Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 1
JMtvgtmÞlafeifc C 1995 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ BLAÐ HANDKNATTLEIKUR SKIÐI Kristinn Bjömsson kominn í fremstu röð Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, náði frábærum árangri um helinga er hann sigraði tvívegis í risasvigi í Elm í Sviss. Hann fékk 11,36 (FIS) stig fyrir fyrra risasvigið á laugar- dag og 11,40 stig fyrir það síðara á sunnudag. Þetta er besti árangur sem íslenskur skíðamaður hefur náð á er- lendri grundu. Kristinn er með þessum árangri kominn í hóp bestu skíðamanna heims og er nú kominn niður í 45 á heimslistanum í risasvigi. Kristinn hefur verið að bæta sig mjög markvisst í vetur og hápunkturinn hjá honum var í Elm um helgina. Fyrr í vetur vann hann risasvigi í Flachau í Austurríki og var meðal annars á undan Svíanum Fredrick Nyberg og fékk fyrir það 14 stig. Risasvigið virðist henta Kristni vel, en til gaman má geta þess að ekki er keppt í risasvigi hér á landi. í risasviginu á laugardag fór Kristinn' brautina á 1.19,54 mín. og var 0,02 sekúndum á undan Didier Cuche frá Sviss, sem varð annar en þeir voru í nokkrum sérflokki því Austurríkismað- urinn Wolfgang Aleder, sem varð þriðji, var sekúndu á eftir Kristni. Vilhelm Þorsteinsson frá Akureyri varð i 45. sæti á 1.23,58 mín. og hlaut fyrir það 59,10 stig og Arnór Gunnarsson frá ísafirði í 73. sæti á 1.25,85 min. og hlaut 89,29 stig. Alls voru 95 keppendur sem komust niður brautina. Afrek / C2 í sigurvímu í Víkinni Morgunblaðið/Arni Sæberg GLEDI leíkmanna KA var mlkll í Víklnnl I gærkvöldi, eftir að þeir lögðu Víkinga aö velll, 22:23. Hér fagna þeir Árni Stefánsson, liðsstjóri, og Alfreö Gíslason. þjálfari. Umsögn um leikinn er á C12 og umfjöllun um úrsllta- keppni kvenna er á C3. Stjarnan er komin í úrslit — mætir Fram eöa Víkingi, sem leika oddaleik annað kvöid. Aganefnd HSÍ vísaði kær- um dómara frá AGANEFND HSÍ tók í síðustu viku fyrir kærur dómara vegna ummæla þriggja þjálfara í fjölmiðl- um og ákvað um helgina að visa málunum frá. „Kærurnar þrjár sem bárust aganefnd og teknar eru hér til úrskurðar uppfylla ekki þau skilyrði reglugerðar og laga sem aganefnd Handknatt- leikssambands ísiands er gert að starfa eftir og þegar af þeirri ástæðu ber að vísa málunum frá,“ er úrskurður nefndarinnar. Hjðrleifur Þórðarson, formaður hennar, sagði við Morgunblaðið að- spurður um á hverju úrskurðurinn byggðist að ekkert væri meira um málið að segja og best væri fyrir aganefndina að blanda sér ekki inn í umræðuna. Hins vegar sagði hann að nefndin hefði legið yfir málinu og fengið m.a. álit lögfræð- inga „en menn ættu að kynna sér reglugerðir Handknattleikssambandsins áður en þeir fara í blöðin með skoðanir sínar,“ sagði hann. Stjarnan leikur fyrir tómu húsi STJÓRN HSÍ staðfesti í gær úrskurð mótanefnd- ar vegna framkomu áhorfenda eftir oddaleik Stjörnunnar og KA í átta liða úrslitum tsiands- mótsins, að sögn Ólafs B. Schram, formanns HSÍ. Sljarnan kærði úrskurðinn sem var á þá leið að fyrsti heimaleikur Stjörnunnar i íslands- móti 1. deildar karia næsta haust verði leikinn fyrir tómu húsi í Garðabæ, þ.e. án áhorfenda, og að auki var handknattleiksdeild Stjörnunnar gert að greiða 25.000 kr. sekt til HSÍ. 17. grein reglugerðar fyrir mótanefnd HSÍ segir m.a. að kveði úrskurður hennar á um að flylja leiki í önnur hús eða Ieika fyrir tómu húsi er heimilt að skjóta honum til framkvæmdastjórnar. Sam- kvæmt sömu grein á það ekki við ef um áminn- ingu er að ræða eða sekt að hámarki 50.000 kr. sem renna skal til HSÍ. Mark Mitchell til Grindavíkur GRINDVÍKINGAR hafa fengið nýjan leikmann til liðs við sig og mun hann, ef gerður verður við hann samningur, spila með liðinu gegn Kefl- víkingum í undanúrslitum á föstudaginn. Leik- maðurinn heitir Mark Mitcheil og keraur hingað frá Filipseyjum. Hann lék á haustmánuðum með Pittsburg í CBA deildinni í Bandaríkjunum og er 180 cm leikstjórnandi. Friðrik Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga sagði í samtali við Morgunblaðið að hann treysti sér ekki til að segja neitt um hvort Mitchell komi til með að falla inn í Grindavíkurliðið en kvaðst vona það besta. „Við vorum að leita að leikstjórn- anda sem getur leyst Helga [Jónas Guðfinnson) af eða spilað með honum í hlutverki leikstjórn- anda. Það skiptir í raun mestu máli hvernig hann passar inn í hópinn því það er stuttur timi til stefnu,“ sagði Friðrik. Hann kvaðst vera með ítar- legar upplýsingar um leikmanninn, hann þætti góður leikstjórnandi og vamarmaður og upplýs- ingarnar væru ekki bara frá umboðsmanni hans heldur einnig andstæðingum sem gerðir þær trú- verðugri. Mitchell er fimmti erlendi leikmaðurinn sem kemur til Grindvíkinga í vetur. Tony Smith lék með liðinu í Reykjanessmótinu, síðan kom Joe Wright til að leika með UMFG í Evrópukeppn- inni, en fór síðan utan án þess að gerður væri við hann samningur. Þriðji í röðinni var Greg Bell, sem staldraði stutt við og á dögunum var Franc Booker látinn fara. Guðni æfði með Bolton „Ég kann ágætlega við mig hjá Bolton," sagði Guðni Bergsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem mætti á sína fyrstu æfingu hjá Bolton í gær. Guðni reiknar með að Tottenham og Bolton gangi frá félagaskiptum hans I vikunni. FIMLEIKAR: GUÐJONISLANDSMEISTARIIFJOLÞRAUTISJOUNDA SINN / C6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.