Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.03.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR14. MARZ 1995 C 7 Morgunblaðið/Bjami Eiríksson ÍSLANDSMEISTARINN í fjölþraut, Elva Rut Jónsdóttir úr BJörk í gólfæfingum sínum á laugardag. „Elva er toppstelpa sem vinnur afskaplega vel. Hún er fyrirmyndarnemandi bæði í fimleikum og í skóla svo hún er sannur fulltrúi íþróttarinnar," sagði Hlín Árnadóttir, þjálfari hjá Björk. igur hjá Elvu Rut ar sínar á jafnvægisslá en náði ekki að sína sitt besta á því áhaldi á sunnu- dag. Hún datt tvívegis af slánni og hafnaði í fjórða sætinu. „Það er svo mismunandi hvernig gengur dag frá degi. Ég stóð slánna fyrsta daginn en datt bæði í dag og í gær,“ sagði Elva Rut. Hún æfir fimleika sex sinnum í viku eins og aðrar stúlkur í meistara- hópi Bjarkar og æfingarnar standa að hennar sögn yfirleitt í ijórar til fimm klukkustundir. „Þetta er mikill tími en hefst ef maður skipuleggur tímann vel og nú í kennaraverkfallinu hefur maður nógan tíma.“ Næ aldrei gullinu „Ég er alltaf í öðru eða þriðja sætinu og næ aldrei gullinu. Eg er samt ánægð með frammistöðuna en hefði viljað ná einum gullverðlaun- um,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir úr Björk sem hafnaði í öðru sæti í fjöl- þrautinni. „Við stefndum að því að endurtaka leikinn frá því í fyrra og eiga efstu þrjár stúlkurnar og það hefði líklega tekist ef Nína hefði ekki meiðst. Ég gerði alveg eins ráð fyrir því að Elva Rut mundi sigra í keppninni, en dag- urinn í dag var ekkert sérstakur hjá henni. Hún hefur oft skorað betur enda var hún undir miklu álagi,“ sagði Hlín Árnadóttir, þjálfari hjá Björk að lokinni keppni á laugardag. „Elva er toppstelpa sem vinnur afskaplega vel. Hún er fyrirmyndar- nemandi bæði í fimleikum og í skóla svo hún er sannur fulltrúi íþróttarinn- ar,“ sagði Hlín um nemanda sinn og nýkrýndan meistara. ____SKÍÐI_ Smimov ósigrandi - vann þriðju gullverðlaunin á HM í gær Reuter VLADIMIR Smirnov sýnir hér uppskeruna á HM. Hann getur bætt fjóröa gullpeningnum við með sigri í 50 km göngunni á föstudag. SKÍÐA- GÖNGU- MAÐUR- INN Vlad- imir Smirnov frá Ka- sakstan hefur stol- ið senunni á HM i norrænum greinum sem nú stendur yfir í Thunder Bay í Kanada. Hann vann þriðju gull- verðlaun sín í gær er hann kom fyrst- ur í marki f 15 km göngu með f rjálsri aðferð og hefur því unnið þrjár fyrstu göngurnar, 30,10 og 15 kílómetra. Smirnov, sem hefur unnið sex af síðustu sjö keppnum, var 17,8 sekúndum á undan Norðmann- inum Birni Dæhlie í 10 km með hefðbundinni aðferð á laugardag, en gangan var fyrri hlutinn af „veið- istarti" svokölluðu þar sem ræst var út í 15 km gönguna í gær eftir tím- unum í 10 km göngunni á laugar- dag. Mike Myllyla frá Finnlandi varð þriðji, 1,4 sek. á eftir Dæhlie. Smirnov fór því fyrstur af stað í 15 km gögnuna í gær, 17,8 sek. á undan Dæhlie. Smirnov hélt ör- yggri forystu allan tímann í 15 km göngunni og kom í mark 11 sekúnd- um á undan ítalanum Silvio Faun- er, sem var 0,03 sek. á undan Finnanum Jari Isometsea sem varð þriðji. „Fyrir mótið gerð ég mér ekki vonir um að vinna þrenn gullverð- laun,“ sagði Smirnov eftir sigurinn í gær. „Þetta var erfiðasta gangan af þessum þremur því færið breytt- ist svo mikið í brautinni." Hann sagðist hafa lagt upp með það vega- nesti að byija hratt og eftir miðja göngu var forysta hans orðin það góð að hann hugsaði aðeins um að halda öruggu forskoti og eiga þá eitthvað inni í lokin ef á þyrfti að halda, en það kom aldrei til. „Þetta var aðeins keppni um silf- urverðlaunin," sagði Alessandro Vanoi, þjálfari ítala. „Smirnov er svo stekur að það var ekki raun- hæft að hugsa um að vinna hann. Það voru því allir aðrir í keppninni að hugsa um annað sætið — fyrsta sætið var frátekið frá upphafi.“ Björn Dæhlie frá Norgi, sem fór annar af stað og hélt því sæti lengst af, missti af lestinni er bindingarn- ar á öðru skíðinu brotnuðu þegar um tveir kílómetrar voru eftir. Hann þurfti því að fá annað skíði að láni og endaði í fimmta sæti. Finninn Isometsae gekk mjög vel í gær. Hann var í áttunda sæti eft- ir 10 km og 54 sekúndum á eftir Smirnov en endaði í þriðja sæti. Hann var reyndar orðinn annar er 300 metrar voru eftir en hann réð ekki við frábæran endasprett ítal- ans Silvio Fauners. Wiberg sigraði en Schneider meistari Sænska stúlkan Pernilla Wiberg sigraði í svigkeppni heimsbik- arsins í Parpan í Sviss á sunnudag en Vreni Schneider, sem varð í öðru sæti, fagnaði sigri í stigakeppni svigmóta vetrarins. Wiberg fór á 1.17,31 mín. og fagnaði fyrsta sigri sínum í vetur en Schneider, sem var í fimmta sæti eftir fyrri ferð, bætti sig í seinni ferðinni og innsiglaði meist- aratitlinn í sjötta sinn. Svissneska stúlkan er með 460 stig þegar eitt mót er eftir en Martina Ertl frá Þýskalandi er í öðru sæti með 278 stig. Schneider er jafnframt stiga- hæst úr öllum mótum vetrarins, er með 1.090 stig, en þýska stúlkan Katja Seizinger er með 1.055 stig. „Ég vildi sanna að ég gæti stað- ið mig vel á heimavelli," sagði Schneider. „Þetta var spennandi helgi og ég er ánægð að vera með forystuna. Ég var taugaóstyrk í fyrri ferðinni en ákvað að gefa mig alla í þá seinni og stóð mig þá mun betur. Meistaratitillinn í saman- lögðu er ekki í höfn. Það eru fjögur mót eftir en vonandi tekst mér að sigra.“ Wiberg var ánægð með árangur- inn. „Fyrsti sigurinn í vetur er stað- reynd og ég er svo kát með það. Ég hef átt í miklum meiðslum sem hafa komið niður á árangrinum en nú get ég horft fram á vegin full sjálfstrausts." Fyrsti sigur Vitalini ítalinn Pietro Vitalini sigraði í bruni heimsbikarsins í Kvitfjell í Noregi á laugardaginn og var það jafnframt fyrstu sigur hans í keppn- inni. Josep Strobl frá Austurríki varð annar og landi hans, Armin Assinger, þriðji. Tvö brun voru haldin í Kvitfjell á laugardaginn og sigraði Banda- ríkjamaðurinn Kyle Rasmussen í því síðara. Kristian Ghedina frá ít- alíu varð annar og Austurríkismað- urinn Patrick Ortlieb þriðji.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.