þá bundust Garðar, kennarar, nemendur og velunnarar skólans samtökum og stofnuðu Styrktarfélag Söngskólans. Ráðist var í kaup húss að Hverfisgötu 34, sem áður hafði verið hús norska sendiráðs- ins, og þar hefur skólinn starfað síð- an. í mikið var ráðist þar sem af engu UM ÞESSAR mundir standa yfír Hönnun- ardagar 1995. í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur sagði Ámi Jóhannsson hjá Samtökum iðnaðarins að markmið hönnunardaga væri að kynna íslenska hönnun fyrir almenningi og efla vitund íslenskra framleiðenda um vægi hönnunar í markaðssetningu iðnaðarvara. AÐ SÖGN Árna eru hönnunardag- ar alþekktir bæði vestan hafs og austan. Hér á landi hefur félag áhugamanna um hönnun, Form ís- lanu, haldið hönnunardag húsgagna og innréttinga á þann hátt að einn tiltekinn dag hafa sölustaðir er selja húsgögn og innréttingar hönnuð á íslandi haft opið hús. Samkvæmt upp- lýsingum Árna hefur þessi dagur ver- ið hönnuðum og framleiðendum hvatning til að koma með nýjungar og að kvöldi hans hafa verið veitt verðlaun fyrir bestu hönnunina. Árni sagði ennfremur að Iðnaðar- ráðuneytið og Samtök iðnaðarins hafi á síðastliðnu ári komið á fót rekstri á svonefndri hönnunarstöð. „Hönnunar- stöðin hefur því hlutverki að gegna að styðja við hönnun svo hún geti orðið lyftistöng fyrir iðnaðinn í land- inu. Auk þess var afráðið að efna til tíu daga dagskrár með þátttöku þeirra starfsgreina sem tengjast hönnun," sagði Árni Jóhannsson. Þau félög og starfsgreinar sem um ræðir eru Félag íslenskra teiknara, Félag meistara og sveina í fataiðn, Leirlistafélagið, Tex- tílfélagið, Arkitektafélagið, Félag landslagsarkitekta, Félag íslenskra gullsmiða og Félag iðnhönnuða. Dag- skrá Hönnunardaga 1995 hófst 23. febrúar sl. og lýkur 5. mars. Sýningar tengdar hönnunardögum eru í Hafnarhúsi, þar sem sýnd verða húsgögn tólf hönnuða og átta fram- leiðenda. í Geysishúsi standa leirlista- menn, textílhönnuðir og gullsmiðir að sameiginlegri sýningu. I gamla Morg- unblaðshúsinu er Félag íslenskra iðn- hönnuða með sýningu, í Kringlunni eru grafískir hönnuðir með vegg- spjaldasýningu og í Iðnó eru lands- lagsarkitektar, arkitektar og svo- nefndar faðaiðnir með sameiginlega sýningu. Hattur úr þorskhaus Sjö saumastofur eiga hlut að hönn- unarsýningunni í Iðnó. Þær eru Nálar- augað, Sjö í höggi, Kjóla og klæð- skeragalleríið, Silkiþræðir, Sauma- stofa Hörpu Harðardóttur og Prem hf. Eigandi Prem hf. er Helga Rún Pálsdóttir sem sýnir hatta í Iðnó. Á því stigi sem blaðamaður Morgun- blaðsins sá þá á vinnustofunni voru þeir ekki tilbúnir að fullu. Þeir eru allir úr íslenskum hráefnum, sem sum hver hafa hingað til ekki þótt henta sérstaklega vel til hattagerðar. „Ég ákvað að hafa íslenskt efni sem rauðan þráð í þessari sýningu. Hér er t.d. hrosshúð með tagli og faxi sem í nótt á að verða hattur. Hér sérðu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 C 5 verið að betrumbæta íslensku náms- skrána og nú eru aðeins eftir hlutir eins og hver á að prófdæma. Samt sem áður er fyrri helmingur námsins hjá okkur algerlega samkvæmt ís- lensku námsskránni. Síðan nýtum við þær báðar í seinni hlutanum og þegar komið er á háskólastig, kennum við algerlega eftir þeirri erlendu." Dagskóli og kvöldnámskeið En komast allir inn í skólann sem sækja um skólavist? „Nei, það komast ekki allir inn í dagskólann. En inn í skólann komast allir, þ.e.a.s. í kvöldnámskeið - nema tóneyrað sé alveg lokað. Inntökuprófið er þannig að menn þurfa að hafa óskerta rödd og tóneyra og vera á aldrinum 15-30 ára. Kvöld- námskeiðin eru aldurstakmarkslaus. En þegar ég segi að allir komist inn, þá er ljóst að við auglýsum ekki eftir laglausu eða tóndaufu fólki. Við höf- um líka gert undantekningar frá ald- ursmörkunum þegar við fáum raddir, yfir 30 ára, sem við getum alls ekki gengið framhjá.“ Nú eru 169 nemendur í skólanum og hátt á annað þúsund hafa lokið námi þaðan. Er þetta fólk allt að syngja? „Það er mjög algengt að fólk haldi því áfram. Ef söngþörfin er eins mik- il hjá þeim og þeir töldu við upphaf námsins, þá eru nemendur okkar, sem ekki eru einsöngvarar, fyllilega ham- ingjusamir með að vera í kór. Aðalat- riðið er að syngja." Nú er tónlistarlíf á íslandi ótrúlega litríkt og kórastarf mjög öflugt. Erum við músíkölsk þjóð? „Já. Þó erum við ekkert músíkalsk- ari en aðrar þjóðir. Hins vegar erum við bara um 250.000 og ef við berum okkur saman við 250.000 manna hóp sem býr í stærra samfélagi þá er í okkur eitthvað sem drífur okkur áfram og því erum við mjög athafnasöm. Jafnstór hópur erlendis er kannski bara sofandi. Þetta helgast að ein- hveiju leyti af því að hér eru svo margir kóngar með sína hirð, eða áhöfn. íslendingar eru vanir því að vera bændur og sjómenn. Þar stjórnar bóndinn eða skipstjórinn og í dag eru kórstjórarnir með sama hlutverk. Enda eru allir kórstjórar í dag, sem eitthvað kveður að, eins konar einræð- isherrar. Þeir ná miklu út úr sínu fólki, glæða áhuga þess og finna efnilega söngvara. Síðan er söngurinn smit- andi, áhuginn er smitandi. Það fylgir honum svo mikil gleði og þegar ein- ræðisherrarnir byrja að vinna eru þeir magnaðir smitberar," segir Garðar að lokum; maðurinn sem stofnaði Söng- skólann, maðurinn sem gerði íslensku óperuna að veruleika, maðurinn sem hefur skipt íslenskt sönglíf meira máli en nokkur annar einstaklingur - og eiga þó margir stóran skerf. Morgunblaðið/Halldór SKÓLASTJÓRINN, Garðar Cortes, bendir á listann yfir afmælisdaga kennara til að minna á hver á næst að koma með bakkelsi með kaffinu. Viðstaddir ábendinguna eru Pavel Smid, Ásrún Davíðsdóttir, Guðmundur Jónsson og Dóra Reyndal. góða bamakóra sem læra raddþjálfun, nótnalestur, tónheyrn og allt annað sem til þarf. Undantekningar frá þessu eru Öldutúnskórinn, Kársnes- kórinn og Gradualekórinn í Langholts- kirkju. Þar eru tónlistarstjórar sem hafa mikinn metnað og við hér heyrum það strax hvort umsækjendur okkar koma frá þessum kórum. Fyrsti hópurinn sem við fengum var fullorðið fólk, sem fór í gegnum allan skólann; lauk einsöngvaraprófum og kennaraprófum. Af þeim hátt í 2.000 manns sem hafa farið í gegnum skól- ann síðan hafa um 200 farið í gegnum framhaldsdeildina og eru nú við störf, kennslu og nám í Skandinavíu og víð- ar um Evrópu, og í Bandaríkjunum. Svo eru margir af nemendum okkar að kenna söng, níu hér við skólann og aðrir kenna við aðra tónlistarskóla. Fljótlega eftir stofnun skólans hafði ég samband við Konunglegu tónlistar- háskólana í Bretlandi, sem eru fjórir skólar sem mynda með sér samteng- ingu, The Royal Schools of Music, og þeir sendu okkur allt frá byijun próf- dómara. Þar með höfðum við óvilhall- an einstakling, bæði gagnvart nem- endum og okkur sjálfum; svona tii að í EINKATÍMA þar sem Dóra Reyndal þjálfar rödd Helgu Guðnýjar Árdal. við gleymdum engu. Við fengum því strax vissan staðal. Þegar þetta var komið á rekspöl tóku tónlistarskólamir við sér; Tónlist- arskólinn í Reykjavík og á Akureyri og Nýi tónlistarskólinn em nú með mikla og góða söngkennslu. Enginn þeirra hefur þó tekið upp það alþjóðlega kerfi sem við vinnum eftir en þeir em komnir með íslenska námsskrá. Prófdómarinn sem kemur að utan, dæmir líka í hinum skólunum og þá eftir íslensku námsskránni. Við hér erum mjög hlynnt því að fá ís- lenska námsskrá en hún er ekki alveg tilbúin. Á meðan nýtum við okkur það besta utan úr heimi. Það er stöðugt var að taka hvað ljárhag snerti. Tutt- ugu aðilar sem trúðu á málstaðinn gengu í sjálfskuldarábyrgð fyrir borg- un. Kaupverðið var 40 milljónir gam- alla króna og er skemmst frá því að segja, að með ótrúlegri eljusemi og samstöðu tókst að greiða kaupverðið upp á 15 mánuðum. Haldnir voru flóa- markaðir, kökusölur, sungið á skemmtunum, árshátíðum og við alls konar mannfagnaði, gefin út hljóm- plata og haldnar átta söngskemmtan- ir fyrir fullu Háskólabíói. Síðast, en ekki síst, gáfu allir kennarar skólans heil mánaðarlaun og sýnir það best hug þeirra og samstöðu um málið. Tæpum tveimur árum síðar réðst Söngskólafólk í kaup á öðru húsi, Hverfísgötu 44, bakhúsi þar sem inn- réttaður var tónleikasalur. Kaupverðið var 30 milljónir og greitt upp á sex mánuðum og unnu kennarar og nem- endur áfram af sömu eljusemi við þá fjáröflun. Síðar keypti skólinn svo framhúsið á Hverfisgötu 44. Það var í mikilli niðurníðslu og standa viðgerð- ir enn yfir. Söngnámið sjálft Við Söngskólann eru þrjár deildir; Undirbúningsdeild, Almenn deild og Framhaldsdeild. í Undirbúningsdeild eru kennd raddbeiting, söngtúlkun, undirstaða í tónfræði, tónheyrn og nótnalestri. í Almennri deild er kennd raddtækni, söngtúlkun, tónfræði, hljómfræði, tónheym, nótnalestur, tónlistarsaga, píanóleikur, ljóðatúlkun og óperusöngur. í Framhaldsdeild eru sömu námsgreinar og í almennri deild en við bætast kennslufræði, líffræði REIN Korshamn og Guðrún María Finnbogadóttir æfa dúett úr Porgy og Bess eftir Gershwin. Undirleikari er Iwona Jagla. raddarinnar, kórstjórn, formfræði og æfingakennsla undir leiðsögn kenn- ara. Deildin skiptist eftir fyrsta ár í söngkennaradeild og einsöngvara- deild. Inntökuskilyrði eru þau að um- sækjandi sé minnst 15 ára og hafi óskemmda rödd og gott tóneyra. Segja má að í Almennu deildinni skiptist námið í þijá flokka; grunnstig 1-2, miðstig 4-5 og efri stig 6-8. Að sögn skólastjórans, Garðars Cort- es, tekur um það bil eitt ár að læra hvert af þessum átta stigum. „En fyrir þá sem eru með guðsgefnar radd- ir og koma sönglega undirbúnir, geta fyrstu stigin tekið styttri tíma,“ segir hann. Eru það þá krakkar sem hafa sung- ið í skólakórum? „Nei, því miður er söngkennsla í grunnskólum svo slök og í mörgum bama- og skólakórum læra þau að syngja vitlaust," segir Garðar. „Ég hef mikið verið að hugsa um Listaskól- ann sem er verið að koma á laggirnar hérna inni við Laugamesið. Hann verður á háskólastigi - og mér finnst eins og við séum að byggja turninn í stað þess að huga að grunninum. Ég vil taka það fram að ég er mjög hlynntur þessum háskóla, en þó vildi ég heldur fá grunninn. Það eru mjög fáir tónmenntakennarar sem hafa menntun og metnað í að þjálfa upp HELGA Rún Pálsdóttir með hatta sína. gæruhatt sem ég er að byija að flétta í litlar fléttur með tréperlum. Gæra er oft notuð í húfur en þá er venju- lega búið að klippa hana til,“ segir Helga Rún og strýkur þétthærðri grárri gærukollunni mjúklega. „Þetta form á gærunni gæti t.d. hentað vel þeim sem eru hárlitlir,“ bætir hún svo við. Á borðinu við hlið gæruhúfunnar eru nokkur fagurlituð selskinn. „Sel- skinn nota ég líka,“ segir Helga Rún. „Hér sérðu selskinn í ýmsum litum. Selaveiðimenn og sútarar sem vinna selskinnin eru .orðnir mjög lagnir við að ná fram fallegum litum á skinnin og gera þau ákaflega mjúk og með- færiieg að vinna úr.“ Hún tekur upp gráa kringlótta húfu og lætur mig strúka mjúkt skinnið. „Loks sérðu hér haus af golþorski sem ég er að ljúka við að þurrka og ætla svo að málá og gera að hatti í fyrramálið,“ segir Helga Rún og geng- ur með mér út að stórum glugganum. Hún bendir mér á gráan og heldur óræstislegan þorskhaus sem kúrir við ofn við opinn gluggann. „Það verður að þurrka hann mjög vel annars fúln- ar hann og verður illa þeQandi sem hattur," segir Helga og fer höndum um hausinn sem horfir sjónlausum PÉTUR B. Lúthersson. augum á okkur, óvitandi um að að hann muni kannski prýða konuhöfuð innan tíðar. „Dýrahöfuð eru oft notuð í hattagerð, a.m.k. hjá frumstæðum þjóðum eins og indíánum. Þorskhaus er ekkert verri til slíkra nota en t.d. hjartarhöfuð og þorskurinn er einu sinni ein af okkar verðmætustu út- flutningsvörum." Helga Rún býður blaðamanni kaffi. „Hér er ég svo með hatt úr filti sem liggur í bleyti," segir hún og bendir í átt að vaskinum þar sem ókennileg- ur klæðisbútur liggur í dökkbrúnu vatni. Helga Rún veiðir hann uppúr og togar hann til á ýmsa vegu. „Þetta á að verða fjaðrahattur. Ég mun senn láta hann fara á spissformað hatta- mót og síðan ætla ég að skreyta hann með fuglsfjöðrum." Hún setur hattinn aftur í bleyti og færir mér kaffibolla á ógnarlega stórt eldhúsborðið. Sjálf segist hún eiga yfir fimmtíu hatta sem hún beri við ólíkar kringumstæður og tilefni. Einnig býr Helga Rún til hatta fyrir leikhús og kvikmyndir, semvog annan fatnað, enda klæðskeramennt- aður hönnuður. Hvernig skyldi henni ganga að selja hugmyndir sínar í út- löndum. „Ég hef lítið gert af því að koma hugmyndum mínum á framfæri er- lendis en ég hef þó alltaf samband við skólasystkini mín í Kaupmanna- höfn og London. Ég held að íslending- ar eigi framtíð fyrir sér á þessu sviði, hráefnin okkar eru dýr en hugmynd- irnar ættum við að geta selt.“ Helga Rún hélt ásamt Bergdísi Guðnadóttur fatahönnuði fatalista- sýningu í maí í fyrra á fatnaði sem hún hafði hannað og saumað, en því fylgdi talsverður tilkostnaður. „Þess vegna hef ég þetta með minna móti núna,“ segir hún og bætir við að til standi ennfremur að allar fyrrnefndar saumastofur og fleiri innan Félags meistara og sveina haldi saman tísku- sýningar 9. og 10. mars nk. í Ömmu Lú. íslenskir hönnuðir elga erindl á erlendan markað Félag húsgagna- og innahússarki- tekta á eins og fyrr sagði einnig hlut að sýningunni í Iðnó. Einn af okkar reyndustu innahússarkitektum er Pét- ur B. Lúthersson. í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins sagði hann að það hafi verið árið 1988 sem Islenskir framleiðendur og hönnuðir ákváðu að gera átak að hætti erlendra aðila og kynna hönnun hér á landi. „Erlendis heitir þetta Designer Saturday og hefur að markmiði að kynna það sem til er og einnig nýjungar þeim aðilum sem taka ákvarðanir um kaup á hús- gögnum og innréttingum. Hér á landi hefur þetta hins vegar verið á fímmtu- degi. Ekið hefur verið á milli fyrirtækj- anna og að kvöldi dags hafa svo ver- ið veitt verðlaun fyrir góða hönnun og það á gera líka núna,“ segir Pétur. „Þessir hönnunardagar hafa mælst vel fyrir og framleiðendur hafa verið mjög ánægðir með árangur af þeim,“ segir Pétur. „Persónulega get ég ekki kvartað yfir árangri mínum í sölu á minni hönnun erlendis," segir hann þegar spurt er um álit hans á mögu- leikum Islendinga hvað sölu á hönnun snertir í útlöndum. „Ég var með þeim fyrstu sem helltu sér út í þetta starf og lifi á hönnun í dag. Þetta var auð- vitað löng og erfið ganga en þetta nú auðveldara fyrir þá sem eru að byija í dag. Markaðir hafa opnast meira en áður var, hér háir mönnum hve markaðurinn er lítill. Erlendis er samkeppnin gífurlega hörð, vonbrigð- in eru því margvísleg. Ég held samt sem áður að íslenskir hönnuðir eigi fullt erindi á erlendan markað ekki síður en aðrir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.