Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ __________________________________LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 B 7 KOSNINGAR 8. APRÍL Gjörbylting í launamálum ÁSTANDIÐ í launa- málum hefur undanf- arin ár einkennst af úrræðaleysi og stöðn- un. í marga áratugi hafa stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogar talað fjálglega um að forgangsatriði allra kjarasamninga væri að minnka launabilið. Þrátt fyrir þetta hefur bilið breikkað og lægstu kauptaxtar eru sífellt íjær því að nægja til lífsframfær- is. Þessi langvarandi reynsla af árangurs- leysi, burt séð frá því hvort um svokölluð góðæri er að ræða eða ekki, hlýtur að sýna fram á að þörf er á því að endurskoða þann grundvöll sem launakerfi og samningar byggjast á. Láglaunaháskinn Kjarni málsins er sá að í gegnum árin hefur þróast taxtafyrirkomu- lag innan verkalýðshreyfmgarinnar sem byggist upp í mörgum þrepum með óverulegum launamun milli þrepa. Þegar kemur svo til þess að hækka lágu launin þannig að þau verði lífvænleg þá hvorki geng- ur né rekur vegna þess að sú stór- vægilega hækkun lægstu launanna sem nauðsynleg væri myndi jafna út launaþrepin að verulegu leyti. Þetta þýðir að einhveijir sem t.d. hafa ekki fengið neina menntun yrðu jafnháir í launum og þeir sem hafa menntað sig eða vinna ein- hver hærra metin störf. Hingað til hefur verndun þessara launabila verið einskonar gæluverkefni verkalýðsfélaganna í stað þess að mynda samstöðu til þess að taka ábyrgð á því að enginn vinnandi maður þurfi að búa við þær mann- legu hörmungar sem leiða af því að geta ekki framfleytt sér þótt unnið sé í fullri vinnu. Launakjör hinna lægst launuðu er alvarlegt mái og það er ábyrgðarhluti ef verkalýðsfélögin týna sér í aukaatr- iðum. í sjávarháska þykir vasklegt að beina allri orku að því forgangs- atriði að bjarga þeim sem eru nær drukknun, jafnvel þótt þeir sem á land séu komnir þurfi líka aðhlynn- ingar við. í þeim láglaunaháska sem margir eru staddir í núna þarf að bjarga þeim sem verst eru settir og finna þann lágmarkslaunagrund- völl sem lífvænlegur getur talist. Síðan þarf að skapa rauvnerulega þjóðarsátt og skilning á því að engin vinn- andi maður verði undir þeim mörkum. Jafnræði vinnuafls og fjármagns Hér að ofan er ein- ungis verið að ræða um það launafólk sem ekki fær greidd líf- vænleg laun fyrir vinnu sína. Leið- rétting á þessu er að sjálfsögðu Launþegar eiga að hafa ákvörðunarrétt um mál- efni fyrirtækis, að mati Sigrúnar Þorsteins- dóttur, og hlutdeild í hagnaði þess. forgangsatriði á undan öllum öðr- um málum. Með þessu er þó ekki átt við að þetta sé allt og sumt sem fjalla þurfi um á hinu breiða sviði launamála. Húmanistar vilja um- breyta allri umræðu um laun og jöfnuð. Hingað til hefur hugtakið launajöfnun einungis átt við hlut- fall það sem eðlilegt yrði talið inn- byrðis milli hinna ýmsu launþega- stétta. Algjörlega hefur hins vegar verið sneitt hjá hinni stóru spurn- ingu um raunverulegan jöfnuð sem er jafnræði milli þeirra sem leggja fram vinnuna og þeirra sem eiga fyrirtækin og fjármagnið. Með öðr- um orðum svo virðist sem tekist hafi að hylja gleymsku og doða grundvallarumræðuna milli gildis vinnunnar annars vegar og gildis peninganna hins vegar. Spákaupmennska eða efling atvinnulífsins? Húmanistar vilja breyta þeim fáránlegu tengslum sem nú ríkja milli vinnuafls og íjármagns. Þeir Sigrún Þorsteinsdóttir Siðmennt telur alvarleg- ast, segir Þorvaldur •• + Om Arnason, að ekki var hróflað við forrétt- indum þjóðkirkjunnar. hafa tekið við. Gera má ráð fyrir að trúar- og lífsskoðanir fólks hafí verið einsleitari en nú þegar þjóðfé- lagið er margþættara, vísindin öflugri og tengsl við önnur menn- ingarsvæði mikil og vaxandi. Lögvemduð forréttindi kirkjunn- ar raska eðlilegu jafnvægi í trúmál- um og skoðanamyndum, ekki síst efnahagslegu forréttindin. Stjóm- arskrárákvæðið sem gilt hefur frá 1915, um að enginn sé skyldur tila ð greiða gjöld til annarrar guðs- dýrkunar en þeirrar sem hann sjálf- ur aðhyllist, hefur komið að tak- mörkuðu gagni vegna forréttind- anna sem lesa má út úr 62. grein- inni. Auk safnaðargjalda hefur rík- ið styrkt þjóðkirkjuna um hundruð milljóna króna á ári gegnum al- menna skattheimtu (m.a. laun presta) og það gjald greiða menn óháð því hvort þeir eru í þjóðkirkj- unni eða hvort þeir trúi yfírleitt á nokkum guð. Einnig er trúar- bragða- og siðfræðikennsla í skól- um einhæf og þröngsýn vegna yfir- burðastöðu evangelísku lúthersku þjóðkirkjunnar. Það em alvarleg mistök að sam- þykkja nýja stjórnarskrá með ákvæði um löngu úrelt sérréttindi þjóðkirkjunnar. Samkvæmt tveim- ur skoðanakönnunum Gallups á íslandi sem gerðar vom 1993 og 1994 er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju (55% 1993 og 62% 1994, af þeim sem afstöðu tóku). Búast má við að þessari skoðun vaxi fiskur um hrygg eftir því sem hugmyndir um almenn mannréttindi og þar með talið raunvemlegt trúfrelsi ná rót- festu í þjóðarsálinni. Búast má við því að langur tími muni líða áður en stjómarskránni verður breytt á ný og því er sorglegt að sam- þykkja nýja stjórnarskrá fyrir 21. öldina sem byggir á 19. aldar skiln- ingi á trúfrelsi. Siðmennt lagði til að núgildandi 62. grein stjórnarskrárinnar verði numin úr gildi og tengslum ríkis og þjóðkirkjuverði einfaldlega skip- að með lögum. Einnig að þriðja efnisgrein 64. greinar verði felld niður, enda ekki eðlilegt að ríkið innheimti fyrir kirkjuna frekar en önnur félög í landinu. I þessu felst vilja breyta þeirri hugsun sem geng- ur út frá því sem náttúrlögmáli að launþegar fái einungis laun en fjár- magnseigendur hagnað og að fjár- magnseigendur ráði öllu um stjóm fyrirtækisins en launþegamir engu. Launþegar þurfa að hafa fullan ákvörðunarrétt um málefni fyrir- tækisins til jafns við eigendur og fulla hlutdeild í hagnaði þess. Sá ójöfnuður sem hingað til hefur ríkt milli fjármagns og vinnuafls hefur fram að þessu verið réttlættur með áhættu fjárfestans (fjármagnseig- andans) rétt eins og sérhver verka- maður stofni ekki í hættu tilveru sinni í nútíð og framtíð í sveiflum kreppu og atvinnuleysis. Aðild starfsmanna að ákvörðunum um málefni fyrirtækisins er nauðsynleg til þess að hagur fyrirtækis og starfsmanna verði í fyrirrúmi. Ef þetta er ekki gert er hætt við að fjármagnseigendur fari út í spá- kaupmennsku með hagnað og taki þannig út úr fyrirtækinu fé sem hefði þurft að nota til að starfs- menn hefðu viðunandi laun, hægt væri að efla fyrirtækið, auka frjöl- breytni í framleiðslu og fara inn á nýjar brautir. Komið hefur fram í fréttum að eftir að flutningur fjár- magns var gerður fijáls nú nýverið hafa fjármagnseigendur flutt fé sitt úr landi svo hundruðum milljóna skiptir. Þetta gera þeir án nokkurs samráðs eða tillits til þess fólks sem skapaði þetta sama fjármagn með vinnu sinni. Afnám hörmungarlaunanna Hækkun lægstu launanna er nauðsynleg vegna þeirra sem við þau búa og sú ástæða er ærið nóg ein út af fyrir sig. En það eru einn- ig veigamiklar þjóðfélagslegar og efnahagslegar ástæður fyrir þess- ari nauðsyn. Misrétti í launamálum gagnvart stórum hluta þjóðarinnar skapar fjölmörg félagsleg vanda- mál. Efnahagsvandi fjölskyldna leiðir til aukinna veikinda, ofbeldis og alls kyns lífsflóttaleiða sem eru bæði mannlegar hörmungar og kostnaður fyrir þjóðfélagið. í at- vinnulífinu leiðir láglaunastefna til lélegs árangurs, áhuga- og þátt- tökuleysis og hinn lági kaupmáttur stuðlar að kreppu, samdrætti og atvinnuleysi því að sá sem á ekki til hnífs og skeiðar er hvorki burð- ugur neytandi né skattgreiðandi. Afnám hörmungarlaunanna og jafnræði vinnuafls og fjármagns er sá grunnur í efnahagslífnu sem húmanistar telja nauðsynlegan til að hægt sé að skapa mannvænt þjóðfélag. Höfundur er talsmnður Húmanistahreyfingarinnar. Hrikalegar afleiðingar GUNNAR Birgis- son vill ekki við- urkenna að lögin frá 1992 hafa hrakið hundruð námsmanna heima og erlendis frá námi. Hann einblínir á tölur um fjölda náms- manna sem skráðir eru í lánshæft nám í íslenskum skólum en horfír fram hjá þeim veruleika að lánþeg- um hefur fækkað stór- kostlega. Það er sann- að hér á eftir. Fækkun erlendis um 25% 1. Frá gildistöku laganna hefur íslenskum námsmönnum sem taka lán vegna náms erlendis fækkað um 623 eða um 25%. Fækkunin er mest í Bandaríkjunum, en einn- ig fækkar lánþegum verulega í námi á Norðurlöndunum, eða um 25,5%. Það er ekki hægt að kenna skólagjöldum um þessa fækkun. Það sést á Norðurlandatölunum. Aðalskýringin er sú að LÍN gerir meiri kröfur um námsframvindu en unnt er að uppfylla í þessum skólum. Stjóm LIN undir forystu Gunnars Birgissonar hefur búið sér til prívatháskólakröfur sem standast hvergi í venjulegum há- skólum. Mest fækkun I raunvísindum 2. Með setningu ólaganna um námsmenn frá 1992 hefur náms- Nú þykjast allir vilja efla lánasjóðinn, segir Svavar Gestsson, meira að segja Alþýðu- flokkurinn. stytting á stjórnarskránni sem er af hinu góða. Þessar athugasemdir komu mér vitandi ekki til umræðu í þinginu, hvað þá að þær væru teknar til greina. Einnig vakti Siðmennt athygli á ákvæði í mannréttindasáttmála Evrópu um rétt foreldra til að menntun barna þeirra samræmist trúar- og lífsskoðunum þeirra (sbr. greinargerð með frumvarpinu, bls. 10) og var lagt til að þessu ákvæði yrði fundinn staður í stjórnar- skránni. Það var ekki heldur gert. Hvenær fá þingmenn málið? Hvers vegna þegja þingmenn þegar það kemur ítrekað fram í skoðanakönnun að meirihluti þjóð- arinnar vill aðskilja ríki og kirkju? Hvað segja þeir sem nú eru að bjóða sig fram til þings? Ætla þeir að þegja líka? Þeir sem vilja koma nútímalegu trúfrelsi á dagskrá í stjórnmálaum- ræðunni þurfa að láta t il sín taka. Þeir geta notað bæði Siðmennt og nýstofnuð samtök til aðskilnaðar ríkis og kirkju, SARK, til að sam- stilla kraftana. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags áhugafóiks um borgaralegar athafnir. mönnum fækkað mismikið eftir greinum. Mest fækkar nemendum í raunvísinda-, tölvu-, tækni og stærðfræðigreinum og í sjávarút- vegs- og landbúnaðargreinum eða um 36% í hvorum flokki. Fækkun um 1.000 strax 3. Námsmönnum í lánshæfu námi á íslandi hefur fjölgað á liðn- um árum um 4-7% á ári. 1992 til 1993 varð fækkun um 5%. Eða um 385 manns. Við setningu hinna nýju laga fækkaði námsmönnum í lánshæfu námi því þegar í stað samtals heima og erlendis um 1000 manns. Barnafólki fækkar um 34% 4. Lánþegum hjá LÍN fækkaði úr 5.651 í 3.888 frá því að lögin tóku gildi 1992 eða um 31%. Hver er ástæðan? Um það er deilt. Því er haldið fram að fjöldi ein- hleypra bamlausra námsmanna, „sem ekki þurfí á lánunum að halda“ eins og það er orðað af menntamálaráðherra, búi lengur í foreldrahúsum en áður og reyni að komast hjá því að taka lán. Þessi kenning dugar ekki því að: a) bamafólki í námi fækkar eða um 34% frá gildistöku laganna til ársins 1993/94. b) einstæðum for- eldram hefur fækkað um 42%. Fækkun mest á Vestfjörðum 5. Það liggur einnig fyrir að námsmönnum fækkar misjafnlega mikið eftir landshlutum. Það er sérstakt rannsóknarefni. Þeim fækkar mest á Vest- fjörðum eða um nærri 40% en alls fækkar lánþegum á íslandi um 30%. Staða sjóðsins var sterk Rök Gunnars Birg- issonar og Jóns Bald- vins, hins nýfrelsaða áhugamanns um menntamál, fyrir niðurskurðinum á LÍN eru þau að sjóðurinn hafi verið á hausnum Svavar Gestsson vegna óráðsíu okkar Ólafs Ragnars er við fóram með menntamála- og fjár- málaráðuneytin. Þetta er ósatt: Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu um stöðu LÍN í aprfl 1991. Þar segir meðal annars: „Lánasjóður- inn getur staðið undir öllum núver- andi skuldbindingum með eigin fé sínu.“ Ég fullyrði að það er leitun að nokkrum fjárfestingarlánasjóði sem stóð jafnvel og þessi sjóður á miðju ári 1991. Ríkisframlög höfðu sveiflast til úr 50% í 90% á umliðnum tímabilum. Framlagið var of lágt 1991 að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur sem sá alltaf of- sjónum yfir öllum framlögum til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Það era engin rök að sjóðurinn hafí staðið svo illa að þess vegna hafi orðið að skerða kjör náms- manna meira en nokkurs annars þjóðfélagshóps á undanförnum áram. Það vora engin rök fyrir því önnur en þau að niðurskurðar- meistarar ríkisstjómarinnar fundu enga mótstöðu í menntamálaráðu- neytinu og gengu þess vegna yfír það á skítugum skónum með al- kunnum afleiðingum. Enda liggur auk þess fyrir að staða sjóðsins hefur versnað. Framlögin hafa lækkað. Og það liggur fyrir að endurgreiðslur námslánanna era allt of þungar og námsmenn munu ekki ráða við þær á komandi árum að borga 5-7% af launum í náms- lán ofan á húsbréfakostnað og skatta upp á 41%. Það er því í rauninni alveg ljóst að lánasjóður- inn og framtíð hans er nú óvissari nú en vorið 1991. Það er nóg komið af tillitsleysi Það er þúsundum íslenskra fjöl- skyldna áhyggjuefni hversu menntamálin hafa goldið fyrir nið- urskurðarstefnuna á þessu kjör- tímabili. Þúsundir íslenskra ung- menna era annað hvort hætt í námi, hætt að taka lán og farin að vinna með námi eða era í óvissu með nám sitt. Vegna laganna sem sett vora af Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum 1992. Nú þykjast allir vilja efla lána- sjóðinn, meira að segja Alþýðu- flokkurinn. Ég hvet alla þá sem era í námi eða eiga börn í námi að fara vandlega yfír lánamálin. Þeir sem bera ábyrgð á hrikaleg- um afleiðingum laganna fyrir þús- undir íslenskra námsmanna era ekki trausts verðir. Það er nóg komið af tillitsleysi við námsmenn og fjölskyldur þeirra. Það er nóg komið af skeytingarleysi um fram- tíðina. Höfundur er fyrrverandi menntamálaráðherra og skipar efsta sæti G-listans íReykjavík. Sjábu hlutina í víbara ” samhengi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.