Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 B 5 KOSNINGAR 8. APRÍL FYRIR tólf árum ákváðu íslensk- ar konur að bjóða fram sérstakan lista til Alþingiskonsinga. Hug- myndin var ekki ný af nálinni en vorið áður höfðu konur í Reykjavík og á Akureyri boðið fram kvenna- lista í sveitarstjómarkosningum. Kvennalistarnir skiluðu strax þeim árangri að konum fjölgaði á þingi og í sveitarstjórnum og um leið var eytt þeirri bábilju að ástæðan fyrir valda- og áhrifaleysi kvenna væri af því að konur hefðu ekki áhuga á stjórnmálum. íslenskir stjórnmálaflokkar íslenskir stjórnmálaflokkar urðu til á fyrri hluta þessarar aldar og var ætlað að gæta hagsmuna ákveð- inna hópa og stétta eins og bænda, atvinnurekenda, verkamanna o.s.frv. Konur áttu lítinn sem engan þátt í mótun stjómmálaflokkanna og hafa átt á brattann að sækja við að komast þar til áhrifa. Engin kona hefur t.d. gegnt formennsku í ís- lenskum sijórnmálaflokki, fram- bjóðendasætin eru jafnan þétt setin af karlmönnum enda hafa þeir allir innan sinna raða sérstakar kvenna- hreyfingar þar sem konur ráða ráð- um sínum og bindast samstöðu um ákveðin mál. Valdakerfi eru ekki náttúrulögmál Stjómmálaflokkamir eiga það einnig sameiginlegt að raða valdinu upp í píramída þar sem völdin eru mest hjá þeim sem sitja efst og minnst hjá þeim sem bera píramíd- ann uppi. Þessi valdauppbygging er arfur gamalla stjómun- arhátta sem byggir á því að sumir menn séu öðrum æðri. Þeir sem tróna efst á toppi pír- amídans teija sig í full- um rétti til að drottna yfir öðmm og ráðskast með líf þeirra og em oft, þótt skrýtið sé, dýrkaðir af þeim sem þeir sitja ofan á. Þetta fyrirkomulag og hug- myndafræðin sem býr að baki er arfur feðra- veldisins og miðar að því að sjá fólki fyrir sterkum föðurlegum ímyndum og leiðtogum sem annast ákvarðanatökur fyrir það en svipta um leið fólk fmmkvæði. Konur eiga þama ekki upp á pall- borðið enda er það launamisrétti sem konur búa við afsprengi þeirrar hug- myndafræði að karlar séu konum æðri og störf þeirra minna virði. En þetta kerfi er ekkert náttúm- lögmál og margt bendir til að það sé á undanhaldi eins og þeir vita gerst sem fylgjast með þeirri þróun sem hefur átt sér stað í nútíma stjómarháttum eða gæðastjómun en þar er píramídanum einfaldlega snú- ið við. Sagan um himnaríki og helvíti Séra Auður Eir segir frá gamalli helgisögn í bók sinni um Kvenna- guðfræði. Hún tjallar um mann sem vildi fá að vita um muninn á himna- riki og helvíti. Honum var fylgt inn í rúmgott og bjart her- bergi þar sem fólk sat við kringlótt matar- borð. Á miðju borðinu var skál með nógum og góðum mat. En borðið var svo stórt að fólkið þurfti að hafa skeiðar með svo löngum sköft- um að það gat ekki stungið þeim upp í sig. Allir voru að deyja úr hungri. Þetta var auð- vitað helvíti. Svo var farið í himnaríki. Þar var allt alveg eins nema þar mataði fólkið hvert annað með löngu skeið- unum. Kvenfrelsi og valdið Kvenfrelsi felur í sér að breyta af- stöðunni til valdsins. Menn eiga ekki að nota það til að drottna yfir - held- ur eigum við að deila valdinu hvert með öðru. Kvennalistakonur hafa bytjað á sjálfum sér með því að nota önnur vinnubrögð en tíðkast í hefð- bundnum stjómmálaflokkum. Við kjósum ekki formann en dreifum valdi og ábyrgð og tökum ákvarðan- ir um það sem við getum sameinast um án þess að meirihlutinn kúgi minni hlutann í atkvæðagreiðslu. Þessi aðferð felur í sér að konur segi skoðanir sína og tjái tilfinningar sínar og að það sé hlustað á þær og þær teknar alvarlega. Stefnuskrá- in okkar er gott dæmi um þessi vinnubrögð, hún er unnin af konum hvaðanæva af Iandinu, konum sem em á mismunandi aldri og búa við ólík kjör en eiga sér sameiginlegan draum um samfélag þar sem allar manneskjur fá hluta af valdinu og virða sinn rétt og annarra til að móta umhverfí sitt. Hún tekur til allra þeirra málaflokka er móta ís- lenskt samfélag og felur í sér vald- dreifingu, langtímamarkmið og heildarsýn, sem tekur mið af því hvernig hin pólitíska ákvörðun kem- ur til með að hafa áhrif á líf kvenna, karla og bama. Óttinn við breytingar Kvennalistinn á undir högg að sækja þessa dagana. Stjómmálafor- ingjar ijórflokkanna endurtaka í sí- bylju að fyrirbærið sé úrelt, þeir hafí hleypt konum að, kvennabar- áttan sé á villigötum, kvenfrelsi fel- ist f einstaklingshyggjunni eða fé- Það er mikilvægt segir María Jóhanna Lárus- dóttir, að Kvennalistinn fái brautargengi í kom- andi kosningum. lagshyggjunni o.s.frv. Dropinn holar steininn, það er gömul saga og ný, og sumir eru farnir að trúa því að stefnumálum Kvennalistans sé bet- ur borgið í gömlu stjómmálaflokk- unum. En staðreyndin er sú að þeir sem sitja á valdastólum óttast þetta afl sem hefur leyst úr læðingi sköp- unarmátt kvenna og samstöðu gegn ríkjandi skipulagi. Jákvæður sköpunarkraftur kvenna Okkur kvennalistakonum hefur tekist að breyta áherslunum í ís- lenskri pólitík með því að horfa á mál frá sjónarhóli kvenfrelsis sem er jákvætt afl og setur spurninga- merki við ríkjandi skipulag. Við höfum vakið athygli á málaflokkum sem áður þóttu ekki hæfa í opin- berri stjórnmálaumræðu eins og of- beldi á konum og börnum og rangl- átu dómskerfi sem dæmir stúlkum lægri miskabætur en drengjum, fært umræðuna í utanríkismálum upp úr hægri og vinstri hjólförum um veru bandaríska hersins á Is- landi og tengt hana friðar- og um- hverfismálum. Fæðingarorlof er nú sex mánuðir og menn komast ekki upp með það lengur að fela eða réttlæta það launamisrétti sem kon- ur eru beittar. Ný sýn - nýjar aðferðir Margvísleg hugtök sem hafa skapað nýjar víddir í íslenskum stjómmálum eru orðin þekkt og sjálfsögð eins og kvennamenning, reynsluheimur kvenna, þriðja vídd- in, hagfræði hinnar hagsýnu hús- móður, kvennapólitík o.fl. Hug- myndir um byggðakvóta, fullnýt- ingu sjávarafurða, atvinnusköpun sem byggir á hinu smáa em einnig komnar frá kvennalistakonum þótt margir vildu nú Lilju kveðið hafa. Þetta eru einungis örfá dæmi um þá nýsköpun sem íslenskar konur hafa fært inn í pólitíkina - lausar úr viðjum miðstýrðra flokkakerfa sem þær hafa hvorki búið til né átt þátt i að móta. Það er mikilvægt að Kvennalist- inn fái brautargengi í komandi kosn- ingum til að takast á við þau óþrjót- andi verkefni sem blasa við íslensku þjóðfélagi. Karlaveldið hefur gengið sér til húðar. Það eru konur sem hafa nú eitthvað til málanna að leggja, nýja sýn - nýjar aðferðir. Sá jákvæði sköpunarkraftur sem býr með konum og aldrei hefur áður verið nýttur í þágu stjómmála né samfélags býr í því kvenfrelsi sem Kvennalistinn leggur til grundvallar stefnumálum sínum. Höfundur skipar 4. sæti framboðslista Kvennalistans í Reykjavík. Hverju hefur Kvennalistinn breytt? María Jóhanna Lárusdóttir Sljómlagaþing Jóhönnu ÞAÐ fulltrúalýðræði sem þjóðin hefír búið við er löngu gengið sér til húðar. Ef grannt er skoðað með ákvarðanatöku stjórnvalda í stærri málum frá lýðveldisstofnun hefir þjóðin verið utangátta og aldrei spurð neins eða gefíð tækifæri til að tjá sig, hvað hún vildi gera í málunum. Vegna ágalla stjórnarskrárinnar hafa stjórnvöld og æðstu embættis- menn getað farið sínu fram, m.a. vegna þess að stjórnarskráin inni- heldur þrennskonar löggjafarvald, forseta Islands, Alþingis og alþing- ismanna, sem jafnframt eru fram- kvæmdarvald Alþingis. Forseti íslands og önnur stjórn- völd fara með framkvæmdarvaldið og ráðherrar, sem sitja á löggjafar- þinginu, eru einnig framkvæmdar- vald Alþingis. Stjórnvöld, sam- kvæmt þessum stjórnskipunarlög- um, hafa því getað beitt einokunar- valdi og farið öllu sínu fram gegn meirihlutavilja þjóðarinnar. Harkaleg staðreynd! Það er rétt að alþingismenn eiga að starfa innan ramma stjórnar- skrárinnar. En það er ólýðræðislegt að þeir sjálfír setji sjálfum sér þær starfsreglur innan stjórnarskrár- innar sem þeir eiga að starfa eftir, eins og stjómarskrárnefnd Alþingis er að gera á þessari stundu á Al- þingi. Þjóðin á að fá að ráða laga- gerð stjórnarskrár sinnar, en ekki alþingismenn, enda kýs þjóðin al- þingismenn til starfa á löggjafar- þinginu. Fólk á að fá að ráða við hvaða stjórnarfar og réttarkerfi það vill búa. Nú leika alþingismenn sama loddaraleikinn og gert hefir verið frá lýðveldisstofnun, hafa þjóðina utangátta við endurskoðun og við að semja nýja stjórnarskrá. Þeir ætla sér að breyta að eigin geð- þótta lagagreinunum, kosningalög- um og kjördæmaskipan og síðan réttlæta yfirgang sinn með því að ijúfa þing og boða til nýrra kosn- inga. Það er harkaleg staðreynd sem blasir við að vegna vanþekk- ingar fólksins í landinu á eigin réttarstöðu, er þjóðin eins og dauð þúst, sérstaklega yngra fólkið og veitir ekki viðnám gegn ágengni löggjafans, Alþingis, veit varla um starfssvið stjórnlaga- þings og að enginn getur boðað til stjórn- lagaþings nema Álþingi. Skert lögskyn alþingismanna! Á seinni parti sl. árs, var um- ræða um stjómarskrána í fundarsal borgarráðs Reykjavíkur, þar sem alþingismenn frá stjómmálaflokk- um sátu fyrir svömm. Mér eru minnisstæð orð hr. Friðriks Sop- hussonar fjármálaráðherra er hann sagði: Stjómlagaþing, hver getur setið þar, hver getur verið hlutlaus þar? Tilsvör ráðherrans virðast mótast af sinnuleysi og þekkingar- leysi í sambandi við lýðréttindi al- mennings og hlutleysistal hans er út í hött. í umræðuþætti hr. Stefáns J. Hafstein á Stöð 2 31. janúar sl. sátu fyrir svömm þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins hr. Geir Haarde alþingismaður og hr. Ragn- ar Aðalsteinsson, hrl. Geir Haarde, alþingismaður, var mikið niðri fyrir að réttlæta viðbótarlangloku sem hann vildi skeyta við 72. gr. stjórn- arskrárinnar. En stjórnarskráin á að mínu mati að vera markviss og fáorðuð svo almenningur skilji án orðhengilsháttar sem dregur úr kjaminnihaldi stjórnskipunarlag- anna, aðgengileg fyrir lögfræðinga að starfa eftir og dóm- stóla að dæma eftir. Ragnar hrl. stóð sig vel í orðaskiptum við Geir, en það er samt sem áður ekki ávinn- ingur fyrir málstaðinn þegar Ragnar og mannréttindahópar em að leggja til mál- anna og styðja þannig við skert lögskyn stjórnarskrámefndar Alþingis. Þeim væri nær að leggja til að alþingismenn virði lýð- réttindi almennings, og að þeir samþykki þingsályktunartillögu frú Jóhönnu Sigurðardóttur alþingiskonu, að boðað skuli til stjórnlagaþings til að endurskoða og semja nýja stjórnarskrá. Stjórnlagaþing Jóhönnu! Það er augljóst mál og Jóhanna Sigurðardóttir alþk., er fyrst allra alþingismanna sem setið hafa á Alþingi frá lýðveldisstofnun að bera fram tillögu þess efnis að boðað skuli til stjórnlagaþings til að auka lýðréttindi fólksins í landinu, sem felur í sér að kjörgengir einstakl- ingar í kjördæmum landsins (ekki alþingismenn) geti boðið sig fram til setu á stjómlagaþingi í þeim til- gangi að endurskoða og semja nýja stjórnarskrá. Eftir kosningar til stjórnlaga- þings taki sæti í einni málstofu á Alþingi samtals 41 stjórnlagaþing- maður, 21 frá Reykjavlk og Reykjaneskjördæmi og 20 stjórn- lagaþingmenn úr öðmm kjördæm- um landsins. Tillögur stjórnlaga- þings verði bornar undir þjóðarat- kvæðagreiðslu, niðurstöður bind- andi og lagðar til undirskriftar for- seta íslands. Eftir þá undirskrift skal þing rofíð samkvæmt nýju stjórnarskrárlögunum og boðað til Ásdís Erlingsdóttir nýrra kosninga í haust. (Tilvitnun stytt úr grein Jóhönnu - Stjórn- lagaþing, birt í Mbl. 19.11. ’94.) Afsiðun! Afsiðunaröfl samfélagsins hafa mjög sótt í sig veðrið og þeirra skerta siðferðisvitund hefur bitnað fyrst og fremst á ungviðinu. T.d. þegar læknirinn sem var að aug- Jóhanna Sigurðardóttir er fyrst þingmannatil að flytja tillögu um sér- stakt stjómlagaþing, ----------jp------------------ segir Asdís Erlings- dóttir, sem tryggi lýð- réttindi fólksins í landinu. lýsa kynlífsbók sína ásamt konu sinni í Keflavík í fyrra þar sem hann hélt námskeið fyrir börn og unglinga ásamt foreldram í sam- bandi við útgáfu bókar sinnar. Fréttakona Stöðvar 2 átti viðtal við hann og spurði m.a. hvað honum fyndist og hvort eitthvað hafi kom- ið honum á óvart. Þá svarði læknir- inn: Það var, hvað fólk væri feimið við kynlíf. Ég hugsaði með mér: Ef kynlíf er ekki feimnismál, af hveiju höfðu þau hjónin ekki sýni- kennslu á námskeiðinu? Og nú eru hommar og lesbíur á fullu að fá sína kynhegðun viður- kennda og að hún skuli kennd börnum og unglingum í skólum landsins. Afsiðun ungviðisins ætti að vera áhyggjuefni og það er nauðsynlegt að mínu mati að taka kynfræðsluefnið úr skólum lands- ins, það hafa Bretar gert nýverið. Líffræðileg kynfræðsla í skólum stendur eftir í líkams- og heilsu- fræðitímum, þ.e.a.s. starfsemi lík- amans, heiti líkamshluta og starf- semi þeirra. En það er æskilegt að kynfræðsla ungviðisins í sam- vinnu við foreldra beinist til heimil- islækna, allir hafa sinn heimilis- lækni. Ég er á móti því að ofbjóða meðfæddri feimni og nektarskyni bama og unglinga, heldur að efla reisn og virðingu þeirra hvert fyrir öðm og alvöru lífsins. Ábendingar um endurskoðun! Ábendingar um endurskoðun stjórnarskrárinnar á stjórnlaga- þingi sem vonandi verður að vem- leika og tel ég upp 3 atriði I sam- bandi við íjölskyldumál. • Að 63. gr. stjórnarskrárinnar hljóði þannig: Barnaklám skal bannað í hvaða mynd sem er. Nekt og kynlíf eru einkamál einstaklinga og á ekki að bera á torg. • 62. gr. stjórnarskrárinnar hljóði þannig: Að ríkið styðji og vemdi kristilegt trúar- og siðgæðisuppeldi barna og unglinga í samvinnu við foreldra í skólum og uppeldisstofn- unum að 16 ára aldri, að ríkið styðji við kristilega þjónustu sjúkrahús- presta, fangelsispresta, fólk á elli- stofnunum og stofnunum fatlaðra. Frá 16 ára aldri kosti sérhver eigin trúariðkanir. Að fyrripartur 63. greinar stjórnarskrárinnar falli inn' í 62. gr. stjórnarskrár, sem hljóðar þannig: Landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að þjóna Guði með þeim hætti sem á við sannfæringu hvers og eins. • í sambandi við fjölskyldumál þarf ein lagagrein stjórnarskrár- innar að hljóða þannig: Óheimilt er að taka börn af mæðmm sínum eða foreldram. Feður eða fósturfeð- ur sem em uppvísir að sifjaspelli verði réttlausir gagnvart fjölskyldu sinni. Það er mín skoðun að ef vandræðaástand og tilfínningalegt • uppnám ríkir á heimilum á að bjóða þessu fólki hjálp, m.a. húshjálp og fjárhagsaðstoð vegna barnanna, en ekki leysa upp heimilin, þ.e.a.s. friðhelgi einkalífsins samanber 66. gr. stjórnarskrárinnar. Höfundur er húsmóðir í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.