Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 8
8 E LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGINN 30. mars nk. opnar forseti íslands mynd- listarsýninguna „Ljós norð- ursins" (Luz del Norte) í Reina Sofia í Madrid og hefst þar með formlega norræna menningarhátíð- in „Undir Pólstjömunni" á Spáni. Á sýningunni eru málverk frá tímabil- inu 1880-1910 eftir norræna meistara og eru íslensku verkin eftir Þórarin B. Þorláksson og Ás- grím Jónsson. Þessi sýning ásamt nútímalistasýningunni „Stund norðursins“ (La Hora del Norte), sem borgarstjórar höfuðborga Norðurlanda og borgarstjóri Madridar opnuðu 14. mars sl., era kjami menningarhátíðarinnar. Stærsta norræna menningarhátíðin í Evrópu Norræna menningarhátíðin á Spáni er liður í auknu samstarfí þjóða í Evrópu. Norðurlöndin koma fram sameiginlega og kynna listir og menningu sína í syðri hluta álf- unnar og opna nýjar leiðir fyrir skapandi samstarf þjóðanna í suðri og norðri. Menningarhátíðin hefst í mars í Madrid og heldur síðan áfram í Valencia og Barcelona fram í júlí. Hún verður stærsta norræna menn- ingarkynningin í Evrópu og stendur ekki langt að baki „Scandinavia Today“ í Bandaríkjunum 1982- 1983 og í Japan á áranum 1987- 1988 hvað umfang varðar. Auk samnorrænna atriða rúmast innan hátíðarinnar fjöldi viðburða sem ríki Norðurlanda standa að hvert um sig. Undirbúningur og framkvæmd Norræna ráðherranefndin og sendiráð Norðurlanda á Spáni era ábyrgðaraðilar og skipuleggjendur hátíðarinnar. Spænska menning- armálaráðuneytið, landsstjómin í Katalóníu og Madridarborg eru samstarfsaðilar á Spáni. Fram- kvæði að hátíðinni kom frá menn- ingarmiðstöðinni Conde Duque í Madrid, Reina Sofia-safninu í Madrid og sendiherram Norður- landaríkjanna og seint um haustið 1993 var óskað eftir því að hátíðin yrði vorið og sumarið 1995. Norræna ráðherranefndin ákvað í desember 1993 að gefa stjómar- nefnd um norrænar menningar- kynningar erlendis umboð til að hefja undirbúning hátíðarinnar, ásamt því að nefndinni væri heim- ilt að veija 4 milljónum danskra króna til hennar. Undirbúningur hófst í ársbyijun 1994 og hefur aldrei áður verið jafnskammur fyr- irvari fyrir hátíðir af þessu tagi. Norræna ráðherranefndin undir forystu Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra stjórnaði und- irbúningsvinnunni og formaður nor- rænu framkvæmdanefndarinnar var Þorgeir Ólafsson deildarsér- fræðingur í menntamálaráðuneyt- inu. Stefnumörkun Þegar í upphafí var ákveðið að leggja áherslu á „gæði“ frekar en „magn“. Leitað var eftir samstarfí við stofnanir á Spáni sem standa vel hvað varðar innra skipulag og sem hafa góða möguleika á að kynna framboð sitt. Fjármögnun Norræni menningarsjóðurinn, norrænu listanefndimar og nor- ræna ráðherranefndin kosta menn- ingarhátíðina að mestu leyti. Sam- tals nema framlög þessara aðila u.þ.b. 70 milljónum kr. Framlög einstakra ríkja Norðurlanda til há- tíðarinnar í heild sinni felast einkum í ferðastyrkjum til nokkurra lista- manna, auk þess sem þau kosta sína eigin viðburði á hátíðinni. Áætlaður kostnaður menntamála- ráðuneytisins er 2,8 milljónir kr. íslensk atriði íslendingar eiga fulltrúa í öllum samnorrænum viðburðum á hátíð- inni, en þeir ná til nær allra list- greina. Auk þess hefur verið ákveð- ið að leggja til íslensk atriði, sem HÁTÍDIN „UNDIR POLSTJORNUHHl' Á SPÁNI Stærsta norræna menningar- hátíðin í Evrópu menningarhátíðinni á Spáni. Caput leikur á tvennum tónleikum á veg- um CDMC stofnunarinnar í Madrid, 26. mars og 29. mars að viðstödd- um forseta Islands. Þá leikur Caput í Valensíu 30. mars í Palau de la Musica og í Barcelona 2. apríl. Auk þess leikur Caput við opnun ís- landstorgs í Barcelona 1. apríl að viðstöddum forseta íslands og borgarstjóra Barcelona. 4. Tónleikar Blásarakvintetts Reykjavíkur í Madrid Blásarakvintett Reykjavíkur lék við opnun sýningarinnar Stund Norðursins í Conde Duque í Madrid þann 14. mars og hélt tónleika á sama stað um kvöldið. 5. Tónleikar Araalds Arnarsonar í Madrid og Barcelona „Undir Pólstjömunni“, Norræn menningarhátíð á Spáni 1995 hefst formlega með því að forseti íslands opnar listsýn- inguna „Ljós norðursins“ í Madrid 30. mars. nL Hér er um að ræða stærstu norrænu menningarhátíðina í Evrópu. íslendingar eiga fulltrúa í öllum samnorrænum við- burðum á hátíðinni, en þeir ná til nær allra listgreina. Þorgair Ólafsson formaöur norrænu frnmkvæmdn- nefndarinnar ráð halda kynningu á íslenskum útflutningsvöram. Guðríður Sigurð- ardóttir ráðuneytisstjóri opnar sýn- ingu Magnúsar 29. mars að við- stöddum forseta íslands. Þá verður sýning á verkum Magnúsar í Can Felipe í Barcelona frá 20. júní til 20. júlí. Ákveðið var að sýna verk eftir Magnús Kjartansson að höfðu samráði við listfræðinga og sýning- arstjóra á Spáni. 2. Sýningar Leikbrúðu- lands í Madrid Leikbrúðulandi hefur verið boðið að sýna í bamaleikhúsinu Sala Pol í Madrid. Það er stærsta bamaleik- hús á Spáni með u.þ.b. 300 þús. gesti á ári. Árið 1993 var það verð- launað sem besta bamaleikhús Spánar. Leikhúsið setur upp eigin ráðuneytið kostar að hluta eða að öllu leyti. 1. Málverkasýning Magnúsar Kjartanssonar í Madrid og Barcelona Sýning Magnúsar Kjartanssonar verður í Fundation de Amberes í Madrid. Þessi stofnun er til húsa í endurgerðri kirkju mjög miðsvæðis í borginni. I henni hangir mynd eftir Rubens af píslarvættinum Andrési og m.a. vegna þessarar myndar er stofnunin vel þekkt með- al listáhugafólks. Stofnunin er rekin sem alhliða menningarmiðstöð og starfar i nánum tengslum við yfír- völd menningarmála í Madrid. Verndari hennar er Juan Carlos Spánarkonungur. Sýningarsalirnir eru nýuppgerðir og aðstaða öll til fyrirmyndar. Stofnunin verður e.k. miðpunktur íslenskra atriða í Madrid og þar mun t.d. Útflutnings- MÁLVERK eftir Edvard Munch prýðir veggspjald Norrænu menningarhótíóarinnar. sýningar auk þess að bjóða ýmsum hópum að setja þar upp. 3. Tónleikar Caputs í Madrid, Valensíu og Barcelona Fyrir tilstuðlan íslendinga var ákveðið að leggja áherslu á kynn- ingu á norrænni nútímatónlist á Amaldur Arnarson heldur ein- leikstónleika í Fundation Carlos de Amberes í Madrid þann 4. apríl og leikur við opnun sýningar Magnús- ar Kjartanssonar í Barcelona 20. júní. Arnaldur er búsettur á Spáni þar sem hann kennir gítarleik auk þess að koma fram á tónleikum. 6. Sýningar brúðuleikhússins Tíu fingur í Barcelona Helga Arnalds er leikhúsið Tíu fíngur og hún stundaði nám í Barcelona. Henni hefur verið boðið að sýna í tveimur menningarmið- stöðvum í borginni, í Can Felipe, þar sem sýning Magnúsar Kjart- anssonar verður haldin og í Pati Llimona. Styrktaraðilar Flugleiðir hf., Vátryggingafélag- ið Scandia hf. og SÍF hf. hafa styrkt þátttöku íslenskra listamanna á menningarhátíðinni á Spáni. Þátttaka íslendinga í samnorrænum viðburðum 1. Luz del Norte, aldamótalist frá Norðurlöndum: Ásgrímur Jóns- son og Þórarinn B. Þorláksson. 2. La Hora del Norte, nútímalist frá Norðurlöndum: Kristján Guð- mundsson, Ragna Róbertsdóttir og Finnbogi Pétursson. 3. Paisaje Nórdico, Norrænt landslag í Terrassa, Barcelona: Jón Glslason. 4. Artscape Nordland: Hreinn Friðfínnsson, Kristján Guðmunds- son og Sigurður Guðmundsson. 5. Varde-norræn hönnunarsýn- ing ungra hönnuða: Nemendur og kennarar frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. 6. Cinco Maestro Nórdicos, Fimm meistarar, arkitektúrsýning: Högna Sigurðardóttir arkitekt. 7. Bókmenntakynningar í Madrid og Barcelona: Guðbergur Bergsson og Jóhann Hjálmarsson. 8. Hátíðatónleikar í Madrid: Verk eftir Jón Nordal. 9. Hátíðatónleikar í Barcelona: Rannveig Braga sópran. 10. Jazztónleikar í Madrid og Barcelona: Kvintett Sigurðar Flosasonar. 11. Kvikmyndahátíðir í Madrid, Barcelona og Valensía: Börn nátt- úrunnar, Friðrik Þór Friðriksson og Sódóma Reykjavík, Óskar Jón- asson. 12. Dans í Terrassa, Barcelona: Lára Stefánsdóttir dansar nýtt verk eftir Per Jonsson. Kynning á Spáni Spænska sjónvarpið RTVE hefur gert röð sjónvarpsþátta um Norður- lönd og verður hún sýnd á besta sýningartíma í apríl. Þá hefur tón- listardeild ríkisútvarpsins ákveðið að senda reglulega út þætti um norræn menningarmál, einkum tónlist. Menningartímaritið E1 Uro- gallo hefur sent frá sér hefti sem einungis er tileinkað norrænum listum og menningu og með því verður dagskrá hátíðarinnar dreift. Auk þess hefur dagskráin verið prentuð í meira en 100 þúsund ein- tökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.