Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Opið bréf til landbúnaðar- ráðherra - hið seinna KOMDU blessaður Halldór minn! Mér hefur tíðum verið hugs- að til þín uppá síðkastið þar sem nú er e.t.v. farið að sjást fyrir endann á búsforráðum þínum í hinum háttsettu ráðuneytum land- búnaðar og samgangna og hreint ekki fyrirséð hver við tekur. Því er ekki úr vegi að ég líti yfir far- inn veg og vegsami verkin þín, það er nú alltaf skárra þegar einhver hælir manni. Nú ekur sál mín södd af útlands gný í sælli bifreið austur yfir heiði Svo kvað nafni þinn Laxness forðum. Já, ég verð að þakka þér alveg sérstaklega fyrir veginn yfir hana Fljótsheiði, ja, hvílíkur munur maður. Ég þori alveg að ábyrgjast að þessir sex hundruð og ellefu sem skrifuðu þér áskorunarskjalið vegna þessa vegarspotta hér um árið munu allir kjósa D-listann nú í vor, annað væru nú hrein svik og vanþakkæti. Hinir sem ekki skrifuðu undir eiga enga aðra yfir- bót í iðrun sinni en að gera það líka, nú þegar augu þeirra hafa opnast og þeir aka alsælir hinn nýja veg vestur yfir heiði. Jæja Halldór minn: En það var þetta bréf sem ég skrifaði þér í fyrra hér í Moggann. Fór það kannski alveg framhjá þér? Þú svaraði mér nefnilega aldrei og ég veit að það hefur ekki verið af ásetningi gert af jafn vinföstum manni og þér. Þetta hefur bara gleymst. Þetta var sitthvað um landbúnað og afkomu bænda að mig minnir. Það er svo sem alltaf hægt að bera sig illa og kvarta undan öllu og aldrei verður öllum til hæfis gert. Ef kjör bænda eru ekki í lagi hlýtur það að vera þeim sjálfum að kenna og ekki verður betur séð en þau séu í fullu samræmi við búvörusamninginn sem þú fékkst í arf frá honum Steingrími karlin- um J. Hvað er Steingrímur J. að ybba sig út af vanefndum á þessum samningi? Það eru engar vanefndir á þessum samningi gagnvart mér. Sé afkoma mín ekki í lagi er það miklu frekar vegna þess að samn- ingurinn hans Steingríms J. um örbirgð í sveitum landsins hefur verið framkvæmdur í öllum meginatriðum. Eitthvað minnist ég líka á misskiptingu greiðslumarks milli bænda og var eins og ég áttaði mig á þeirri augljósu hagræðingu sem felst í því að mis- muna bændum. Hann Sigurgeir aðstoðar- maður þinn sagði einu sinni í sjónvarpi að stórbúskapur væri al- mennt ekki vandamál hér á landi og er það vel. Næg eru vand: ræðin annars staðar. í þetta sama skipti minntist hann líka á þá hagræðingu sem væri í gangi hvað varðaði fækkun þeirra bænda sem fullt viðurværi hefðu af búskap, án þess þó að fara nokk- uð nánar útí það, enda kannski lít- il herkænska. Einhvern veginii skynjaði ég að Bændtír hafa ekki at- kvæðisrétt, segir Ámundi Loftsson, um ákvarðanir stéttarsam- bandsins um eigin hags- munamál. fækkunina ætti að framkvæma með því að gera hæfilega marga bændur svo fátæka, Halldór, að þeirgætu ekki rekið bú sín, gengju á eignir meðan einhveijar væru og yrðu svo á endanum að hætta, þá myndi hagur hinna hækka og allir yrðu afskaplega glaðir. En Steingrímur J. er nú einu sinni málsvari hinna fátæku og honum tókst svo afar vel í búvörusamn- ingnum að semja fyrir þá, því eins og þjóðskáldið sagði: „Þá er sælt að vera fátækur." Þetta veit Stein- grímur sjálfsagt betur en ég og illa staddir bændur. „Af örðug- leikunum vaxa menn,“ segir gam- alt máltæki og það er ekki bráðó- nýtt að búa við svo frábær og varanleg vaxtarskilyrði sem bú- vörusamningurinn tryggir okkur bænd- um. Þökk sé ykkur Steingrími J. Halldór minn. Eitthvað var ég líka að abbast uppá stétt- arsambandið í þessu bréfi mínu og bar mig illa undan heldur lítilli lýðræðishyggju og takmörkuðum skiln- ingi á félagafrelsi þar á bæ. Já, það lá víst eitthvað hálf illa á mér þarna í fyrra. Það fór eitthvað fyrir bijóstið á mér að Stéttarsam- band bænda færi „lögum sam- kvæmt“ með fyrirsvar fyrir bænd- ur en sækti ekki óskorað umboð og vald til þeirra sjálfra. Önnur félög sem þeir kynnu að stofna til verndar hagsmunum síhum gætir þú „ráðherrann sjálfur" ekki einu sinni viðurkennt nema að fengnu samþykki stéttarsambandsins. Eitthvað gat ég fundið að þessu öllu saman. Svo gat ég ekki á heil- um mér tekið vegna þess að bænd- ur hafa ekki atkvæðisrétt um ákvarðanir stéttarsambandsins varðandi þeirra hagsmunamál. Fyrr má nú vera aðfinnslusemin, Halldór. Auðvitað eiga bændur að vera skv. lögum bara í einum heild- arsamtökum. Jafnvel þó hagsmuna þeirra sé eitthvað misvel gætt. Einungis þannig getið þið Stein- grímur J. og aðrir framsóknar- menn haldið áfram á þessari heilla- braut. Atkvæðisrétt hafa bændur ekkert við að gera enda vanastir að treysta öðrum fyrir sínum hags- munamálum og gefíst vel. Að bændur séu að greiða atkvæði þannig að valdið gæti misskilningi og jafnvel sárindum er að sönnu fjarri öllu lagi. Nei, Halldór minn: Vertu ekkert að tefja þig á að svara þessu þunglyndisrausi í mér þarna í fyrra. Það eru að koma kosning- ar X-D. Bið að heilsa Steingrími J. næst þegar þú sérð hann. Vertu blessaður ævinlega. Höfundur er bóndi að Lautum í Reykjadal S-Þing. Ámundi Loftsson Lifi ríkisstjórnin! Dregur til tíðinda EKKI eru nema þijár vikur, þangað til að kosið verður til Al- þingis íslendinga. Ríkisstjórnin, sem setið hefur að völdum undan- farin fjögur ár, hefur staðið sig svo vel, að slíkt er í frásögur fær- andi. Væri auðvelt að benda á dæmi því til sönnunar. Fyrst skal nefna menntamálin. Ólafur G. Einarsson, sem vinstri slagsíðuöflin hafa ófrægt í tíma og ótíma og borið á rangar sakir, hefur sýnt það og sannað, að hann er einn verðugasti stjórnmálamað- ur, sem hefur farið með þessi við- kvæmu mál, þ.e.a.s. menningar- málin, en undir þau heyra m.a. listir og bókmenntir og sitthvað fleira þeim andlega skylt. Nýlega sagði óviðhallur maður, sem er kunnugur ýmsum hnútum, að nei- kvæðu vinstri öflin hefðu undirtök- in í öllu, sem er að gerast í lista- og menningarlífí hér á landi. Svo vikið sé að störfum menntamála- ráðherra, sem er alls kunnugur neðanjarðarstörfum kommanna og attaníossa þeirra, hefur hann verið allur af vilja gerður til að skapa hreint andrúmsloft í heimi ís- stæðingar hans eru farnir að viðurkenna, að hann sé orðinn landsföðurlegur. Slíkt er gæfa fyrir land og þjóð. írskur trúboði, kona frá Dublin, glæsileg, sem stund- aði hjálparstörf í Reykjavík um hríð, m.a. með því að lið- sinna bágstöddum og fólki í neyð, sagðist hafa gefízt upp á ís- lendingum. „Hvers vegna, kona góð?“ spurði sá er þetta rit- ar. „The Icelanders neither respect God nor man,“ sagði hún. Manni var hugsað til kennaranna - þessarar „nýstétt- ar“ sem eitt sinn þótti gefa tón. Mann býður í grun að of margir þeirra virði hvorki Guð né menn. Of margir af stéttinni þykjast vera bæði gáfaðir og menntaðir. Tönnl- ast á því í tíma og ótíma að þetta sé svo menntað sérhæft fólk sem uppfræði unga þjóðarmeiðinn nú á dögum. Svo langt gengur ósvífni þess fólks að það setur ungdóminn í gíslingu. Aldrei minnist greinar- lenzkrar menningar á þessum undanfömu fjórum árum. En eins og allir, sem Ólaf þekkja, vita, er hann kurteis. og góðgjam. Maður góðleika og umburðarlyndis. Það sannast bezt í vali starfsliðs í mennta- málaráðuneytfnu. Ef kommúnistar hefðu ráðið þar ríkjum undanfarin fjögur ár, væri einlita hjörð þar að fínna. Það er útaf fyrir sig afrek hjá Ólafi, að honum skyldi takast að fá sam- þykkt fyrir skólafrumvarpinu á Alþingi, en það var naumt. Það hafðist með Guðs hjálp og góðra manna. Skv. skoðanakönnun nýt- ur núverandi ríkisstjórn virðingar og ástsældar og trausts vegna frammistöðu sinnar í erfíðustu málum. Davíð Oddsson er maður með sérstæða hæfíleika. Hann er fljótur að hugsa, fljótur að álykta og skoðanir hans eru byggðar upp' af rökvísi eins og stagrðfræðidæmi með sönnun. Meira að segja and- Steingrímur St. Th. Sigurðsson Stutt athuga- semd um eld- húsumræður JÆJA, þá hafa þeir lokið máli sínu, bless- aðir, og sjaldan eða aldrei hefur mér fund- ist að bilið á milli al- þýðu og stjórnvalda hafi komið jafn greini- lega í ljós og nú. Ég var að hlusta á eldhús- umræður flokkanna og margt situr enn í minni er útvarpsfréttir birtast á skjánum, þar sem hæst ber frétt um það sem Jóhanna reyndar sagði í um- ræðunum um nýgerða kjarasamninga, að skattalækkanir yrðu mestar fyrir þá sem hærri launin hafa og skyldi nokkurn undra, en þeir hjá frétta- stofunni voru rétt að fatta þetta núna. Þorsteinn Pálsson ráðherra, skyldi ekkert í því að stjórnarand- staðan væri svo hrygg og gæti ekki glaðst með honum yfír öllu því góða sem hann og hans stjóm hafði gott gert á stjórnartímanum. Fyrir honum er það svo auðsýni- legt hvað hlutirnir eru góðir á ís- landi í dag og allt fer batnandi - en fyrir hvern? Þeir hafa haldið verðbólgu niðri, bætt kjör útflutn- ingsatvinnuveganna svo um mun- aði (þökk sé Smugunni) og gátu nú fyrst í skjóli þessa farið að huga að fólkinu í landinu, með því t.d. að hækka launin, lækka lífs- kostnað og bæta atvinnulausum upp atvinnuleysið. í sama streng tók háttvirtur forsætisráðherra og Jón Baldvin Brusselsráðherra, og eðlilega, því þeir sjá hlutina í sama ljósi allir þrír. En hvernig sér almennur ís- lendingur hlutina? í minn huga kom, að ekki einu sinni, alls ekki einu sinni, heyrði ég þessa menn segja: „Við þökkum íslenskri al- þýðu fyrir að taka á sig og bera með slíkri reisn þær byrðar sem Margrét S. Sölvadóttir Nú er barist um brúna af hörku, segir Stein- grímur St. Th. Sig- urðsson, og ekki sízt um heiður okkar. höfundur þess að hafa heyrt sann- menntaða menn, kennara af gamla skólanum, sem hafa numið á Ox- ford, Heidelberg og Kjöben, að þeir stærðu sig af menntun sinni, ekki fremur en duglegir sjómenn að vestan hældu sér fyrir dugnað og afrek. Það er þessi óþolandi- snobb-sýndarmennsku keimur, sem vinstri pseudo-intellegenzian (gervigáfnaljós) hér á landi er haldin af, sem drepur eðlilegt and- legt líf íslendinga. Þessi skoðanak- úgun leftistanna og þeirra fylgi- físka, sem eru ýmist nytsamir sak- leysingjar, mennta- og gáfnasnob- barar ellegar hvort tveggja í senn. Nú er barizt um brúna af hörku og ekki sízt um heiður okkar. Látum það sannast, að íslendingar séu verðugir og virði bæði Guð og menn með því að styrkja núver- andi ríkisstjórn í blíðu og stríðu. Þá mun allt fara vel. Höfundur er rithöfundur og listmálari. við höfum lagt á þessa þjóð. Við höfum svipt hana atvinnu, við höfum sagt henni að herða sultarólina og við höfum beðið hana að verða við þeim óskum okkar að hækka ekki verðbólg- una í landinu með því að vera að fara fram á mannsæmandi laun sem nægja venjulegu fólki til framdráttar. Á meðan höfum við ekki látið af neinu sjálfir, en notið alls þess sem við erum vanir að njóta.“ Ekki einu sinni heyrði ég þessa menn segja, að það væri íslenskri alþýðu að þakka að svo vel hefði gengið í stjórnsýslunni sem þeir Það or almenningur, ekki ríkisstjórnin, sem að mati Margrétar S. Sölvadóttur, á þakkir skildar fyrir stöðugleikann, sem nú ríkir. nú vilja meina. Þessir menn eru svo gjörsamlega utan við allan raunveruleika þess lífs sem ríkir. á íslandi í dag og ef þeir ætla að halda sínum embættum og ná kosningu, er ég ansi hrædd um að þeir hafí um langan veg skiln- ings að ganga og ekki er mikill tími til kosninga. En hver láir þeim sem ekkert skortir, að skilja skort annarra. Allir hreyktu þeir sér yfir því að hafa jafnað launamisréttið í landinu, með komandi kjarasamn- ingum, en hvern munar um 3.700 kr? Ég ætla að sýna þeim hér réttláta tillögu að jafnrétti launa, sem væri: Þeir sem lægst laun hafa, fari upp í 80.000 kr. á mán., þeir sem 150.000 og yfir það hafa fái enga hækkun, og þeir sem yfir 250.000 kr. hafa lækki um 20% og greiði hlut þeirra sem hækkun fá. Því miður vitum við að þeir sem 300.000 kr. og meira hafa eru heilagar kýr og ekki á okkar færi að koma réttlætinu yfir og er ég því aðeins að tala um venjulegt, gott fólk sem lætur sér annt um manneskj- una á íslandi og vill í raun jafna lífskjörin, löndum sínum til góða. Þetta væri einfalt og réttlátt, all- ir gætu verið glaðir eins og Þor- steinn Pálsson, hann yfir velgjörð- um ríkisstjórnarinnar, en við yfir því að allir hafi nóg að borða og lifi mannsæmandi lífi sem veitir hveijum manni reisn og dug í líf- inu. Ríkisstjórnin getur hreykt sér eins og hún vill, en ég segi aðeins þetta: Það eruð þið, íslensk al- þýða, sem eigið þakkir skildar ef eitthvað hefur miðað hér í átt að betra lífi, ekki þeir, þið fyrir að taka á ykkur þær byrðar sem á ykkur voru lagðar, en spurningin er hveijum til góðs? Var það ekki athygli vert að ekki var ein einasta kona sem tal- aði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.