Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 1
Pipar- meyjar ekki í framboð TALSMENN Piparmeyjafélagsins hafa séð sig knúna til að senda út fréttatil- kynningu þess efnis að félagið ætli ekki að bjóða fram í komandi alþingiskosn- ingum. Fréttatilkynningin fer hér á eftir í heild: „Aðdáendur og stuðningsmenn Pip- armeyjafélagsins hafa undanfarið mjög hvatt til þess að félagið bjóði fram í komandi alþingiskosningum. Rignt hef- ur yfir félagsmenn bréfum, símskeytum og símhringingum þessa efnis. Að þessu sinni neyðist félagið til að valda stuðningsmönnum sínum von- brigðum sakir annarra brýnni verkefna. Það er þó huggun harmi gegn að Pipar- meyjafélagið mun örugglega bjóða fram að fjórum árum liðnum og taka þá stjórn landsins föstum tökum. Þar til Piparmeyjafélagið tekur að sér stjórn landsins, skorar það á önnur stjórnvöld að taka með festu en þó alúð og nærgætni á málefnum piparmeyja. Piparmeyjar láta sig fyrst og fremst varða eigin hag en hafa þó fullmótaða afstöðu til innanríkis- og utanríkismála. Þannig liggur fyrir stefna félagsins varð- andi tilvísanakerfið, kattahald og hús- dýrahald almennt, heimaslátrun, kjara- mál og aðild að NATÓ og EB." Af gefnu tilefni ræddi Daglegt líf við formann félagsins, Hjördísi Hjartardótt- ur, um afstöðu félagsins til ýmissa mála- flokka. ¦ Piparmeyjalíf/2d FOSTUDAGUR 10. MARZ 1995 Agadir/ó BÖRN að leik við snjóhúsagerð Morgunblaðið/Þorkell Namskeið i gerð snjohusa ÚTIVIST stendur fyrir námskeiði í gerð snjóhúsa á morgun, laugardag, og verður Hermann Valsson leiðbein- andi. Á námskeiðinu verður farið yfir byggingu þriggja gerða af snjóhús- um og snjóskýlum. Ætlast er til að þátttakendur taki með sér skóflur og séu vel klæddir með gott nesti. Þeir sem þess óska geta síðan sofið í snjóhúsunum yfir nóttina en þeir þurfa þá að hafa með sér viðeigandi útbúnað. Skráriing á námskeiðið fer fram á skrifstofu Utivistar, en á morgun kl. 13 eiga þátttakendur að mæta við Litlu kaffistofuna á Sandskeiði. Litlar hendur reisa oft snjóhús að vetrarlagi í þéttbýli, en þau eru fyrst og fremst gerð til gamans. A nám- skeiði Útivistar verður aftur á móti lögð áhersla á kennslu í snjó- húsagerð fyrir þá sem stunda skíðagöngur eða aðrar vetrarferðir. Snjóhús ínúíta, sem þeir gerðu úr tilsniðnum hjarnklumpum, eru líkast til þekktust allra snjóhúsa, en ínú- ítar, sem reikuðu um ísi lagt Norð- urheimskauts- svæðið lifðu vetr- arhörkur af með því að byggja sér snjóhús eða grafa jarðhýsi. ¦ Borgara- leg ferm- ing 30 barna UM þrjátíu börn verða fermd borgaralega í Ráðhúsi Reykjavík- ur í lok þessa mánaðar. Þetta er í fyrsta skipti sem fermt er borgaralega í ráðhúsinu en fram til þessa hafa krakkarnir verið fermdir í Hafnarborg, menn- ingar- og listamiðstöðinni Hafn- arfírði, og fyrsta árið í Norræna húsinu. Fram til þessa hafa rúmlega hundrað börn verið fermd með þessum hætti en til samanburðar má geta að milli 4.000 og 4.500 börn að meðaltali fermast árlega í þjóðkirkjunni. Hvers vegna fermlng? Tilgangur borgaralegrar ferm- ingar er að efla heilbrigð viðhorf unglinga til lífsins og styrkja þau í að vera ábyrgir borgarar. Rósir og rómantískir vendir EIN RAUÐ RÓS, það slær hana ekkert út. „Þvílíkur leyndur sjarmi," segir Helga Thorberg kaupkona í Blómálfinum við Vesturgötu. Og þótt þær væru þrjár eða níu rósirnar, bleikar, gular eða hvítar, eru þær alltaf vinsælustu blómin. Um það voru blómakaupmenn, sem Daglegt líf ræddi við í vikunni, sammála. Helga segir að appelsínugular rósir virðist í sérstöku uppáhaldi hjá karlmönnum. Þeim finnist líka fallegt að raða saman rauð- um og gulum blómum í vönd. Binni, sem rekur Blómaverk- stæði á horní Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis, segir áberandi að fólk vilji rómantíska vendi, gamaldags og gjarna litríka. Langmest er að sögn kaup- manna um að afskorin blóm séu keypt til gjafa. Karlmenn splæsa oft í stærri vendi og vilja meiri liti en konur eru djarfari við val á óvenjulegum blómum og stund- um ákveðnari í því hvað þær > 4M:. V 1 V" * .Ty.i"-.-* • f: r ^'¦¦ÍSf'- ' 1 Morgunblaðið/Emilía RÓMANTÍSKIR vendir eru vin- sælir núna. vilja. Ungt fólk kaupir mjög oft eitt fallegt blóm, tvö eða þrjú meðan eldra fólk fær sér hlýlega vendi, ef hægt er að nota það lýsingarorð. Fyrir utan rósirnar segja blómakaupmenn geislafífla eða gerberur alltaf mikið keyptar og í einni verslun komumst við að þessu leyndarmáli: Þegar krónu- blöð gerberu linast og falla er óþarft að henda stilknum því knúpp- urinn er skemmti- legur innan um önn- ur blóm í vendi. Kristján Jón Bó- asson í Blómahöll- inni í Hamraborg segir þrjár rósir vin- sælastar hjá sér og miklu meira sé lagt upp úr umbúðum en áður. Algengt sé að valdir séu vendir fyrir 1.500 til 2.000 krónur. Kristján Fjólmundsson í Dalíu við Fákafen segir blóm ekki leng- ur árstíðabundin, helst að fram- boð túlípana sé gott frá jólum og fram undir þetta leyti þegar fresíurnar komi með ilminn. Og hefðin ráði vinsældum páskalilj- unnar. Hjördís Jónsdóttir í Blómavali segir náttúrulegt yfirbragð í tísku, vendirnir megi vera svolít- ANANASBLÓM er fulltrúi þeirra óvenjulegu. ið villtir. Með óvenjulegum blóm- um í bland við þau sem allir þekkja. Blómamiðstöðin er auk Blómaheildsölunnar innflytjandi og milliliður íslenskra blóma- bænda og kaupmanna. Ingi Þór Ásmundsson hjá miðstöðinni segir íslensk blóm ríkjandi á markaðnum. Blómabændur hér- lendis hafi síðustu tvö árin eða svo farið að nota rafmagnsljós með góðum árangri við ræktun og anni nú eftirspurn árið um kring. Helst sé flutt inn vegna sérstakra tækifæra, á bóndadegi og konudegi til dæmis, og svo ákveðnar tegundir sem erfitt er að rækta hér: Grænar greinar, nellikkur og furðublóm af fjar- lægum slóðum. Kaupmönnum ber saman um að íslensku rósirnar beri af öðr- um, séu sérstaklega sterkar og fallegar. Með það hljótum við að svífa í blómabúð, á skýi, rós- rauðu. ¦ Það er félagið Siðmennt sem stendur að borgaralegri fermingu, en það er félag áhugafólks um borgaralegar athafnir sem auk þessa sér t.a.m. um borgaralegar útfarir og nafnagjafir. Að sögn Hope Knútsson sem hefur verið í forsvari fyrir félagið hefur alls staðar í heiminum þar sem fermt er borgaralega tíðkast að nota orðið fermingu um þessa athöfn. Orðið ferming segir hún að þýði að styðja eða styrkja og það telur hún einmitt eiga við um þá fræðslu sem börnin fá sem fermast borgaralega. Fræðslan er aðallega fólgin í siðfræði og mann- legum samskiptum. Krakkarnir sækja námskeið einu sinni í viku í 3-4 mánuði og síðan eru haldnir fundir þar sem unglingar og foreldrar kynnast í umræðum, hópastarfi og fleiru. Lokaathöfnin fer eins og áður er sagt fram í Ráðhúsi Reykjavík- ur að þessu sinni og Hope segir að hún sé menningarleg og hátíð- leg með ræðuhöldum, hhoðfæra- leik, söng og ljóðalestri. I lok at- hafnarinnar er fermingarbörnum afhent skírteini sem staðfestir að þau hafi lokið námskeiðinu og hlotið borgaralega fermingu. Bæði fermingarbörn og foreldrar taka virkan þátt í athöfninni. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.