Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 2?. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR Sjóimvarpið Stöð tvö FÖSTUDAGUR 24. MARS VI QQ 411 ►Skemmtikraftar l»l« 4u. IU (The Comics) Bresk spennumynd byggð á sögu eftir Lyndu La Plante um grínista sem verður vitni að morði og flakkar um England með morðingjana á hælunum. LAUGARDAGUR 25. MARS M91 in^Besta árið ■ L I ■ III Favourite (My Year) Bandarísk gamanmynd frá 1982. Myndin gerist í New York um miðjan 6. áratuginn og segir frá ungum manni sem er falið að halda sjónvarpsstjörnu frá flöskunni og öðrum freistingum. VI 00 yJC Þ-Skemmtikraftar LLw^1(1 (The Comics) Bresk spennumynd byggð á sögu eftir Lyndu La Plante um grínista sem verður vitni að morði og flakkar um England með morðingjana á hælunum. Seinni hluti. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 24. MARS Kl. 22.10 | ►Saga úr Vestur- bænum (West Side Story) Oskarsverðlaunin verða afhent vestur í Bandaríkjunum eftir þrjá daga og í kvöld sjáum við eina frægustu Óskarsverðlaunamynd allra tíma. Sag- an úr Vesturbænum fjallar um Rómeó og Júlíu nútímans, þau Tony og Mar- íu sem tengjast hvort sinni unglingak- líkunni í New York. Þegar hópunum lýstur saman fer allt úr böndunum. Kl. 0.40 ►Erfðagalli (Tainted Blood) Hörkuspenn- andi mynd um skelfilegan geðsjúkdóm sem gengur í ættir og veldur því að hinir sjúku eru haldnir drápsæði. LAUGARDAGUR 25. MARS VI 91 J| C ►!' skotlínunni (In the lll. L l.4u Line of Fire) Frank Horrigan er harðjaxl sem starfar hjá bandarísku leyniþjónustunni. Hann er einfarf sem hefur fórnað miklu fyrir starfið. Hann var þjálfaður til að vera í skotlínunni ef þörf krefði og þar átti hann að vera í nóvember 1963 þegar Kennedy forseti var myrt- ur. Horrigan þjáist enn af sektar- kennd vegna atburðanna í Dallas og honum rennur því kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann kemst á snoðir um að hættulegur leigumorð- ingi sitji um líf núverandi forseta Bandaríkjanna. VI 9Q Cll ► Allt fyrir peningana l»l« tU.UU (Sex, Love and Cold Hard Cash) Þegar Dough Coulson er látinn laus úr fangelsi fer hann rak- leiðis til Los Angeles þar sem hann gróf ránsfeng fyrir tíu árum en kemst að því að búið er að reisa háhýsi á staðnum og seðlarnir eru horfnir. Fyr- ir tilviljun hittir hann reffilega vændis- konu sem barmar sér yfir því að um- boðsmaður hennar sé stunginn af með aleigu hennar og einnig digra sjóði annarra viðskiptavina hans. Dough ákveður að rétta dömunni hjálparhönd og saman leggja þau upp í ævintýra- legan og háskalegan eltingaleik við umboðsmanninn. Stranglega bönnuð börnum. SUNNUDAGUR 26. MARS VI 9fl CC ►Dieppe Fyrri hluti Rl» tu.UU sannsögulegrar kanadískrar framhaldsmyndar um ein- hveija blóðugustu orustu seinni heims- styijaldarinnar. í myndinni eru atriði sem ekki eru við hæfi ungra bama. VI 0 IC^Mambó kóngarnir III. U. I ð (The Mambo Kings) í þessari fjörugu mynd er sögð saga tveggja kúbanskra bræðra sem halda til Bandaríkjanna í leit að frægð og frama. MÁNUDAGUR 27. MARS VI 90 CJO ►Avalon Saga um inn- Hl. fcÚ.uU flytjendafjölskyldu í Bandaríkjunum sem býr til að byija með saman í stóru húsi. Við sjáum hvemig bandarísk áhrif breyta smám saman yngri kynslóðinni og hafa áhrif á aðra úr íjölskyldunni. ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS V| 9Q QO ►Töfralæknirinn III. LU.uU (Medicine Man) Lengst inni í regnskógum Suður- Ameríku starfar fluggáfaður en sér- lundaður vísindamaður sem hefur öll- um að óvörum fundið lækningu við krabbameini. En hann hefur týnt formúlunni og leitar hennar nú í kapp- hlaupi við tímann. MIÐVIKUDAGUR 29. MARS VI 9Q 90 ►Angist Ameiíu III. LU.4U (Something About Amelia) Kvikmynd sem fjallar um, afleiðingar og áhrif siíjaspella innan ósköp venjulegrar miðstéttarfjölskyldu í Bandaríkjunum. FIMMTUDAGUR 30. MARS Kl. M9Q 1C ►Drakúla (Bram Stok- . LÚ.lfi er’s Dracula) Við fylgjumst með greifanum frá Transyl- vaníu sem sest að í Lundúnum á nítj- ándu öldinni. Um aldir hefur hann dvalið einn í kastala sínum en kemst nú loks í nána snertingu við mannkyn- ið. Stranglega bönnuð börnum. 11 0 ►Hörkutólið (Fixing ■ IU the Shadow) Don Saxon er léttgeggjaður lögreglumaður í Arizona sem er ofsóttur af skuggum fortíðar. Saxon er skapbráður og þeg- ar hann lendir í blóðugum slagsmálum á knæpu einni eru honum settir úr- slitakostir. Hann verður annaðhvort að hætta í lögreglunni eða fá inn- göngu í hættulegustu mótorhjólaklíku Bandaríkjanna með það fyrir augum að koma upp um vopna- og eiturlyíja- sölu sem mótorhjólabullumar eru ábyrgar fyrir. BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Uns sekt er sönnuð Óspennandi og klisjukennt réttar- haldsdrama um unga konu í kviðdómi sem mafíósi ógnar til að fá á sitt band. Sagan endalausa 3 (sjá Bíóhöllina). Afhjúpun + -k -k Hún tælir hann í ófyrirleitnu valda- tafli í tölvufyrirtæki. Fyrsta flokks afþreying í flesta staði. Leon kk Ábúðarmikil mynd úr furðuveröld Bessons. Góð átakaatriði í bland við ómerkilegan efnisþráð og persónu- sköpun. Fríða og dýrið? Varla. Konungur Ijónanna kkk Pottþétt fjölskylduskemmtun frá Disn- ey, prýdd óaðfinnanlegri íslenskri tal- setningu. BÍÓHÖLLIN Gettu betur kkk Robert Redford hefur gert fína mynd um frægt sjónvarpshneyksli vestra á sjötta áratugnum þegar sjónvarpið eihs og missti meydóminn. Góður ieik- hópur sem stendur sig með prýði og endursköpun fyrstu ára sjónvarpsins er frábær. Sagan endalausa 3 k'A Þriðja myndin um hætturnar sem steðja að ævintýralandinu Fantasíu. Heldur klént allt saman. Leon (sjá Bíóborgina) Viðtal við vampíruna ktr* Neil Jordan hefur gert býsna góða vampíramynd sem lítur alltaf frábær- lega út og tekur með nýjum hætti á gamalli ófreskju kvikmyndanna. Brad Pitt stelur senunni. Pabbi óskast tr tr Steve Martin leikur Silas Marner í nútímanum í bærilegri mynd um einbúa sem tekur að sér stúlkubam. Ófijótt en allt í lagi. Konungur Ijónanna (sjá Bíóborgina) HÁSKÓLABÍÓ Stökksvæðið tr'A Góð háloftaatriði er nánast það eina sem gleður augað í íburðarmikilli en mislukkaðri spennumynd sem reynist ekki annað en B-mynd í jólafötunum. Enginn er fullkominn trtrtr Komið við í smábæ í New York fylki þar sem Paul Newman fer fyrir óvenju skemmtilegum leikhópi í laufléttri mynd um amstur hversdagslífsins. Nell trtr'A Forvitnileg mynd frá Jodie Foster sem framleiðir og fer með titilhlutverk ungrar konu er hefur ekki komist í kynni við samtíðina. Skógardýrið Húgó ★ ★ Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. Hálendingurinn 3 ★ Þriðja myndin í flokknum má missa sín. Innihaldið sérlega rýrt og spennan lítil. Klippt og skorið trtrtr'A Sérlega kræsileg kvikmyndaveisla frá meistara Altman sem segir sögur af hjónum í Los Angeles samtímans. Leikarahópurinn fjölskrúðugur og leikurinn frábær. Skuggalendur trtrtr'A Gæðamynd byggð á einstöku sam- bandi bresks skálds og fyrirlesara og bandarísks rithöfundar um miðja öld- ina. Það geislar af Anthony Hopkins og Debra Winger í aðalhlutverkum. Aukaleikarar ekkert síðri og leikstjór- anum Attenborough tekst að segja hádramatíska sögu án þess að steyta nokkru sinni á óþarfa tilfinningasemi. Forrest Gump tr tr tr'A Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfeldning sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fyrir sönnum kvikmyndalegum töfrum. LAUGARÁSBÍÓ Inn um ógnardyr ★ ★ Ný hrollvekja frá Carpenter setur hann ekki aftur á toppinn en það eru hlutir í henni sem eru ágætir. Vasapeningar ★ Óttalega ómerki- leg og væmin mynd um strák sem finnur nýja konu handa föður sínum. REGNBOGINN / beinni tr'A Hringavitleysa um þijá þungarokkara sem yfirtaka útvarpsstöð. Góðir leikar-* ar innanum og eintaka brandarar hlægilegir en svo er það búið. Barcelona trtr'A Afar málglöð mynd um samskipti ungra Bandaríkjamanna og Börsunga. Vel leikin, löng en athyglisverð. Litbrigði næturinnar trtr Langdreginn, götóttur en ekki beint leiðinlegur sálfræðitryllir kryddaður óvenju erótískum atriðum. Reyfari trtrtr'A Frábær verðlaunamynd eftir Tarant- ino um líf og örlög bófa í Los Angel- es. Einkar safaríkt leikaralið fer á kostum í vel mótuðum og skrifuðum hlutverkum og hér endurfæðist John Travolta. Tarantino er maður framtíð- arinnar. SAGABÍÓ Táidreginn trtrtr Linda Fiorentino fer á kostum sem voðakvendi í frábærri spennumynd um konu sem gerir allt iyrir peninga. Ný- noir tryllir eins og þeir gerast bestir. Afhjúpun (sjá Bíóborgina) STJÖRNUBÍÓ Vindar fortíðar tr trtr Skemmtilegt og glæsilega kvikmynd- að fjölskyldudrama. Verður ekki sú sögulega stórmynd sem að er stefnt en virkar frábærlega sem Bonanza fyrir þá sem eru lengra komnir. Matur, drykkur, maður, kona trtrtr Frumþarfirnar teknar fyrir af hinum snjalla tævanska leikstjóra Ang Lee. Fjölskylduvandamál roskins föður og þriggja dætra skoðuð í gamni og al- vöra. Á köldum klaka trtrtr Ungur Japani kynnist landi og þjóð í vetrarham í þessari nýjustu mynd Friðriks Þórs. Kynni hans af mönnum og draugum sýnd í skondnu ljósi og mörg góðkunn viðfangsefni leikstjór- ans í forgrunni eins og sveitin og dauð- inn og hið yfirnáttúrulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.