Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ N 6 B LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 KOSNINGAR 8. APRÍL Kvótakerfið er háskaleikur EITT brýnasta verkefni þess þings sem þjóðin kýs í vor verður að taka lögin um stjórn fiskveiða til uppstokkunar. Eðlileg- ast er að líta á kvóta- kerfið sem tilraun þar sem helstu niðurstöður liggja fyrir að aflokn- um 11 árum. Niður- stöðumar eru skýrar: kerfið hefur í engu náð þeim markmiðum sem lagt var upp með. Ekki þarf að rekja í löngu máli ástand þorskstofnsins við ís- land síðustu ár. Nýlið- un stofnsins hefur brugðist í heilan áratug og reyndar er það svo að síðasti stóri árgangur þorsks við ísland er jafngamall kvótakerfinu. Menn hljóta að hugleiða alvarlega hvort samhengi sé þar á milli. Stjórnkerfi sem hvetur til sóunar Það setur að okkur hroll að horfa upp á útreið þorskstofnsins við Nýfundnaland sem er nú talinn nær Stefnumörkim í sjávar- útvegsmálum, segir Björn Guðbrandur Jónsson, er mál sem gengur þvert á flokks- pólitíkina. aldauða. Dæmin annars staðar frá norðlægum hafsvæðum em heldur ekki uppörvandi. Þjóðargjaldþrot í Færeyjum samfara hruni fiskveiða við eyjamar. Þorskstofninn í Bar- entshafi var hætt kominn fyrir nokkrum ámm og stofnar í Norð- ursjó og Eystrasalti em bókstaf- lega ekki upp á marga fiska. Kvótakerfí i þorskveiðum við Nýfundnaland kom ekki í veg fyrir hmn stofnsins þar og mun ekki gera það við ísland heldur. Þvert á móti er ástæða til að spyija að hve miklu leyti kvótakerfið sé orsök hörmunganna. Löngu er ljóst að í aflamarkskerfi þar sem kvóta er deilt á skip er innbyggður afar sterkur hvati til sóunar á auðlind- inni. í árdaga kvótakerfisins hafa menn ekki gert sér grein fyrir að tilhneigingin til að henda smá- fiskafla fyrir borð yrði eitt aðal kennimark kerfísins. Tilhneiging sjómanna og skip- stjómarmanna í hversdeginum til sjós er sú að færa ekki verðlítinn smáfisk að landi heldur fleygja honum fyrir borð og fylla kvóta sinn með stærri fiski í hærri verð- flokki. Þessi tilhneiging er fyrirsjá- anleg og skiljanleg. Menn hugsa fyrst um að lifa af daginn áður en þeir spá einhver ár fram í tímann. Skammtímasjónarmið ríkja venju- lega yfir langtímasjónarmiðum nema handafli sé beitt, hugtak sem hefur hlotið heldur neikvæða merk- ingu í seinni tíð. Þessi orð eru ekki áfellisdómur yfír siðferðiskennd sjómanna og skipstjórnarmanna. Flest myndum við hegða okkur á sama hátt í þeirra spomm. Vanda- málið er að kerfið leiðir menn í freistni. Eitt meginverkefnið við uppstokkun fiskveiðistjórnarlag- anna verður því að afmá hana. Smáfiskadráp er vandamál í sjálfu sér, óháð stjómkerfi fískveið- anna. Höfum hugfast að i einu tonni af smáfiski em u.þ.b. eitt þúsund hausar meðan að sama þyngd af fullþroska hrygningar- fiski telur ekki nema rúmlega 100 hausa. í sæmilegu árferði í sjónum gefur því tonn af smá- físki fýrirheit um margfaldan tonna- fjölda af 1. fiokks fiski að nokkrum árum liðn- um. Með smáfiska- drápi verður þjóðar- búið þannig í lengdina af miklum tekjum. Smáfiskur er auðvitað jafn dauður þótt hann berist á land en sé honum fleygt fyrir borð verður sóun á auðlindinni hálfu verri. Vírus á öflun þekkingar Bent hefur verið á að alvarlegustu afleiðingar þess að fleygja svo miklu af fiski er að vís- indi og ráðgjöf um fiskveiðar eru reist á sandi fyrir vikið. Tölur um fiskveiðidánartölu byggja á lönduð- um afla en í núverandi kerfi er raunverulegur afli ekki sá sami og landaður afli. Enginn veit hve miklu munar, einungis að fyrri stærðin er stærri en sú seinni. Hvernig er hægt að gefa haldgóða vísindalega ráðgjöf um aflamark og ástand fiskistofna þegar upplýs- ingagrunnurinn er svo haldlítill? Var ekki fiskveiðiráðgjöfin við Ný- fundnaland byggð á þessum sama sandi? Að sjálfsögðu er hér ekki vegið að fískifræðingum heldur aftur að stjórnkerfi sem hefur öfluga innbyggða eyðingarhvöt. Kerfíð virkar eins og vírus á vísind- in og þekkingaröflun. Það sætir undrun hversu lítil við- brögð hafa komið frá stjómmála- mönnum gagnvart niðurstöðunum af tilrauninni um kvótakerfið. Engu er líkara en menn hafí frosið frammi fyrir ísköldum staðreynd- um. Eg fagna því framkomnum tillögum frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins á Vestijörðum sem bijóta þann ís. Breyting yfir í sóknarstýr- ingu er nokkuð sem menn þurfa að ræða af fullri alvöru. Stefnu- mörkun í sjávarútvegsmálum er mál sem ganga þvert á flokkapóli- tíkina. Ég minni á tillögur Jóhanns Ársælssonar þingmanns Alþýðu- bandalagsins sem einnig hafa tekið mið af sóknarstýringu. Endurmat í stað tregðu Hér hefur eingöngu verið drepið á útreið helsta nytjastofns okkar undir núgildandi lögum um físk- veiðistjórn. Ég hefi hvorki minnst á hvernig kerfinu hefur mislukkast að halda stærð og sóknarmætti flotans í skefjum né hefi ég nefnt hvernig einkaeignaréttur er að myndast á lögbundinni sameigin- legri eign landsmanna undir kvóta- kerfínu. Það er efni í sérstaka grein. Undirritaður var einn þeirra sem fagnaði tilkomu kvótakerfísins á sínum tíma og taldi það til marks um ábyrga auðlindanýtingu. Það tók mig nokkurn tíma að ganga af trúnni þótt svo að niðurstöður hafi legið fyrir um hríð. Mig grun- ar að svo sé um fleiri, ekki síst höfunda og upphafsmenn kerfisins. Það er alkunna að þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir stefnumörk- un eiga erfítt með að játa þar á sig mistök. Sú tregða og þrengstu hugsanlegu hagsmunir einstakra útgerða mega þó ekki verða til þess að gengið verði af íslenska þorskstofninum aldauðum. Núver- andi kerfi er ekki það besta sem völ er á. Sé svo þá er hún Snorra- búð brátt stekkur og stutt til Ný- fundnalands. Höfundur er líffræðingur, starfar sem umhverfisráðgjafi og skipar 8. sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Björn Guðbrandur Jónsson Var það EES sem tvöfald- aði útflutnmginn til Japans? Á FYRSTA heila ári aðildar ís- lands að EES tvöfaldaðist útflutn- ingur okkar til Japans, og nam 16 milljörðum íslenskra króna. Engar fregnir hafa borist af heildaraukn- ingu á útflutningi til EES-landa, enda þótt einstakar greinar hafa komið ár sinni betur fyrir borð vegna samningsins og það beri síst að vanþakka. Sóknin á Japansmarkað sýnir að það er rétt sem Alþýðubandalagið og óháðir halda fram að viðbótin, sem íslendingar þurfa á að halda til þess að koma á og viðhalda hag- vexti í stað stöðnunar, verður fyrst og fremst sótt til svæða í heiminum þar sem kaupgeta og eftirspurn fer vaxandi. EES tryggir fríverslun Það er óþarfi fyrir Morgunblaðið að halda því fram, eins og gert er í Reykjavíkurbréfi 12. mars, að ein- hver mótsögn felist í afstöðu Al- þýðubandalagsins til samninganna um Evrópska efnahagssvæðið og þeirri útflutningsleið sem reifuð er í Grænu bókinni og kosningastefnu- skrá Alþýðubandalagsins og óháðra. EÉS varð ekki varanlegt og jafnsett Evrópusambandinu, heldur valdalítið viðhengi. Eins og Alþýðubandalagið ályktaði strax í júní 1992 snerist málið þess vegna um það, horft til lengri tíma, hvort EFTA-ríkin yrðu með í Evrópusam- bandinu eða gerðu tvíhliða við- skiptasamninga við það. Jón Bald- vin Hannibalsson, sem sór og sárt við lagði að EES-samningurinn væri varanleg lausn fyrir íslendinga þótt annað væri augljóst, hefur nú söðlað um og viðurkennt röksemdir Alþýðubandalagsins í raun með því að knýja Alþýðuflokkinn til þess að óska eftir aðild að Evrópusam- bandinu. Austurríki, Finnland og Svíþjóð völdu að ganga í ESB vegna gall- anna á EES-samningnum. Aiþingi hefur ályktað með samþykki allra flokka að taka hinn kostinn í fram- haldi af EES og óska eftir tvíhliða samningi. Eins og horfir virðist fremur verða um að ræða aðlögun EES-samningsins heldur en að gerðir verði nýir tvíhliða samningar á grundvelli hans. Niðurstaðan gæti þó orðið eins og Alþingi stefndi að, þ.e.a.s. einfaldara stofnana- kerfi, sameiginlegar samkeppnis- reglur og víðtæk fríverslun en í henni felast hagsmunir íslands. Við þá niðurstöðu getur Alþýðubandalagið unað, enda lýsti það í meginatriðum stuðn- ingi við viðskiptahlið EES-samningsins. Viðskipti og aðgerðir við hagstjórn Þegar Alþýðubanda- lagið og óháðir horfa til Asíulanda og fleiri heimssvæða er það annars vegar vegna möguleika á auknum viðskiptum og hins vegar til þess að læra aðferðir í hagstjórn. Löndum eins og Japan, Suður- Kóreu, Taívan og Taílandi hefur tekist að viðhalda verulegum hag- Sóknin á Japansmarkað sýnir, segir Einar Karl Haraldsson, að Al- þýðubandalagið hefur rétt fyrir sér. vexti áratugum saman og stefna nú hraðbyri fram úr Vesturlöndum á mörgum sviðum. íslendingar sem hafa búið við sjö ára stöðnun, eftir að hafa verið í stöðugri framför frá stríðslokum, hljóta að spyija: Hvernig fara þessi lönd að? Samráð og farsæl milliganga Svarið er ekki einfalt en meðal þess sem kemur á óvart er þýðing farsællar milligöngu stjórnvalda og réttlátrar opinberrar þjónustu. Þá er sannfæringin, sem stjómvöld verða að skapa, um að öll þjóðin fái að njóta ávaxta meiri verðmæta- sköpunar afar mikilvægur hvati í framfaraþróun þessara landa. Stöð- ugleiki, innlendur sparnaður og hátt fjárfestingarhlutfall einkaaðila einkennir þessi ríki, sem og hag- stjórn sem tryggir samkeppnis- hæfni innlendra fýrirtækja og að- gang að alþjóðlegum mörkuðum. Mikið samráð, formlegt og óform- legt, milli stjórnvalda og einkaað- ila/félaga um sóknarlínur í atvinnu- lífi og útflutningssókn inn á nýja markaði er grundvallaratriði. Ríkin hafa á margvislegan hátt beitt sér- tækum aðgerðum, nið- urgreiðslum, styrkjum, handstýrðri lágvaxta- stefnu o.s.frv. en þau hafa gætt þess að setja ekki stöðugleika úr skorðum. Jafnframt hefur þeim tekist að þróa viðmiðanir og stjórn- sýslu sem tryggja ná- kvæmt eftirlit með því að einungis þeir sem ná árangri, með þeirri framleiðni eða með aukinni sölu á útflutn- ingsmörkuðum, njóti opinberrar aðstoðar. Hitt er líka til að ríkið hjálpi til við að leggja niður fyrir- tæki og atvinnugreinar. Markaðsöflin fá leiðsögn Það er semsagt misskilningur að þessum ríkjum hafi tekist að ná fram og viðhalda hagvexti með hreinum fijálshyggju- og markaðs- aðferðum. Þvert á móti fylgja þau þeirri stefnu að stundum þurfi markaðsöflin á leiðsögn samfélags- ins að halda til þess að hægt sé að tryggja hagkvæmustu ráðstöfun fjármuna sem skili þjóðarbúinu mestum arði. Það er einnig athyglisvert að launamunur fer minnkandi í um- ræddum löndum. Skýringin er með- al annars sú að skilningur á sam- bandinu milli hagvaxtar, jafnaðar og hagrænna breytinga er meiri á þessum slóðum en víða annars stað- ar. Aftur á móti eru nóg dæmi um það annars staðar úr heiminum að ekki fari saman hagvöxtur og jöfn- un lífskjara. Upphleðsla mannauðs, þ.e.a.s. fjárfesting í góðri almennri mennt- un þjóðarinnar, gott heilbrigði, þ.e.a.s. fjárfesting í heilbrigðis- kerfinu, og stöðvun offjölgunar, eru þau atriði sem helst eru talin hafa viðhaldið hagvextinum í Jap- an, Suður-Kóreu, Taívan og Taí- landi. Skilningsleysi á nauðsyn jafnaðarstefnu og fjárfestingum i menntun er aftur á móti megin- skýring á því hvers vegna stöðnun hefur tekið við af hagvaxtarskeið- um í mörgum öðrum löndum í öll- um heimshlutum, meðal annars á íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Aiþýðubandalagsins. Einar Karl Haraldsson Stjórnarskráin og trúfrelsið STJÓRN Siðmennt- ar sendi athugasemdir við frumvarp til stjóm- skipunarlaga um breytingar á mannrétt- indaákvæðum stjórn- arskrárinnar. Þar var lagt til að 62. grein stjórnarskrárinnar verði numin úr gildi og tengslum ríkis og þjóð- kirkju verði einfald- lega skipað með Iög- um. Einnig verði þriðja efnisgrein 64. greinar felld niður, enda ekki eðlilegt að ríkið inn- heimti fyrir kirkjuna frekar en önnur félög í landinu. í greinargerð þing- nefndarinnar sem fjallaði um málið kemur fram að Siðmennt hafi gert athugasemdir, en ekki kemur fram hveijar athugasemdirnar voru og þaðan af siður var tekið mark á þeim í lokagerð frumvarpsins sem Alþingi samþykkti. Það var orðið tíma- bært að endurskoða aldargömul mannrétt- indaákvæði stjórnar- skrárinnar. í frum- varpinu sem samþykkt var fyrir þinglok eru stigin nokkur skref í átt til nútímalegra mannréttinda sem al- mennt eru viðurkennd í alþjóðlegum sáttmál- um sem íslendingar eru aðilar að. En skref þessi eru sorglega stutt. Það á einkum við um trú- frelsiskaflann. Þar eru aðeins gerðar smávægilegar orða- lagsbreytingar en kaflinn þarfnast gagngerrar endurskoðunar ef hann á að standa undir nafni. Félagið Siðmennt hefur aðallega beitt sér í trúfrelsismálum og gengst m.a. fyrir borgaralegri Þorvaldur Örn Árnason fermingu ár hvert. Félagið sendi athugasemdir um trúfrelsiskaflann en engin þeirra var tekin til greina. í áliti Siðmenntar er tekið undir þau orð í greinargerð með frum- varpinu (bls. 15) að trúfrelsi teljist vera meðal allra mikilvægustu borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda. Því var lagt til að þessum réttindum verði gerð skil i sama kafla og öðrum mannréttindum, en ekki í sér kafla þó það hafi þótt viðeigandi árið 1874. Úrelt forréttindi þjóðkirkjunnar Siðmennt telur það alvarlegasta galla frumvarpsins að ekki skuli vera hróflað við þeim forréttindum þjóðkirkjunnar sem bundin eru í 62. grein stjórnarskrárinnar, en þar segir: „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á ís- landi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Þegarþessi ákvæði voru sett árið 1874 var staða þjóðkirkjunnar allt önnur en hún er nú. Þá gegndi hún verald- legu þjónustuhlutverki sem ríkið og fleiri aðilar hafa nú tekið við. Kirkjan gegndi lykilhlutverki í menntun, sálgæslu og skrásetningu sem skólar, heilsugæsla, sálfræð- ingar, lögfræðingar, félagsmála- stofnanir, Hagstofa Islands o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.