Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1995, Blaðsíða 4
4 D FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Anna Árnadóttir ÍSLENDINGAR, búsettir í Torremolinos, glugga í Morgunblaðið og fá fréttir að heiman. Islenskra ferðamanna á T orremolinos sárt saknað ANNA og Guðmundur ásamt Drífu Björk og Lóu Dagbjörtu skömmu áður en lagt var af stað með Laxfossi. M HJÓNIN Anna Árnadóttir og Guðmundur Sigurðsson frá |= Selfossi voru hvergi smeyk “ þegar þau ákváðu að selja allt j sitt og hefja nýtt líf á Torre- £ molinos á Spáni með tveimur IA4 dætrum, 15 og 11 ára. Eins og lesendum er e.t.v. í minni Cá hitti Daglegt líf fjölskylduna að máli nokkrum klukkustund- um áður en lagt var af stað með Laxfossi til Hamborgar í ■ september sl. Þaðan keyrðu U þau suður á bóginn þar sem Z beið þeirra einbýlishús með Mj öllu tilheyrandi. Þau voru á leið út í óvissuna með ótal \—m hugmyndir og full bjartsýni. í bréfi frá Ónnu til Daglegs lífs má lesa að þku sjá sannarlega ekki eft- ir neinu, en dijúgur tími hefur farið í spænskunám þessa fyrstu mánuði. íslendingasamkomur Um þrjátíu íslendingar búa i Torremolinos og reyna þeir að halda hópinn. Flestir mæta á útimarkað- inn á föstudagsmorgnum í Arroyo de la Miel, sem er hluti af Bena- lmadena, og er þá líf í tuskunum. Um hádegisbilið hittast menn oft hjá Terry og^Juan, sem lengi voru fararstjórar íslendinga á Spáni og Kanaríeyjum. Þau reka nú veitinga- stað við aðalgötuna í bænum. „Allt- af er gott að koma til þeirra og fá sér eitthvað gómsætt, skiptast á fréttum að heiman og fá fréttir úr bæjunum í kring- um okkur. Þama skipu- leggjum við flestar íslend- ingasamkomumar og aðra viðburði. Hér var haldið þorrablót með tilþrifum og þar sem ekki fengust rófur vora grasker notuð í staðinn og smökkuðust ákaflega vel. Svo er farið í skógar- ferðir, haldnar grillveislur á ströndinni, bakaðar bollur fyrir bolludaginn og efnt til saumaklúbba einu sinni í mánuði." Anna segir að undanfarið hafi hitinn verið 20-30 stig og ferða- mannabransinn að lifna við. Mest beri á Englendingum, Norður- landabúum og Kanadamönnum. Is- lendinga sé sárt saknað af heima- mönnum því þeir settu svip á bæ- inn. Barþjónar og aðrir heimamenn hafi ekki gleymt sínum orðaforða og liggi ekki á honum: „Allt í lagi elskan“,„einn gráan“, „oj bara“, „rassgat í bala“, ,jesohissa“ og síð- ast en ekki síst: „Hvar er Ingólfur?“ HátíA fjölskyldunnar Jólamánuðurinn hjá Islendingum leið í sól og sumaryl. Ekki varð Anna vör við að smákökubakstur eða tertubras legðist þungt á spænskar húsmæður, enda hræri- vélar lítt þekkt fyrirbæri. „Það eina sem þær baka fyrir jólin eru „roscos“, sem minna á kleinur en eru með anísbragði og eftir steik- ingu er þeim velt upp úr sykri. Stór- hreingerningar og búðaráp var heldur ekki áberandi, enda jólin tími fjölskyldunnar og til að koma sam- an og gleðjast, borða, syngja og dansa. Jólagjafir era færri og minni en heima og tíminn ekki sú gósen: tíð kaupmanna sem við þekkjum. í mörgum verslunum hefjast útsölur fyrir jól og standa út febrúar. Á gamlársdag safnast fjölskyldur og vinir saman. Hver fær tólf vín- ber sem á að borða meðan klukkan slær tólf, eitt vínber fyrir hvert högg og óska sér um leið. Ef mönn- um tekst að borða öll berin á óskin að rætast. Á eftir er skálað í kampa- víni og ef til vill skroppið í bæinn. Flugeldar era engir en bömin fá stjörnuljós. Á þrettándanum færa vitringarnir þrír bömum gjafir og um kvöldið aka þeir í gylltum vögn- um og henda karamellum til vegfar- enda. Vitringarnir gefa líka í skó- inn, því jólasveinninn þekkist ekki hér. Útiskraut og ljós standa út janúar en á heimilum er allt tekið niður fyrir 20. janúar, annað er talið boða ógæfu.“ Margt aö skoöa Anna segir að Andalúsía hafi upp á margt að bjóða og er í hugum margra dæmigerð fyrir spánska menningu og sögu, en Spánn sé í raun land mikilla andstæðna. „Sól- skinið glampar á haffletinum og maður getur fengið sér gönguferð í sjávarmálinu eða skroppið í stór- kostlegt skíðaland í 2ja til 3ja tíma akstursfjarlægð. Pálmatré og grænar hlíðar er útsýnið af strönd- inni og síðan taka við snævi þakin fjöllin. Héðan eru vinsælar dags- ferðir, m.a. til Cordóba, þar sem fornminjar heilla margan ferða- langinn. Mesta aðdráttarafiið hefur „Mezquita“-moskan sem er stór- kostlegt dæmi um byggingarlist múslima. I Granada er hin sögu- fræga Alhambrahöll sem var síð- asta vígi mára á Spáni. Þá finnst mörgum merkilegt að skoða hellana í Nerja eða fara yfir til Marokkó. Þetta má gera í dagsferðum héðan.“ Að sögn kunnugra er nú aftur að færast líf og Ijör á „sólarströndina“ eftir nokkra lægð, enda hefur verið lögð mikil vinna í end- urbætur og hreinsun á svæðinu og mikil uppbygg- ing hefur orðið. „Nefna má að Benal Beach, sem var eitt aðal íslendingahótelið, er nú inni í miðri byggð, þar sem allt svæðið frá Santa Clara að Casino hefur byggst upp sl. ár og mörg falleg hús eru reist. Ströndin hefur einnig tekið stakkaskiptum og er verið að endurnýja göngugöt- una við Carihuela-ströndina í Torre- molinos. Fyrr í vetur var ströndin við Benalmadena stækkuð og lag- færð. Torremolinos er ekki eins vin- sæll ferðamannastaður og ná- grannabærinn Benalmadena. Þar hefur uppbygging verið hraðari og fjöldi ferðamanna og eldri borgara hefur sest þar að. Það er ekki undarlegt þegar haft er í huga að veðurfarið er fádæma gott. Hér er mildasti vetur á meginlandi Evrópu, verðlag er hagstætt og mannlíf lit- ríkt og skemmtilegt. Mestu skiptir þó að lifa vel, í samneyti við vini og ættingja, taka því rólega og fresta öllu til morguns sem hægt er að sleppa í dag!“ ■ JI Betra er að hjóla en bíl að spóla FLESTIR telja að reiðhjól eigi að vera í geymslu á veturna. En með tilkomu fjallahjóla er auðvelt að nota hjólið allt árið. Allir sem stunda skíði eða líkamsrækt hafa næga krafta og hæfni til að nota reiðhjól yfir vetrar- mánuðina. I Veður og ófærð veldur því að fólk setur hjól sín í geymslu. Aðrir láta ekkert á sig bíta enda er veður hér sjaldan vont, bara mismunandi gott. Það sem gerir hjólreiðar erfiðar er bílaumferðin hvort sem er sumar eða vetur. Saltið og nagladekkin sem tæta upp malbikið og olíuleki af bílum valda því að sérstaklega þarf að útbúa hjólið til að halda fatnaði og skóm þokkalegum. Búnaður er einkum breið bretti og góð aurblaðka á frambretti. Best henta plastbretti t.d. ESGE. Þó er ekki átt við þau sem hægt er að smella á í fljótheitum. Gott ráð er að skipta um dekk og fá sér mjórri og verða sér út um gjarðasett með mjórri gjörðum. Fínn sandur sem leyst hefur upp af malbikinu hefur slæm áhrif á endingu gjarða og bremsupúða. Því meir sem gjörðin er fyrir innan dekks- belginn þess lengur endist hún. Aurblaðka á frambretti er mikilvæg til að hlífa skóm, sveifarlegum, og drifbúnaði. Vanti hana gera brettin lítið gagn. Aurblaðkan skal ná vel niður fyrir brettið og best að ekki sé meira en 4-5 cm frá henni niður á jörð. Aurblöðkur fást í sumum hjól- reiðaverslunum, en þær eru oft of stuttar. Þá verður að sníða blöðkuna sjálf(ur). Efnið sem reynst hefur best, er þekkt PVC efni. Efnismagn er á stærð við A4 blað og er gott að nota blað til að fá sniðið. Heftara má nota til festingar. Fatnaður Vitanlega þarf að nota góðar flíkur sem halda vatni og vindi, eru léttar og geta „andað". Ýmis efni eru á markaðnum, en þekktast er líklega Gore-Tex. Kosta flíkur úr þeim varla undir 10 þús. kr. En það getur skipt sköpum að búa sig rétt. Tekið skal fram, að menn svitna í þessum fötum við mikla áreynslu. Þau eru frábrugð- in öðrum, t.d. úr næloni því svitinn þomar fyrr. Sumir kannast við það að blotna af svita í hefðbundnum regngalla og því skal vanda valið á fataefni. Einnig þarf að huga að hönn- un. Sumar flíkur hafa opnanlega lof- trauf á baki og jafnvel undir hand- arkrikum. Þá kemur loft inn að fram- an, leikur um líkamann og kemst út að aftan. Aðeins í verstu veðrum er betraað vera í algerlega lokuðum flík- um. Á yfirhöfnum eiga alltaf að vera endurskinsmerki. Mælt er með ullarflíkum næst lík- amanum eða „polarfleece“. Þau halda eiginleikum sínum, þó svo að þau blotni. Varist bómullarfatnað hann þornar seint og getur valdið ofkæl- ingu. Best eru föt sem þvinga ekki, en leggjast þó að líkamanum. Því eru skokkgallar yfírleitt ekki góðir til hjól- Karrý grænmeti med eplum 1 lítill laukur 175 g rófur 175 g gulrætur 175 g blómkól ______2 stilkar sellerí____ 2 stk. græn epli 2 msk. ólífuolía 1 msk. smjör 2 tsk. karrý _________3 dl vatn_________ salt, pipar og ögn gf sykri Afhýðið laukinn, gulræturnar og rófurnar og skerið í strimla. Skerið selleríið og eplin í álíka MEISTARAKOKK Óskaroglngv stóra bita og rífið blómkálið. Hitið ol- íuna og smjörið í potti og steikið allt grænmetið nema eplin við meðalhita, kryddið með salti, pipar og sykrinum og karrýinu. Látið krauma í u.þ.b. 5 mín. Látið þá í pottinn 21/2 dl af vatni og látið malla við vægan hita undir loki í 5 mín. Bætið við eplum í pottinn og látið malla í 3-4 mín. í við- bót. Þennan rétt má bera fram Menjar Flóastríðsins í ÁR mun Bandaríkjastjórn yeija sem nemur nálægt 1,4 milljarði íkr. til að komast að hvort fyrirbæri sem nefnt hefur verið Flóa-sjúkdómseinkennið sé í raun til. Samkvæmt tímaritinu British Medical Journal telja 6% þeirra 697.000 banda- rísku hermanna, sem þátt tóku í átökun- um 1990-91, sig haldna ýmsum kvillum, allt frá minnisleysi, öndunar- og hjarta- sjúkdómum til krabbameins. Þó eru eng- ar afdráttarlausar sannanir fyrir því að einum orsakavaldi sé um að kenna. Nefnd frá bandarísku læknastofnun- inni hefur komist að þeirri niðurstöðu að rannsóknir á þjáningum hermann- anna hafi verið handahófskenndar eða illa skipulagðar. Nefndin leggur til að gerðar verði víðtækar rannsóknir og BANDARÍSKUR hermaður prófar gasgrímu í flóastríðinu. ættu læknar einkum að kanna tvennt; blýeitrun og efnafræðilega víxlverkun, en rannsóknarmenn höfðu fundið meira magn af blýi en eðlilegt telst í líffæra- kerfi sumra hermannanna. Sérstaka athygli og óhug vekur sú tilgáta að lyf (pyridostigmine brómíð) sem notað var til að vinna á móti taugag- asi Iraka hafi valdið skaðlegum áhrifum. Slík lyf gætu verið nauðsynleg fyrir al- menna borgara ef efnavopnaárásir era gerðar á borgir. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.