Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 E 3 og henni stjórnar Karl Olgeirsson. Kolbrún og Axel segja að þarna sé engin hljómsveit. Karl sé aðalundir- leikari en leikararnir syngi og spili sjálfir á önnur hljóðfæri, gítara, klarinett og jafnvel kveikjara. Kol- brún segir að þetta sé alls ekki söng- leikur, heldur leikrit með söngvum og sér finnist tónlist eiga mjög skemmtilega við í leikhúsi. „í þessari sýningu er mikil tón- list, þama eru mjög sterk áhrif frá rokkmúsíkinni sem mótaði þennan áratug mjög sterkt, og þá hefur nú ekki verið amalegt að hafa Langa Sela við höndina, þennan leikmynda- hönnuð hér, og fletta upp í rokkal- fræðinni hans. Og hann hefur lagt margt til.“ „Já,“ segir Axel, „maður hefur verið að skipta sér af því líka, kenna fólki á undirstöðuhljóðfæri rokktón- listarinnar, Zippo-kveikjarann, mað- ur fær líka að stilla og svoleiðis." Eitthvað handa öllum „Þetta er sýning sem hefur alla burði til að höfða til mjög breiðs hóps áhorfenda," segir Kolbrún, „því þarna er saga sem eldra fólk þekk- ir, það sér þarna tíma sem það man vel, og yngra fólk sér þarna hraða og fjöruga sýningu með skemmtileg- um persónum og rokki. Ég á við það að það upplifa kannski ekki allir sýninguna nákvæmlega eins heldur hver fyrir sig. Vinsældir bókanna sýna það líka að þessi efniviður hef- ur höfðað til óskaplega breiðs hóps. Og við vonum náttúrlega að þessi hópur heimsæki okkur og sjái Eyja- sögurnar gerast á sviðinu í Sam- komuhúsinu. Þar hafa allir lagst á eitt í öllum deildum hússins að gera þessa sýningu eins vel úr garði og okkur er framast unnt.“ Þar sem Djöflaeyjan rís var frum- sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri í gærkvöldi en önnur sýning er í kvöld, laugardag 25. mars. Sverrír P&ll. dóttur og verk hennar. í bókinni er yfírlit yfír verk Nínu og ævifer- il. Bera Nordal, forstöðumaður listasafnsins, skrifar formála. Einn- ig er birt ritgerð eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing um síðari ár Nínu og þau áhrif sem það hafði á listferil hennar að lenda á svörtum lista á McCarthy-tímabilinu í Bandaríkjunum. Þannig var Nína í útlegð frá Bandaríkjunum 12 ár, og dvaldi því fjarri þeim hóp fólks í listalífí New York-borgar, sem á þessum árum var miðstöð lista í vestrænum menningarheimi. í ritgerðinni skrifar Aðalsteinn: „Út af fyrir sig er engin leið að sanna að þessi þróun hafí haft bein áhrif á Nínu. Engu að síður er það staðreynd að í New York má nátt- úrustemmningar hennar loks full- um þroska og þróast upp í þann mikilúðlega skáldskap sem hér hef- ur verið dreginn til sýningar. [...] ...þó eru þessi verk hvorki upphafin né fjarlæg, heldur vísa þau til ruðn- ings jöklanna, viðnáms bergstáls- ins, umbrota í iðrum jarðar." Bera Noral segir sýninguna mynda mjög sterka og kraftmikla heild. „Verkin eru frá síðustu tíu árum ferils hennar," segir Bera, „og sýna samfellda þróun í vinnu henn- ar síðustu árin. Þau sýna hvað hún hefur í raun verið í óskaplega mik- illi sókn sem listamaður." — En hvaða gildi hefur gjöfín frá Unu Dóru fyrir safnið? „Hún er ómetanleg viðbót við það safn listaverka sem við eigum eftir Nínu, og eykur sannarlega gildi þess. Út frá listfræðilegu sjónar- miði er einnig mjög athyglisvert að rannsaka hvernig hún þróar sínar vinnuaðferðir sem listamaður. — Hefur Nínu Tryggvadóttur verið sýnd nægileg athygli hér á landi, miðað við það að hún er talin einn okkar helstu listamanna? „Eldri kynslóðin þekkir hana vel, en ég hef tekið eftir að yngra fólk þekkir hana ekki. Þannig var sann- arlega kominn tími til að sýna verk hennar aftur og kynna hana fyrir nýrri kynslóð listunnenda." Sýning- in er opin daglega, nema mánu- daga, frá kl. 12-18, fram til 7. maí. Þárný. KEIMURÍ VITUND ÞÉR Strönd fótspor af fugli íspori mannsins Sær Thor Vilhjálmsson hefur sent frá sér nýja ljóða- bók. Hún ber heitið Snöggfærðar sýnir og er gefín út af Máli og menningu. Súsanna Svav- arsdóttir skoðar ljóðin og ræðir við Thor. Morgunblaðið/Rax l^ANN DAGINN, daginn sem U ég hitti Thor, féll regndropi í * fótspor af fugli í spori manns- ins. Fyrsti regndropinn; vorboði. Hvítfyssandi kollurinn á skáldinu horfði á sæinn, kinkaði kolli yfír hugsunum sem láta hann aldrei í friði vakandi nætur og nú, árla dags, fundu þær samhljóm í stríðu, látlausu regninu sem allt í einu fylgdi þessum eina dropa ofan í sæinn. Vaggandi trillur purruðu við gráa bryggjuvanga og lyktin var af blautu ryði, slori og fúa - svona kyrr lykt. Þegar hann varð mín var, leit hann upp og sagði: „Mest af öllu langar mig til að hitta sjómann sem býður mér með sér í róður.“ Svo horfum við á hafið sem virð- ist svo saklaust þar sem það rétt bylgjast utan við gluggann og er skyndilega hætt að vera þakið dropadoppum; skýjabólstur hefur sprungið óg sólin kastað sér í sjó- inn og stingur í augun. Og mér verður hugsað um annað haf á öðrum stað í einu af ljóðum Thors um hafið: Við biðum daglangt og nóttina að slotaði æði sjávar í skjóli undir nöktum dröngum hólpnir í skor í vari í þröngri vik þetta vor í skel hans á skaki þálinnti snöggtfári við rérum gegnum löðrið ég beið þess honum þóknaðist aðræsavéltala eðahafastað eitthvað löng stund leið unz hann sagði uppúr þurru meðan við rérum léttan róður í sjávarfroðu einblíndi á hamranna stál sem gnæfði með ógrynni af gargandi fugli þá sagði hann með rauðþrútna hvarma logandi augna svaka kastali maðiu- ræsti þá fyrst hikandi vélina og við hurfum heim án þess að hirða frekarumaðsetjaífisk Fyrsta ljóðabók Thors kom út í Bandaríkjunum árið 1981 og bar heitið „The deep blue sea, pardon the ocean“ og það var ekki fyrr en ári seinna að fyrsta ljóðabókin hans á íslensku „Ljóð Mynd“ kom út. Hann hefur fyrst og fremst verið skáldsagnahöfundur, þótt það segi kannski ekki alla söguna. Sögur hans eru fullar af Ijóðum; þau eru ofín inn í textann, birtast hér og þar í frásögnum af örlögum mannskepnunnar í náttúrunni, samfélaginu, draumum sínum og vöku. „Það eru forréttindi að hafa svona mál eins og íslenskuna," segir skáldið þegar hann getur slit- ið augun af hafínu. „Hún er mitt hljóðfæri." Hvers vegna forréttindi? „Eitt er það að geta rakið orðin að rótum; það sem ég held að þeir kalli gagnsæi núorðið. Þú getur notað þetta gagnsæi, spunnið upp ný _og ný orð. Á það ekki við um öll tungumál? „Nei, en af því að við erum að tala um ljóð, þá er spænskan af- skaplega vel fallin til ljóða. ítalsk- an er vel fallin til að syngja og franskan til að hugsa. Enskan er endalaust óskaplegt ríkidæmi og orðaval. En í íslenskunni geturðu búið til orð til að svara þinni leit í tilfinningum þínum óg hugmynd- um. Hún hefur verið góð fyrir ís- lenska menningu þessi mikla fjar- lægð sem var. Bæjarleiðirnar voru svo langar að þú hafðir nógan tíma til að hugsa áður en þú náðir á leiðarenda. Þetta stóra land - og þetta fáa fólk hefði aldrei búið hér nema hugtaka landið. Landið sem alltaf ögrar þér, gengur nærri þér, svo tilbrigðaríkt og máttugt." Senn kemur nýtt vor, nýtt til- brigði við hringrás tímans og fjar- læg er tíðin sem var og verður en Thor hefur skráð í Ijóði sem hann nefnir Haust: Vindurinn og laufið fer hissa á nýjum litum oddaflugaftijánum Ðýgur enskortirvængi og fellur fast til jarðar rekstírás og hafnar í dyngju seinnakemurnýttvor án þess Hringrás náttúrunnar,. hringrás mannsins; allt lifnar, lifir og deyr; við elskum og missum og seinna kemur nýtt vor og söknuðurinn, minningin kristallast í einum tóni. Kannski er það tónninn sem Thor yrkir um í ljóði sínu, Tónn sem helzt í tvær og hálfa mínútu, úr skálklukku (í fís-moll): Þyturíþessumstráum slitnumábakka þessa lækjar sem rennur hjá íhendi þér þessi fáu strá Syngur golan sem bar þig hvurt enn í þessum plnuðu stráum sem ég hélt eftir á eftir þér sem fórst burt Enguöðruhéltégá utan þyt í þessum stráum. „Eldfjallaland," segir Thor, eins og það skýri eitthvað. „Þótt ekki gjósi eldfjall kemurðu kannski á einhvern stað og landið gýs upp í litum - beint í æð. Er það ekki það sem þeir segja í dag? Meira að segja hafið gýs.“ Er hafið ekki alls staðar eins? „Hafíð er aldrei eins, neins stað- ar. Og nú vildi ég sigla og spjalla við sjómenn. Þeir segja sögur. ís- lendingar skilja sjálfa sig í sögum. Þeir eru alltaf að segja sögur. Og þótt við látum harkið ganga yfir okkur, þá þurfum við að finna að við séum til með einhverjum sér- stökum hætti. Það er tvennt sem er ríkt í okk- ur - og okkur til blessunar. Fyrst er það forvitnin; þráin að vita. Svo eru það ólíkindin; að þeysa ekki geði okkar eins og uppsölu. Sumt fólkið hér þykist vera alþjóðleg æska, og er það kannski, en við höfum okkar svipmót." Erum við ekki bara eins og allir eru að verða alls staðar; afsprengi hraða þar sem aðeins er tími fyrir yfírborð hlutanna? „Hver og einn verður að passa sig að dragast ekki inn í hann; það er vont. En þó er verst að svíkja drauminn sinn.“ Það er rétt. Kannski fer þá fyr- ir manni eins og „henni“ sem Thor yrkir um í ljóði sem hann nefnir Um minningastigu: Hljótt fikrar hún sig áfram •með granna fingur um minningastip fétar í húmi fálmar í myrkri með flæðandi aupn blá sópar með hársins silki rauðulaufiágötu og gulu milli naktra stofna semlítaekkivið á verði sínum í kvöld néseinnaínótt þegar hún hrópar í lauflausum skógi Auðvitað fer þannig fyrir okkur samt, nema guðirnir elski okkur. í heimi æskudýrkunar geta þeir sem eiga minningar hrópað og kallað. Það lítur enginn við. Það er heimur þar sem æskan hrópar og kallar í stað þess að brugga sinn minningaseið; hefur kannski ekki drauma til að svíkja; er kannski þegar í lauflausum skógi. Hver veit? Svo eru allir að yrkja. „Það er öllum frjálst að yrkja," segir Thor, „en það er dapurlegt að yrkja ljóð og ná ekki til sjálfs sín,“ og mér verður hugsað til þess sem Milan Kundera talar um í einni af skáldsögum sínum, að ljóðabækur séu oft bara dulbúnar dagbækur. Annað er ljóðlist. Hún er þess virði að tala um hana „Menn urðu fegnir að komast undan aganum sem fylgdi hefð- bundnu ljóðunum," heldur skáldið áfram, „en það er engum greiði gerður með því að átta sig ekki á því að óhefðbundnum ljóðum fylgir annars konar agi og annars konar form. Stundum er eins og menn haldi að þeir geti tekið eitthvað sem er ekki nógu gott sem prósi og sett það í mislangar línur og þá sé komin einhver helgi yfir það. Þú nærð engum erindum fram ef þú finnur þeim ekki neitt form. Einu sinni var svo mikið skamm- aryrði „formalisti“ í pólitík. Svo voru menn að hreyta þessu orði í ýmsa snillinga og höfuðsmiði á ýmsum sviðum. Þetta var ein helsta slagyrðingin í einhveijum pólitískum halelúja marseringum. En ef þú ferð að hugsa út í það, þá finnst manni hljóta að blasa við hvað þetta var miiril firra og ægja hvað þetta var allt saman borið fram með voldugum áróðursvélum og stöðluðum hrópum í hópum. Annað sem kemur upp í hugann var „endurskoðunarsinni," sem var mikið skammaryrði. En hvernig er hægt að virkja til framkvæmda til heilla, nema að viðhafa stöðuga endurskoðun.“ En finnst þér ekkert vont áð við skulum alltaf þurfa að skilgreina alla hluti jafnóðum og þeir gerast? Verðurðu aldrei þreyttur á því? „Það fer eftir því hvort þú ætlar að skilgreina til þín, til að öðlast skilning - eða frá þér, til að af- greiða upp í hillu." Aftur falla dropar úr lofti, aftur gárast sjórinn sem mjakast til og frá eins og iðandi bylgjupappi, meinlaus hér, mannskæður þar, hljóður nú, hrópandi þar sem við heyrum ekki rétt í svipinn. Him- inn, haf og jörð með sín huldu öfl, bregða stöðugt upp nýjum myndum, sýnum sem leiftra og loga ... eins og Thor segir í litlu ljóði sem hann nefnir Vísa: Snöggfærðar sýnir sem leiftra og loga unz liðast þær sundur og gliðnandi eimur vefst þá um ása, vart nema keimur í vitund þér lifir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.