Morgunblaðið - 14.03.1995, Side 8

Morgunblaðið - 14.03.1995, Side 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Aldrei fleiri keppendur OPNUNARHÁTÍÐ íslandsmóts fatlaðra var tilkomumikil. 420 keppendur marseruðu inná gólf íþróttahúss Seljaskóla á föstudaginn við undirleik skólahljómsveitar Mosfells- bæjar. Aldrei hafa verið fleiri keppendur, sem komu frá tutt- ugu og einu íþróttafélagi alls stáðar að af landinu. Olafur Jensson formaður íþróttasambands fatlaðra setti mótið og bauð keppendur vel- komna og Reynir Stefán Karlsson íþróttafull- Stefánsson trúi ríkisins flutti skrifar kveðju menntamála- ráðherra. Báðir lýstu yfír mikill ánægju með fjölda þátttakenda og þökkuðu þróttmiklu starfi, unnu í íþróttafélögum fatl- aðra um land allt. Keppt var í fímm íþróttagreinum yfír alla helgina. Sunddrottningin Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, bætti heimsmetið í 50 m baksundi og níu íslandsmet fuku til viðbótar. Boccia var að venju fjölmennast með rúmlega 250 keppendur og þar endurheimtu Akureyringar íslands- meistaratitilinn í 1. deild og í borð- tennis var Jón Heiðar Jónsson sig- ursæll. Atli Brynjarsson, ÍFR, sigr- aði með yfírburðum í lyftingum þegar hann lyfti 157,5 kílóum í bekkpressu en hann segist ætla upp í 200 kíló á næstu Ólympíuleikum. I bogfími skreið Óskar Konráðsson yfír 1.000 stiga múrinn. Morgu nblaðið/Bj arni SIGRÚN Huld Hrafnsdóttlr, Ösp, setti enn eitt heimsmestlð um helgina, syntl 50 m baksund á 39,28 sekúndum. Morgunblaðið/Bjarni JÓN Heiðar Jónsson var sigursæll í borðtennis þegar hann keppti í þremur flokkum og vann þð alla. Góður árangur hjá Jóni Heiðari Jón Heiðar Jónsson úr ÍFR kom, sá og sigraði í borðtennis á mótinu þegar hann keppti í þremur flokkum og vann þá alla. Jón Heiðar vann opna flokkinn örugglega og var að endurheimta titlana í sitjandi flokki og tvíliðaleik en hann varð að sjá af þeim síðasta ár eftir að hafa sigrað þijú ár þar á undan. „Ég veit við hveija ég var að eiga enda búinn að spiia mikið við þessa stráka og vissi að ég ætti einhvem mögu- leika,“ sagði Jón, sem æfír fjórum sinnum í viku, 2 til 3 tíma í senn. Að sögn þjálfara Jóns hefur hann aldrei leikið betur og gengið ágæt- lega á erlendum mótum þrátt fyrir að fötlun hans setji hann í flokk með mun minna fötluðum spilurum. í sitjandi flokki vann Jón Heiðar örugglega Viðar Árnason íslands- meistara frá 1994 en þeir tveir unnu Jón Grétar Hafsteinsson, Vík- ingi, og Stefán Thorarensen, Akri, í tvíliðaleik. Standandi flokk karla vann Ámi Rafn Gunnarsson, ÍFR, eftir tvísýnan oddaleik við Þorstein M. Sölvason, ÍFR. Gunnhildur Þ. Sigþórsdóttir, ÍFR, vann flokk standandi kvenna með yfirburðum og náði einnig að hirða gullið í tvíliðaleik með Sigríði Þóru Árnadóttur úr sama félagi. í flokki þroskaheftra vann Jón Grétar ör- ugglega karlaflokkinn og í kvenna- flokki hélt Gyða K. Guðmundsdótt- ir, Ösp, titli sínum. „Við æfum saman og ég er far- inn að þekkja styrk þeirra og veik- leika í borðtennis," sagði Hulda Pétursdóttir, íþróttafélaginu Nes, eftir sigur á Sigurrósu Karlsdóttur í úrslitaleik í opnum flokki kvenna. Keppendur vom 28 og leikirnir á milli 120 og 130. „Borðtennis hentar vel fyrir fatlaða því mikið reynir á samæfingu hugar og hand- ar. Spastískir og mikið fatlað fólk hefur oft náð ótrúlegum árangri. Það væri gaman að fá nýtt blóð í borðtennis hjá fötluðum, fá fleiri og úr fleiri félögum, sérstaklega frá landsbyggðinni en sum félög, til dæmis Þjótur frá Akranesi, hafa verið að koma til,“_ sagði Ingólfur Amarsson þjálfari ÍFR. Heimsmet Islenskir fatlaðir sundmenn hafa verið iðnir við kolann þegar kemur að því að slá met og um helgina varð engin breyting þar á. Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, setti heimsmet í 50 m baksundi þegar hún synti á 39,28 sekúndum í Sundhöllinni og að auki fengu 9 önnur íslandsmet að fjúka. Birkir R. Gunnarsson, UBK, bætti tvö Islandsmet þegar hann synti 200 m fjórsund á 2:46.26 mínútum og 100 m skriðsund á 1:09.65 í flokki blinþra. Kristín Rós Hákonardótt- ir, ÍFR, í flokki S8, setti einnig tvö íslandsmet og synti 100 m bringusund á 1:42.95 mínútum og 100 m skriðsundi á 1:19.04. Ólaf- ur Eiríksson, ÍFR, sló íslandsmet í 100 m baksundi í sínum flokki, S9, á 1:10.43 mínútum og Anna R. Kristjánsdóttir, Óðni, í flokki S7, fór 100 m bringusund á 2:14.66 mínútum. Harpa Þráins- dóttir, úr Þjóti frá Akranesi sló íslandsmetið í flokki S10 þegar hún synti 100 m skriðsund á 1:23.27 og Berent Hafsteinsson úr sama félagi bætti 100 m skrið- sund í 1:19.04. Sú spurning hefur oft vaknað við glæsilega árangur sundfólksins hvort hægt sé að bæta stöðugt heimsmetin í íþróttinni. Forráða- menn sundfélaga fatlaðra segja að það sé enn hægt að gera mun betur. Krakkamir séu mjög dug- legir við æfíngar og einnig að taka þátt í mótum ófatlaðra. Ennfremur sé markvisst unnið að bættum ár- angri hjá félögunum og íþrótta- sambandi fatlaðra og samvinna þjálfara sé góð. Mörg félög utan af landi séu að koma til og benda þar til dæmis á Þjót frá Akranesi og Ægi frá Vestamannaeyjum. REYNIR Kristófersson, ÍFR, er hér í bekkpressu en hann hafnaöi í þriöja sæti á Islandsmóti fatlaðra um helgina. Öfugt griplö á sinar skýrlngar því Reynir melddist á úlnllö og hefur veriö aö æfa upp nýjan stíl. Boccia verðuræ vinsælla Boccia var að venju langfjölmenn- asta greinin og var keppt í þremur deildum, U-flokki og renni- flokki, sem er fyrir mjög fatlaða. Bocciamenn segja að sprenging hafi orðið í greininni og rúmlega 250 keppendur mættu til leiks en fjöldi þátttakenda hefur nánast tvöfaldast á nokkrum árum. Þar munar mest um lið af landsbyggðinni, til dæmis frá Seyðisfirði, Akranesi og Borgar- nesi. Hel'st bar til tíðinda að a-lið Akurs frá Akureyri, stundum kallað „Taugadeildin", vann í 1. deild en viðurnefnið hefur liðið fengið fyrir stáltaugar í erfíðum úrslitaleikjum. Aðalleikurinn í 1. deild var á milli Akurs-a og ÍFR-a. Eftir mjög spenn- andi keppni voru liðin jöfn að stigum og réðust úrslit á innbyrðis leik lið- anna þó að lið Reykvíkinga hefði betri lotuhlutfall. Lið Akurs skipar Sigurrós Karlsdóttir og bræðumir Elvar og Stefán Thorarenssynir. Bronsið fékk Eik-b. í 2. deild sigraði ÍFR-c, Ösp-i lenti í öðru sæti og ívar-a frá ísafirði í því þriðja. „Þetta var tæpt undir lokin og spennan mikil. ÍFR ætlaði að vinna titilinn núna og það var mikil sálræn pressa í leik okkar við þá,“ sagði Stefán úr sigurliðinu. Akur-a end- urheimti titilinn eftir að hafa misst hann til Viljans frá Siglufírði síðasta ár en hafði þá haft bikarinn í 5 ár. Gróska sigraði í rennuflokki og ÍFR tók silfrið en bronsið féll liði Aspar í skaut. Rennuflokkur er fyrir mikið fatlaða og áhorfendur höfðu á orði að seiglan og baráttan hefði verið mikil í þeim flokki. Esja gefur verðlaunin Kiwanisklúbburinn Esja gefur öll verðlaun á íslandsmótinu og hafa gert það frá upphafí, í 16 ár. Þetta árið voru verðlaunapeningamir um 450 auk 8 bikara. Konstantín Hauksson forseta klúbbins segir háls- ana nokkuð marga sem þeir smeygja verðlaunum á. Þeir félagar segja þó að það sé mjög gaman enda ríki ein- læg gleði á mótunum. Bættisig um 20 kíló Arnar Jónsson lyftingaþjálfari ÍFR sagði fyrir mótið að það kæmi ekki annað til greina en að slá einhver met og hann reyndist sann- spár því metinu urðu þijú. Atli Brynjarsson, ÍFR, vann flokk hreyfíhamlaðra örugglega en hann hefur verið í mikilli uppsveiflu síð- asta ár og bætti sig um 20 kíló. Atli keppir í 90 kílóa flokki og sló íslandsmetið í bekkpressu þegar hann lyfti 157,5 kílóum. Þorsteinn M. Sölvason varð annar og Reynir Kristófersson þriðji. „Ég lyfti langt undir getu, hef mest lyft 167,5 kíló- um í bekkpressu en ætla að taka 200 kílóin á næstu Ólympíuleikunum," sagði Atli. I flokki þroskaheftra vann Gunnar Örn Erlingsson, Ösp, og dugðu ekki minna en tvö íslandsmet. Gunnar Öm lyfti 185 kílóum í réttstöðu og 100 í bekkpressu. Annar varð Ás- grímur Pétursson og þriðji Sigur- björn B. Bjömsson. Keppendur skutu 2.280 örvum í bogfiminni Bogfími fór fram í íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni og vom kepp- endur samtals 19 í öllum flokkum. Keppnin tók tvo daga og skaut hver skytta 60 örvum hvom dag svo að samanlagt urðu örvarnar 2.280. Þar varð Óskar Konráðsson hlutskarp- astur með 1.007 stig, annað sætið hreppti Jón M. Ámason með 965 og í því þriðja hafnaði Leifur Karlsson með 951 stig en þeir eru allir í ÍFR. „Ég hef mest fengið 1.014 stig og það var á Norðurlandamótinu. Við emm alltaf að beijast við að komast upp fyrir þúsund stig en það var eiginlega bara tilviljun að ná þessu og fer alveg eftir því hvemig maður em upplagður,“ sagði Óskar, sem ásamt félögum sínum Jóni og Leifí, náði frábæram árangri á opnu móti í Malmö í Svíþjóð í febrúar. Fjórar bogfimiskyttur tóku þátt í mótinu og komust allir á pall. Óskar náði þar silfri í a-flokki og Leifur silfri en Jón vann b-flokkinn. Þeir félagar unnu þar með afreksbikarinn í liðakeppni og komu heim með bikar. Bogfimi er mest stunduð innan- húss á íslandi því ekki er enn komin aðstaða utanhúss. Fjarlægðin utan- húss er mest 90 metrar og skífan er þá 120 sentimetrar en innanhúss er færið alltaf 18 metrar og skífan 40 sentimetrar í þvermál. Henni er skipt upp í 10 hringi og fást 10 stig fyrir innsta hring, 9 fyrir næsta og svo framvegis. Mest er því hægt að fá 1.200 stig og hafa íslendingarnir verið að fá á bilinu 900 til 1.000 stig á mótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.