Morgunblaðið - 25.02.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 25.02.1995, Síða 8
9 * 8 C LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ CnN ERUM við stödd í Kaffileikhúsinu. “ Verið að búa allt undir æfingu á nokkr- um atriðum úr Sápu tvö; Sex við sama borð og enginn lýgur. „Hver verður að hugsa um sitt props (leikmuni),“ segir leikstjórinn, Sig- ríður Margrét Guðmundsdsóttir. Leikararnir halda áfram að laga sig til. „Er of mikið að hann sé í hvítri skyrtu," segir Margrét Guðmundsdóttir, einn leik- enda, um eiginmann sinn, Bessa Bjarnason, en þau leika hjón í þessu nýja leikriti, sem fjallar um framhjáhald. Ég bíð spennt eftir að sjá við hverja þau hjón halda af hinum tveimur pörunum sem eru persónur í þessu verki. Margrét Guðmundsdóttir er komin með rúllur í hárið og er að troða sundhettu yfir það. Bessi sprangar um með litinn hatt, Margrét Ákadóttir er í svartri kápu með stóra slæðu sem hún stillir sig um að hafa á ljósmynd: „Svo fagurskapaður hálsinn fái að njóta sín,“ segir hún og glottir til mín. Valgeir Skagfjörð fer inn á sviðið og sest við píanó, hann er kominn í rauðan jakka og tilbúinn í slaginn. Utan sviðs, ekki langt frá, bíða þau Edda Björgvinsdóttir og Egg- ert Þorleifsson eftir að það komi að þeim. Það er dregið úr styrk ljósanna um leið og æfingin hefst. Bessi og Margrét Ákadóttir koma inn og Valgeir tekur að spila sjarmer- andi lag sem er eftir hann sjálfan. Margrét neitar að fara úr kápu og hatti. „Ég ræð sjálf hvort ég fækka fötum eða ekki,“ segir hún fastmælt. Svo mýkist hún á manninn og segist þiggja heitt súkkulaði og ístertu. „Og mig langar í þig,“ segir Bessi ísmeygi- lega við ástmey sína. Litlu seinna taka þau að dansa og syngja um súkkulaðiöskju og Svisslandsferð. Þau eru eitt parið í hinum þrefalda þríhyrningi framhjáhaldsins sem þarna er á dagskrá. Ábyrgð á þessu verki, Sex við sama borð og enginn lýgur, bera þær Hugleikskonur Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Óskars- dóttir. — Ljúga þau ekki öll, spyr ég. „Jú, en upp komast svik um síður, þau ljúga á víxl,“ segir Sigrún. „Þetta er óður til hjónabandsins frekar en hitt,“ segir Ingibjörg. „Óður til hins hversdagsléga hjónabands en ekki til ævintýramennskunnar og hinna rósrauðu skýja,“ segir Sigrún. — Hafið þið einhveija sérstaka fyrirmynd í þessum skrifum, spyr ég. „Þetta er auðvitað byggt á sönnum atburð- um — eða þannig. Án gamans er þetta þjóðfélagið í hnotskurn," segir Ingibjörg. „Það má segja að áhorefndur séu að kíkja í gegnum skráargat, þeir verða óvart vitni að þessu öllu saman,“ segir Sigrún. — Er framhjáhald svo algengt að hægt sé að kalla það þjóðaríþrótt eins og gert er í kynningu á þessu verki, spyr ég. LEIKARAR í Sex við sama borð Ljjósmynd: Morgunblaðið/Kristinn lýgur. Miðvikudagskvöldið fyrsta mars nk. verður tíunda verk leikársins í Kaffíleikhúsinu frumsýnt. Það er Sápa tvö: Sex við sama borð og enginn lýgur eftir Ingibjörgu Hjartar- dóttur og Sigrúnu Óskarsdótt- ur. Guðrún Guðlaugsdóttir- leit inn á æfingu hjá Kaffileik- húsinu og ræddi við höfunda og leikstjóra Sápu tvö. „Það verður hver að líta í eigin barm og svara því, það er spurning hvort þetta sé svona eða ekki,“ svara þær skrifstöllur. HÖFUNDAR Sápu tvö: Ingibjörg Hjart- ardóttir og Sigrún Óskarsdóttir. Þær segja mér ennfremur að þær hafi ákveðið að láta þessa hugmynd í ljósi þegar auglýst var eftir verkefnum fyrir Kaffileik- húsið í framhaldi af Sápu eitt eftir Auði Haralds. Hugmynd þeirra var keypt og verk- ið síðan skrifað í janúar á þessu ári. „Við veltum vöngum yfir hvað fólk talaði um í þessum efnum og hvað veldur öllum þeim vandræðagangi sem í kringum svoha mál er. Við leyfum áhorfendum að sjá einn klukkutíma í lífi þrennra hjóna sem öll halda hvert við annað á víxl. Leiðir þeirra allra liggja saman í kaffihúsinu Hlaðvarpanum. Þetta er sem sé skrifað fyrir Hlaðvarpann og með þessa leikara sex í huga og þessa parablöndu,“ upplýsa höfundarnir tveir, Ingi- björg og Sigrún. Þær hafa áður skrifáð sam- an, m.a. Fólkið í Þingholtunum, sem útvarp- ið flutti fyrir nokkru. „Fólki er vinsamlega bent á að íjölmenna í Hlaðvarpann og sjá þetta verk okkar og athuga um leið hvort það sjái ekki eitthvað að umhverfi sínu á sviðinu þar,“ segir Sigrún, „Síðast en ekki síst er lögð áhersla á þett4 er óður til hjónabandsins," endurtekur Ingi- björg. Leikstjóri verksins, Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir, situr líka fyrir svörum hjá blaðgmanni Morgunblaðsins. „Æfingar á þessu verki hófust í byrjun febrúar og textj inn hefur kryddast töluvert á æfingum með hópnum. Svo mjög hafa höfundar verið til-i búnir til að taka ábendingum hópsins að. fólk hefur haft á orði að það megi ekki mis-; mæla sig þá sé það komið inn í handritið,"'; segir leikstjórinn og hlær við. Hún bætir við að Ingibjörg Hjartardóttir hafi gjarnan setið með tölvuna í kjöltunni á æfíngum, það sé allténd til í þessum ummælum. „Fyrir utan hinn ágæta texta þeirra Ingi- bjargar og Sigrúnar hefur Valgeir Skagfjörð lagt heldur betur í púkkið, hann er alger snillingur; hefur samið bæði lög og texta í sýninguna," segir Sigríður Margrét. Hún bætir við að verkið sé farsi, það sé t.d. skondin tilviljun að allt þetta fólk skuli hittast á þessum sama stað, en sú tilviljun á sér auðvitað þær rætur að þetta verk er' skrifað með Hlaðvarpann íhuga.„Við þurfum| því ekki að hafa neinar áhyggjur af leik- \ mynd. Því má bæta við að það er búið að;1 vera algerlega áreynslulaust að vinna með ; þessu ágæta fólki,“ segir Sigríður Margrét.! „Þetta er hugmyndaríkur hópur. Aðalatriðið fyrir okkur öll er að búa til skemmtilega sýningu." Ása Richardsdóttur framkvæmdastjóri Hlaðvarpans á síðasta orðið í þessari saman- • tekt: „Þetta er fimmtíu mínútna sýning á skemmtilegu verki með lifandi tónlist, sem hvort tveggja er frumsamið fyrir þessa sýn- ingu. Leikararnir eru einvala lið atvinnu- manna í leiklist og leikgleðin er mikil. Fólk fær því sannarlega mikið fyrir pepingana sína sem sér þessa sýningu," segir Ása með þungum sannfæringarkrafti. Svo mikið er víst, eitthvað skemmtilegt liggur í loftinu í Hlaðvarpanum núna, eitt- hvað iðandi og eftirvæntingarfullt í bland við skelmislegan og rammíslenskan veru- leika. Á því gat blaðamaður næstum þreif- að, þá stund sem hann stóð við í Kaffileikhús- inu að þessu sinni. KAMMERKÓR Erics Ericsons hefur skipað öndvegissess í sænsku og alþjóðlegu tónlistarlífi. Fiá endiirreisnartónlisl til framúrstefnu VERÐLAUIMAHAFI TOIMLISTARVERÐLAUIMA IMORÐURLAIMDARAÐS SVÍINN Eric Ericson (f. 1918) . tekur á móti Tónlistarverð- launum Norðurlandaráðs í Reykja- vík 28. febrúar. Viðurkenningar eru honum ekki framandi. Sumarið 1991 voru hon- um veitt Sonningverðlaunin dönsku. Hann er félagi í Konunglegu sænsku tónlistarakademíunni og heiðúrsfor- seti Alþjóða- samtaka kór- tónlistar. Mikll áhrif á kórsöng Eric Ericson er sagður hafa haft afgerandi áhrif á meirihluta kór- söngvara í Svíþjóð og annars staðar í heiminum. Hann hefur varið starfsævi sinni í þágu kórstjórnar og hefur starf hans hafið kórsöng til vegs og virðingar sem listform. Sem prófessor við Tónlistarháskól- ann í Stokkhólmi hefur hann mennt- að heila kynslóð af kórstjórum, sam- tímis því að hafa staðið fyrir fjölda námskeiða í Evrópu og Bandaríkj- unum. Kirkjutónlistarmaður í fyrstu Upphaflega er Eric Ericson menntaður sem kirkjutónlistarmað- ur við Tónlistarakademíuna í Stokk- hólmi og nam einnig í Basel. Að loknu námi 1946 stofnaði hann Kammerkórinn sem nú heitir Kammerkór Erics Ericsons. Sænski útvarpskórinn var stofnaður 1951 að frumkvæði hans og stjórnaði hann honum til 1982. Síðan 1951 hefur hann einnig verið kórstjóri og listrænn stjórnandi Orphei-drengj- anna. Starf Ericsons hefur orðið æ umfangsmeira á alþjóðlegum vett- vangi með árunum og hefur hann verið gestastjórnandi fjölda merkra kóra víða um heim. Öndvegissess Kammerkór Erics- sons hefur skipað önd- vegissess í sænsku og alþjóðlegu tónlistarlífi. Sá mikli áhugi sem kórinn og stjórnandi hans hefur á að leita uppi nýja tónlist og ný starfssvið gerir það að verkum að efnisskrá kórsins er mjög víðf- eðm: Frá endurreisnar- tónlist til nýjustu fram- úrstefnutónlistar. í augum sænskra tón- skálda hefur Kammer- kórinn verið fyrir- myndarkór með dæmigerðan nor- rænan hljóm. í alþjóðlegu tilliti skipar Kammer- kór Eric Ericsons sér í fremstu röð blandaðra kóra og hef- ur kórinn sungið inn á fjölda hljómplatna. Eric Ericsson stjórn- aði tónlistarflutningi í víðfrægri sjónvarps- uppfærslu Ingmars Bergmans á Töfra- flautunni eftir Mozart. Norræn efnisskrá í Langholtskirkju Sunnudaginn 26. febrúar kl. 17 verða tónleikar í Langholts- kirkju þar sem Kam- merkór Erics Ericsons flytur norræna efnis- skrá. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Nor- rænu menningarhátíðarinnar — Sól- stafa og Ríkisútvarpsins. Stjómandi er Eric Ericson. Eric Ericson kórstjóri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.